Kaplakrikavöllur
föstudagur 06. maí 2022  kl. 18:00
Besta-deild karla
Aðstæður: Kalt, vindur á annað markið. Grasið lítur vel út og það er hellirigning.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Matthías Vilhjálmsson (FH)
FH 2 - 2 Valur
1-0 Ólafur Guðmundsson ('20)
1-1 Hólmar Örn Eyjólfsson ('69)
1-2 Arnór Smárason ('83)
2-2 Matthías Vilhjálmsson ('89)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
4. Ólafur Guðmundsson ('86)
7. Steven Lennon
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson ('90)
11. Davíð Snær Jóhannsson
16. Guðmundur Kristjánsson
20. Finnur Orri Margeirsson
23. Máni Austmann Hilmarsson ('76)

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson ('90)
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('86)
22. Oliver Heiðarsson ('76)
26. William Cole Campbell
27. Jóhann Ægir Arnarsson
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson

Liðstjórn:
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon
Fjalar Þorgeirsson
Kári Sveinsson
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Jóhann Emil Elíasson
Jón Páll Pálmason

Gul spjöld:
Davíð Snær Jóhannsson ('37)
Matthías Vilhjálmsson ('56)
Steven Lennon ('75)
Björn Daníel Sverrisson ('79)
Ólafur Jóhannesson ('82)
Guðmundur Kristjánsson ('92)

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
94. mín Leik lokið!
Rosalegum leik lokið! Eitt stig á lið í kvöld.
Eyða Breyta
93. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Tvö brot á nánast sömu sekúndunni.
Eyða Breyta
93. mín Gult spjald: Patrick Pedersen (Valur)

Eyða Breyta
93. mín
Birkir Heimis með skot með vinstri sem fer í varnarmann FH.
Eyða Breyta
92. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)
Vilhjálmur veitti fyrst hagnað en svo þegar leikurinn stoppaði fékk Gummi gult.
Eyða Breyta
91. mín
Þremur mínútum bætt við.
Eyða Breyta
90. mín Haraldur Einar Ásgrímsson (FH) Björn Daníel Sverrisson (FH)

Eyða Breyta
89. mín MARK! Matthías Vilhjálmsson (FH)
FH JAFNAR!!!

Boltinn fellur til Matthíasar inn á vítateig Vals, örlítið hægra megin, og hann skorar með skoti með hægri fæti sem fer í fjærhornið framhjá Guy í markinu.
Eyða Breyta
88. mín
Kristinn Freyr með fyrirgjöfina og Oliver skallar en beint í hendurnar á Guy.
Eyða Breyta
87. mín
Baldur Logi með skot sem Birkir Már hendir sér fyrir.
Eyða Breyta
86. mín Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Ólafur Guðmundsson (FH)
Það er búið snarlægja á vellinum.
Eyða Breyta
85. mín
Ástbjörn með fyrirgjöf sem fer beint í hendurnar á Guy.
Eyða Breyta
83. mín MARK! Arnór Smárason (Valur), Stoðsending: Orri Hrafn Kjartansson
Gestirnir eru komnir yfir!!

Frbær sprettur hjá Birki Má í aðdragandanum. Orri Hrafn með skot/sendingu með vinstri og boltinn endar hjá Arnóri sem stýrir boltanum í netið af stuttu færi.

Annað sigurmarkið hjá Arnóri í sumar?
Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Ólafur Jóhannesson (FH)
Ósáttur við að Ólafur Guðmunds fékk ekki aukaspyrnu.
Eyða Breyta
80. mín Haukur Páll Sigurðsson (Valur) Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)

Eyða Breyta
80. mín Heiðar Ægisson (Valur) Aron Jóhannsson (Valur)

Eyða Breyta
79. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Mörg spjöld í dag.
Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Jesper Juelsgård (Valur)
FH reynir sendingu í gegn en Juelsgård tekur boltann með hendinni og fær spjald.
Eyða Breyta
77. mín
Ástbjörn með fyrirgjöfina og boltinn hrekkur til Kristins sem reynir bakfallsspyrnu og boltinn rétt framhjá marki Vals.
Eyða Breyta
76. mín Oliver Heiðarsson (FH) Máni Austmann Hilmarsson (FH)
Það dró aðeins af Mána í seinni hálfleiknum eftir frábæran fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
75. mín Gult spjald: Steven Lennon (FH)
Stöðvar hraða sókn.
Eyða Breyta
74. mín Arnór Smárason (Valur) Ágúst Eðvald Hlynsson (Valur)

Eyða Breyta
73. mín
FH á hornspyrnu. Lennon með hornspyrnuna, finnur Guðmund sem skallar en skallinn rataði ekki á markið.
Eyða Breyta
71. mín
Ástbjörn með skot eftir fína sókn FH. Boltinn fer af varnarmanni Vals og FH á hornspyrnu.
Eyða Breyta
69. mín MARK! Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur), Stoðsending: Patrick Pedersen
Valsmenn jafna!

Valur á hornspyrnu. Boltinn frá Juelsgård finnr Aron sem er galopinn á nærstönginni. Aron flikkar boltann yfir á Patrick sem á tilraun sem fer í stöngina og boltinn fellur fyrir Hólmar inn á markteignum og fyrirliðinn skorar.

Þetta mark lá svolítið í loftinu.
Eyða Breyta
67. mín
Aron klifrar upp á bakið á varnarmanni FH og er dæmdur brotlegur inn á vítateig FH.
Eyða Breyta
67. mín
Aron Jó fyrst með geggjaða skiptingu af hægri kantinum yfir á þann vinstri. Orri Hrafn tekur við boltanum þar og boltinn berst til Arons aftur. Aron lætur vaða en Björn Daníel kemst fyrir skotið.

Valsmenn aðeins að bæta í og eiga hornspyrnu núna.
Eyða Breyta
65. mín
Kristinn Freyr með flotta vippu með vinstri inn á Lennon sem á skot en Guy sér við honum. Frábært spil en vantaði upp á slúttið.
Eyða Breyta
63. mín
Orri Hrafn að gera sig líklegan. Á skottilraun sem Gunnar ver og handsamar svo í annarri tilraun.
Eyða Breyta
63. mín
Mikið verið að kalla eftir aukaspyrnum síðustu mínútur en lítið flautað og menn yfirleitt ósáttir ef Vilhjálmur ákveður að stoppa leikinn.
Eyða Breyta
60. mín Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Hólmar braut á Kristni. FH á aukaspyrnu við endalínu á vallarhelmingi Vals.

Spyrnan tekin stutt og ekkert kom upp úr henni.
Eyða Breyta
59. mín
Guðmundur Andri virðist ekki geta haldið leik áfram. Settist niður í grasið og þarf á aðhlynningu að halda. Helgi Sig kallar á Orra Hrafn sem er væntanlega að koma inn á.
Eyða Breyta
58. mín
Óli Guðmunds með flotta varnartilburði og FH-ingar í stúkunni eru ánægðir með þetta.
Eyða Breyta
57. mín
Lennon í daaaaauuuuuðaafæri!!!


Mistök í öftustu línu Vals. Kiddi sér að Lennon er með mikið pláss og finnur hann í gegn. Guy kemur út að vítateigslínu og Lennon reynir að vippa en vippan er slök og Guy nær að handsama boltann sem var á leið aftur fyrir endamörk.
Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Matthías Vilhjálmsson (FH)
Brýtur á Birki Heimis.

Valsmenn eru svo dæmdir rangstæðir í aukaspyrnunni í kjölfarið.
Eyða Breyta
54. mín
Færi!

Björn Daníel með spyrnuna, finnur Matthías inn á teignum og Matthías með gott skot sem Guy ver upp í loftið og Birkir Már hreinsar svo í burtu. Þarna var hætta!
Eyða Breyta
53. mín
Hólmar dæmdur brotlegur og FH-ingar eiga aukaspyrnu á vallarhelmingi Vals.
Eyða Breyta
49. mín
Birkir Heimis með skot eftir sendingu frá Aroni Jó. Gott skot sem Gunnar þarf að skutla sér til að verja og ver boltann í horn.

Ekkert kom upp úr horninu.
Eyða Breyta
49. mín
Smá bras á heimamönnum inn á eigin vítateig en þeir koma boltanum í burtu.
Eyða Breyta
48. mín
Tryggvi vinnur hornspyrnu fyrir Val.

Spyrnan frá Juelsgård í fyrsta heimamann.
Eyða Breyta
47. mín
Guðmundur Andri og Tryggvi eru búnir að skipta um kant hjá Val. Tryggvi er núna úti hægra megin.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Aron Jó með upphafssparkið fyrir Val.

Það hefur aðeins gleymst að taka fram að það er hellirigning.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Fyrri hálfleik er lokið. Ég er ekki frá því að forystan sé svolítið verðskulduð.

Valur mun spila með vindi í seinni hálfleik. Spurning hvort það hafi áhrif.
Eyða Breyta
45. mín
45+1

Birkir með aukaspyrnu inn á vítateig FH en spyrnan er of löng og beint í hendurnar á Gunnari.
Eyða Breyta
45. mín
Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn.
Eyða Breyta
44. mín Gult spjald: Birkir Heimisson (Valur)
Braut á Kristni inn á miðsvæðinu.
Eyða Breyta
44. mín
Björn Daníel með spyrnuna á nærstöngina og þar er Guy klár í að kýla í burtu. Valsmenn hreinsa svo eftir aðra fyrirgjöf frá Birni.
Eyða Breyta
43. mín
Máni með fyrirgjöf eftir stutta sendingu frá Kristni inn á teignum. Boltinn í Juelsgård og FH á hornspyrnu.

Kristinn og Máni að tengja vel saman.
Eyða Breyta
40. mín
FH-ingar í frábærri sókn!

Kristinn Freyr með gott flikk á Mána sem var í góðu hlaupi. Máni reynir skot sem fer í Birki Heimisson og Valsmenn bægja svo hættunni frá. Vel gert hjá Birki!
Eyða Breyta
39. mín
Skársta hornspyrna Valsara til þessa held ég. Boltinn fer af Valsara og aftur fyrir.
Eyða Breyta
38. mín
Patrick Pedersen í daaauuuuðafæri eftir að Guðmundur Kristjánsson klikkaði í öftustu línu.

Patrick er úti hægra megin í teignum og lætur vaða. Gunnar sér við honum og Valsarar eiga hornspyrnu.
Eyða Breyta
37. mín Gult spjald: Davíð Snær Jóhannsson (FH)
Fyrir að grípa í mjöðmina á Valsara.
Eyða Breyta
36. mín
Virkilega vel gert hjá Mána Austmanni inn á vítateig Vals. Hann kom sér í fínasta skotfæri og lét vaða með vinstri. Guy varði boltann til hliðar og í kjölfarið voru heimamenn dæmdir rangstæðir.
Eyða Breyta
34. mín
Skot á mark frá Ágústi sem Gunnar handsamar í annari tilraun. Fínasta spil hjá Valsmönnum en lykilfyrirgjöf frá Tryggva var fyrir aftan Guðmund Andra og við það versnaði færið sem Valur fékk.
Eyða Breyta
33. mín
Gunnar heppinn þarna, fékk á sig pressu frá Aroni sem náði að koma fæti í sendinguna sem ætluð var Guðmundi. Boltinn kemst á Guðmund og FH-ingar leysa pressuna.
Eyða Breyta
31. mín
Valur á hornspyrnu.

Aftur skapast engin hætta og að lokum eru gestirnir dæmdir brotlegir eftir fyrirgjöf númer tvö.
Eyða Breyta
31. mín
Fyrirgjöf frá Kristni Frey sem Hólmar skallar til baka og Guy handsamar.
Eyða Breyta
30. mín Gult spjald: Sebastian Hedlund (Valur)
Hedlund brýtur á Matthíasi við miðlínu.
Eyða Breyta
29. mín
Aron Jó með flotta takta gegn Ástbirni en FH vinnur boltann fljótlega í kjölfarið. Björn Daníel keyrir inn á teig Vals og lætur vaða með hægri fæti. Fínasta skot frá Birni en Guy með þetta allt á hreinu.
Eyða Breyta
28. mín
Guðmundur Kristjáns kemst framfyrir Patrick og vinnur boltann inn á vallarhelmingi Vals. Hann tekur tvær snertingar og lætur vaða. Skotið fer yfir mark FH en tilraunin alls ekki svo galin.
Eyða Breyta
25. mín Gult spjald: Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Juelsgård með fyrirgjöf eftir innkastið og í stað þess að skalla reynir Guðmundur Andri að stýra boltanum í netið með höndinni. Boltinn fer í slána og Andri fer í bókina.
Eyða Breyta
25. mín
Juelsgård með fyrirgjöf sem Ástbjörn kemst fyrir og Ástbjörn þrumar svo boltanum í innkast.
Eyða Breyta
22. mín
Valur fær hornspyrnu en það mislukkaðist eitthvað og ekkert kom upp úr þessari útfærslu.
Eyða Breyta
20. mín MARK! Ólafur Guðmundsson (FH), Stoðsending: Guðmundur Kristjánsson
FH ER KOMIÐ YFIR!

Björn Daníel tekur aukaspyrnuna, finnur Guðmund Kristjánsson inn á teignum, Gummi skallar boltann áfram inn á miðjan teiginn og þar er Ólafur sem skallar boltann niður í vinstra markhornið. Ekkert sérstakur varnarleikur þetta hjá Sebastian Hedlund sem var í baráttunni inn á teignum.
Eyða Breyta
19. mín
Birkir brýtur á Mána en sleppur við spjald. FH-ingar lítið hrifnir.
Eyða Breyta
19. mín
Góð skipting út á Ástbjörn úti hægra megin en fyrirgjöfin frá bakverðinum beint í hendurnar á Guy.
Eyða Breyta
17. mín
Ágúst Eðvald með mjög lélega sendingu fram á við, fer yfir alla og í hendurnar á Gunnari. Skrítin pæling eða hitti boltann illa.
Eyða Breyta
15. mín
Skemmtilegir taktar hjá Kristni Frey en því miður kom ekkert alvöru upp úr þessu eftir að hann lék á leikmann Vals á miðsvæðinu.

Skömmu síðar er Finnur Orri með góðan varnarleik þegar hann nær boltanum af Tryggva inn á vítateig FH.
Eyða Breyta
15. mín
Tryggvi Hrafn með boltann úti vinstra megin og rennir honum á Aron sem á skot sem varnarmenn FH komast fyrir.
Eyða Breyta
14. mín
Ekkert kom upp úr þessari hornspyrnu - Hedlund komst reyndar í boltann en allavega engin hætta.
Eyða Breyta
13. mín
Guðmundur Andri fær boltann úti hægra megin, rennir honum út og við vítateigslínuna er Tryggvi Hrafn sem lætur vaða. Skotið hjá Tryggva fer af varnarmanni og Valur á horn.
Eyða Breyta
11. mín
Smá vesen á FH-ingum inn á eigin vítateig, Gunnar nálægt því að fara í Patrick en Björn Daníel sópar upp og hreinsar.
Eyða Breyta
10. mín
Ástbjörn með fínan sprett úti hægra megin og kemst inn á vítateiginn. Smá misskilningur milli hans og Lennon og því kom ekkert skot á mark Vals.
Eyða Breyta
9. mín
Davíð Snær með mislukkaða sendingu við vítateig FH og Tryggvi kemst í boltann. Tryggvi reynir skot en það fer framhjá marki FH.
Eyða Breyta
8. mín
Jesper með boltann inn á vítateig FH en boltinn fer of innarlega og Gunnar grípur boltann.
Eyða Breyta
7. mín
Brotið á Aroni Jó sem liggur eftir í annað sinn í leiknum. Valur á aukaspyrnu á vallarhelmingi FH.
Eyða Breyta
4. mín
FH-ingar sækja með vindi í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
3. mín
Birkir Már með fyrirgjöf sem Patrick rétt missir af.
Eyða Breyta
2. mín
Byrjunarlið Vals:
Guy
Birkir M - Hedlund - Hólmar - Juelsgård
Birkir H - Ágúst
Guðmundur - Aron - Tryggvi
Patrick

Valsmenn eru í rauðum treyjum og hvítum stuttbuxum.
Eyða Breyta
1. mín
Byrjunarlið FH:
Gunnar
Ástbjörn - Finnur - Guðmundur - Ólafur
Davíð - Björn Daníel
Máni - Kristinn - Lennon
Matthías

FH er í hvítum búningum og svörtum stuttbuxum.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Kristinn Freyr byrjar leikinn fyrir FH.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er kalt í Hafnarfirðinum í dag. Smá vindur og svona fimm gráðu hiti.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð:
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, gerir þrjár breytingar á liði sínu frá síðasta leik. Davíð Snær Jóhannsson sem kom frá Lecce í gær kemur beint í byrjunarliðið og Kristinn Freyr Sigurðsson kemur inn eftir að hafa tekið út leikbann. Þá kemur Finnur Orri Margeirsson inn eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla.

Það vekur athygli að Vuk Oskar Dimitrijevic er ekki í leikmannahópi FH í dag. Logi Hrafn Róbertsson meiddist gegn Blikum og er því ekki með í dag. Þeir Oliver Heiðarsson og Baldur Logi Guðlaugsson taka sér sæti á bekknum.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gerir enga breytingu á sínu liði. Sigurður Egill Lárusson er áfram utan hóps. Siggi hefur m.a. verið orðaður við skipti í FH.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nýtt FH lag eftir Frikka Dór!Eyða Breyta
Fyrir leik
Lasse Petry ekki kominn með leikheimild

Miðjumaðurinn Lasse Petry var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður FH en hann lék með Val tímabilin 2019-20. Hann er ekki kominn með leikheimild og verður því ekki með í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Viðar spáir hjólhestaspyrnu og jafntefli
Viðar Örn Kjartansson er spámaður umferðarinnar hér á Fótbolti.net. Hann spáir 2-2 jafntefli og að þeir Aron Jóhannsson og Matthías Vilhjálmsson skori.

,,Stál í stál. FH koma til baka eftir skell í Kóp. Matti Villa skorar úr hjólhestaspyrnu. Aron Jó jafnar og Hólmar fær gult fyrir munnsöfnuð," spáir Viðar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarateymið
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson heldur um flautuna í dag og honum til aðstoðar eru þeir Birkir Sigurðarson og Eðvar Eðvarðsson. Halldór Breiðfjörð Jóhannsson er eftirlitsmaður KSÍ og Jóhann Ingi Jónsson er skiltadómari.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Síðasta umferð: Kristinn Freyr snýr til baka
FH tapaði 3-0 gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Frá þeim leik endurheimtir liðið Kristin Frey Sigurðsson, fyrrum leikmann Vals, úr leikbanni og þá tilkynnti félagið um komu Davíðs Snæs Jóhannssonar frá ítalska félaginu Lecce í gær. Finnur Orri Margeirsson var meiddur gegn Breiðabliki og spurning hvort hann verði klár í slaginn.

Valur vann 2-1 heimasigur gegn KR eftir að hafa lent 0-1 undir. Patrick Pedersen og Jesper Juelsgård sáu um markaskorunina. Það vakti athygli í þeim leik, líkt og gegn Keflavík í 2. umferð, að Sigurður Egill Lárusson var ekki í leikmannahópi Vals.

Kristinn Freyr
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er komið að fyrsta leik í fjórðu umferð Bestu deildar karla og hefst veislan í Kaplakrika þar sem FH tekur á móti Val.

FH er með þrjú stig eftir þrjá leiki og Valur er með níu stig - fullt hús.
Úr síðasta heimaleik FH
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Guy Smit (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Jesper Juelsgård
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Aron Jóhannsson ('80)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('80)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('60)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('74)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Heiðar Ægisson ('80)
7. Haukur Páll Sigurðsson ('80)
8. Arnór Smárason ('74)
13. Rasmus Christiansen
19. Orri Hrafn Kjartansson ('60)
33. Almarr Ormarsson

Liðstjórn:
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Heimir Guðjónsson (Þ)
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson
Mark Wesley Johnson

Gul spjöld:
Guðmundur Andri Tryggvason ('25)
Sebastian Hedlund ('30)
Birkir Heimisson ('44)
Jesper Juelsgård ('78)
Haukur Páll Sigurðsson ('93)
Patrick Pedersen ('93)

Rauð spjöld: