Würth völlurinn
fimmtudagur 05. maí 2022  kl. 19:15
Lengjudeild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Daði Ólafsson
Fylkir 3 - 1 KV
1-0 Ásgeir Eyþórsson ('8)
2-0 Daði Ólafsson ('36)
2-1 Grímur Ingi Jakobsson ('43)
3-1 Mathias Laursen ('78)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
6. Frosti Brynjólfsson ('65)
7. Daði Ólafsson
9. Mathias Laursen
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('68)
17. Birkir Eyþórsson ('50)
18. Nikulás Val Gunnarsson
20. Hallur Húni Þorsteinsson
28. Benedikt Daríus Garðarsson ('68)

Varamenn:
31. Guðmundur Rafn Ingason (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('68)
4. Arnór Gauti Jónsson ('68)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('65)
15. Axel Máni Guðbjörnsson
22. Ómar Björn Stefánsson

Liðstjórn:
Ragnar Bragi Sveinsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Ágúst Aron Gunnarsson
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@ Jón Már Ferro
90. mín Leik lokið!
Flottum leik var að ljúka hér í Lautinni. Fylkir betri aðilinn en KV voru flottir. Gestirnir áttu sína kafla í leiknum og fengu færi til að skora meira eitt eða tvö mörk í viðbót. Heimamenn sýndu gæði og kláruðu leikinn.
Eyða Breyta
90. mín
KV bjargar á línu eftir enn ena skyndisóknina. Mathias vippaði boltanu yfir Ómar í markinu.
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Björn Þorláksson (KV)
Togar Mathias niður þegar Fylkismenn voru komnir í álitlega skyndisókn.
Eyða Breyta
88. mín
Fylkir með sýna 11. hornspyrnu í leiknum eftir að skot Nikulás var varið. Nikulás fékk boltann skorinn út í teiginn.
Eyða Breyta
86. mín Björn Þorláksson (KV) Kristján Páll Jónsson (KV)

Eyða Breyta
86. mín Aron Daníel Arnalds (KV) Oddur Ingi Bjarnason (KV)

Eyða Breyta
86. mín Rúrik Gunnarsson (KV) Njörður Þórhallsson (KV)

Eyða Breyta
85. mín
KV taka hornspyrnu sem endar á frábærri skyndisókn Fylkis Ragnar Bragi tekur fínan sprett upp völlinn og rennir boltanum á Mathias sem lætur Ómar Castaldo verja frá sér. Þarna hefðu heimamenn gert endanlega út um leikinn.
Eyða Breyta
82. mín
KV reyna að spila út frá marki en nú pressa Fylkismenn þá svo mikið að KV setur boltann aftur fyrir sitt eigið mark. Daði tekur hornspyrnu sem endar með skyndisókn KV.
Eyða Breyta
78. mín MARK! Mathias Laursen (Fylkir)
Flott sókn Fylkismanna endar á að Mathias potar boltanum yfir línuna.
Eyða Breyta
73. mín
Daði Ólafs tekur aukaspyrnu af frekar löngu færi og setur boltann töluvert yfir mark KV.
Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Samúel Már Kristinsson (KV)
Ragnar Bragi kloppaði hann vinstramegin utan teigs. Samúel lætur ekki bjóða sér það og tekur hann niður.
Eyða Breyta
72. mín Gult spjald: Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (KV)
Fylkismenn keyra fram í skyndisókn eftir að hafa varist fyrirgjöf KV. Vilhjálmur stöðvaði skyndisóknina með fínu broti úti á kanti.
Eyða Breyta
70. mín Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (KV) Askur Jóhannsson (KV)

Eyða Breyta
68. mín Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir) Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)

Eyða Breyta
68. mín Arnór Gauti Jónsson (Fylkir) Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)

Eyða Breyta
67. mín
Fín sókn Fylkis sem endar með að þeir fá hornspyrnu. Daði tekur hornspyrnu frá vinstri sem endar að lokum í fangi Ómars Castaldo í markinu. KV er að verjast töluvert betur eftir því sem liðið hefur á leikinn.
Eyða Breyta
65. mín Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) Frosti Brynjólfsson (Fylkir)

Eyða Breyta
63. mín
Oddur Ingi með skot rétt framhjá marki Fylkis. Úr þröngu færi vinstramegin á vellinum.
Eyða Breyta
60. mín
Daði með geggjaða hornspyrnu á fjærstöngina. Mathias skallar boltann himinhátt yfir, vantaði nokkra sentimetra upp á að skalla boltann á markið.
Eyða Breyta
54. mín
Fylkir fær hornspyrnu sem endar á skyndisókn KV. Ásgeir vel vakandi í markinu og skallar boltann í burtu kominn langt út úr markinu.
Eyða Breyta
54. mín
KV fylgir eftir góðum lokakafla fyrrihálfleiks. Þeir ætla alls ekki að gefast upp.
Eyða Breyta
53. mín
KV á flotta sókn í kjölfarið en Askur setur boltann rétt framhjá. KV kölluðu eftir hornspyrnu en fengu ekkert.
Eyða Breyta
51. mín
Daði Ólafs með enn eina hornspyrnuna. Alvöru fótur myndi einhver segja.
Eyða Breyta
50. mín Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) Birkir Eyþórsson (Fylkir)
Spurning hvort Ragnar Bragi ná að pumpa lífi í heimamenn.
Eyða Breyta
49. mín
KV búnir að vera betri aðilinn fyrstu mínúturnar í seinni.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað. Gestirnir byrja með boltann, spurning hvort þeir ná að jafna leikinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Jóhann Ingi dómari nennti þessu hagléli ekki og flautaði til hálfleiks. Flottur fyrri hálfleikur hjá báðum liðum. Fylkir betri nánast allan fyrri hálfleikinn en lokakaflinn var flottur hjá KV og uppskáru þeir mark fyrir!
Eyða Breyta
45. mín
Það er búið að hvessa all hressilega og ofan á það er haglél. Vonandi líður það hjá í hálfleik!
Eyða Breyta
43. mín MARK! Grímur Ingi Jakobsson (KV)
Geggjuð sókn KV endar með fyrirgjöf frá hægri beint á pönnuna á Grím sem er í frábæru færi og stangar boltann inn. Svona þekkjum við KV!
Eyða Breyta
40. mín Ingólfur Sigurðsson (KV) Gunnar Helgi Steindórsson (KV)
Gunnar Helgi þurfti að fara útaf vegna meiðsla, vonandi er það ekki alvarlegt.
Eyða Breyta
39. mín
Geggjuð fyrirgjöf langt utan af velli frá Daða Ólafs á Birki Eyþórs sem leggur boltann töluvert framhjá markinu í góðu færi. Hafði tímann til að taka boltann niður í teignum.
Eyða Breyta
36. mín MARK! Daði Ólafsson (Fylkir)
Daði fer full nálægt vítateig KV vinstramegin á vellinum og skýtur boltanum með jörðinni, örlítilli snertingu varnarmanns og þaðan í netið.
Eyða Breyta
32. mín
Mathias skorar en markið dæmt af væntanlega vegna hendi. Frosti með góða fyrirgjöf, kannski í svolítið erfiðri hæð fyrir Mathias.
Eyða Breyta
30. mín
KV búnir að fá nokkrar sóknir. Þó langt frá því að skapa sér færi.
Eyða Breyta
27. mín
Frábær sókn Fylkis endar með skalla í slánna á marki KV. Ómar Castaldo virðiðst hafa kýlt Nikulás í höfuðið í stað boltans og liggur Nikulás eftir.
Eyða Breyta
25. mín
Löng sókn Fylkismanna endar á hornspyrnu. Daði mættur á vettvang. Nú nær ómar að handsama boltann.
Eyða Breyta
19. mín
Hornspyrnan endar í höndunum á Ómari í marki KV sem slær hann út í teiginn. Daði er rosalegur þegar hann sveiflar vinstri fætinum!
Eyða Breyta
19. mín
KV tapaði boltaum á vallarhelmingi Fylkis. Heimamenn geisast fram í sókn og uppskera hornspyrnu.
Eyða Breyta
16. mín
Daði Ólafs stórhættulegur í föstum leik atriðum.
Eyða Breyta
15. mín Gult spjald: Gunnar Helgi Steindórsson (KV)
Fáranleg tækling með báða sóla á undan sér Hallur stingur við eftir tæklinguna.
Eyða Breyta
14. mín
Fylkir með flotta sókn sem endar með fyrirgjöf frá Daða utan af vinstri kantinum, boltinn fer yfir mark KV. Fylkir í fínum takti sóknarlega.
Eyða Breyta
10. mín
Daði Ólafs með aukaspyrnu hátt yfir markið af löngu færi.
Eyða Breyta
9. mín
Fykir er með öll völd á vellinum og vinna boltan um leið og KV ætlar í sókn.
Eyða Breyta
8. mín MARK! Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Daði Ólafs tók hornspyrnu frá hægri sem Ómar Castaldo missti fyrir fætur Ásgeirs Eyþórssonar. Eftirleikurinn auðveldur fyrir Ásgeir.
Eyða Breyta
5. mín
Fylkir sækir upp hægri kantinn, Hallur kemur með fyrirgjöf sem endar aftur fyrir endamörk.
Eyða Breyta
3. mín
Gestirnir falla niður á eigin vallarhelming þegar Fylkir er með boltann.
Eyða Breyta
2. mín
Fyrsta sókn Fylkis rennur í innkast alveg við hornfánan hægramegin. Þeir sækja í áttina frá Árbæjarlaug, ein allra besta sundlaug landsins.
Eyða Breyta
1. mín
Fylkismenn byrja með boltann
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Sólin skín og sannkölluð fjölskyldustemmning hér í Lautinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Sögulegur leikur!
Liðin hafa aldrei áður mæst í Íslandsmóti. Fylkir hefur nánast verið samfleytt í efstu deild allt frá stofnun KV árið 2004. Fylkir féll einu sinni niður í næst efstu deild á þessum tíma, árið 2016, en komust upp árið eftir. Á meðan hefur KV verið að rokka upp og niður milli neðri deilda.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Rúnar Páll þjálfari Fylkis


Eyða Breyta
Fyrir leik
Sigurvin Ólafsson þjálfari KV


Eyða Breyta
Fyrir leik
Hjartanlega velkomin á Würth völlinn hér í Árbænum.
Leikurinn er hluti af 1.umferð Lengjudeildarinnar árið 2022.

Fylkir tekur á móti Knattspyrnufélagi Vesturbæjar í fyrsta leik gestanna í næst efstu deild síðan 2014.

Búast má við skemmtilegum leik í kvöld vegna þess að bæði lið eru vel spilandi, völlurinn rennandi blautur og gervigrasið frábært!

Knattspyrnufélag Vesturbæjar
KV hefur farið hratt og örugglega upp um deildir síðustu ár. Árið 2020 sigraði KV 3.deildina með 46 stig. Í fyrra komst félagið svo úr 2.deild með 41 stig. Spurning hvort að félagið nái að halda sér uppi í Lengjudeildinni þrátt fyrir að vera spáð beint niður.

Fylkir
Fylkir féll úr efstu deild í fyrra. Niðurstaðan var óneitanlega mikil vonbrigði fyrir félagið sem telur sig eiga heima í Bestu deildinni.

Fylkir verður að teljast sigurstranglegra í kvöld. Hinsvegar er leikmannahópur KV ungur og spennandi og gæði leikmanna verða að fá að koma í ljós. Félagið hefur styrkt leikmannahóp sinn með mörgum spennandi leikmönnum sem vilja eflaust sanna sig í Lengjudeildinni. KV hefur fengið til sín tíu leikmenn og einungis misst tvo.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Ómar Castaldo Einarsson (m)
0. Askur Jóhannsson ('70)
3. Njörður Þórhallsson ('86)
8. Magnús Snær Dagbjartsson
11. Björn Axel Guðjónsson
12. Þorsteinn Örn Bernharðsson
12. Oddur Ingi Bjarnason ('86)
14. Grímur Ingi Jakobsson
15. Kristján Páll Jónsson ('86)
17. Gunnar Helgi Steindórsson ('40)
26. Samúel Már Kristinsson

Varamenn:
4. Björn Þorláksson ('86)
7. Einar Már Þórisson
17. Rúrik Gunnarsson ('86)
18. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('70)
21. Aron Daníel Arnalds ('86)
23. Hrafn Tómasson

Liðstjórn:
Auðunn Örn Gylfason
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Kjartan Franklín Magnús
Gunnar Einarsson
Hans Sævar Sævarsson

Gul spjöld:
Gunnar Helgi Steindórsson ('15)
Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('72)
Samúel Már Kristinsson ('73)
Björn Þorláksson ('90)

Rauð spjöld: