Breiðablik
0
2
Kharkiv
0-1 Yuliia Shevchuk '42
0-2 Olha Ovdiychuk '74
18.11.2021  -  17:45
Kópavogsvöllur
Meistaradeild kvenna
Aðstæður: Rigning og flóðljós, toppnæs.
Dómari: Lorraine Watson (Skotland)
Áhorfendur: 456 (600 miðar seldir)
Maður leiksins: Telma Ívarsdóttir
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
Ásta Eir Árnadóttir
Karitas Tómasdóttir ('79)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer
11. Alexandra Soree ('79)
18. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hildur Antonsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
14. Karen María Sigurgeirsdóttir ('79)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('79)
16. Tiffany Janea Mc Carty
22. Emilía Halldórsdóttir
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir
24. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir
28. Birta Georgsdóttir
29. Viktoría París Sabido

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Birna Kristjánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið á Kópavogsvelli, Kharkiv vinnur 0-2 útisigur.

Telma Ívarsdóttir var valin maður leiksins.
94. mín
456 áhorfendur mættir á leikinn í kvöld. 600 miðar seldust en hraðpróf og rigning setja strik í reikninginn.
91. mín
Fjórum mínútum bætt við.
88. mín
Kristín Dís kemst í boltnan, nær skoti að marki, boltinn fer í varnarmann, í Vigdísi Lilju og þaðan aftur fyrir og í markspyrnu.
88. mín
Mjög döpur hreinsum hjá leikmanni gestanna.

Breiðablik á hornspyrnu.
86. mín
Ein besta sókn Blika í leiknum!!

Boltinn fer á Karen Maríu á hægri kantinum, hún kemur sér inn á teiginn og á þrumuskot sem Gamze í marki gestanna ver yfir.

Ekkert kom upp úr hornspyrnunni.
84. mín
Inn:Solomiaa Kupiak (Kharkiv) Út:Kristine Aleksanyan (Kharkiv)
84. mín
Gestirnir í hættulegu færi en rangstaða dæmd.
81. mín
Gestirnir eiga hornspyrnu.

Darraðadans inn á teig Blika en Ásta nær að hreinsa og brotið er á henni, aukaspyrna dæmd.
79. mín
Inn:Ganna Voronina (Kharkiv) Út:Olha Boychenko (Kharkiv)
79. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Tvöföld breyting hjá Blikum
79. mín
Inn:Karen María Sigurgeirsdóttir (Breiðablik) Út:Alexandra Soree (Breiðablik)
76. mín
Olha Boychenko með skot fyrir utan teig sem Telmar er í engum vandræðum með.
74. mín MARK!
Olha Ovdiychuk (Kharkiv)
Löng sending upp vinstri kantinn, Kristín Dís nær ekki nægilega mikilli snertingu á boltann, Olha kemst í hann, sér að Telma er framarlega og klárar frábærlega yfir Telmu og í netið fór boltinn.
73. mín
Breiðablik á horn.

Hættulegur bolti inn á teiginn sem gestirnir ná að pikka aftur fyrir.

Agla María með spyrnuna á fjærstöngina, Heiðdís vinnur fyrsta bolta en gestirnir ná svo að hreinsa.
71. mín
Virkilega vel útfærð skyndisókn hjá gestunum eftir að Hafrún rennur. Boltinn fer inn á Olhu Ovdiychuk sem á skot sem Telma ver mjög vel.
69. mín
Flott sending frá Taylor á Öglu Maríu á vinstri kantinum. Agla María leitar inn á hægri fótinn og á skot fyrir utan teig sem fer yfir mark gestanna.

Það voru nokkrir Blikar á leiðinni inn á teiginn þarna svo þessi ákvörðun var pínu furðuleg hjá Öglu Maríu. Hún er reyndar með sæmilegasta skot fót...
68. mín
Í endursýningu sést að Yuliia Shevchuk var rangstæð. Það kom föst sending á fjær sem var á leiðinni rétt framhjá og Yuliia stýrði honum í netið. Vel séð hjá AD2.
67. mín
Gestirnir koma boltanum í netið en rangstaða dæmd!
65. mín
Inn:Iryna Elva Kochnyeva (Kharkiv) Út:Anna Petryk (Kharkiv)
64. mín
Vel spilað hjá gestunum og boltinn fer á Birgul sem er í góðu færi. Telma er vel á verði og lokar vel, ver boltann til hliðar með fótunum.
61. mín
Rólegt síðustu mínútur.
56. mín
Fínn varnarleikur hjá Kristínu sem vinnur aukaspyrnu inn á eigin vítateig.
55. mín Gult spjald: Lyubov Shmatko (Kharkiv)
Braut á Öglu Maríu, klárt gult!
54. mín
Kristín Dís lætur vaða fyrir utan teig, alls ekki galin pæling en skotið fer framhjá.
52. mín
Agla María með skot úr þröngri stöðu en það fer vel framhjá.
50. mín
Hornið tekið stutt og Taylor keyrir inn á teiginn, lætur vaða en skotið framhjá nærstönginni.
49. mín
Fínasta sókn hjá Breiðabliki sem endar á að Blikar fá hornspyrnu.
46. mín
Agla María fær boltann aftur eftir hornið og er dæmd rangstæð.
46. mín
Breiðablik fær hornspyrnu.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Blikar hafa komið sér í nokkrar fínar stöður en þegar þangað er komið hefur bogalistin brugðist. 45 mínútur eftir hér á Kópavogsvelli og vonandi að Blikar finni netmöskvana á marki gestanna í seinni.
45. mín
45+2

Einni mínútu bætt við. Gestirnir fá að taka horn eftir að uppbótartíminn er runninn út.

Telma fer út í boltann og kýlir hann aftur fyrir, alls ekki sannfærandi en sleppur með þetta.

Dómarinn gefur ekki leyfi á aðra hornspyrnu.
44. mín
Karítas með skalla yfir. Agla María með flottann undirbúning á hægri kantinum, kemur boltanum fyrir og á Karitas sem skallar yfi í fínu færi!
42. mín MARK!
Yuliia Shevchuk (Kharkiv)
Stoðsending: Olha Ovdiychuk
Olha með fyrirgjöf af hægri kantinum með fram jörðinni og finnur Yuliiu sem kemst í boltann og leggur hann fram hjá Telmu í markinu.

Blikar lentu á eftir Yuliiu sem átti auðvelt verk til að klára þegar boltinn kom til hennar.

Þetta var löng sending upp völlinn, Blikar tapa tveimur návígum og Olha keyrir upp kantinn og á gullsendingu fyrir.
41. mín
Karitas með skotg sem fer langt framhjá. Karitas gerði vel í aðdragandanum.
40. mín
Breiðablik fær hornspyrnu en ekkert kemur upp úr henni.
35. mín Gult spjald: Olha Boychenko (Kharkiv)
Það var kominn tími á spjald og þarna kom það.
33. mín
Frábærlega gert hjá Telmu sem sér við Sadikoglu í dauðafæri. Telma ver virkilega vel og handsamar svo boltann þegar hann kemur aftur í átt til hennar.
32. mín
Agla María með skot af löngu færi sem markvörður gestanna á í engum vandræðum með.
30. mín
Búið að vera mjög rólegt síðustu mínútur.
25. mín
Olha Ovdiychuk með skot/fyrirgjöf sem fer framhjá marki Blika.
23. mín
Yuliia með skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Gestirnir eiga hornspyrnu.

Darraðadans inn á teig Breiðabliks og hálf ótrúlegt að þetta hafi ekki farið í mark Blika! Boltinn fer af Ástu Eir áður en Taylor hreinsar í burtu.
21. mín
Hildur er komin inn á aftur.
20. mín
Daryana með hornspyrnuna og Olha Boychenko kemst í boltann á nærstönginni og skallar boltann í hliðarnetið.
20. mín
Gestirnir vinna hornspyrnu. Boltinn af Alexöndru og aftur fyrir.
17. mín
Hildur lá aðeins eftir og fékk aðhlynningu. Hún er utan vallar sem stendur en leikurinn heldur áfram.
16. mín
Hildur nálægt því að komast í dauðafæri eftir hornið en Anastasiya átti frábæra tæklikngu inn á vítateig gestanna og kom í veg fyrir að Hildur næði skoti við markteiginn.
15. mín
Agla María kemur boltanum á Hildi í teignum og Hildur á skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir. Blikar vildu fá vítaspyrnu, vildu hendi!
14. mín
Það er augljóst að Agla María verst sem fremsti maður á meðan Hildur Antonsdóttir kemur talsvert dýpra niður í varnarleiknum.
13. mín
Heiðdís með flottan varnarleik og skýlir boltanum aftur fyrir.
10. mín
Flottir taktar hjá Öglu Maríu sem þrumar boltanum fyrir og finnur Hildi. Hildur stýrir svo boltanum rétt framhjá nærstönginni, þarna þarf að hitta á markið!
10. mín
Tók spyrnuna sjálf en Daryana skallaði í burtu,
9. mín
Agla María vinnur hornspyrnu.
9. mín
Taylor heppin að sleppa við spjald þarna. Brot á miðjum velli.
7. mín
Heiðdís gerir vel að komast fyrir fyrirgjöf og Blikar sækja núna.
5. mín
Agla María með skot vel fyrir utan teig en það fór vel framhjá.
2. mín
Hildur með misheppnaða tilraun en þó tilraun.
1. mín
Leikur hafinn
Leikur hafinn!
Fyrir leik
Ein breyting á liði Kharkiv:
Anastasiya Voronina kemur inn fyrir Iryna Kochnyeva
Fyrir leik
Ein breyting á liði Breiðabliks:
Alexandra Soree kemur inn fyrir Karen Maríu.
Fyrir leik
Youtube útsendingin:

Fyrir leik
,,Eins og að vera atvinnumaður á Íslandi"
Agla María Albertsdóttir og Telma Ívarsdóttir, leikmenn Breiðabliks, voru gestir í Heimavellinum þar sem þær ræddu um þáttöku liðsins í Meistaradeildinni. Agla hefur tekið þátt í Meistaradeildinni en segir tilfinninguna af keppninni öðruvísi núna.

,,Maður er komin með ágætis reynslu í þessu, en að fara í riðlakeppnina er öðruvísi. Að spila svona marga leiki og vera í hörku prógrammi langt fram í desember; þetta er eins og að vera atvinnumaður á Íslandi," segir Agla.

Agla og Telma eru báðar hluti af landsliðshópi Íslands og eru þær báðar í námi með fótboltanum. Þær segja erfitt að halda mörgum boltum á lofti - það sé mjög krefjandi - en gangi yfirleitt að lokum.

Í riðlinum hefur Real Madrid verið erfiðasti andstæðingurinn. ,,Já, klárlega. Við hefðum getað gert sumt betur gegn þeim, en á sama tíma eru þær svo fljótar og erfitt að klukka þær. Ef maður ber saman Real Madrid og PSG, þá er PSG sterkari líkamlega en þessar spænsku eru svo ótrúlega kvikar," sagði Agla.

,,Mér fannst við persónulega miklu betri á móti PSG en Real Madrid, þéttleikinn og allt skipulagið. Við vissum meira um PSG," sagði Telma, en Blikar mættu Parísarliðinu fyrir tveimur árum.

Gjörbreytt umgjörð í Meistaradeildinni
Eitt af því sem hefur verið bætt við Meistaradeildina er að leikirnir eru mikið aðgengilegri og hægt er að horfa á þá alla á Youtube. Peningarnir eru meiri og verið er að bæta keppnina til muna.

,,Þegar maður er í þessum ferðalögum, þá eru oft leikir daginn eftir. Maður er bara með Youtube í gangi og horfir á nokkra leiki," segir Agla.

,,Ég er búin að vera mikið á Youtube í skólanum undanfarið. Mér finnst geggjað að sjá þegar ég fór að horfa á leikinn í Úkraínu til baka að það var hægt að velja að horfa á leikinn með íslenskum lýsenda, enskum og úkraínskum," sagði Telma.

,,Þetta er bara geggjað finnst mér. Maður myndi kannski ekki ná að horfa á leikina ef það væri ekki verið að sýna þá á Youtube. Það er svo gott að þetta sé svona aðgengilegt," sagði Agla.

,,Síðustu ár hefur maður þurft að vera einhver tölvugúru til að hakka sig inn á eitthvað lélegt streymi," sagði Mist Rúnarsdóttir.

,,Það kunna allir að fara á Youtube," sagði Telma.

Ásamt því að eiga heimaleik eftir gegn Kharkiv, þá eiga Blikar eftir heimaleik við Real Madrid og útileik við PSG. ,,Að fá Real Madrid hérna heim, það skiptir mjög miklu máli," segir Agla en mikil spenna er fyrir þeim leik.
Fyrir leik
Dómarateymið kemur frá Skotlandi.

Lorraine Watson dæmir leikinn og henni til aðstoðar eru þær Vikki Michelle Allan, Vikki Robertson og fjórði dómari er Hannah Mclean.
Fyrir leik
Staðan í riðlinum
1 PSG 3 +11 9
2 Real Madrid 3 +2 6
3 WFC Kharkiv 3 -6 1
4 Breiðablik 3 -7 1
Fyrir leik
Geta skrifað söguna í hverjum leik
,,Það er fínt að þurfa ekkert að ferðast og vera að spila á heimavelli og eigum þar að leiðandi meiri séns að vinna þennan leik," sagði Agla María Albertsdóttir á fréttamannafundi fyrir leik.

,,Stefnan er að skora fyrsta markið og vinna leikinn. Við getum verið að skrifa söguna í hverjum leik, sagði Agla. Þetta er hörkulið en ég held samt sem áður að ef við eigum okkar dag þá eigum við góðan séns að vinna þær," sagði Agla María.
Fyrir leik
Ætla sér öll stigin
,,Staðan í riðlinum er með svipuðum hætti og við mátti búast fyrir fram. Við erum með tveimur mjög sterkum liðum í riðli. Að ná einhverju út úr leikjunum gegn þeim væri frábært, en jafnframt erfitt," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í Úkraínu.

,,Eins og við litum á riðilinn fyrir fram, þá eru mestu líkurnar á því að ná í stig gegn Kharkiv. Við náum í eitt stig hér á útivelli. Staðan er nokkuð skýr; það eru tvö frekar sterk lið og tvö aðeins veikari í riðlinum. Markmiðið okkar er skýrt, við viljum reyna að ná í þrjú stig á heimavelli og ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess," sagði Ási.
Fyrir leik
Bæði lið án sigurs
Bæði lið eru með eitt stig eftir fyrri leik liðanna sem fram fóru í síðustu viku. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli í Úkraínu.

Með Breiðabliki og Kharkiv í riðlinum eru PSG og Real Madrid.
Fyrir leik
Komiði sælir lesendur góðir og veriði velkomnir í þessa beinu textalýsingu frá leik Breiðabliks og Kharkiv í Meistaradeild kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 17:45, er í beinni útsendingu á Youtube og er fjórði leikur Breiðabliks í riðlinum.
Byrjunarlið:
23. Gamze Yaman (m)
3. Kristine Aleksanyan ('84)
6. Olha Basanska
8. Olha Boychenko ('79)
9. Anna Petryk ('65)
11. Birgul Sadikoglu
16. Anastasiya Voronina
17. Daryna Apanaschenko (f)
22. Lyubov Shmatko
55. Yuliia Shevchuk
77. Olha Ovdiychuk

Varamenn:
1. Inha Mostova (m)
10. Dajana Spasojevic
15. Solomiaa Kupiak ('84)
18. Alevtina Utitskikh
20. Iryna Elva Kochnyeva ('65)
88. Ganna Voronina ('79)

Liðsstjórn:
Valentyna Kotyk (Þ)

Gul spjöld:
Olha Boychenko ('35)
Lyubov Shmatko ('55)

Rauð spjöld: