Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
PSG
6
0
Breiðablik
Ramona Bachmann '10 1-0
Jordyn Huitema '44 2-0
Kadidiatou Diani '60 3-0
Sandy Baltimore '69 4-0
Luana '86 , víti 5-0
Jordyn Huitema '94 6-0
16.12.2021  -  17:45
Stade Jean Bouin - París
Meistaradeild kvenna
Aðstæður: 11 gráður og skýjað í borg ástarinnar
Dómari: Ewa Augustyn (Pólland)
Byrjunarlið:
1. Stephanie Labbe (m)
5. Elisa De Almeida
7. Sakina Karchaoui ('68)
8. Grace Geyoro ('76)
10. Ramona Bachmann ('56)
12. Ashley Lawrence
13. Sara Däbritz ('68)
15. Amanda Ilestedt ('56)
18. Laurina Fazer
21. Sandy Baltimore
23. Jordyn Huitema

Varamenn:
30. Barbora Votíková (m)
40. Charlotte Voll (m)
4. Paulina Dudek ('56)
6. Luana ('68)
11. Kadidiatou Diani ('56)
17. Celin Bizet Ildhusöy
25. Magnaba Folquet ('76)
28. Jade Le Guilly ('68)
29. Hawa Sangare

Liðsstjórn:
Didier Ollé-Nicolle (Þ)

Gul spjöld:
Amanda Ilestedt ('16)
Ramona Bachmann ('47)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik lýkur riðlinum með eitt stig og því miður ekkert mark skorað.
94. mín MARK!
Jordyn Huitema (PSG)
Lawrence með skot. Telma ver en nær ekki að halda boltanum. Huitema nýtti sér þetta silfurfat og skoraði auðveldlega.
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 4 mínútur.
90. mín
Inn:Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik) Út:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
90. mín
Inn:Tiffany Janea Mc Carty (Breiðablik) Út:Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
89. mín
Luana með aukaspyrnu sem Telma ver.
86. mín Mark úr víti!
Luana (PSG)
Sú brasilíska skorar. Telma í rétt horn en nær ekki að verja.
85. mín Gult spjald: Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
PSG fær víti. Hendi á Ástu. Réttur dómur.
83. mín
Svona er þessi riðill að klárast. Breiðablik með eitt stig eftir markalaust jafntefli úti gegn Kharkiv.

Það stefnir í að Breiðablik klári riðilinn án þess að skora mark en við höldum enn í vonina... nokkrar mínútur eftir.

78. mín
Leikurinn fer allur fram á vallarhelmingi Blika. Kópavogsliðið átti góðan kafla í fyrri hálfleik en hefur verið í eltingaleik allan seinni hálfleikinn.
76. mín
Inn:Magnaba Folquet (PSG) Út:Grace Geyoro (PSG)
74. mín
Kadidiatou Diani nálægt því að skora annað mark sitt og fimmta mark PSG en Telma ver.
73. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
73. mín
Inn:Alexandra Soree (Breiðablik) Út:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
69. mín MARK!
Sandy Baltimore (PSG)
Stoðsending: Laurina Fazer
Flott afgreiðsla úr teignum.
68. mín
Inn:Jade Le Guilly (PSG) Út:Sakina Karchaoui (PSG)
68. mín
Inn:Luana (PSG) Út:Sara Däbritz (PSG)
66. mín
PSG fær tvær hornspyrnur í röð.
60. mín MARK!
Kadidiatou Diani (PSG)
Hildur tapaði boltanum og Diani, nýkomin inn sem varamaður, hleypur frá eigin vallarhelmingi og alla leið inn í vítateig Blika. Nýtir líkamsstyrk sinn, hristir af sér Hafrúnu og Heiðdísi og skorar.

Þetta var alltof auðvelt.
56. mín
Inn:Karen María Sigurgeirsdóttir (Breiðablik) Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
56. mín
Inn:Kadidiatou Diani (PSG) Út:Ramona Bachmann (PSG)
Þjálfari PSG tekur út þá leikmenn sem eru á gulu.
56. mín
Inn:Paulina Dudek (PSG) Út:Amanda Ilestedt (PSG)
52. mín
Sakina Karchaoui með skot úr þröngu færi. Telma gerir vel í marki Breiðabliks og ver af öryggi.
47. mín Gult spjald: Ramona Bachmann (PSG)
Sló frá sér til Selmu.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn - Nær Breiðablik að kveðja þessa keppni með því að ná inn eins og einu marki?
45. mín
Smá hálfleikstölfræði frá UEFA: PSG 67% með boltann og hefur átt 14 marktilraunir gegn 3 hjá Breiðabliki.
45. mín
Hálfleikur
Heimakonur með tveggja marka forystu í borg ástarinnar.
44. mín MARK!
Jordyn Huitema (PSG)
Stoðsending: Ashley Lawrence
Skalli og mark eftir fyrirgjöf frá hægri, Kristín fær boltann yfir sig og Huitema skorar.
43. mín
Jordyn Huitema á skalla. Auðveldlega varið.
39. mín
"Blikar hafa verið að sækja í sig veðrið," segir Helena Ólafsdóttir sem lýsir leiknum. Hún hrósar spilamennsku Breiðabliks í þessum fyrri hálfleik.
38. mín
Hildur Antonsdóttir í fínu færi eftir aukaspyrnuna en skot í varnarmann!
37. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika, ekki langt fyrir utan teiginn.
32. mín
Grace Geyoro með skottilraun sem dempaðist af varnarmanni og endaði í fangi Telmu.
31. mín
Vigdís Lilja með skot framhjá. Engin hætta á ferðum.
25. mín
Lawrence með tilraun sem Telma ver.
22. mín
PSG verið 68% með boltann.
18. mín
Breiðablik fékk aukaspyrnu og náði að koma boltanum inn í teig PSG en heimakonur hreinsuðu í burtu.
16. mín Gult spjald: Amanda Ilestedt (PSG)
15. mín
Huitema með skot sem Telma varði.
10. mín MARK!
Ramona Bachmann (PSG)
Stoðsending: Jordyn Huitema
PSG kemst yfir með frábæru skoti Ramona Bachmann. Ekki það fastasta en söng við samskeytin. Skaut rétt fyrir utan teiginn.
8. mín
PSG stýrir ferðinni algjörlega, eins og við var búist. Breiðablik í miklum varnargír.
3. mín
PSG á fyrstu marktilraunina. Grace Geyoro með skot sem Telma slær í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Byrjunarliðin:
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, gerir eina breytingu frá leiknum gegn Real Madrid í síðustu viku. Inn kemur Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Alexandra Soree sest á bekkinn. Vigdís er fædd árið 2005.

Fyrri leikur liðanna endaði með 2-0 sigri PSG á Kópavogsvelli í október.
Fyrir leik


Blikar í leit að fyrsta markinu
"Þessi leikur leggst auðvitað mjög vel í okkur, þetta er lokaleikurinn í riðlakeppninni, búið að vera mikil og góð reynsla þó að við hefðum stundum viljað að úrslitin væru okkur hliðhollari. Eftir snjóbylsleikinn í síðustu viku hafa æfingar gengið vel, leikmannahópurinn er í fínu standi, allar heilar og klárar í slaginn. Það er spenningur og tilhlökkun að takast á við erfitt verkefni á morgun," sagði Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, á fréttamannafundi í gær.

"Það er innri markmið, eins og komið hefur fram, að við klárum ekki riðlakeppnina án þess að skora mark. Það verður helsta markmiðið okkar núna, þó að fá lið hafi skorað gegn PSG undanfarið þá ætlum við að gera það á morgun," bætti Ási við.

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks:
"Stemningin í hópnum er góð, undirbúningurinn er búinn að vera fínn. Við höfum skerpt á nokkrum hlutum frá því í síðasta leik. Úrslitin hafa ekki verið eins og við hefðum viljað en við neitum að enda þetta öðruvísi en að skora eitt mark og reyna stríða PSG."
Fyrir leik
Leikurinn verður í beinni á Youtube:

Fyrir leik


Velkomin í þessa beina lýsingu
Kvennalið Breiðabliks spilar síðasta leik sinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár er liðið heimsækir Paris Saint-Germain í París klukkan 17:45.

Breiðablik hefur tapað fjórum leikjum og gert eitt jafntefli í riðlakeppninni til þessa en á enn eftir að skora í keppninni.

Paris Saint-Germain er langsterkasta liðið í riðlinum og ljóst að það gæti orðið erfitt verkefni að koma inn marki en Blikar áttu fína kafla í fyrri leiknum og voru nálægt því að skora á Kópavogsvelli.

Þetta verður síðasti leikur Blika í Meistaradeildinni á þessu ári en samt sem áður mikilvægir leikir í reynslubankann fyrir komandi ár.

Leikir dagsins:
17:45 Real Madrid-WFC Kharkiv (Estadio Alfredo di Stefano)
17:45 PSG-Breiðablik (Stade Jean Bouin)
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer ('90)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('56)
17. Karitas Tómasdóttir ('90)
18. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('73)
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('73)

Varamenn:
11. Alexandra Soree ('73)
14. Karen María Sigurgeirsdóttir ('56)
16. Tiffany Janea Mc Carty ('90)
22. Emilía Halldórsdóttir
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('90)
24. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('73)
29. Viktoría París Sabido

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Birna Kristjánsdóttir

Gul spjöld:
Ásta Eir Árnadóttir ('85)

Rauð spjöld: