Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Fylkir
0
1
HK
0-1 Örvar Eggertsson '55
16.06.2022  -  19:15
Würth völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Bruno Gabriel Soares
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
4. Arnór Gauti Jónsson
9. Mathias Laursen ('81)
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('67)
10. Benedikt Daríus Garðarsson
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
15. Axel Máni Guðbjörnsson
18. Nikulás Val Gunnarsson

Varamenn:
12. Guðmundur Rafn Ingason (m)
6. Frosti Brynjólfsson ('67)
17. Birkir Eyþórsson
19. Aron Örn Þorvarðarson
20. Hallur Húni Þorsteinsson
22. Ómar Björn Stefánsson ('81)
27. Arnór Breki Ásþórsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Michael John Kingdon
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Daði Ólafsson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hver sóknin á fætur annarri hjá Fylki á loka kaflanum rann út í sandinn. HK vinnur mjög góðan varnarsigur. Þeir leyfðu heimamönnum að vera með boltann án þess að skapa sér nein hættuleg færi í lokin. Það er ekki annað hægt en að hrósa varnarleik HK. Að sama skapi er þetta væntanlega gríðarlega svekkjandi fyrir þá appelsínugulu.
90. mín
Arnór Gauti með enn eitt langa innkastið. HK skallar allt í burtu.
89. mín Gult spjald: Daði Ólafsson (Fylkir)
88. mín
Fylkir reyna eins og þeir geta að sækja á HK sem verjast bara silkislakir virðist vera. Bruno sérstaklega augljós í varnarleiknum. Stígur oft fyrir boltann inni í teig þegar Fylkir er við það að komast í gott færi.
86. mín
Inn:Þorbergur Þór Steinarsson (HK) Út:Stefán Ingi Sigurðarson (HK)
86. mín
Inn:Ívar Orri Gissurarson (HK) Út:Örvar Eggertsson (HK)
85. mín
Daði Ólafs með djúpan bolta inn í teig HK. Þar er mættur Ásgeir Eyþórs með skalla rétt fram hjá. Skallinn var laus og lak í átt að markinu, Arnar Freyr hefði sennilega náð þessum ef hann hefði farið réttu megin við stöngina.
82. mín
Fylkir fær horn eftir að Þórður Gunnar átti skot í varnarmann úr þröngri stöðu inni í teig. Axel Máni nær skallanum eftir horn en boltinn vel utarlega í teignum og erfitt fyrir Axel að ná skallanum á markið eftir hornspyrnu Daða Ólafs.
81. mín
Inn:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir) Út:Mathias Laursen (Fylkir)
Mathias ekki fundið sig í kvöld. Leifur og Bruno búnir að loka á allt sem hann ætlaði sér að gera.
79. mín
HK fær hornspyrnu þegar Valgeir var í baráttunni inni á teignum. Á vettvang mætir Ívar en hornspyrnan fer ekki yfir varnarmann sem stóð á nærstögninni.
77. mín
Þórður Gunnar tekur skot með jörðinni vinstramegin inni í teig HK sem Arnar Freyr slær til hliðar þar sem Mathias mætir og reynir að koma boltanum á markið, jafnvægið var ekki mikið og sá danski hittir ekki boltann. Spennan er rosaleg í stúkunni. Fylkismenn trúa ekki að þeir séu ekki búnir að skora.
75. mín
Benedikt Daríus í dauða færi eftir fyrirgjöf frá Unnari Stein hægri bakverði Fylkis. Stuðningsmenn HK syngja, 10 metrar yfir, í takt við trommuslátt.
75. mín
Inn:Ásgeir Marteinsson (HK) Út:Hassan Jalloh (HK)
74. mín
Daði Ólafs með sprett upp vinstri kantinn alveg frá eigin vítateig sem endar með fyrirgjöf sem HK kemur í innkast. Þar mætir Arnór með sitt langa innkast. HK vinnur boltann komast í stórhættulega skyndisókn sem endar með skoti Hassan örlítið hægra megin við mark Ólafs Kristófers sem ver boltann upp í loft áður en hann grípur boltann.
69. mín
Fylkir breytir úr 4-3-3 í 4-4-2 í kjölfar skiptingarinnar. Frosti kemur inn á hægri kantinn. Nikulás Val datt niður á miðjuna með Unnari Stein.
67. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (Fylkir) Út:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir)
Börkurinn búinn að dekka mikið og stórt svæði fyrir framan vörn sína. Spurning hvort hann hafi verið þreyttur eða ekki nógu góður að mati Rúnar Páls þjálfara Fylkis.
64. mín
Ásgeir Börkur tekur Valgeir niður rétt fyrir utan teig Fylkis eftir góða sókn HK. Boltinn gekk manna á milli. Valgeir fékk boltann fyrir utan teig og lét boltann fara í gegnum klofið. Þá kemur Ásgeir Börkur og klippir Valgeir niður beint fyrir framan nef Aðalbjörns dómara.
61. mín
Enn eitt langa innkastið frá Arnóri Gauta inn á teig HK. Lið gestanna er hærra í loftinu en lið heimamanna og ráða auðveldlega við þessi löngu innköst.
59. mín
Þórður Gunnar fær boltann á hægri kanti og tekur á rás inn í teiginn. Sending hans inn á teiginn var með jörðinni og beint í hendur Arnars Freys markmanns HK.
55. mín MARK!
Örvar Eggertsson (HK)
Örvar tæklar boltann í markið eftir frábæra og fasta fyrirgjöf Ívars með jörðinni. Fyrir miðjum markteig var Örvar einn og óvaldaður. Boltinn hafði gengið manna á milli frá hægri til vinstri þar sem hinn sparkvissi Ívar finnur frjálsíþróttakappann Örvar Eggertsson.
52. mín
Örvar Eggerts með langt innkast frá hægri eftir að Stefán Ingi hafði fíflað Ásgeir Eyþórs úti á hægri kantinum. Ásgeir kom í bakið á Stefáni sem lét boltann fara í gegnum klofið, náði boltanum hinumegin við Ásgeir og kom með fyrirgjöf með jörðinni sem Fylkir hreinsaði í innkast. Innkast Örvars hreinsaði Ásgeir Börkur í burtu eftir að boltinn hafði skoppað í teig Fylkis.
50. mín
Fyrstu mínútur seinni hálfleiks hafa verið rólegar. Fylkir meira með boltann en ekki náð að skapa sér færi.
46. mín
Leikur hafinn
Nú fá Fylkismenn að sækja í átt að Árbæjarlauginni.
45. mín
Hálfleikur
Fínum fyrri hálfleik lokið. Leikurinn hefur verið frekar jafn eins og búast mátti við. Það hefði ekki verið óeðlilegt að það væru komin mörk í leikinn. Oftar en ekki hafa liðin bjargað marki á síðustu stundu, alveg ljóst að bæði lið eru að selja sig dýrt. Bæði lið eru að spila skemmtilegan fótbolta á hröðum og rennandi blautum gervigras vellinum. Spurning hvort að liðin nái að skora í seinni hálfleik eða hvort við fáum stórmeistara jafntefli.
45. mín
Jæja Arnór Gauti með enn eitt langa innkastið. Bruno er eins og veggur þarna inni í teig HK. Skallar þetta allt í burtu. Upp úr innkastinu fékk Fylkir hornspyrnu. Eftir hana dettur boltinn laus inni í teig HK sem endar með hælspyrnu sem gestirnir koma á endanum í burtu.
43. mín
Ívar Örn með aukaspyrnu út í horni vinstra megin Fylkismegin. Bruno rís hæst í teignum en nær ekki að skalla boltann undir slánna, laus skalli hans fer yfir markið. Allt ennþá jafnt. Það eru hinsvegar engar líkur á því að þetta endi með stórmeistarjafntefli. Nema markmennirnir ætli sér að eyðileggja hverja marktilraunin á fætur annarri eins og þeir hafa gert hingað til.
40. mín
Eftir tvær hornspyrnur Fylkis geisast HK fram í skyndisókn og skyndilega er risinn Stefán Ingi kominn einn gegn Ólafi í marki Fylkis. Stefán ætlaði að setja boltann hægra megin við Ólaf en hann gerði sig stórann og varði boltann með hælnum.
39. mín
Hinumegin fara Fylkismenn fram þar dansar inn á teiginn Þórður Gunnar og sker boltann út í teiginn. Til allra hamingju fyrir lið fólksins koma þeir boltanum í horn á elletur stundu.
36. mín
Birkir Valur með fasta sendingu með jörðinni inn á teig Fylkis en Ásgeir Eyþórs tæklar boltann í horn. Skemmtileg sending af kantinum hægra megin af miðjum vallarhelming Fylkis. Ívar tók hornspyrnu frá hægri, HK kemur boltanum í átt að marki en Hassan verður fyrir því óláni að standa fyrir boltanum sem var á leið á markið. Boltinn hefði mögulega farið inn en það voru þó varnarmenn Fylkis fyrir aftan hann sem hefðu sennilega náð að hreinsa.
35. mín
Daði með horn í útsnúning en dómarinn dæmir aukaspyrnu á eitthvað inni í teig.
34. mín
Arnór Gauti með langt innkast frá hægri alveg við hornfánann en beint í hendur Arnars Freys. Rosalega getur Arnór kastað!
32. mín
Nikulás val hefði átt að fá gult spjald þegar hann lá í grasinu og setti fótinn út fyrir hlaupaleið Örvars Eggerts. Dómarinn vill greinilega ekki spjalda hann. Furðulegt.
30. mín
Daði með aðra aukaspyrnu á sama stað og áðan langt úti á miðjum vallarhelming HK. Nú reynir Arnar að kýla boltann en boltinn dettur fyrir mark hans. Sem betur fer var varnarmaður mættur að hreinsa það upp.
28. mín Gult spjald: Bruno Soares (HK)
Braut á Mathias með að stiga inn í hlaupaleið hans. Leit verr út vegna stærðarmunar. Aukaspyrnuna tók Daði inn að marki HK en Arnar Freyr greip boltann vel inni í miðri þvögunni.
26. mín
Geggjuð sókn Fylkis endar á að Arnar Freyr ver af stuttu færi frá Þórði Gunnari sem hafði fengið boltann eftir að hann barst til hans. Fylkir færði boltann frá vinstri til hægri og aftur til vinstri með skemmtilegum sendingum manna á milli. Benedikt Daríus fékk boltann við vinstri hlið vítateigs tók skotið sem fór af varnarmanni HK með fyrrnefndum afleiðingum.
22. mín
Langur bolti fram frá Ólafi í marki Fylkis. Unnar Steinn kemur boltanum á Þórð Gunnar sem chippar boltanum á Nikulás Val sem lyftir boltanum yfir Arnar Frey en framhjá fór boltinn. Fylkir hefur verið beinskeitt fyrstu 25 mínúturnar þegar þeir byrja með boltann frá markmanni.
18. mín
Ívar með hornspyrnu frá vinstri í útsnúning. Boltinn fór í gegnum allt. Fylkir fór alla leið í gegn hinumegin. Mathias var einn á móti Arnari Frey en Leifur Andri mætti undir Arnar og bjargaði marki. Þarna skall hurð nærri hælum!
15. mín
Ívar Örn með fyrirgjöf af vinstri vængnum. Á fjærstönginni er Örvar Eggerts sem ætlar að leggja boltann fyrir markið með brjóskassanum en Fylkir kemur boltanum í burtu.
14. mín
Daði Ólafs með aukaspyrnu rétt fyrir utan teig vinstra megin við markið. Varnarveggur HK skallar boltann í horn. Þetta var á stórhættulegum stað. Úr horninu varð ekkert. HK skallar boltann í enn eitt skiptið í burtu.
12. mín Gult spjald: Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Fékk gult sennilega fyrir að mótmæla aukaspyrnudómnum sem var mjög tæpt á að vera rétt. Boltinn var mjög nálægt fæti Valgeirs, dómarinn mat það hinsvegar sem svo að Valgeir hafi sparkað Arnór Gauta niður.
12. mín Gult spjald: Valgeir Valgeirsson (HK)
Arnór Gauti prjónaði sig í átt að teig HK fyrir miðju, för hans stöðvaði Valgeir Valgeirs með broti rétt utan teigs. Aukaspyrnuna tók Unnar Steinn en boltinn beint á Arnar Frey sem grípur boltann.
10. mín
Örvar Eggerts við það að ná til boltans á markteigslínunni eftir að Ívar vinstri bakvörður HK hafði chippað boltanum inn á teigin. Varnarmenn Fylkis voru fáranlega lengi að ráðast á boltann.
8. mín
Arnór Gauti með langt innkast frá vinstri sen Arnþór Ari skallar í burtu af nærstönginni. HK fer í skyndisókn sem endar hjá Ólafi í marki Fylkis eftir misheppnaða sendingu.
5. mín
Arnór Gauti með langt innkast frá hægri en HK skallar boltann í horn. Það skallar HK líka í burtu. Hassan fær boltann úti á kanti vinstra megin og geisist fram í skyndisókn en þar mætir á vettvang Ásgeir Börkur og stöðvar för hans alveg út við hliðarlínu á vinstri kantinum.
2. mín
Bæði lið hafa skipts á sóknum sem flestar hafa endað eftir slakar sendingar. Hassan endar fyrstu sóknina á sendingu aftur fyrir endamörk frá vinstra vítateigs horninu. Boltinn fór framhjá öllum HK leikmönnum svo ekkert varð úr þessari sókn.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað, HK hefur leik og leikur í átt að hinni glæsilegu Árbæjarlaug. Góða skemmtun!
Fyrir leik
Einn mikilvægasti leikmaður Fylkis og fyrirliðinn sjálfur, Ragnar Bragi Sveinsson er meiddur. Hann er sennilega tognaður á læri og verður frá í 4 - 6 vikur segja fróðir menn. Vonandi fyrir heimamenn kemur það ekki að sök í kvöld.
Fyrir leik
Fyrir leikinn í kvöld er Fylkir með 11 stig í 2.sæti eftir 6 leiki spilaða en HK í 6.sæti með 9 stig eftir 5 leiki.
Fyrir leik
Hjartanlega velkomin á Wurth völlinn í Árbænum. Í kvöld mætast Fylkir og HK, því má búast við hörkuleik milli tveggja góðra liða sem vilja eflaust vinna fyrsta leik eftir langt landsleikjahlé. Völlurinn er einstaklega grænn í dag og rennandi blautur. Það liggur í augum uppi að við fáum hraðan og skemmtilegan leik.
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson (f)
7. Örvar Eggertsson ('86)
8. Arnþór Ari Atlason
17. Valgeir Valgeirsson
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
23. Hassan Jalloh ('75)
43. Stefán Ingi Sigurðarson ('86)
44. Bruno Soares

Varamenn:
3. Ívar Orri Gissurarson ('86)
10. Ásgeir Marteinsson ('75)
16. Eiður Atli Rúnarsson
19. Þorbergur Þór Steinarsson ('86)
24. Teitur Magnússon
29. Karl Ágúst Karlsson

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ólafur Örn Ásgeirsson
Ísak Jónsson Guðmann
Kári Jónasson

Gul spjöld:
Arnar Freyr Ólafsson ('12)
Valgeir Valgeirsson ('12)
Bruno Soares ('28)

Rauð spjöld: