Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Þróttur R.
4
2
Afturelding
Danielle Julia Marcano '8 1-0
Freyja Karín Þorvarðardóttir '13 2-0
Katla Tryggvadóttir '23 3-0
Danielle Julia Marcano '32 4-0
4-1 Ísafold Þórhallsdóttir '46
4-2 Ísafold Þórhallsdóttir '49
03.05.2022  -  19:15
Þróttarvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Danielle Marcano
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f) ('74)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir
10. Danielle Julia Marcano
16. María Eva Eyjólfsdóttir
17. Katla Tryggvadóttir ('74)
23. Sæunn Björnsdóttir ('58)
77. Gema Ann Joyce Simon ('62)

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
3. Mist Funadóttir ('74)
7. Brynja Rán Knudsen
11. Tinna Dögg Þórðardóttir
12. Murphy Alexandra Agnew ('58)
14. Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('74)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('62)
24. Ragnheiður Ríkharðsdóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Egill Atlason
Jamie Paul Brassington
Edda Garðarsdóttir
Angelos Barmpas

Gul spjöld:
María Eva Eyjólfsdóttir ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!

Þróttarar sækja sinn fyrsta deildarsigur í sumar. Vinna nýliða Aftureldingar 4-2 í rosalegum fótboltaleik.

Heimakonur komust í 4-0 eftir rúmlega hálftímaleik en gestunum tókst að gera leikinn ansi spennandi með svakalegri innkomu í síðari hálfleikinn þar sem þeim tókst að skora tvö mörk á þriggja mínútna kafla.

Ég þakka fyrir samfylgdina og minni á viðtöl og skýrslu hér síðar í kvöld.
97. mín
Nú fær Afturelding hornspyrnu. Freyja Karín skallar frá af nærsvæðinu og gerir svo vel í að vinna boltann aftur af Þórhildi.
96. mín
Hættulegt!

Murphy kom ein inná teiginn hægra megin. Velur að renna boltanum fyrir en þar nær Christina Settles að trufla Andreu Rut í skoti.
95. mín
Það eru komnar 5 mínútur fram yfir en það gæti nóg verið eftir. Guðmundur Páll hefur þurft að stoppa leikinn margoft vegna meiðsla - og vissulega einu sinni vegna gæsarinnar fótboltaóðu.
93. mín
DAUÐAFÆRI!

Sóley María þrumar boltanum yfir af markteig eftir hættulega hornspyrnu Þróttar.
92. mín
Við erum komin í uppbótartíma og heimakonur vinna horn. Það kostaði þó sitt því bæði Danielle og Freyja liggja eftir. Vonandi í lagi með þær. Bæði lið búin að missa leikmenn meidda útaf í þessum hörkuleik.
90. mín
Mislagðir fætur hjá Christina Settles og Þróttarar fá horn eftir misheppnaða hreinsun. Heimakonur ná að ógna upp úr horninu en finna ekki skot á mark.
87. mín
Það er mikill kraftur í Danielle sem vinnur hornspyrnu úti í hægra horninu fyrir Þrótt.

Murphy tekur aukaspyrnuna en boltinn flýgur yfir alla leikmenn í teignum.
86. mín
Leikurinn heldur áfram en á sama tíma halda gæslumennirnir þrír aftur af gæsinni sem dauðlangar inná aftur.
84. mín
Stórhætta!

Það munar mjög litlu að Þórhildur laumi boltanum á Kristínu Þóru í teignum en varnarmenn Þróttar ná að komast fyrir.
84. mín
Tólfti leikmaðurinn er kominn inná í liði Laugardalsins. Stæðileg grágæs flýgur í áttina að Hildi Karítas og sýnir vængina.

Guðmundur Páll stoppar svo leikinn svo hægt sé að koma gæsinni útaf. Til þess þarf heila þrjá gæslumenn og markvörðinn Írisi Dögg.
82. mín


Alexander er kominn í bókina hjá Guðmundi Páli.

Það er hiti og hasar í hörkuleik í Laugardalnum.
81. mín
Danielle hótar þrennunni!

Á hörkuskot hægra megin úr teignum. Eva Ýr ver í horn.

Andrea Rut tekur hornspyrnuna. Í þetta skiptið kemur hún boltanum fyrir markið en Eva Ýr kýlir boltann frá áður en Sóley María setur hann aftur fyrir.
79. mín
Þróttarar geysast í skyndisókn eftir hornspyrnuna og nýliðinn Murphy er komin ein gegn Evu Ýr!

Murphy reynir að lyfta boltanum yfir Evu en Eva er þá búin að bakka niður í teiginn sinn og grípur skotið auðveldlega.

Murphy hefði þurft að lyfta boltanum fyrr til að sigra Evu Ýr en hún hefði líka hæglega getað rennt boltanum til hliðar á Freyju Karín sem var mætt á harðaspretti vinstra megin við hana.
77. mín
María Eva með glímubrögð. Brýtur á sóknarmanni Aftureldingar rétt utan við teiginn hægra megin. María þarf að passa sig, er á gulu spjaldi.

Afturelding fær aukaspyrnu sem Þórhildur tekur.

Þórhildur rennir boltanum út í skot á Birnu Kristínu sem þrumar í varnarmann!
76. mín
Heimakonur pressa og vinna hornspyrnu. Hornspyrnan hinsvegar hrikalega slök hjá Andreu Rut sem setur boltann beint í fyrsta varnarmann.
74. mín
Inn:Mist Funadóttir (Þróttur R.) Út:Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Mist fer í vinstri bakvörðinn og María Eva sem ég var að hrósa fyrir fjölhæfni fer á miðjuna.

Líklega ekki draumur þjálfarans að þurfa að gera tvöfalda breytingu á miðsvæðinu í svona leik.
74. mín
Inn:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.) Út:Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)
Fyrirliðinn meiddur og Ísabella leysir hana af.
72. mín Gult spjald: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Við í blaðamannstúkunni heyrðum augljóslega ekki orðaskiptin en Alexander Aron fær hér áminningu og hefur sagt eitthvað sem dómaranum mislíkaði.
69. mín
Þórhildur tekur aukaspyrnuna. Snýr boltann framhjá veggnum en hann endar í höndunum á Írisi Dögg.
68. mín Gult spjald: María Eva Eyjólfsdóttir (Þróttur R.)
Aukaspyrna og gult á Marí Evu. Keyrði Jade niður þegar hún var við það að stinga varnarmenn Þróttar af og komast inná teig.

Aukaspyrnan á stórhættulegum stað. Rétt utan við vítateig!
67. mín
Þróttarar geysast í skyndisókn eftir þriðju hornspyrnu Aftureldingar. Það munar engu að Andrea Rut nái að þræða Freyju Karín í gegn!

Stuttu síðar kiksar Andrea Rut svo á fjær eftir fyrirgjöf.

Það er fjör í þessu!
64. mín
Afturelding á tvær hornspyrnur í röð og þær ná að skapa usla. Eftir þá seinni liggur Álfhildur Rósa, fyrirliði Þróttar.

Hún hafði lent illa eftir tæklingu stuttu áður og virðist hafa meiðst í öxlinni.
62. mín
Inn:Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.) Út:Gema Ann Joyce Simon (Þróttur R.)
Bakvörður fyrir bakvörð. Elísabet fer hægra megin og María Eva færir sig yfir til vinstri. Er María Eva fjölhæfasti leikmaður deildarinnar? Klárlega í topp 5 að minnsta kosti.
60. mín
Geggjuð tækling hjá Maríu Evu!

Nær að renna sér fyrir boltann í teignum og koma í veg fyrir dauðafæri hjá gestunum.
58. mín
Inn:Murphy Alexandra Agnew (Þróttur R.) Út:Sæunn Björnsdóttir (Þróttur R.)
Murphy er nýkomin með leikheimild og er komin inná í sínum fyrsta leik fyrir Þrótt.
58. mín
Inn:Katrín Rut Kvaran (Afturelding) Út:Ísafold Þórhallsdóttir (Afturelding)
Önnur skiptingin sem Afturelding þarf að gera vegna meiðsla. Katrín mætir sínum gömlu félögum en hún var áður á mála hjá Þrótti.
56. mín
Þetta lítur ekki vel út. Ísafold sest niður á miðjum vellinum og heldur um hnéið.

Aftureldingarkonur sparka boltanum útaf svo hægt sé að líta á Ísafold en það virðist ljóst að hún þurfi að fara af velli.
55. mín


Það er alvöru leikur í gangi í Laugardalnum!
52. mín
Ísafold er komin inná... Og Þróttarar sýna lífsmark.

Katla Tryggva á skot vinstra megin í teignum sem Eva Ýr ver í horn. Þróttarar taka hornið stutt en ná ekki að skapa sér færi.
51. mín
Markaskorarinn Ísafold er enn utan vallar en hún meiddist þegar hún skoraði og þurfti að fara útaf til að fá aðhlynningu. Virtist lenda á stönginni.
51. mín
BIRNA KRISTÍN!

Hægri bakvörðurinn með hörkuskot rétt framhjá marki Þróttar!
50. mín
Ég talaði um að Afturelding hefði blundað í fyrri hálfleik og nú eru það heimakonur sem mæta steinsofandi og værukærar inn í síðari hálfleikinn.

Þær eru í veseni gegn kröftugum gestunum!
49. mín MARK!
Ísafold Þórhallsdóttir (Afturelding)
Hvað er að gerast hérna????

Ísafold er búin að bæta við marki fyrir Aftureldingu!

Var klár á fjær og kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf.

Þvílík innkoma í seinni hálfleikinn hjá Mosfellsbæingum.

Gestirnir búnar að breyta stöðunni úr 4-0 í 4-2 á þriggja mínútna kafla!
48. mín
Og gestirnir láta kné fylgja kviði. Þórhildur á hörkuskot.

Og nú vinnur Afturelding hornspyrnu.
46. mín MARK!
Ísafold Þórhallsdóttir (Afturelding)
JAHÉRNA HÉR!

Það tók gestina 29 sekúndur að minnka muninn!

Ísafold skorar með þvílíkri neglu!

Rétt á undan hafði Kristín Þóra átt hörkuskalla í tréverkið.

Alvöru byrjun á seinni hálfleik hjá Aftureldingu!
46. mín
Þá er síðari hálfleikur farinn af stað. Liðin eru óbreytt frá því í lok síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Laugardalnum og heimakonur leiða 4-0.

Þróttarar verið beinskeyttar fyrir framan mark gestanna en á sama tíma hafa gestirnir verið algjörlega sofandi til baka.

Tökum okkur korterspásu og sjáum svo hvað setur í seinni hálfleikinn.
45. mín
Þremur mínútum verður bætt við fyrri hálfleikinn.
44. mín Gult spjald: Christina Clara Settles (Afturelding)
Braut á Danielle.
44. mín
Góður varnarleikur hjá Dennis, landsliðskonu Jamaíka. Skrokkar Freyju Karín sem ætlaði sér framhjá Dennis.
43. mín
Eru gestirnir að vakna?

Kristín Þóra á fínan sprett og skot sem Íris Dögg ver.
42. mín
Fínir taktar hjá Hildi Karítas. Hún heldur vel í boltann rétt utan við vítateig Þróttar og nær föstu skoti sem flýgur rétt framhjá.
37. mín
Hreint ótrúlegar tölur hér í Laugardalnum og það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þessi leikur þróast.

Afturelding hefur átt tvær sóknir sem luku á fyrirgjöfum sem enduðu í höndunum á Írisi markverði. Fyrst frá vinstri og svo hægri.

Sóknarmenn Þróttar dæmdar rangstæðar í tvígang með stuttu millibili. Það er mjög langt á milli manna í öftustu línu gestanna og Þróttarar freistast til að setja boltann í opnu svæðin.
32. mín MARK!
Danielle Julia Marcano (Þróttur R.)
Stoðsending: Gema Ann Joyce Simon
Jahérna hér!

Danielle skorar sitt annað mark! Fylgir eftir langskoti Gema sem Eva Ýr hafði varið út í markteig.

Set risastórt spurningamerki við bæði Evu í markinu og varnarmenn gestanna því það var engin á tánum til að fylgja þessu eftir nema Danielle.
31. mín
Inn:Anna Pálína Sigurðardóttir (Afturelding) Út:Sesselja Líf Valgeirsdóttir (Afturelding)
Sesselja Líf þarf að fara af velli. Hrikalegt fyrir gestina að missa sinn reynslumesta leikmann af velli.
30. mín
Ágætis samleikur hjá Kötlu og Freyju og litlu munar að Katla skjóti sér í gegn. Katla meiðist eitthvað í hasarnum og þarf aðhlynningu.

Hjá gestunum er fyrirliðinn Sesselja einnig meidd og virðist þurfa að fara af velli.
27. mín
Aftur reynir Katla skot. Í þetta skiptið notar hún vinstri fótinn og skýtur beint á Evu í markinu. Skottilraunin kom eftir góða tæklingu Álfhildar og laglegt samspil fremstu manna Þróttar.

Ofboðslega lítið að frétta hjá Aftureldingu. Eiginlega bara alveg ótrúlega lítið.
23. mín MARK!
Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
VÁÁÁÁÁ!

Katla tekur aukaspyrnuna fyrir Þrótt og smellir boltanum upp í fjærhornið.

Frábærlega tekin spyrja hjá táningnum. Katla er þriðji leikmaðurinn til að skora a) deildarmark fyrir Þrótt og b) sitt fyrsta mark í efstu deild hér í kvöld!
20. mín
Andrea Rut á hér góða rispu með boltann Er tekin niður aðeins fyrir utan D-bogann og fær aukaspyrnu.
16. mín
Nú er spurning hvernig nýliðarnir svara. Þær byrjuðu af krafti allra fyrstu mínútur leiksins en Þróttarar áttu gríðarlega góðan kafla þar sem þeim tókst að skora tvö mörk með stuttu millibili.
13. mín MARK!
Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
Freyja komin á blað í efstu deild!

Freyja Karín fylgir eftir skoti sem Eva Ýr ver út í teig!

Aftur klaufagangur og bras á öftustu línu Aftureldingar og nýir framherjar Þróttar báðar búnar að skora sín fyrstu mörk fyrir Þrótt.
11. mín
Uppstilling Aftureldingar:

Eva Ýr

Birna - Dennis - Christina - Signý

Ísafold - Sesselja

Jade - Hildur Karítas - Þórhildur

Kristín Þóra

9. mín
Uppstilling Þróttar:

Íris

María - Sóley - Jelena - Gema

Álfhildur

Sæunn - Andrea Rut

Katla

Freyja - Danielle
8. mín MARK!
Danielle Julia Marcano (Þróttur R.)
Danielle opnar markareikninginn fyrir Þrótt!

Klárar með fínu skoti úr teignum eftir mikinn klaufagang aftast hjá Aftureldingu.
6. mín
Fyrsta markskot Þróttar. Þrumuskot frá Sæunni rétt utan við D-borga en boltinn svífur vel framhjá.
2. mín
Og aftur fá gestirnir horn. Fyrri spyrnan var ágæt frá Þórhildi en ekkert varð úr.

Sú síðari slök og heimakonur komu boltanum frá.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn í gang og gestirnir eru snöggar að sækja fyrstu hornspyrnu leiksins.
Fyrir leik
Það er að létta til eftir heldur gráan dag í Reykjavíkurborg. Sú gula lætur aðeins sjá í sig og það er svolítil gola sem blæs í átt að Laugardalnum, þangað sem heimakonur ætla að byrja að sækja.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og við sjáum hér til hliðar. Hjá heimakonum kemur ástralska landsliðskonan Gema Simon inn í liðið fyrir Elísabetu Freyju Þorvaldsdóttir. Reiknum með að Gema fari í vinstri bakvörðinn og María Eva Eyjólfsdóttir í þann hægri.

Hjá gestunum koma þær Christina Settles og Signý Lára inn í liðið. Sigrúnarnar Sigrún Eva og Sigrún Gunndís fara úr liðinu. Sú síðarnefnda er skráð í liðsstjórn í dag. Sú fyrrnefnda er á bekknum.
Fyrir leik
Liðin mættust í Lengjubikarnum fyrir rúmum 5 vikum síðan og þá hafði Afturelding betur. Afturelding vann sannfærandi 3-1 sigur þrátt fyrir að vera manni færri lungað úr leiknum.

Þórhildur Þórhallsdóttir (2), Kristín Þóra Birgisdóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir gerðu mörkin í þeim leik.
Fyrir leik
Bæði lið máttu sætta sig við tap í fyrstu umferð deildarinnar.

Þróttarar heimsóttu Íslandsmeistara Vals og töpuðu 2-0. Afturelding fékk Selfoss í heimsókn og mátti sætta sig við 1-4 tap í Mosfellsbænum.

Bæði lið ólm í að sækja sín fyrstu stig í sumar og hörkuleikur framundan.
Fyrir leik
Sælt veri fólkið!

Hér verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leik Þróttar og Aftureldingar í Bestu deildinni.

Guðmundur Páll Friðbertsson flautar til leiks í Laugardalnum á slaginu 19:15.
Byrjunarlið:
12. Eva Ýr Helgadóttir (m)
2. Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('31)
3. Jade Arianna Gentile
4. Dennis Chyanne
10. Hildur Karítas Gunnarsdóttir
13. Ísafold Þórhallsdóttir ('58)
16. Birna Kristín Björnsdóttir
19. Kristín Þóra Birgisdóttir
24. Christina Clara Settles
26. Signý Lára Bjarnadóttir
77. Þórhildur Þórhallsdóttir

Varamenn:
4. Lilja Björk Gunnarsdóttir
6. Anna Pálína Sigurðardóttir ('31)
8. Sigrún Eva Sigurðardóttir
9. Katrín Rut Kvaran ('58)
11. Guðrún Embla Finnsdóttir
13. Sara Guðmundsdóttir
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir

Liðsstjórn:
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Ruth Þórðar Þórðardóttir (Þ)
Bjarki Már Sverrisson (Þ)
Svandís Ösp Long
Ingólfur Orri Gústafsson
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Christina Clara Settles ('44)
Alexander Aron Davorsson ('72)

Rauð spjöld: