Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Kórdrengir
1
1
Fylkir
Daníel Gylfason '39 1-0
1-1 Þórður Gunnar Hafþórsson '70
13.05.2022  -  19:15
Safamýrin
Lengjudeild karla
Aðstæður: Gluggaveður, sól en kalt
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Iosu Villar - Kórdrengir
Byrjunarlið:
12. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Fatai Gbadamosi
6. Hákon Ingi Einarsson
8. Kristján Atli Marteinsson
9. Daníel Gylfason
10. Þórir Rafn Þórisson
14. Iosu Villar
15. Arnleifur Hjörleifsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
21. Guðmann Þórisson
22. Nathan Dale

Varamenn:
1. Óskar Sigþórsson (m)
3. Goran Jovanovski
5. Loic Mbang Ondo
7. Marinó Hilmar Ásgeirsson
19. Kristófer Jacobson Reyes
20. Óskar Atli Magnússon
33. Magnús Andri Ólafsson

Liðsstjórn:
Logi Már Hermannsson
Heiðar Helguson
Jóhann Ólafur Schröder
Guðrún Marín Viðarsdóttir
Jóhann Ólafur Sveinbjargarson

Gul spjöld:
Guðmann Þórisson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin skipta stigunum milli sín.
90. mín
Komið að uppbótartíma.
88. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (Kórdrengir)
88. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
85. mín
Frábærlega varið!!!

Villar með flottan skalla sem Ólafur ver virkilega vel. Kórdrengir nálægt því að ná forystunni á ný.
80. mín
Fylkismenn vildu víti en ekkert dæmt.
79. mín
Fylkismennirnir mun betri eftir tvöföldu skiptinguna í hálfleik. Varamennirnir komið sterkir inn.
75. mín
Orri Sveinn skallar framhjá úr dauðafæri! Einhverjir Fylkismenn í stúkunni voru byrjaðir að fagna!
73. mín
Fatai fær mjög fínt færi en hittir ekki markið.
70. mín MARK!
Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
Fylkir jafnar eftir markmannsmistök. Sending fyrir sem Daði ver út í teiginn og skot Þórðar lekur inn.
64. mín Gult spjald: Hallur Húni Þorsteinsson (Fylkir)
61. mín
Þórður Gunnar með skot fyrir utan teig en Daði ekki í vandræðum með að verja.
59. mín
Það er meira að gerast fram á við hjá Fylki núna eftir hlé.
54. mín
Benedikt með stórhættulegan bolta inn í teig en Fylkismenn ná ekki að koma honum á markið.
52. mín
Árbæingar í stúkunni orðnir pirraðir út í dómgæsluna.
46. mín
Inn:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir) Út:Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir)
46. mín
Inn:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir) Út:Arnór Gauti Jónsson (Fylkir)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Kórdrengir beittari og gefa fá færi á sér. Fylki gengið illa að skapa.
45. mín
Ólafur handsamar fyrirgjöfina eftir hornið.
44. mín
Kórdrengir fá horn. Fylkismenn ósáttir við að fá ekki aukaspyrnu.
39. mín MARK!
Daníel Gylfason (Kórdrengir)
Stoðsending: Iosu Villar
Afskaplega smekklega gert! Villar með alveg geggjaða stungusendingu á Daníel sem fer framhjá Ólafi og klárar í tómt markið. Fallegt.
35. mín
Arnleifur með fyrirgjöf sem Þórir skallar framhjá. Kórdrengir að fá betri færi en leikurinn alveg stál í stál.
31. mín
Hákon Ingi með skot af löngu færi en yfir girðingu. Tapaður bolti.
30. mín
Kristján Atli brýtur á Laursen. Stuðningsmenn Fylkis kalla eftir spjaldi en Kristján sleppur með tiltal.
27. mín
Þórir Rafn flaggaður rangstæður.
24. mín
Unnar Steinn með skot af löngu færi en hittir ekki á markið
20. mín
Daði Ólafsson með hornspyrnu swem lendir ofan á þversláni.
17. mín
Þórir Rafn Kórdrengur skallar naumlega framhjá eftir fyrirgjöf frá hægri. Flott tilraun.
16. mín
Nikulás Val með sendingu inn á teig sem Daði handsamar.
13. mín
Guðmann skallar á markið eftir horn en Ólafur markvörður Fylkis vel staðsettur og skallinn beint á hann.
8. mín
Afskaplega róleg byrjun á leiknum.
3. mín
Þórður með stungusendingu en Daði í marki heimamanna vel á verði, mætir úr teignum og hirðir þennan bolta.
1. mín
Leikur hafinn
Kórdrengir hófu leik og sækja í átt að Kringlunni í fyrri hálfleik. Fylkismenn hvítklæddir í dag, í varatreyjum sínum.
Fyrir leik
Fylkismaðurinn Albert Brynjar Ingason, fyrrum leikmaður Kórdrengja, mættur meðal áhorfenda. Byrjar á því að heilsa mönnum Kórdrengjamegin í stúkunni áður en hann færir sig Fylkismegin. Ákvað að velja leikinn framyfir FM 95Blö tónleikana.
Fyrir leik
Þrjár breytingar á Fylkisliðinu frá fyrstu umferð.

Inn koma Unnar Steinn Ingvarsson, Arnór Gauti Jónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson. Út fara Benedikt Daríus Garðarsson, Frosti Brynjólfsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Kórdrengir gera þrjár breytingar frá síðasta leik.

Daði Freyr kemur í markið í staðinn fyrir Óskar sem er settur á bekkinn. Þá koma Hákon Ingi Einarsson og Kristján Atli Marteinsson inn fyrir Kristófer Reyes og Daða Bergsson. Daði meiddist illa ó Kórnum.
Fyrir leik


"Fylkir er búið að vera lengi í efstu deild, mörg mörg ár. Síðustu 7-8 ár höfum við farið niður en beint aftur upp. Lið eins og Fylkir á að vera í efstu deild en það er ekkert sjálfgefið, þú þarft að vinna fyrir því heldur betur. Þú finnur fyrir því núna, lið sem er nýkomið upp, þetta er bara hörku leikur. Þetta verður barátta, stöðubarátta úti á vellinum og við eigum eftir að mæta þannig liðum í sumar og hver einasti leikur verður erfiður," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, í viðtali við Fótbolta.net eftir 3-1 sigurleikinn gegn KV í Lautinni í fyrstu umferð.
Fyrir leik


Leikurinn í kvöld er spilaður í Safamýri en sá völlur er aftur orðinn heimavöllur Kórdrengja eftir að liðið spilaði á gervigrasvelli Leiknis í Breiðholti í fyrra.

"Það er mjög gott að vera komnir til baka í Safamýrina en við áttum gríðarlega gott samstarf með Leiknismönnum og vorum mjög sáttir þar. Öll samskipti við Leiknismenn voru upp á tíu og þeir eiga allt hrós skilið frá okkur," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, við Fótbolta.net á dögunum.



Davíð verður sjálfur í stúkunni í dag en hann afplánar annan leik sinn af þremur í leikbanni. Aðstoðarmaður hans, Heiðar Helguson, stýrir Kórdrengjum frá hliðarlínunni.
Fyrir leik


FH hefur lánað markvörðinn Daða Frey Arnarsson í Kórdrengi. Daði er kominn með leikheimild og gæti spilað með Kórdrengjum þegar liðið mætir Fylki. Daði er 23 ára gamall og lék á sínum tíma fimmtán landsleiki fyrir yngri landsliðin.

Hann varði mark FH í fimmtán leikjum sumarið 2019 og í fyrra var hann á láni hjá Þór í Lengjudeildinni.

Í febrúar á þessu ári var Daði sendur í leyfi frá FH vegna ásakana í hans garð um að áreita ungar konur.
Fyrir leik


Dómari kvöldsins er Arnar Þór Stefánsson. Aðstoðardómarar eru Kristján Már Ólafs og Magnús Garðarsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Einar Örn Daníelsson.
Fyrir leik
Lengjudeildarleikur af dýrari gerðinni!

Kórdrengir spila sinn fyrsta heimaleik í Lengjudeildinni í kvöld þegar liðið fær Fylki í heimsókn. Búast má við stórskemmtilegum leik tveggja liða sem spáð er toppbaráttu í deildinni.

Fylkir vann 3-1 heimasigur gegn KV í fyrstu umferð en liðinu er spáð sigri í deildinni. Kórdrengjum er spáð þriðja sæti en þeir töpuðu 1-0 gegn Þór fyrir norðan í síðustu umferð.


Úr leik Fylkis og KV í fyrstu umferð.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('46)
4. Arnór Gauti Jónsson ('46)
5. Orri Sveinn Stefánsson
9. Mathias Laursen
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
20. Hallur Húni Þorsteinsson

Varamenn:
12. Guðmundur Rafn Ingason (m)
6. Frosti Brynjólfsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('46)
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('46)
19. Aron Örn Þorvarðarson
21. Aron Snær Guðbjörnsson
22. Ómar Björn Stefánsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Ágúst Aron Gunnarsson

Gul spjöld:
Hallur Húni Þorsteinsson ('64)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('88)

Rauð spjöld: