Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Njarðvík
0
1
KR
0-1 Hallur Hansson '84
26.06.2022  -  19:45
Rafholtsvöllurinn
Mjólkurbikar karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Varnarlína Njarðvíkur
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala
2. Bessi Jóhannsson
3. Sigurjón Már Markússon
6. Einar Orri Einarsson
8. Kenneth Hogg
9. Oumar Diouck
11. Magnús Þórir Matthíasson ('79)
13. Marc Mcausland (f)
15. Ari Már Andrésson ('87)
16. Úlfur Ágúst Björnsson
24. Hreggviður Hermannsson

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
5. Arnar Helgi Magnússon ('87)
7. Eiður Orri Ragnarsson
10. Bergþór Ingi Smárason ('79)
20. Viðar Már Ragnarsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson
25. Heiðar Snær Ragnarsson
29. Freysteinn Ingi Guðnason

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Helgi Már Helgason
Óskar Ingi Víglundsson
Hörður Sveinsson
Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson

Gul spjöld:
Magnús Þórir Matthíasson ('27)
Bjarni Jóhannsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Njarðvíkignar á annað horn en það fer í hliðarnetið og Pétur flautar leikinn af.

Viðtöl og skýrsla væntanleg seinna í kvöld.
93. mín
ROBERT BLAKALA!!
Það er markvörður Njarðvíkur sem á hörkuskalla að marki KR.
93. mín
Njarðvíkingar fá hornspyrnu - Er tími fyrir hetju?
91. mín
Kjartan Henry með skot beint á Blakala.
90. mín Gult spjald: Bjarni Jóhannsson (Njarðvík)
Gult á bekkinn hjá Njarðvík. Bjarna mislíkaði eitthvað dóm hjá Pétri.
87. mín
Inn:Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík) Út:Ari Már Andrésson (Njarðvík)
85. mín
Inn:Pontus Lindgren (KR) Út:Hallur Hansson (KR)
84. mín MARK!
Hallur Hansson (KR)
Stoðsending: Theodór Elmar Bjarnason
KR KEMST YFIR!!

Sýndist það vera Theódór Elmar sem á sendinguna inn á Hall sem hamrar boltann svo inn nánast upp úr engu!
79. mín
Inn:Bergþór Ingi Smárason (Njarðvík) Út:Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
78. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (KR) Út:Ægir Jarl Jónasson (KR)
77. mín Gult spjald: Hallur Hansson (KR)
Brot á Einari Orra.
Hefði alveg mátt vera annar litur þarna...
76. mín
Njarðvíkingar aðeins farnir að komast framar á völlinn.
73. mín
Bessi með skemmtilega sendingu ætlaða Oumar en Beitir vel á verði og hleypur út og nær boltanum.
71. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
69. mín
KR fá aukaspyrnu sem er neglt í kviðinn á Kenneth Hogg sem getur ekki hafa verið gott.
68. mín
Njarðvíkingar í færi og eiga fast skot sem virðist fara af hendinni á varnarmanni KR en Pétur veifar leikinn áfram.
67. mín
Kenneth Hogg með flott hlaup og fyrirgjöf ætlaða Úlfi en nær ekki skotinu.
64. mín
Njarðvíkingar mega eiga það að þeir eru óhræddir við að spila boltanum niðri.
63. mín
Atli Sigurjóns með skot sem Robert Blakala ver afturfyrir.
61. mín
Fókus, fókus! Heyrist í öftustu línu Njarðvíkur.
58. mín
KR eru aðeins að gera sig meira gildandi og búnir að ýta Njarðvíkingum aftar.
55. mín
KR með horn sem Pálmi Rafn flikkar yfir alla og afturfyrir.
54. mín
Ægir Jarl með lausan skalla beint á Blakala.
53. mín
Bessi Jóhannsson með hörku skot sem smellur í þverslánni!
49. mín
Kjartan Henry kynnir sig til leiks en skotið framhjá.
48. mín
Njarðvíkingar í færi, fyrirgjöf á Oumar Diouck sem skallar fyrir markið en vantar Njarðvíking til þess að ýta boltanum yfir línuna.
46. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (KR) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
46. mín
Maggi Matt sparkar síðari hálfleiknum af stað.
46. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Stefan Ljubicic (KR)
45. mín
Hálfleikur
Aron Kristófer á síðasta skot fyrri hálfleiksins en það fer beint á Robert Blakala í marki Njarðvíkur.

Sennilega hefur Rúnar Kristins meira að segja við sína menn í hálfleik en Bjarni Jó því Njarðvíkingar hafa heldur betur veitt KR leik.
45. mín
Njarðvíkingar fá færi en Einar Orri skallar yfir markið.
45. mín
Njarðvíkingar fá aukaspyrnu sem svífur yfir allan pakkann án þess að Njarvíkingar ráðist á boltann. Oumar Diouck tók spyrnuna og fórnar höndum og vildi fá árás á spyrnunna.
41. mín
KR verið að bíta örlítð frá sér eftir heldur slappa byrjun á leiknum.
40. mín
KR með horn sem finnur Aron Kristófer sem lætur vaða á markið en Njarðvíkingar ná að henda sér fyrir það.
35. mín
KR aðeins að ranka við sér, eru að fá sína þriðju hornspyrnu í röð. Ná skoti á markið úr þriðju spyrnunni en Blakala lokar vel á það.
30. mín
Hallur finnur Sigurð Bjart í flottri stöðu en Njarðvíkingar bjarga.
27. mín Gult spjald: Magnús Þórir Matthíasson (Njarðvík)
Njarðvíkingar með frábært spil upp völlinn sem uppskar mikið lófatak úr stúkunni, sóknin endar hinsvegar með því að Maggi brýtur á Finni Tómas og uppsker fyrsta spjald leiksins.
25. mín
Njarðvíkingar að komast í flott færi en Oumar Diouck skóflar boltanum hátt yfir.
23. mín
Hallur lætur Beiti aðeins heyra það fyrir að vera lengi með útsparkið, vill fá smá flæði í þetta.
22. mín
KR fær sína fystu hornspyrnu í leiknum.
Ekkert verður úr henni.
18. mín
Smá hiti að myndast, Maggi Matt og Arnór Sveinn teknir á tiltal.
15. mín
Oumar Diouck með flott skot sem veldur Beiti smá vandræðum en Beitir heldur þó boltanum.
14. mín
Njarðvíkingar að reyna spila sig í gegnum vörn KR en KR-ingar eru þéttir fyrir.
13. mín
Lítið um að vera síðustu mínúturnar.
7. mín
Njarðvíkingar verið beittir og vildu til að mynda vítaspyrnu eftir fyrsta hornið en ekkert dæmt, vildu fá hendi þegar skotið var inn í þvöguna.
5. mín
Njarðvíkingar verið hættulegir og fá annað horn.
3. mín
Palm Rafn liggur eftir á miðjum velli og fær aðhlýningu.
3. mín
Njarðvíkingar fá fyrsta horn leiksins.
2. mín
Aron Kristófer með fyrsta skot leiksins á rammann en Blakala ver vel.
1. mín
Það er Hallur Hansson sem á upphafssparkið í leiknum og KR byrjar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin er klár og má sjá hér til hliðar.

Heimamenn í Njarðvík gera eina breytingu á sínu liði frá toppslagnum gegn Ægi en Einar Orri Einarsson kemur inn í liðið fyrir Arnar Helga Magnússon.

Gestirnir í KR gera einnig eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik gegn Breiðablik en Theodór Elmar Bjarnason sest á bekkinn hjá KR og inn kemur Stefan Alexander Ljubicic.
Fyrir leik
Pétur Guðmundsson er dómarinn í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Guðmundur Ingi Bjarnason.
Gunnar Oddur Hafliðason er fjórði dómari og til taks ef eitthvað kemur upp á.
Sigurður Hannesson er þá eftirlitsdómari í kvöld.

Fyrir leik
Sérstakur spámaður Fótbolta.net fyrir leikina í 16-liða úrslitum er einn af íþróttafréttamönnum Rúv, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson en Rúv mun sýna frá leikjum Mjólkurbikarsins.

Njarðvík 1 - 5 KR - BEINT Á RÚV 2
Njarðvíkingar mæta vel gíraðir og komast yfir. Særðir KR-ingar bíta þá hressilega frá sér og vinna sannfærandi.


Fyrir leik
Heimamenn í Njarðvík fengu enga óskabyrjun þegar dregið var til leiks í Mjólkurbikar karla.
Í fyrstu umferð fengu þeir heimaleik gegn Lengjudeildarliði Fjölni sem þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem liðin stóðu jöfn 1-1 þegar 120 mínútur, Hákon Ingi Jónsson hafði komið Fjölni yfir í leiknum áður en Einar Orri Einarsson jafnaði leikinn og fór svo að heimamenn höfðu þar betur.

Í annari umferð tóku Njarðvíkingar á móti KFG og hafði betur 5-2 með mörkum frá Marc McAusland,Einar Orra Einarssyni, Samúel Skildi Ingibjargarsyni og Magnús Þórir Matthíasson setti þá tvö mörk í leiknum.

Í 32-liða úrslitum voru það nágrannarnir og Bestudeildarlið Keflavíkur sem buðu Njarðvíkinga velkomna á HS orku völlinn. Njarðvíkingar sýndu þar framúrskarandi leik og höfðu betur 1-4 með mörkum frá Kenneth Hogg, tveimur mörkum frá Magnúsi Þórir Matthíassyni og Oumar Diouck rak síðasta naglan í kistu Keflavíkur en Keflavík náði að minnka muninn í 1-2 með marki frá Patrik Johannesen af vítapunktinum.

Fyrir leik
Við skulum staldra aðeins við og renna yfir leið liðana í 16-liða úrslitinn.

Byrjum á því að renna yfir lið gestanna í KR en þeir komu inn í Mjólkurbikarinn í síðustu umferð, eða 32-liða úrslitum en þar mættu þeir Stjörnumönnum í Garðabæ og fóru með sannfærandi 0-3 sigur af hólmi. Mörk KR í þeim leik skoruðu Hallur Hansson, Atli Sigurjónsson og Aron Þórður Albertsson.


Fyrir leik
Heimamenn í Njarðvík hafa verið duglegir að hita upp fyrir rimmu liðsins gegn KR og birtu afar skemmtilegt myndband í vikunni til þess að hvetja fólk á völlinn.
Teitur Örlygs: Gullaldarár KR eru búin


Fyrir leik
Það er mikil gleði í Njarðvík en liðið trónir á toppi 2. deildar karla og er enn taplaust í öllum keppnum þar sem af er tímabili.

KR hafa hinsvegar farið hægt af stað í Bestu deild karla og sitja sem stendur í 6.sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Komið margblessuð og sæl og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Rafholtsvellinum í Njarðvík þar sem Njarðvík og KR eigast við í Mjólkurbikar karla 2022.

Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
4. Hallur Hansson ('85)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Finnur Tómas Pálmason
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson ('78)
17. Stefan Ljubicic ('46)
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson ('71)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('46)

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('71)
8. Emil Ásmundsson
9. Kjartan Henry Finnbogason ('46)
15. Pontus Lindgren ('85)
16. Theodór Elmar Bjarnason ('46)
29. Aron Þórður Albertsson ('78)

Liðsstjórn:
Viktor Bjarki Arnarsson (Þ)
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir

Gul spjöld:
Hallur Hansson ('77)

Rauð spjöld: