Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Þór
1
1
Grindavík
0-1 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson '27
Jewook Woo '94 1-1
Thiago Dylan Ceijas '97
Alfreð Elías Jóhannsson '98
20.05.2022  -  19:30
SaltPay-völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sól og blíða!
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Orri Sigurjónsson ('46)
3. Birgir Ómar Hlynsson
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('67)
8. Nikola Kristinn Stojanovic
11. Harley Willard
15. Kristófer Kristjánsson
18. Elvar Baldvinsson
21. Sigfús Fannar Gunnarsson ('46)
23. Ásgeir Marinó Baldvinsson ('74)
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('46)
5. Jordan Damachoua
6. Sammie Thomas McLeod ('67)
9. Jewook Woo ('46)
10. Aron Ingi Magnússon ('74)

Liðsstjórn:
Þorlákur Már Árnason (Þ)
Arnar Geir Halldórsson
Sveinn Leó Bogason
Elín Rós Jónasdóttir
Gestur Örn Arason
Páll Hólm Sigurðarson
Jónas Leifur Sigursteinsson

Gul spjöld:
Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('55)
Hermann Helgi Rúnarsson ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Alvöru dramatík hér í lokin! Heldur dauður leikur fram að jöfnunarmarki Woo, en þá lifnaði heldur betur yfir stúkunni. Þórsarar pressuðu stíft í síðari hálfleik og þó að liðið hafi ekki skapað mikið að þá er gafst liðið aldrei upp.

Að sama skapi verða Grindvíkingar ofboðslega svekktir. Þeir höfðu varið forystuna vel í síðari hálfleik og gefið lítið færi á sér, en gera sig seka um mistök í aðdraganda jöfnunarmarksins og svo missir Ceijas algjörlega hausinn í kjölfarið.
98. mín Rautt spjald: Alfreð Elías Jóhannsson (Grindavík)
Þjálfari Grindvíkinga fær reisupassann líka!
97. mín Rautt spjald: Thiago Dylan Ceijas (Grindavík)
Missir boltann of langt frá sér og gjörsamlega straujar leikmann Þórs, sá ekki hver það var.

Glórulaus tækling.
96. mín
Sigurjón Rúnarsson slasaðist í samstuði í aðdraganda marksins og þurfti talsverða aðhlynningu en er nú tilbúinn í að klára leikinn.
94. mín MARK!
Jewook Woo (Þór )
WOO JAFNAR!!

Kóreumaðurinn nýtir sér samstuð tveggja varnarmanna Grindavíkur og klippir á vinstri áður en að hann klárar vel framhjá Aroni Degi. 1-1!
92. mín
Hálf máttleysislegar tilraunir hjá Þórsurum þessa stundina. Aron Ingi Magnússon liggur eftir skallaeinvígi en er nú kominn á fætur.
90. mín
Fimm mínútum bætt við. Það er í meira lagi, miðað við að það hafa ekki verið miklar tafir.
89. mín
Inn:Josip Zeba (Grindavík) Út:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
89. mín
Þórsarar fá hornspyrnu eftir smá klaufagang á Grindvíkingum.
86. mín
Fjórar mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Fáum við jöfnunarmark eða sigla gestirnir þessu heim?
84. mín
Nú er Hermann mættur inní teig Grindavíkur og nær ágætis skall á markið en Aron ver örugglega í markinu.
83. mín Gult spjald: Hermann Helgi Rúnarsson (Þór )
Stoppar skyndisókn.
82. mín
Þórsarar fá hornspyrnu. Þeim hefur fjölgað í seinni hálfleik! Ekkert kemur úr henni, en heimamenn halda boltanum og pressunni.
80. mín
Aron Jóhannsson fellur í teig Þórs en mér fannst dýfulykt af þessu.
77. mín
Inn:Kristófer Páll Viðarsson (Grindavík) Út:Nemanja Latinovic (Grindavík)
76. mín Gult spjald: Nemanja Latinovic (Grindavík)
74. mín
Inn:Aron Ingi Magnússon (Þór ) Út:Ásgeir Marinó Baldvinsson (Þór )
72. mín
Grindvíkingar hafa fengið ágætis möguleika til þess að sækja hratt á Þórsliðið þegar að þeir eru úr stöðu, en hafa nánast undantekningalaust tekið kolranga ákvörðun á boltanum.
70. mín
Hermann Helgi tekur á rás inn í teig en er stöðvaður og boltinn dettur aftur fyrir endamörk.
69. mín
Þórsarar fá horn.
68. mín
Þung pressa frá Þórsurum þessa stundina og það skapaðist alvöru darraðdans inná teig Grindvíkinga fyrir skiptingarnar.
67. mín
Inn:Sammie Thomas McLeod (Þór ) Út:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Þór )
67. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Grindavík) Út:Tómas Leó Ásgeirsson (Grindavík)
65. mín
Kristófer í ágætis færi! Fær fyrirgjöf á fjærstöngina en boltinn skoppar rétt áður en hann lætur vaða og boltinn fer himinhátt yfir markið.
63. mín
Jewook Woo á ágætis skottilraun úr þröngri stöðu. Eitt augnablik hélt ég að hann hefði hamrað boltanum upp í þaknetið, en hliðarnetið var það.
59. mín
Nokkuð stíf pressa frá Þór þessa stundina. Nú er bara spurning hvort að þeir nái að breyta þessum meðbyr í eins og eitt jöfnunarmark.
55. mín Gult spjald: Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Þór )
Nokkuð groddaraleg tækling á Viktor Guðberg sem að liggur eftir og þarf á aðhlynningu að halda.
52. mín
Þórsarar hafa byrjað seinni hálfleikinn ágætlega. Engin færi litið dagsins ljós, en þeir eru ofan á í baráttunni hér í upphafi seinni hálfleiks.
46. mín
Inn:Jewook Woo (Þór ) Út:Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór )
46. mín
Inn:Hermann Helgi Rúnarsson (Þór ) Út:Orri Sigurjónsson (Þór )
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Tvær breytingar á liði Þórs.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur hér á SaltPay vellinum. Grindvíkingar leiða 0-1 og hafa verið betri aðilinn í kvöld. Þeir hafa verið líklegri til þess að bæta við, frekar en að heimamenn hafi gert alvöru atlögu að því að jafna leikinn.

Það þarf kannski ekki að grípa í einhverja Any Given Sunday ræðu inni í Þórsklefanum, en Þorlákur verður að vekja sína menn aðeins til lífsins.
45. mín
Sigurjón í DAUÐAFÆRI!

Fyrirliðinn fær boltann nánast fyrir opnu marki, en hann fær boltann í sig frekar en að hann reyni að skjóta á markið og boltinn fer rétt framhjá stönginni og Þórsarar koma boltanum frá. Þetta var alvöru séns og hefði komið gestunum í afar vænlega stöðu!
43. mín
Nemanja Latinovic á skot sem að fer í varnarmann og aftur fyrir. Grindvíkingar fá horn.
40. mín
Leikur fárra marktækifæra. Mikil stöðubarátta og gæði á boltanum hafa fengið að líða svolítið fyrir það.
36. mín
Mikið um smábrot þessa stundina. Lítið tempó á leiknum.

Nú vill stúkan spjald á Viktor Guðberg fyrir að tefja leikinn með því að hlaupa burt með boltann eftir rangstöðudóm. Sigurður Hjörtur sér þó ekki ástæðu til þess að sýna honum spjald.
34. mín Gult spjald: Kenan Turudija (Grindavík)
Sýndist það vera Kenan sem að fékk gult fyrir dómaratuð. Fyrir hvað veit ég ekki.
27. mín MARK!
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
Stoðsending: Örvar Logi Örvarsson
GRINDVÍKINGAR ERU KOMNIR YFIR!!

Þórsarar sofna algjörlega á verðinum þegar að boltinn virðist vera að fara í innkast, en Örvar heldur boltanum í leik og keyrir að teig heimamanna. Hann leggur boltann út í teiginn á Dag Inga sem að gerir engin mistök og rennir boltanum framhjá Aroni Birki. 0-1!
23. mín Gult spjald: Símon Logi Thasaphong (Grindavík)
Stoppar skyndisókn með peysutogi.
20. mín
Ekkert kemur úr horninu, en Þórsarar halda boltanum og freista þess að ná betri fótfestu í leiknum.
20. mín
Þórsarar fá sína fyrstu hornspyrnu.
16. mín
Hornspyrnan er hættulítil og Þórsarar hreinsa.
16. mín
Grindvíkingar eru ofan á í baráttunni og virka talsvert líklegri þessa stundina. Þeir eiga nú horn eftir skot frá Degi Inga.
14. mín
Grindavík í færi!

Frábær stungusending Dags á Símon sýndist mér. Hann klippir inn í teignum og lætur vaða, en Birgir Ómar Hlynsson bjargar á ögurstundu með magnaðri björgunartæklingu!
13. mín
Bjarki Þór liggur eftir. Hann þrumaði boltanum í Dag Inga og þaðan endurkastaðist boltinn af fullum krafti í andlit Bjarka. Fyrirliðinn þarf lítilsháttar aðhlynningu, en það eru litlar líkur á því að þetta verði til þess að hann þurfi að yfirgefa völlinn.
11. mín
Thiago Dylan Ceijas á ágætis fyrirgjöf á fjærstöngina á Nemanja Latinovic. Latinovic nær hinsvegar ekki að stýra skalla sínum á markið.
10. mín
Grindvíkingar fá aðra hornspyrnu. Bjarki Þór gerir vel í að koma fyrirgjöf Símons Loga aftur fyrir. Ekkert kemur úr horninu.
5. mín
Skapast glundroði inni í teig Þórsara eftir horn Dags Inga. Kenan Turudija nær föstu skoti sem að er blokkað á ögurstundu. Fjörug byrjun!
4. mín
Grindavík fær horn.
2. mín
Eftir fína sókn Þórs þá á Ásgeir Marinó flotta fyrirgjöf þvert fyrir mark Grindavíkur en enginn Þórsari nær að reka tá í boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Grindvíkingar koma þessu af stað!
Fyrir leik
Leiknum frestað um korter

Leikurinn hefst kl. 19:30.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Sigurður Hjörtur Þrastarson og honum til aðstoðar eru Patrik Freyr Guðmundsson og Aðalsteinn Tryggvason. Eftirlitsdómari er Vilhelm Adolfsson.


Sigurður Hjörtur sér til þess að leikmenn haldi sig á mottunni.
Fyrir leik
Grindvíkinar tryggðu sér krafta Fáskrúðsfirðingsins Kristófers Páls Viðarssonar á lokadegi félagsskiptagluggans. Hann kemur frá Reyni Sandgerði, þar sem að hann skoraði 8 mörk í fyrra. Hlaðvarpið Ástríðan fór yfir málið og vildu þáttarstjórnendur meina að greidd hefði verið há upphæð fyrir Kristófer.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram, sagðist hafa heyrt ógnvænlega tölu sem að væri hærri en yfirdráttarheimild sín. Sæbjörn Steinke nennti ekki að dansa í kringum hlutina og krafði menn um svör og alvöru tölu.

,,Ég heyrði tvær milljónir,'' sagði Sverrir Már Smárason, þáttarstjórnandi og Óskar tók í sama streng.


Kristófer Páll er genginn í raðir Grindavíkur. Kaupverðið er sagt vera um 2 milljónir króna.
Fyrir leik
Í síðustu umferð gerðu Grindvíkingar góða ferð í Vogana og unnu 0-3 sigur á nágrönnum sínum í Þrótti. Þar skoraði Dagur Ingi Hammer Gunnarsson á lokamínútum fyrri og seinni hálfleiks og Kairo Edwards-John skoraði í millitíðinni. Áður höfðu gulir og bláir gert jafntefli í fyrsta leik tímabilsins við Aftureldingu.

Gestirnir sitja í 5. sæti deildarinnar með 4 stig, en Þórsarar eru í því sjöunda með 3 stig.


Dagur Ingi átti glimrandi leik gegn Þrótti V og var í liði 2. umferðar.
Fyrir leik
Leikurinn átti að hefjast kl. 18:00 en vegna flugvandræða að þá var leiknum frestað til 19:15.
Fyrir leik
Eftir dramatískan sigur á Kórdrengjum í fyrstu umferð, þar sem að Harley Willard skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið á Íslandsmóti, var Þórsurum kippt snarlega niður á jörðina af Fjölnismönnum. Þrátt fyrir að vera missa mann útaf með rautt spjald í stöðunni 1-0, að þá sáu Þórsarar aldrei til sólar í leiknum og töpuðu sanngjarnt 4-1. Willard skoraði mark Þórs í leiknum.

Þorlákur Árnason, þjálfari liðsins, vill kvitta fyrir slík ósköp við fyrsta tækifæri.


Harley Willard hefur farið vel af stað eftir félagaskiptin frá Ólafsvík. Hann hefur skorað fyrstu tvö mörk Þórs í Lengjudeildinni.
Fyrir leik
Góða kvöldið! Hér fer fram textalýsing á leik Þórs og Grindavíkur í Lengjudeild karla.

Liðunum er spáð afar líku gengi í sumar, en sérfræðingar Fótbolta.net spá gestunum 7. sæti en heimamönnum 6. sæti. Því má búast við hörkuleik hér í dag, þar sem að leikmenn beggja liða leggja grunninn að því að skjóta spámönnum ref fyrir rass og blanda sér í alvöru baráttu í efri hlutanum.


Þórsarar unnu flottan 4-1 sigur á Grindvíkingum í fyrra. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.
Byrjunarlið:
Vladimir Dimitrovski
1. Aron Dagur Birnuson
5. Nemanja Latinovic ('77)
6. Viktor Guðberg Hauksson
7. Thiago Dylan Ceijas
11. Símon Logi Thasaphong
11. Tómas Leó Ásgeirsson ('67)
12. Örvar Logi Örvarsson
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('89)
26. Sigurjón Rúnarsson
29. Kenan Turudija

Varamenn:
8. Hilmar Andrew McShane
9. Josip Zeba ('89)
14. Kristófer Páll Viðarsson ('77)
15. Freyr Jónsson
23. Aron Jóhannsson ('67)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Marinó Axel Helgason
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Hjörtur Waltersson
Vladimir Vuckovic
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:
Símon Logi Thasaphong ('23)
Kenan Turudija ('34)
Nemanja Latinovic ('76)

Rauð spjöld:
Thiago Dylan Ceijas ('97)
Alfreð Elías Jóhannsson ('98)