Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Valur
2
1
ÍBV
Guðmundur Andri Tryggvason '9 1-0
1-1 Sigurður Arnar Magnússon '15
Arnór Smárason '81 2-1
19.04.2022  -  18:00
Origo völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Frábærar
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1021
Maður leiksins: Guðmundur Andri Tryggvason
Byrjunarlið:
1. Guy Smit (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Jesper Juelsgård
5. Birkir Heimisson ('69)
6. Sebastian Hedlund
7. Aron Jóhannsson ('76)
9. Patrick Pedersen
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('85)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('85)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Heiðar Ægisson ('85)
8. Arnór Smárason ('69)
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
19. Orri Hrafn Kjartansson ('76)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Ágúst Eðvald Hlynsson ('35)
Birkir Heimisson ('44)
Aron Jóhannsson ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þorvaldur Árnason hefur flautað til leiksloka.

Valsmenn fara með sigur af hólmi í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni, 2-1 gegn nýliðum ÍBV.
95. mín
Tryggvi Hrafn fær tækifæri til að gera útum leikinn en Halldór Páll gerir vel, ver boltann aftur fyrir og Valur fær horn.
93. mín
Valsmenn fá hornspyrnu eftir laglegt og hægt spil milli Heiðars og Birkis Más á hægri kantinum.

Valsmenn taka hornspyrnuna stutt og missa boltann útaf í kjölfarið.
90. mín
Uppbótartíminn: Sex mínútur
85. mín
Inn:Haukur Páll Sigurðsson (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
85. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Valur) Út:Ágúst Eðvald Hlynsson (Valur)
85. mín
Telmo með skot utan teigs yfir markið.
84. mín
Birkir Már með sendingu fyrir markið sem Halldór Páll nær ekki almennilega til og boltinn rúllar í gegnum teiginn en það vantaði alla Valsmenn inn í teiginn.
82. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Valur)
Aron fær gult spjald fyrir að hlaupa inná völlinn og fagna markinu. Alvöru passion hjá bandaríska nýliðanum.
81. mín MARK!
Arnór Smárason (Valur)
Stoðsending: Guðmundur Andri Tryggvason
Arnór Smárason kemur Val yfir með marki fyrir utan teig í fjærhornið.

Það hefur legið mikið á Eyjamönnum síðustu mínútur og þarna kom markið sem Valsmenn hafa beðið eftir nánast allan leikinn.
79. mín
Aftur Guðmundur Andri.

Aftur dauðafæri.

Aftur klikk.

Nú eftir fyrirgjöf frá Birki Má.
78. mín
Guðmundur Andri í dauðafæri en lætur Halldór Pál verja frá sér af stuttu færi.

Þarna skall hurð nærri hælum.
76. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
Orri Hrafn að koma inná í sínum fyrsta leik fyrir Val.

Orri gekk í raðir Vals frá Fylki í vetur.
76. mín
Inn:Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV) Út:Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
76. mín
Inn:Sito (ÍBV) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (ÍBV)
76. mín
Valsmenn komast yfir en markið dæmt af vegna rangstæðu.

Það kemur sending innfyrir vörn ÍBV þar sem Aron Jó annað hvort kemur við boltann eða þá hefur amk. áhrif á Halldór Pál í markinu.

Hvort Aron hafi verið verið rangstæður er síðan annað mál sem ég get ekki dæmt um.
74. mín
Guðjón Pétur brýtur á Guðmundi Andra rétt fyrir utan vítateig ÍBV.
71. mín
Níunda hornspyrna Vals í leiknum....
70. mín Gult spjald: Atli Hrafn Andrason (ÍBV)
Fyrir brot á Ágústi Eðvaldi.
70. mín
Tryggvi Hrafn með sprett upp vinstri kantinn, reynir að koma boltanum fyrir en boltinn í varnarmann ÍBV og aftur fyrir.
69. mín
Inn:Arnór Smárason (Valur) Út:Birkir Heimisson (Valur)
Fyrsta skipting Vals í kvöld.
68. mín
Andri Rúnar með skalla að marki Vals en beint á Guy í markinu.
63. mín
Inn:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV) Út:Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Önnur skipting Vals á stuttum tíma.
61. mín
Seinni hálfleikurinn hefur ekki boðið upp á mikið og langt í frá að vera jafn fjörugur og sá fyrri. Mikið um pústra á miðjum vellinum og liðin í erfiðleikum með að ná upp spili.
60. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (ÍBV) Út:Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
Fyrsta skipting leiksins.
60. mín
Ágúst Eðvald með fínasta skot utan teigs en Halldór Páll átti ekki í erfiðleikum með að verja þetta skot.
56. mín
Eiður Aron liggur eftir og eru Eyjamenn algjörlega brjálaðir yfir því að Þorvaldur skuli ekki dæma eitt né neitt. Hann lét leikinn halda áfram. Ágúst Eðvald hljóp utan í Eið Aron meðan bolti var víðsfjarri.

Ágúst Eðvald er á gulu spjaldi. Hann er að leika sér að eldinum.
54. mín
Birkir Már með fyrirgjöfina yfir á fjærstöngina þar sem Tryggvi Hrafn á máttlausa tilraun beint í hendurnar á Halldóri Páli.
52. mín
ÍBV fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.

Andri Rúnar tekur spyrnuna sem fer hárfínt framhjá fjærstönginni.
49. mín
Tómas Bent liggur og þarf aðhlynningu bæði frá sjúkraþjálfara ÍBV og Vals.

Sigurður Grétar var tilbúinn til að koma inná en á síðustu stundu hættu Eyjamenn við skiptinguna og Tómas Bent ætlar að halda leik áfram. Athyglisvert.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er kominn.

Bæði lið byrja seinni hálfleikinn eins og þann fyrri.

45. mín
Hálfleikur
Þorvaldur Árnason hefur flautað til hálfleiks.

Nokkuð jafn og fjörugur fyrri hálfleikur að baki þar sem bæði mörk leiksins komu á fyrsta korterinu.

Bæði lið átt fína spretti og nokkrar fínar marktilraunir.
44. mín Gult spjald: Birkir Heimisson (Valur)
Annað gula spjaldið á Val.

Birkir stöðvar Sigurð Arnar við hliðarlínuna. Hárréttur dómur.
44. mín
Tryggvi Hrafn með skot utan teigs, rétt framhjá fjærstönginni eftir undirbúning frá Pedersen.
43. mín
Halldór Páll grípur hornspyrnu Jespers og Hermann Hreiðarsson fagnar á hliðarlínunni eins og um mark hafi verið að ræða.
42. mín
Aron Jó fær boltann utan teigs, snýr sér við með boltann og á skot að marki Vals en í bakið á Eiði Aroni og aftur fyrir.
41. mín
Guðjón Pétur með skot utan teigs en beint á Guy í markinu.
40. mín
Jesper með enn einu hornspyrnuna en ekkert verður úr henni.

Þetta var hinsvegar tækifæri fyrir ÍBV því þeir keyrðu upp í skyndisókn en Ágúst Eðvald stöðvaði för Andra Rúnars á miðjum vallarhelmingi Vals.
39. mín
Hornspyrnan frá Jesper á nærstöngina. Guðmundur Andri stangar boltann vel framhjá markinu.
38. mín
Löng sending upp völlinn ætluð Tryggva Hrafni en á síðustu stundu ná Eyjamenn að hreinsa í horn.
35. mín Gult spjald: Ágúst Eðvald Hlynsson (Valur)
Fyrir brot á Tómasi Bent á miðjum vellinum.
33. mín
Telmo með skot utan teigs beint á Guy í markinu.

Telmo fellur við í kjölfarið og vilja Eyjamenn fá aukaspyrnu en Þorvaldur lætur eins og ekkert hafi ískorist.
32. mín
Hér má sjá Eyjamenn fagna sínu fyrsta marki á tímabilinu.

31. mín
Hér má sjá Valsmenn fagna fyrsta marki sínu í sumar.

31. mín
Valur fær hornspyrnu. Jesper gerir sig tilbúinn til að taka hana.
28. mín
Felix með flotta rispu á vallarhelmingi Vals, hann er kominn inní markteig með boltann en er í erfiðleikum með að koma sér í skotstöðu. Endar með að boltinn endar óvænt hjá Eiði Aroni sem á dapurt skot framhjá markinu.
26. mín
Aron Jó dæmdur brotlegur við vítateigslínu ÍBV.

Hann er allt annað en sáttur og lætur það ekki fara framhjá einum einasta manni á vellinum. Hann er alltof seinn í boltann er hann reynir að renna sér í boltann á undan Telmo sem er í þann mund að hreinsa frá.
20. mín
Fyrirliði Valsmanna, Hólmar Örn með skalla rétt framhjá fjærstönginni eftir hornspyrnu frá Jesper Juelsgård.
17. mín
Guðjón Pétur með hornspyrnuna yfir á fjærstöngina, þar kemur Eiður Aron á ferðinni en getur lítið sem ekkert gert. Tilraun hans mistekst og boltinn fer aftur fyrir.
17. mín
Gestirnir eru að pressa á heimamenn þessa stundina og vinna sér inn hornspyrnu.
16. mín
Hedlund í veseni, missir boltann í návígi við Andra Rúnar sem elti hann uppi. Andri Rúnar þó klaufi og gerir illa úr þeirri stöðu sem hann var í. Með boltann við vítateigs línuna vinstra megin, og reynir djarft skot sem endar yfir markinu.
15. mín MARK!
Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Stoðsending: Felix Örn Friðriksson
Eyjamenn eru búnir að jafna metin!

Þetta var ekki lengi gert - Felix með hornspyrnu inn í markteig. Guy Smit stendur frosinn á marklínunni og Sigurður Arnar skallar eða axlar boltann auðveldlega í netið.

Þetta verður að teljast ansi ódýrt mark að hálfu Valsmanna.
14. mín
Guðjón Ernir með skemmtilega tilraun ætlaða Andra Rúnari, vippar boltanum upp völlinn en Hedlund gerir vel og skallar aftur fyrir og ÍBV fær horn.
13. mín
Það er líf og fjör í Valsmönnum.

Patrick með skalla rétt framhjá eftir flotta fyrirgjöf frá Aroni Jóhannssyni.
12. mín
Alex Freyr brotlegur og Birkir Heimisson liggur eftir. Þorvaldur gefur honum smá tiltal á léttu nótunum.
9. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Þetta var ekki lengi gert!

Guðmundur Andri fær boltann fyrir utan vítateigs Vals - hefur nægan tíma til að athafna sig og rennur boltanum síðan í fjærhornið með fram gervigrasinu. Halldór Páll nær ekki til boltans.

Heimamenn eru komnir yfir!
6. mín
Telmo Castanheira fær upplagt mark tækifæri en hittir ekki á markið.

Fær nægan tíma við vítateigslínuna, en boltinn fer rétt framhjá fjærstönginni.
2. mín
Liðsuppstilling Vals: 4-4-1-1
Guy Smit
Birkir - Hedlund - Hólmar - Jesper
Guðmundur Andri - Birkir - Ágúst Eðvald - Tryggvi Hrafn
Aron Jó
Patrick

Liðsuppstilling ÍBV: 4-3-3
Halldór
Guðjón Ernir - Sigurður Arnar - Eiður - Felix
Alex Freyr - Guðjón Pétur - Telmo
Arnar Breki - Andri Rúnar - Tómas Bent
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað.

Valsmenn sækja í átt að Mandi, Skeifunni á meðan ÍBV sækir í átt að Mandi, Veltusundi.
Fyrir leik
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Guy Smit kemur inn í mótið en hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni á undirbúningstímabilinu. Hann er líka ekkert að leysa hvaða markmann sem er, í liði Vals.

Guy Smit er fenginn til að fylla það skarð sem Hannes Þór Halldórsson skilur eftir sig. Hannes Þór er einmitt mættur í stúkuna til að horfa á sína fyrrum félaga. Hannes hefur lagt hanskana á hilluna.
Fyrir leik
Þessi lið voru saman í riðli í Lengjubikarnum. ÍBV sigraði þrjá leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði einum leik í Lengjubikarnum. Sömu sögu er að segja um Val.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli í innbyrðisleik liðanna þar sem Sito skoraði mark ÍBV en Almarr Ormarsson mark Valsmanna.
Fyrir leik

Fyrir leik
Það er ekki hægt að kvarta undan veðrinu hér í Reykjavík í dag. Sólin skín og fólk er í sumargír í stúkunni. Annað hvort með sólgleraugun uppi eða þá gömlu góðu derhúfuna.

Heimir Hallgrímsson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands kýs sólgleraugun.
Fyrir leik
Orri Sigurður Ómarsson er utan leikmannahóps Vals en hann er að glíma við meiðsli. Þá er Andri Adholpsson með slitið krossband. Almarr Ormarsson er einnig utan leikmannahóp Vals.
Fyrir leik
Hjá ÍBV eru tveir fyrrum Valsarar í byrjunarliðinu. Það eru þeir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Guðjón Pétur Lýðsson. Andri Rúnar Bjarnason er þá klár í slaginn og leiðir sóknarlínu Eyjamanna.
Fyrir leik
Guy Smit, Jesper Juelsgård, Aron Jóhannsson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Hólmar Örn Eyjólfsson eru allir í byrjunarliði Vals. Allir gengu þeir í raðir Valsmanna fyrir tímabilið. Hólmar Örn ber fyrirliðabandið.

Fyrir leik
Helgi Sigurðsson þjálfaði ÍBV síðasta sumar en hætti að tímabilinu loknu. Hann er í dag aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar hjá Val og mætir því sínum gömlu félögum í dag.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Valur olli vonbrigðum í deildinni á síðustu leiktíð og endað í 5. sætinu.

ÍBV er nýliði í deildinni að þessu sinni eftir að hafa endað í 2. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og ÍBV í 1. umferð Bestu deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Origo vellinum að Hlíðarenda.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Andri Rúnar Bjarnason ('76)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('76)
14. Arnar Breki Gunnarsson ('60)
16. Tómas Bent Magnússon ('63)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson

Varamenn:
6. Jón Jökull Hjaltason
9. Sito ('76)
11. Sigurður Grétar Benónýsson ('63)
19. Breki Ómarsson
22. Atli Hrafn Andrason ('60)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson ('76)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Guðjón Orri Sigurjónsson
Björgvin Eyjólfsson
David George Bell
Mikkel Vandal Hasling
Marc David Wilson

Gul spjöld:
Atli Hrafn Andrason ('70)

Rauð spjöld: