SaltPay-völlurinn
laugardagur 14. maí 2022  kl. 14:00
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Hægur vindur, sólin lætur sjá sig af og til og hiti um 8 gráður
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Sif Atladóttir
Þór/KA 0 - 1 Selfoss
0-1 Brenna Lovera ('75, víti)
Myndir: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
4. Arna Eiríksdóttir
6. Unnur Stefánsdóttir ('70)
7. Margrét Árnadóttir
10. Sandra María Jessen
14. Tiffany Janea Mc Carty
15. Hulda Ósk Jónsdóttir ('19)
23. Iðunn Rán Gunnarsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir (f)
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('38)
28. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
25. Sara Mjöll Jóhannsdóttir (m)
5. Steingerður Snorradóttir
9. Saga Líf Sigurðardóttir ('38)
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
17. Bríet Jóhannsdóttir
18. Rakel Sjöfn Stefánsdóttir
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir
27. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir ('70)
44. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('19)

Liðstjórn:
Hannes Bjarni Hannesson
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
Perry John James Mclachlan (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir

Gul spjöld:
Vigdís Edda Friðriksdóttir ('76)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
93. mín Leik lokið!
Toppsætið er Selfyssinga. Bragðdaufur leikur heilt yfir en Selfyssingum er eflaust sama.

Þökkum fyrir samfylgdina. Takk og bless.
Eyða Breyta
93. mín
Selfoss fær aukaspyrnu upp í vinstra horninu, sækja tíma og eru að sigla þessum stigum suður yfir heiðar.
Eyða Breyta
91. mín
Komið fram í uppbótartíma og heimakonum liggur lífið á.
Eyða Breyta
90. mín Auður Helga Halldórsdóttir (Selfoss) Íris Una Þórðardóttir (Selfoss)

Eyða Breyta
88. mín
Tíminn að fljúga frá heimakonum, gestirnir skynsamar í sínum aðgerðum og tekst að halda boltanum hátt á vellinum og hleypa Þór/KA lítið í átt að marki sínu.
Eyða Breyta
84. mín Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss)

Eyða Breyta
80. mín
Tíu mínútur eftir og Þór/KA þarf að sækja. Leikurinn getur varla annað en opnast við það. Heimakonur þrýsta liðinu ofar og þeim liggur á.
Eyða Breyta
79. mín
Sandra María með skalla að marki Selfoss eftir hornspyrnu frá hægri en boltinn rétt yfir markið.
Eyða Breyta
76. mín Gult spjald: Vigdís Edda Friðriksdóttir (Þór/KA)
Lét Guðgeir heyra það áður en miðjan var tekin.
Eyða Breyta
75. mín Mark - víti Brenna Lovera (Selfoss)
Harpa í réttu horni en skotið fast og Selfyssingar komnir með forystu.

Færir þetta líf í leikinn?
Eyða Breyta
74. mín
Selfoss er að fá vítaspyrnu!

Brotið á Brennu.

Soft brot þegar Arna tekur hana niður en vel réttlætanlegt.
Eyða Breyta
70. mín Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir (Þór/KA) Unnur Stefánsdóttir (Þór/KA)
Ég held að ég fari með rétt mál að Þór/KA getur ekki nýtt það skipta megi fimm inná úr þessu. Minnir að reglan sé fimm skiptingar í þremur stoppum fyrir utan hálfleik. En þar sem Þór/KA þurfti að gera tvær breytingar í fyrri hálfleik þá geta þær ekki skipt frekar inná.
Eyða Breyta
67. mín
Við erum enn við sama heygarðshornið, liðin rosalega þétt og gefa engin færi á sér.
Eyða Breyta
59. mín
Selfoss líklegra að setja mark í leikinn á miðað við þetta fyrsta korter í síðari hálfleik, Brenna með skalla úr teignum en nær engum krafti í skallann og Harpa hirðir upp boltann.
Eyða Breyta
53. mín
Selfyssingar komið mun ákveðnari til leiks hér í síðari hálfleik. Sett talsverða pressu á heimakonur en ekki tekið að skapa sér afgerandi færi til þessa.
Eyða Breyta
47. mín
Kristrún hefur náð að jafna sig á höfuðhögginu í hálfleik og heldur leik áfram.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn

Það eru gestirnir sem hefja síðari hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss) Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Mjög rólegur fyrri hálfleikur að baki. Liðin gáfu þó ögn í undir lok hálfleiksins og vonandi að liðin mæti á fullu gasi út í þann seinni.
Eyða Breyta
45. mín
Gríðarlegur atgangur í teig Þórs/KA, Brenna að vinna sig í færi en Harpa mætir henni vel og lokar á hana, boltinn berst á Kristrúnu sem á skot sem Harpa ver, frákastið fyrir fætur Bergdísar sem lætur vaða en aftur Harpa vel á verði.

Kristún liggur eftir í teignum eftir að hafa fengið boltann í höfuðið og ég gat ekki betur séð en að Brenna væri að kalla eftir skiptingu fyrir Kristrúnu.
Eyða Breyta
43. mín
Þór/KA í færi Sandra María stingur Írisi af úti til hægri og leggur boltann inn á teiginn þar sem Vigdís Edda nær skoti að marki af stuttu færi en boltinn í varnarmann og afturfyrir.
Eyða Breyta
40. mín
Fyrsta alvöru færi leiksins, Brenna fær boltann úti til vinstri, fær smá tíma á boltann áður en hún setur boltann inn á teiginn þar sem Miranda kassar boltann niður og lætur vaða úr miðjum teignum en boltinn framhjá markinu.
Eyða Breyta
38. mín Saga Líf Sigurðardóttir (Þór/KA) Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA)
Þór/KA að gera sína aðra breytingu í fyrri hálfleik. Þrjár skiptingar alls í fyrri hálfleik sem verður að teljast óvanalegt.
Eyða Breyta
30. mín
Andrea Mist með skot af rosalega löngu færi, Boltinn rétt yfir markið en Tiffany var með þetta allt á hreinu. Skemmtileg tilraun samt og alls ekki svo galin.
Eyða Breyta
28. mín Magdalena Anna Reimus (Selfoss) Katla María Þórðardóttir (Selfoss)
Bæði lið neyðst til að gera skiptingu vegna meiðsla í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
25. mín
Leikurinn verið afar lokaður hér þessar 25 mínútur, bæði lið þétt til baka og gefa fá færi á sér.
Eyða Breyta
19. mín Vigdís Edda Friðriksdóttir (Þór/KA) Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Hulda Ósk gekk sjálf af velli og getur ekki haldið áfram leik.
Eyða Breyta
14. mín
Katla María Þórðardóttir situr á vellinum og þarf aðhlynningu. Það var ekki að sjá að nokkuð hafi gerst en Katla virðist ekki alveg heil fyrir því.

Katla kemur þó aftur inná og virkar í fínu lagi.
Eyða Breyta
10. mín
Pressa Þórs/KA er að valda vandræðum í öftustu línu Selfyssinga, hafa ekki sótt færi upp úr því ennþá en varnarlínunni og Tiffany í marki Selfoss hefur tekist að leysa úr því til þessa.
Eyða Breyta
5. mín
Fimm mínútur liðnar af leiknum sem fer hægt af stað. Liðin að reyna fóta sig á vellinum sem virkar nokkuð ósléttur. Völlurinn er þó grænn og mun bara fara batnandi á næstu vikum.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Farið af stað á Akureyri. Það eru heimakonur sem hefja hér leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Selfoss

Selfyssingar sitja þriðja sæti deildarinnar fyrir þennan leik. Tveir sigrar og eitt jafntefli er uppskeran eftir þrjár umferðir. Með sigri fer Selfoss í 10 stig á topp deildarinnar uppfyrir Breiðablik og Val sem eru í efstu sætunum með 9 stig.Eyða Breyta
Fyrir leik
Þór/KA

Heimakonur frá Akureyri hafa komið sterkar inn í mótið eftir tap í fyrstu umferð gegn Breiðablik. Sigrar gegn Val og Aftureldingu hafa fylgt og Norðankonur eru til alls líklegar.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Ögn frábrugðin textalýsing

Textalýsingin verður ekki jafn ítarleg og venjan er en af óviðráðanlegum örsökum er fréttaritari Fótbolta.net á Akureyri ekki á vellinum í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Þórs/KA og Selfoss sem fram fer á Akureyri.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Tiffany Sornpao (m)
3. Sif Atladóttir
4. Íris Una Þórðardóttir ('90)
5. Susanna Joy Friedrichs
6. Bergrós Ásgeirsdóttir ('84)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f) ('45)
16. Katla María Þórðardóttir ('28)
20. Miranda Nild
22. Brenna Lovera
23. Kristrún Rut Antonsdóttir
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Varamenn:
13. Karen Rós Torfadóttir (m)
8. Katrín Ágústsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir ('45)
17. Íris Embla Gissurardóttir
18. Magdalena Anna Reimus ('28)
19. Eva Lind Elíasdóttir ('84)
25. Auður Helga Halldórsdóttir ('90)

Liðstjórn:
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Hekla Rán Kristófersdóttir
Björn Sigurbjörnsson (Þ)
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir
Gunnar Geir Gunnlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: