Inter Escaldes
0
1
Víkingur R.
0-1 Kristall Máni Ingason '69
24.06.2022  -  19:30
Víkingsvöllur
Forkeppni Meistaradeildar karla
Aðstæður: 10 gráður, léttskýjað og smá gola
Dómari: Urs Schnyder (Sviss)
Maður leiksins: Kristall Máni Ingason - Víkingur
Byrjunarlið:
13. Jésus Coca (m)
2. Chus Rubio ('87)
4. Ivan De Nova
8. Ahmed Belhadji ('76)
9. Sascha Andreu
12. Raul Mihai Feher
19. Victor Martínez ('87)
20. Jordi Roca
21. Aridai Cabrera ('76)
23. Jordi Rubio ('64)
49. Adrian Gallego Arias

Varamenn:
25. Adria Munoz (m)
26. Josep Da Silva (m)
5. Sergi Moreno
7. Genis Soldevila ('64)
11. Jordi Betriu ('76)
17. Angel De La Torre ('76)
18. Victor Casadesus ('87)
66. Ildefons Lima ('87)

Liðsstjórn:
Raul Obiols Rodríguez (Þ)

Gul spjöld:
Aridai Cabrera ('43)
Jordi Roca ('53)
Victor Martínez ('85)
Ivan De Nova ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta dugði, þetta dugði. Alls ekki góð frammistaða Víkinga í kvöld en 1-0 sigur dugir til að tryggja sér áframhaldandi Meistaradeildarþátttöku. Það skiptir mestu máli.

Euro-Vikes gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Milos Milojevic mætir í Víkina.
95. mín
Helgi Guðjónsson með skot rétt framhjá.
95. mín
Það er nú eða aldrei. Adrian Gallego með skot vel framhjá eftir sendingu inn í teiginn úr aukaspyrnu.
94. mín
Þetta mun fara eitthvað aðeins yfir uppgefinn uppbótartíma.
93. mín
Lima skallar framhjá og þarf svo aðhlynningu.
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 4 mínútur.
89. mín
Víkingar eru að klára verkefnið og tryggja sér miðann til Malmö.
87. mín
Inn:Ildefons Lima (Inter Escaldes) Út:Chus Rubio (Inter Escaldes)
Á 43. aldursári, Ildefons Lima mætir hér inn sem varamaður. Samfélagsmiðlastjarna og Íslandsvinur.
87. mín
Inn:Victor Casadesus (Inter Escaldes) Út:Victor Martínez (Inter Escaldes)
86. mín Gult spjald: Ivan De Nova (Inter Escaldes)
Ivan De Nova brýtur á Kristal fær gult.
85. mín Gult spjald: Victor Martínez (Inter Escaldes)
84. mín
Júlíus Magnússon með skot í varnarmann.
81. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
80. mín
Inter Escaldes að spila boltanum sín á milli en eru ekki að finna neinar glufur á Víkingsvörninni.

78. mín
Víkingur fær hornspyrnu. Logi Tómasson tekur spyrnuna. Sascha nær að skalla frá.
76. mín
Inn:Angel De La Torre (Inter Escaldes) Út:Aridai Cabrera (Inter Escaldes)
76. mín
Inn:Jordi Betriu (Inter Escaldes) Út:Ahmed Belhadji (Inter Escaldes)
74. mín
ÞARNA ÁTTU VÍKINGAR AÐ TVÖFALDA FORYSTUNA!!!

Ari með frábæra fyrirgjöf meðfram gervigrasinu, Niko Hansen nær að komast í knöttinn en setur hann rétt framhjá fjærstönginni.
73. mín
Inter með skot en framhjá.

72. mín
Karl Friðleifur reynir að snúa boltann í fjærhornið en yfir fer boltinn.
71. mín
Nú þarf Inter að taka áhættu. Spurning að sjá hvað gerist þá.
69. mín MARK!
Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)
Stoðsending: Karl Friðleifur Gunnarsson
VÍKINGAR ERU BÚNIR AÐ SKORAAAAA!!!!

Karl Friðleifur með frábæra fyrirgjöf frá hægri og Kristall stangar boltann af krafti í netið.

Þvílíkur léttir fyrir Víkinga að markið sé komið. Strembið hefur þetta verið!
68. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) Út:Pablo Punyed (Víkingur R.)
68. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
67. mín
Arnar Gunnlaugs að búa sig undir að gera tvöfalda skiptingu.
66. mín
BESTA FÆRI VÍKINGA!!! Karl Friðleifur með fyrirgjöf sem Hansen kastar sér í og stýrir boltanum framhjá markinu!
64. mín
Inn:Genis Soldevila (Inter Escaldes) Út:Jordi Rubio (Inter Escaldes)
Soldevila skoraði bæði mörk Inter gegn San Marínó liðinu í undanúrslitum.
63. mín
Raul Mihai Feher stöðvar Kristal Mána sem var á mikilli siglingu. Frábær tækling frá Feher.
62. mín Gult spjald: Kyle McLagan (Víkingur R.)
Brot við hliðarlínuna.
61. mín
Viktor Örlygur var víst rétt fyrir utan teiginn áðan þegar brotið var. Svo það hefði átt að vera aukaspyrna.
60. mín
VÍKINGAR VILJA VÍTI EN EKKI DÆMT!!! Viktor Örlygur Andrason fer niður í teignum, farið í fótinn á honum en ekkert dæmt. Þetta fannst mér vera augljóst brot.
59. mín
Kristall Máni fær boltann í teignum og ætlar að taka skotið en á síðustu stundu nær varnarmaður Inter að pota tá í boltann.
58. mín
Inter Escaldes með hornspyrnu og miðvörðurinn Ivan De Nova tekur boltann á lofti og langt langt framhjá.
57. mín
Arnar Gunnlaugs er pirraður á hliðarlínunni. Er ekki skemmt yfir frammistöðu Víkinga, voða kæruleysislegt allt saman.
56. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
56. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
55. mín
Marktilraunir: Inter 5-3 Víkingur
54. mín
Karl Friðleifur að gera sig kláran í að koma inn af bekknum.
53. mín Gult spjald: Jordi Roca (Inter Escaldes)
Sparkaði Júlla Magg niður.
50. mín
Stórhættuleg fyrirgjöf frá Viktori en Niko Hansen rétt missir af boltanum.
48. mín
Nú spila Víkingar svona:
Þórður
Davíð Atla - Kyle - Oliver - Halldór
Viktor - Pablo - Júlíus
Erlingur - Nikolaj - Kristall
47. mín
Óbreytt liðsskipan en breytt leikkerfi hjá Víkingum. Eru komnir í 4-3-3, fjögurra manna varnarlínu með Halldór Smára í vinstri bakverðinum.
46. mín
Seinni háflleikur er hafinn
45. mín
Þess má geta að Selfoss er að vinna Fjölni í Lengjudeildinni. Næsti leikur Víkings er einmitt gegn Selfossi í Mjólkurbikarnum, 16-liða úrslitum, á þriðjudaginn. Á Selfossi.
45. mín
Mikið talað um miðann til Malmö fyrir sigurliðið...

Ég hélt að ég þyrfti ekki að minnast á það en það er víst þörf á því:

Ef Víkingur tapar í kvöld þá fer liðið inn í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar og mætir Pyunik frá Armeníu eða Cluj frá Rúmeníu.

45. mín
Hálfleikur
Hægt, hugmyndasnautt og hreinlega afskaplega lélegt hjá Víkingum.

Staðan markalaus og óvænt erum við bara með spennandi fótboltaleik þar sem Inter Escaldes hefur fengið bestu færin.
45. mín
Sascha Andreu með skot af löngu færi vel yfir.

43. mín Gult spjald: Aridai Cabrera (Inter Escaldes)
Braut á Davíð Atla.
42. mín
Ég var að búast við því að Víkingar væru búnir að ganga frá þessum leik og pakka í töskur fyrir Andorramennina á þessum tímapunkti en sú er svo aldeilis ekki raunin.
39. mín
VÍKINGAR ERU STÁLHEPPNIR AÐ VERA EKKI LENTIR UNDIR!!! HVAÐ ER Í GANGI!

Ahmed Belhadji í DAUÐAFÆRI skallar boltann beint á Þórð Ingason.

Víkingar miklu miklu meira með boltann en hugmyndasnauðir og Andorramenn ógnandi þegar þeir komast í sóknina.
37. mín
Boltinn datt skemmtilega fyrir Kristal Mána, fór af hælnum á Niko Hansen til Kristals en skotið framhjá. Ætlaði að reyna að snúa boltanum í fjærhornið.
35. mín
VÁ!!! INTER NÁLÆGT ÞVÍ AÐ KOMAST YFIR! SVEIMÉRÞÁ!

Boltinn rúllaði rétt framhjá stönginni eftir hornspyrnuna. Sascha Andreu með þessa tilraun. Besta færi leiksins!
34. mín
Marokkómaðurinn Ahmed Belhadji vinnur hornspyrnu. Fyrsta hornspyrna Inter.
33. mín
Viktor Örlygur með skot sem fer af varnarmanni og svo í fangið á Jesus Coca.
32. mín
Kristall Máni vinnur hornspyrnu. Fyrsta hornspyrna leiksins. Pablo Punyed lyftir boltanum inn á teig en ekkert merkilegt kemur úr þessu.
30. mín
Víkingar að reyna að finna glufur á fjölmennri vörn Inter en það er að ganga býsna illa.
25. mín
Aridai Cabrera er líflegastur í sóknarleik Inter og hann er að ná að skapa usla. Jordi Rubio með skot hátt yfir markið.
23. mín
Áfram halda sendingar að klúðrast hjá Víkingum og þeir eru ekki að ná að nýta breiddina. Döpur frammistaða hjá þeim og Arnar Gunnlaugs er skiljanlega ekki sáttur við byrjun leiksins.
20. mín
Kristall með fyrirgjöf á Niko Hansen sem á máttlítinn skalla sem Coca ver. Fyrsta tilraun Víkings á markið.
15. mín
Viktor Örlygur með fyrirgjöf sem Erlingur Agnarsson nær ekki að komast í.
13. mín
Sendingarnar ekki að rata nægilega vel hjá Víkingum. Gestirnir fjölmennir til baka og treysta á skyndisóknir. Áttu marktilraun áðan sem fór framhjá.
5. mín
Júlíus Magnússon með hörkuskot sem fer í varnarmann.

2. mín
Davíð Atla með fyrirgjöf sem skölluð er frá. Hvenær ná Víkingar fyrsta markinu?
1. mín
Leikur hafinn
Meistaradeildarlagið ómaði að sjálfsögðu þegar liðin gengu út á völlinn. Víkingar hófu leik og sækja í átt að Grillhúsinu á Sprengisandi i fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Ég sem hélt'að hamingjan væri ský
Sem fíflin hlaupa öll á eftir
Vöknuðu upp með ungdómíska æskudrauminn fyrir
Bý, mikill hamingjunar hreppir

Hamingjan,
Hún er hér,

Allt að verða klárt í Víkinni.
Fyrir leik
Tæpur klukkutími í leik og sirka 30 manns hafa þegar tekið sér stöðu í stúkunni, eftirvæntingin áþreifanleg. Höddi í Macland er fjölmiðlafulltrúi Víkings í Meistaradeildinni og í dag er boðið upp á Bourbon kremkex og kaffi fyrir fjölmiðlamenn.

Verið að vökva völlinn og leikmenn að hefja upphitun. 10 gráðu hiti og skýjað.
Fyrir leik
Spámaður leiksins er Sverrir Örn Einarsson fréttamaður Fótbolta.net og Víkingur.

"Tricky leikur að spá í rétt úrslit. Verði Víkingar á fullu gasi í 90 mínútur gætum við séð tveggja stafa tölu. Hugsa þó að menn byrji að slaka aðeins á í 3-0 og endi með að láta 7-0 duga," segir Sverrir.

Svo er Böddi The Great hér á leiknum fyrir Stöð 2 Sport og hann sleppur ekki við það að spá.

"Þetta er úrslitaleikur í Meistaradeildinni og þá er sjaldan gefin tomma eftir. Ég spái því að Víkingar vinni 4-0 sigur," segir Böddi.
Fyrir leik
Athygli vekur að Genis Soldevila sem skoraði bæði mörk Inter Escaldes í sigrinum gegn La Fiorita byrjar á bekknum. Einhver meiðsli?

Þá er Ildefons Lima einnig á bekknum.
Fyrir leik
Fyrir leik
Arnar Gunnlaugsson stillir upp sama byrjunarliði og vann Levadia Tallinn 6-1 í vikunni.
Fyrir leik


Þekktasti leikmaður Inter Escaldes er Ildefons Lima sem er 42 ára en hann er mikill Íslandsvinur. Hann hefur leikið 134 landsleiki fyrir Andorra og meðal annars mætti hann íslenska landsliðinu þegar Arnar Gunnlaugsson spilaði með því. Hann fékk örfáar mínútur í undanúrslitum umspilsins en fær vonandi að spila meira í kvöld.
Fyrir leik


Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um möguleika á að komast í viðureignina gegn Malmö:
"Það eru þvílík verðlaun í boði og yrði þvílíkt test fyrir liðið og þvílíkt test fyrir mig sem þjálfara."

Um komandi leik gegn Inter Escaldes:
"Krafan er fyrst og fremst að vinna þann leik. Ég held að þeir séu ekki nálægt því 'leveli' sem Levadia er. Stundum gerast skrítnir hlutir í fótbolta ef menn mæta með einhverjum hálfkæringi og ætla að taka þetta með annarri. Við þurfum að mæta með sama orkustig, reyna að keyra yfir þá og reyna að forðast meiðsli þar sem það er stutt á milli leikja. Það er spurning um að hreyfa aðeins við liðinu, ég veit það ekki ennþá. Það er ekkert vanmat, ég þarf að negla því inn í hausinn á þeim að það er eitt verkefni eftir til að njóta þess að fá að spila á móti Malmö."
Fyrir leik
Malmö bíður ef allt er eðlilegt
Það verður leikið til þrautar í kvöld,

Ef Víkingur vinnur umspilið fer liðið í tveggja leikja einvígi við Svíþjóðarmeistara Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Þjálfari Malmö er Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings.

Allir búast við sigri Víkings en eins og Arnar Gunnlaugsson orðaði það þá getur fótboltinn stundum "verið skrítinn"...

Ef Víkingur tapar í kvöld þá fer liðið inn í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar og mætir þá Pyunik frá Armeníu eða Cluj frá Rúmeníu.
Fyrir leik


Víkingar léku á als oddi þegar þeir rúlluðu yfir Levadia Tallinn á þriðjudaginn.

"Víkingar voru einfaldlega miklu, miklu, miklu betra liðið á vellinum í kvöld," skrifaði skemmtanastjórinn Arnar Daði í textalýsingu frá 6-1 sigri Víkings.

Kyle McLagan, Kristall Máni Ingason, Halldór Smári Sigurðsson, Nikolaj Hansen, Helgi Guðjónsson og Júlíus Magnússon skoruðu mörk Víkinga í þeim leik.
Fyrir leik
Inter Escaldes
Liðið komst í þennan leik með því að vinna La Fiorita frá San Marínó í undanúrslitum á þriðjudag. Genis Soldevila, 35 ára spænskur sóknarleikmaður, skoraði bæði mörkin í 2-1 endurkomusigri.

Ég sá þann leik og býst við afskaplega öruggum sigri Víkings í kvöld. Það er gríðarlegur gæðamunur á þessum tveimur liðum og vonandi sýna Íslandsmeistararnir það í kvöld.

Inter Escaldes hefur orðið meistari í Andorra undanfarin þrjú ár.
Fyrir leik


Dómari leiksins er 36 ára Svisslendingur sem heitir Urs Schnyder. Fyrr í þessum mánuði dæmdi hann vináttulandsleik Argentínu og Eistlands sem endaði 5-0. Lionel Messi gerði sér lítið fyrir í þeim leik og skoraði fimm mörk.
Fyrir leik
Heil og sæl, hjartanlega velkomin með okkur í þráðbeina textalýsingu frá heimavelli hamingjunnar þar sem Víkingur mætir meisturunum frá Andorra, Inter Escaldes, í úrslitaleik um sæti í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Með góðum árangri íslenskra liða í Evrópukeppni í ár gæti íslenska deildin endurheimt Evrópusætið sem hún missti.

Byrjunarlið:
16. Þórður Ingason (m)
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson ('68)
8. Viktor Örlygur Andrason (f) ('81)
10. Pablo Punyed ('68)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('56)
20. Júlíus Magnússon (f)
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason ('56)
80. Kristall Máni Ingason

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson ('56)
9. Helgi Guðjónsson ('81)
11. Stígur Diljan Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson ('68)
18. Birnir Snær Ingason ('68)
19. Axel Freyr Harðarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('56)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Kári Árnason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson

Gul spjöld:
Kyle McLagan ('62)

Rauð spjöld: