Samsungvöllurinn
laugardagur 07. maí 2022  kl. 16:15
Besta-deild karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 615
Maður leiksins: Ólafur Íshólm Ólafsson
Stjarnan 1 - 1 Fram
0-1 Guðmundur Magnússon ('27)
1-1 Emil Atlason ('69)
Byrjunarlið:
1. Haraldur Björnsson (f)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Óli Valur Ómarsson ('55)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Einar Karl Ingvarsson ('64)
8. Jóhann Árni Gunnarsson
14. Ísak Andri Sigurgeirsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('64)
22. Emil Atlason
23. Óskar Örn Hauksson ('64)
29. Adolf Daði Birgisson ('89)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('89)
17. Ólafur Karl Finsen ('64)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('64)
19. Eggert Aron Guðmundsson ('55)
21. Elís Rafn Björnsson ('64)
99. Oliver Haurits

Liðstjórn:
Hilmar Árni Halldórsson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson
Þór Sigurðsson

Gul spjöld:
Adolf Daði Birgisson ('45)
Einar Karl Ingvarsson ('59)
Jóhann Árni Gunnarsson ('60)
Ísak Andri Sigurgeirsson ('84)
Guðmundur Baldvin Nökkvason ('88)

Rauð spjöld:
@arnardadi Arnar Daði Arnarsson
95. mín Leik lokið!
Jafntefli staðreynd í Garðabænum.

Þvílík dramatík hér undir lok leiks.

Ég hef valið Ólaf Íshólm sem leikmann leiksins en hann þurfti oft á tíðum að hafa fyrir því að verja mark Framara þá sérstaklega í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
94. mín
Ekkert verður úr hornspyrnu Stjörnnunar.

En til að lýsa þessu aðeins hérna áðan þá sýndist mér Daninn hjá Fram, Jannik Holmsgaard bjarga á línu fyrir Stjörnuna áðan. Þetta var svakalegt.
Eyða Breyta
94. mín
Stjarnan er að fá hornspyrnu...

ég get ekki lýst því sem kom hér áðan, þetta gerðist svo hratt en allavegana. Það var bjargað á línu hjá báðum liðum.
Eyða Breyta
93. mín
ÞVÍLÍK DRAMATÍK!!!

ÞAÐ ER BJARGAÐ Á LÍNU Á BÁÐUM ENDUM VALLARINS
Eyða Breyta
93. mín
Aron Snær Ingason með skot rétt yfir en boltinn virðist hafa haft viðkomu í varnarmann Stjörnunnar því Fram fær hornspyrnu.

Þetta var dauðafæri, amk. gott færi!
Eyða Breyta
91. mín
Stjarnan fær hornspyrnu eftir að Emil Atlason átti tilraun sem fór í Delphin og aftur fyrir.
Eyða Breyta
91. mín
Ísak Andri með sprett upp vinstri vænginn, kemur sér inn í teig og reynir fyrirgjöf frá endalínunni en Framarar ná að hreinsa frá.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartíminn: 5 mínútur
Eyða Breyta
89. mín Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan) Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
Síðasta skipting leiksins.
Eyða Breyta
89. mín
Indriði með mark tilraun eftir horn sem fer framhjá nærstönginni.
Eyða Breyta
88. mín
Þetta er að renna út í sandinn fyrir bæði lið...
Eyða Breyta
88. mín Gult spjald: Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
Enn eitt gula spjaldið.
Eyða Breyta
84. mín Gult spjald: Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
80. mín Aron Snær Ingason (Fram) Alexander Már Þorláksson (Fram)

Eyða Breyta
75. mín
Framarar hafa ekki verið líklegir að skora í seinni hálfleik og það bendir lítið til þess eins og staðan er í dag. Fáum við sigurmark í þennan leik?

MIðað við síðustu mínútur þá yrði það heimamanna.
Eyða Breyta
73. mín Fred Saraiva (Fram) Magnús Þórðarson (Fram)
Mikil orka farið í leikinn hjá Magnúsi sem var mikið í boltanum í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
71. mín
Ólafur Íshólm ver hörkuskot og síðan er Delphin stálheppinn að skora ekki sjálfsmark þegar hann ætlar að senda boltann aftur til baka en boltinn framhjá fjærstönginni.
Eyða Breyta
70. mín Jannik Pohl (Fram) Guðmundur Magnússon (Fram)
Jón Sveinsson hendir í tvöfalda skiptingu strax eftir markið. Framarar voru búnir að vera bíða eftir þessari skiptingu síðustu mínútur.
Eyða Breyta
70. mín Hosine Bility (Fram) Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
Jón Sveinsson hendir í tvöfalda skiptingu strax eftir markið. Framarar voru búnir að vera bíða eftir þessari skiptingu síðustu mínútur.
Eyða Breyta
69. mín MARK! Emil Atlason (Stjarnan), Stoðsending: Jóhann Árni Gunnarsson
Jóhann Árni með frábæra aukaspyrnu sem Emil Atlason stýrir í netið með höfðinu.

Hoppar manna hæst og þarna er hann hættulegur.

Óverjandi fyrir Ólaf Íshólm í markinu.
Eyða Breyta
67. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Fyrir brot á Ísaki Andra á vinstri kantinum.
Eyða Breyta
64. mín Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan) Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)
Þreföld skipting hjá Stjörnunni.
Eyða Breyta
64. mín Gult spjald: Tryggvi Snær Geirsson (Fram)

Eyða Breyta
64. mín Elís Rafn Björnsson (Stjarnan) Óskar Örn Hauksson (Stjarnan)

Eyða Breyta
64. mín Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
62. mín
Gústi Gylfa er að undirbúa þrefalda skiptingu.
Eyða Breyta
60. mín Gult spjald: Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
Svipað brot og Einar Karl.
Eyða Breyta
59. mín Gult spjald: Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)
Fyrir að stöðva Indriða við miðlínuna.
Eyða Breyta
56. mín
Brynjar Gauti hoppar manna hæst innan vítateigs Fram og á skalla beint á Ólaf Íshólm eftir hornspyrnu frá Óskari Erni.
Eyða Breyta
55. mín Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan) Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
Óli Valur þarf að fara af velli meiddur.
Eyða Breyta
54. mín
Óli Valur liggur á vellinum og þarfnast aðhlynningar.
Eyða Breyta
53. mín
Stjarnan er að pressa vel á Fram sérstaklega eftir markspyrnu gestanna. Framarar hafa verið í erfiðleikum með að halda í boltann þegar Stjarnan pressar á þá í upphafi seinni hálfleiks.
Eyða Breyta
51. mín
Það er mikill kraftur í Stjörnumönnum í upphafi seinni hálfleiks. Nú á Adolf Daði skot réttframhjá markinu innan teigs.
Eyða Breyta
51. mín
Óskar Örn með skot utan teigs rétt framhjá fjærstönginni.
Eyða Breyta
49. mín
Adolf Daði með fyrirgjöf frá endalínunni sem Delphin kemst fyrir á nærstönginni og boltinn aftur fyrir. Stjarnan fær horn.

Óskar Örn sendir út fyrir teiginn á Einar Karl sem nær ekki að koma sér í skotstöðu, hann sendir boltann aftur á Óskar sem á skot beint á Ólaf Íshólm í markinu.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Fjörugum fyrri hálfleik lokið.

Bæði Haraldur og Ólafur Íshólm hafa haft nóg að gera í markinu og gestirnir jafnvel svekktir að vera ekki tveimur mörkum yfir, sérstaklega eftir síðustu tvær skyndisóknir sínar í fyrri hálfleiknum.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Pétur hefur flautað til hálfleiks.
Eyða Breyta
45. mín
Fram fær enn einu skyndisóknina en nú fer Tryggvi Snær illa að ráði sínu. Hann er með Magnús vinstra megin við sig aleinan, en Tryggvi reynir frekar að gera allt sjálfur sem endar með skoti í varnarmann Stjörnunnar.

Magnús Þórðarson allt annað en sáttur með liðsfélaga sinn þarna.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)

Eyða Breyta
43. mín
Tryggvi Snær með athyglisverða tilraun, bjuggust sennilega allir við að hann myndi gefa fyrir en reynir þess í stað skot á nærstöngina af stuttu færi sem Haraldur nær að verja og boltinn aftur fyrir.

Allt eftir skyndisókn eftir að Stjarnan átti horn hinum megin á vellinum sem Guðmundur skallaði frá.
Eyða Breyta
42. mín
Þórarinn Ingi með þvílíkt skot innan vítateigs Fram en Ólafur Íshólm ver stórkostlega í horn.

Þórarinn Ingi tók sennilega yfir 10 metra sprett í aðdraganda skotsins og krafturinn eftir því.
Eyða Breyta
40. mín
Albert Hafsteinsson fær boltann fyrir framan vítateig Stjörnunnar, hefur nægan tíma til að athafna sig en hittir boltann illa og boltinn fer vel framhjá markinu.
Eyða Breyta
39. mín
EInar Karl með skot frá vítateigslínunni sem Ólafur Íshólm ver. Nokkuð auðveldlega.
Eyða Breyta
39. mín
Haraldur Björnsson með frábæra markvörslu eftir góðan sprett frá Alexi Frey upp hægri vænginn.

Óvænt skyndisókn, hárbolti á Gumma Magg. sem flykkar boltanum áfram upp völlinn þar sem Alex Freyr nýtti sér og keyrði í átt að markinu en Haraldur ver vel frá honum.
Eyða Breyta
33. mín
...spyrnan slök, beint í eina varnarmann Fram í varnarveggnum. Sókn Stjörnunnar heldur samt áfram. Skot sem Ólafur Íshólm blakar út í teiginn, beint til Óskars Arnar sem fær tíma með boltann en skot hans yfir markið.
Eyða Breyta
32. mín
Gummi Magg. brotlegur og brýtur á Adolfi við hornfánann hægra megin.

Óskar Örn tekur aukaspyrnuna...
Eyða Breyta
31. mín
Ísak Andri vinnur hornspyrnu fyrir Stjörnuna. Hana tekur Jóhann Árni sutt, á síðan fyrirgjöf sem Hlynur Atli skallar frá.
Eyða Breyta
27. mín MARK! Guðmundur Magnússon (Fram), Stoðsending: Alex Freyr Elísson
Alex Freyr á stóran þátt í þessu marki.

Hann fær boltann á vinstri kantinum á sínum eigin vallarhelmingi. Á langan sprett inn á vallarhelming Stjörnunnar inná miðjuna og reynir síðan að þræða boltanum innfyrir á Guðmund eða Albert en Haraldur Björnsson kemur vel út á móti.

Boltinn dettur þó fyrir fætur Guðmundar sem rennir boltanum í tómt markið. Skondið mark.
Eyða Breyta
27. mín
"Það er bara einn Már Ægis." syngur einn stuðningsmaður Fram í stúkunni. Þá veit maður það.
Eyða Breyta
26. mín
Títtnefndur, Magnús Þórðarson með fyrirgjöf frá vinstri sem eins og aukaspyrna Alberts svífur framhjá fjærstönginni.
Eyða Breyta
25. mín
Albert Hafsteinsson með alveg hræðilega aukaspyrnu sem svífur framhjá fjærstönginni. Þetta var alls ekki nægilega gott.
Eyða Breyta
24. mín
Adolf Daði brotlegur vinstra megin við vítateig Stjörnunnar og Fram fær aukaspyrnu á álitlegum stað.
Eyða Breyta
23. mín
Mikið jafnræði með liðunum hérna fystu 23 mínútur leiksins.

Gestirnir sækja mikið upp vinstri vænginn og hefur Magnús Þórðarson mikið verið með boltann á vinstri kantinum.
Eyða Breyta
22. mín
Fram fór upp í skyndisókn en missa boltann, Stjarnan voru ekki lengi að snúa vörn í sókn og voru komnir sex á móti fjórum varnarmönnum Fram.

Þetta endaði ekki betur en svo að Hlynur Atli náði að hreinsa frá eftir sendingu Stjörnumanna inn í vítateig Fram.
Eyða Breyta
19. mín
Alex Freyr með þvílíkt skot langt utan af velli, nokkrum cm yfir þverslánna. Það var alvöru kraftur í þessu skoti.
Eyða Breyta
13. mín
Brynjar Gauti misreiknar boltann á miðjum vellinum sem Indriði Áki nýti sér, finnur Magnús Þórðarson í einni snertingu upp völlinn.

Magnús reynir fyrirgjöf frá vinstri en Stjarnan nær að bjarga sér fyrir horn á síðustu stundu.
Eyða Breyta
9. mín
Það verður ekkert úr fyrstu hornspyrnu leiksins og leikurinn heldur áfram.
Eyða Breyta
8. mín
Jóhann Árni með aukaspyrnuna í varnarvegg Fram og boltinn framhjá fjærstönginni. Stjarnan fær fyrstu hornspyrnu leiksins.
Eyða Breyta
7. mín
Í þeim töluðu orðum er brotið á Ísaki Andra rétt fyrir framan vítateig Fram og Stjarnan fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
Eyða Breyta
7. mín
Þetta er allt saman frekar rólegt hérna fyrstu mínúturnar.
Eyða Breyta
1. mín
Fram 4-3-3:
Ólafur
Alex - Tshiembe - Hlynur - Már
Albert - Indriði - Tryggvi Snær
Guðmundur - Alexander - Magnús
Eyða Breyta
1. mín
Stjarnan 4-3-3:
Haraldur
Óli Valur - Brynjar Gauti - Sindri Þór - Þórarinn Ingi
Óskar Örn - Einar Karl - Jóhann Árni
Adolf Daði - Emil Atla - Ísak Andri
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins er Pétur Guðmundsson. Bryngeir Valdimarsson er aðstoðardómari eitt og Sveinn Þórður Þórðarson er aðstoðardómari tvö.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er eiginlega bara kalt í Garðabænum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jón Sveinsson þjálfari Fram gerir þrjár breytingar á sínu byrjunarliði frá jafnteflinu gegn ÍA í síðustu umferð. Fred og Jannik Holmsgaard fara á bekkinn og Þórir Guðjónsson er ekki með Fram í dag. Inn koma þeir Magnús Þórðarson, Alexander Þorláksson og Tryggvi Snær Geirsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar gerir eina breytingu á sínu liði frá sigrinum gegn Víkingi í síðustu umferð. Brynjar Gauti Guðjónsson kemur inn í vörn Stjörnunnar í stað Daníels Laxdals.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það fer að styttast í að byrjunarlið liðanna verði tilkynnt. Það er ágætis veður í Garðabænum, smá gola og það virðist ætla haldast allt þurrt, en hver veit.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjarnan og Fram mættust síðast í efstu deild, sumarið 2014.

Í Garðabænum fór Stjarnan illa með Fram. 4-0 sigur staðreynd þar sem Daninn, Rolf Toft skoraði þrennu og Veigar Páll Gunnarsson skoraði einnig í leiknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nýliðar Fram mæta hinsvegar í Garðabæinn eftir að hafa gert 1-1 jafntefli gegn ÍA í síðust umferð. Í fyrstu tveimur umferðum deildarinnar töpuðu Fram nokkuð sannfærandi gegn KR og FH samtals 8-3.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjarnan hóf tímabilið á 2-2 jafntefli gegn ÍA hér í Garðabænum en í kjölfarið hafa komið tveir gríðarlega mikilvægir sigrar á útivelli. Fyrst gegn Leikni, 3-0 og í síðustu umferð fóru Stjörnumenn í Víkina og unnu Íslands- og bikarmeistarana 5-4 í svakalegum knattspyrnuleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrir leikinn í dag er Stjarnan í 4. sæti Bestu deildarinnar með sjö stig á meðan Fram situr í næsta neðsta sæti deildarinnar með eitt stig.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Samsung-vellinum í Garðabæ.

Hér í dag, réttara sagt klukkan 16:15 mætast Stjarnan og Fram í 4. umferð Bestu deildarinnar.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Albert Hafsteinsson
5. Delphin Tshiembe
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
17. Alex Freyr Elísson
20. Tryggvi Snær Geirsson ('70)
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Már Ægisson
24. Magnús Þórðarson ('73)
33. Alexander Már Þorláksson ('80)
77. Guðmundur Magnússon ('70)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
7. Fred Saraiva ('73)
15. Hosine Bility ('70)
22. Óskar Jónsson
27. Sigfús Árni Guðmundsson
32. Aron Snær Ingason ('80)
79. Jannik Pohl ('70)

Liðstjórn:
Marteinn Örn Halldórsson
Jón Sveinsson (Þ)
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Þórhallur Víkingsson
Einar Haraldsson
Stefán Bjarki Sturluson

Gul spjöld:
Tryggvi Snær Geirsson ('64)
Alex Freyr Elísson ('67)

Rauð spjöld: