Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
KA
4
3
ÍBV
0-1 Sito '6
Ívar Örn Árnason '13 1-1
Nökkvi Þeyr Þórisson '18 2-1
2-2 Sito '22 , víti
2-3 Halldór Jón Sigurður Þórðarson '45
Daníel Hafsteinsson '56 3-3
Elfar Árni Aðalsteinsson '76 4-3
09.07.2022  -  16:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Hlýtt, en helvítis rok
Dómari: Þorvaldur Árnason
Maður leiksins: Sito (ÍBV)
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Dusan Brkovic ('46)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson ('88)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('88)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('69)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Bryan Van Den Bogaert
30. Sveinn Margeir Hauksson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Kári Gautason
14. Andri Fannar Stefánsson ('46)
29. Jakob Snær Árnason ('88)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('88)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Hallgrímur Mar Steingrímsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Stefán Sigurður Ólafsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic

Gul spjöld:
Bryan Van Den Bogaert ('38)
Daníel Hafsteinsson ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Frábærum leik lokið á Greifavellinum. Viðtöl og umfjöllun koma innan skamms!
95. mín
Hallgrímur Mar við það að sleppa í gegn en Guðjón Ernir kemst fram fyrir hann!
94. mín
KA menn halda boltanum við hornfána Eyjamanna hægra megin og ná að éta svolítið af klukkunni þannig. Fá innkast eftir innkast.
93. mín
Spyrna Guðjóns Péturs ratar ekki á Eyjamann og þeir fá dæmda á sig aukaspyrnu í kjölfarið.
92. mín
Bryan brýtur á Breka úti vinstra megin og ÍBV fá aukaspyrnu á álitlegum stað.
91. mín
Ekkert kemur úr horninu og ÍBV fær markspyrnu.
90. mín
Bryan vinnur hornspyrnu þegar að klukkan slær í 90. Fimm mínútum bætt við.
89. mín
Eyjamenn vilja vítaspyrnu eftir kraðak í teig KA. Það var ómögulegt að segja til um hvað átti sér stað þarna.
88. mín
Inn:Bjarni Aðalsteinsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
88. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
85. mín
Fimm mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Það hlýtur að koma eitthvað drama í restina. Trúi ekki öðru!
83. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
Rífur Guðjón Pétur niður.
80. mín
Bryan brýtur á Breka úti á hægri kantinum og yfir boltanum stendur Guðjón Pétur.

Ekkert kemur úr spyrnunni.
79. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV) Út:Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
79. mín
Inn:Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV) Út:Telmo Castanheira (ÍBV)
76. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
MARK Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI!!

Hallgrímur Mar vinnur boltann við miðjuna og setur boltann á Bryan. Belginn kemur boltanum áfram á Nökkva úti vinstra megin, þar setur Nökkvi boltann aftur fyrir vörn ÍBV á Hallgrím sem að rennir boltanum inn í teig Eyjamanna og þar klárar Elfar Árni meistaralega með hælnum. 4-3!!
74. mín
Hrannar setur boltann inn á teig á Nökkva. Dalvíkingurinn sneri fimlega með boltann og nær föstu skoti en Eiður Aron blokkar skotið hetjulega. Vel gert hjá báðum!
71. mín
Nökkvi Þeyr tekur á rás að teig Eyjamanna. Hallgrímur Mar beið og beið eftir boltanum í uti vinstra megin en Nökkvi kaus að klippa inn völlinn frekar á og laust skot á Guðjón.
69. mín
Inn:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Slétt skipti. Húsvíkingur fyrir Húsvíking.
68. mín
ÍBV fá nú horn vinstra megin.

Guðjón Pétur á fínan bolta inn á teig og þar rís fyrirliðinn Eiður Aron hæst. Hann skallar yfir.
67. mín
ÍBV fá hornspyrnu eftir að Rodri stoppar Atla Hrafn á sprettinum upp hægri kantinn.
65. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
(Staðfest)
65. mín
Halldór Jón þurfti aðhlynningu og mér sýnist Eyjamenn vera að gera sig klára í skiptingu.
63. mín
Hrannar á flottan sprett upp hægri kantinn og reynir að stinga boltanum á Elfar Árna. Hann nær tæplega til boltans og Guðjón Orri er fyrir skotinu hans. Þaðan fór boltinn í horn.

Uppúr horninu nær Nökkvi að keyra inná teig og setja þéttingsfast skot í fangið á títtnefndum Guðjóni.
58. mín
Halldór Jón reynir að vinna vítaspyrnu, en Þorvaldur skammar hann fyrir dýfu. Sleppur með gula spjaldið, sem að er helvíti heppilegt í ljósi þess að hann er á spjaldi.
56. mín MARK!
Daníel Hafsteinsson (KA)
Stoðsending: Bryan Van Den Bogaert
KA SVARA!!! Þetta er geggjaður leikur!

Bryan Van Den Bogaert fær boltann úti vinstra megin og teiknar boltann á dauðafrían Daníel. Glókollurinn á ekki í nokkrum vandræðum með það að skalla boltann af krafti í hornið. 3-3!!
55. mín
Mikið um smábrot og dómarasuð í upphafi síðari hálfleiks. Ekkert alvöru flæði komist í þetta.
53. mín
Eiður Aron reynir Cristiano Ronaldo spyrnu en hún svífur yfir markið!
52. mín
Halldór Jón vinnur aukaspyrnu fyrir Eyjamenn. Sýndist það vera Bryan sem að braut á honum, en Belginn virtist taka boltann.
51. mín
KA menn biðja um hendi eftir hornspyrnu en Þorvaldur neitar. Sá ekki hvort að þeir hefðu nokkuð til síns máls.
51. mín
KA menn á nú hornspyrnu. Jón Ingason, varnarmaður ÍBV, var ósáttur við að sjá ekki rangstöðuflagg fara á loft.
49. mín
JAJALO REYNIR AÐ GEFA MARK!!

KA menn ætla að spila út úr vörninni og Jajalo gefur boltann beint í fætur Alex Hilmars. Hann sleppur einn gegn markmanninum en setur boltann framhjá. Þetta var í einu orði sagt fáránlegt.
46. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Dusan Brkovic (KA)
Veit ekki hvort að um meiðsli er að ræða, en Dusan átti ekki góðan fyrri hálfleik. Andri kemur inn á miðjuna og Rodri dettur niður í miðvörð.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

KA menn hefja leik í seinni og þurfa að svara þessu dúndurhöggi Eyjamanna. Ef að seinni hálfleikur kemst í hálfkvisti við þann fyrri þá fáum við skemmtun og gleði!
45. mín
Hálfleikur
Þorvaldur flautar hér til hálfleiks. Þvílíkur fyrri hálfleikur að baki og það var algjörlega í takt við hann að enda á flautumarki.
45. mín MARK!
Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
Stoðsending: Arnar Breki Gunnarsson
EYJAMENN KOMAST AFTUR YFIR!!!

Atli Hrafn á geggjaðan bolta aftur fyrir vörn KA á Arnar Breka. Arnar keyrir að teignum og setur boltann þvert fyrir markið. Þar keyrir Halldór inn í markteiginn og rennitæklar boltann í netið. 2-3!
45. mín
Dusan nær góðu skoti en boltinn fer rétt framhjá! Guðjón Orri var frosinn á línunni.

Þremur mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
45. mín
Hrannar Björn reynir fyrirgjöf sem að fer af varnarmanni og aftur fyrir. KA menn fá horn hér í lok fyrri hálfleiks.
40. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (ÍBV) Út:Sito (ÍBV)
Og þar kom skiptingin. Svekkjandi fyrir Eyjamenn og Sito sem að hefur verið virkilega líflegur.
39. mín
Sýnist Sito vera farinn aftan í lærinu. Þá þarf Hemmi að gera breytingu, það er nokkuð ljóst.
38. mín Gult spjald: Bryan Van Den Bogaert (KA)
Stoppar skyndisókn og fær verðskuldað gult. Menn meira í að safna spjöldum en að skapa færi þessa stundina.
37. mín Gult spjald: Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
Tekur Nökkva niður. Hárrétt hjá Þorvaldi.
35. mín
KA menn fá nú hornspyrnu. Sveinn Margeir mætir á svæðið.

Eyjamenn hreinsa en KA heldur boltanum.
34. mín Gult spjald: Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV)
Stoppar skyndisókn.
34. mín
Eyjamenn næla sér í hornspyrnu.
31. mín
Eiður Aron röltir útaf með sjúkraþjálfara ÍBV. Hann virkar helvíti þjáður en er mættur aftur til leiks.
29. mín
KA menn fá horn eftir dauðasta kafla leiksins hingað til. Vantar ekkert uppá baráttuna. Eiður Aron liggur eftir í teig Eyjamanna og þarf aðhlynningu.
23. mín
Jajalo ver fast langskot Atla Hrafns. Mikið flökt á boltanum og alls ekki þægilegt við að eiga.
22. mín Mark úr víti!
Sito (ÍBV)
SITO JAFNAR!!!

Þrælöruggt og sendir Jajalo í rangt horn! FRÁBÆR LEIKUR!
20. mín
ÍBV FÆR VÍTI!!

Hendi dæmd inni í teig KA eftir hornspyrnu. Hornspyrnan kom eftir frábæra vörslu Jajalo frá Arnari Breka.
18. mín MARK!
Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Stoðsending: Hrannar Björn Steingrímsson
HVAÐ VAR ÉG AÐ SEGJA?!

KA menn halda boltanum vel sín á milli áður en boltinn berst út á hægri kantinn til Hrannars. Hann á frábæra fyrirgjöf í teig ÍBV þar sem að hinn sjóðheiti Nökkvi Þeyr mætir og klínir boltanum upp í fjærhornið. 2-1!
17. mín
Það er blússandi tempó á þessu og það kæmi mér mjög á óvart ef að við myndum ekki fá fleiri mörk í þennan leik.
14. mín
Daníel Hafsteinsson í DAUÐAFÆRI!

KA menn bruna upp völlinn strax eftir miðju ÍBV og boltinn berst inná teig til Ásgeirs og Daníels. Daníel er frekari á boltann og nær skoti sem að er blokkað áður en boltinn berst út í teig til Rodri. Spánverjinn á skot sem að fer beint á Guðjón.
13. mín MARK!
Ívar Örn Árnason (KA)
Stoðsending: Sveinn Margeir Hauksson
KA MENN JAFNA!!!

Sveinn Margeir tók svífandi bolta á fjærstöngina og þar stýrði Ívar Örn boltanum í fjærhornið. Varnarmanni á marklínu Eyjamanna tókst ekki að skalla boltann í burtu og boltinn fór í þverslá og yfir línuna að mati aðstoðardómara. 1-1!
12. mín
Skot Sveins Margeirs er ágætt. Setur hann fast í markmannshornið en Guðjón Orri er vandanum vaxinn og ver skotið vel. KA fær horn.
11. mín
Elfar Árni nælir í aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Sýndist það vera Atli Hrafn sem að tók hann niður.
9. mín
Sito í DAUÐAFÆRI!

Arnar Breki leggur boltann á Sito sem að er einn og yfirgefinn við vítapunktinn í teig KA. Skot hans er hinsvegar beint á Jajalo. KA menn stálheppnir að vera ekki komnir ofan í djúpan skurð hér strax í upphafi!
8. mín
Sveinn Margeir kemst í gott skallafæri eftir góða fyrirgjöf Van Den Bogaert en hittir boltann illa.
6. mín MARK!
Sito (ÍBV)
ÍBV KOMAST YFIR EFTIR HÖRMULEG MISTÖK Í VÖRN KA!!!

Sito nýtir sér misskilning Dusan og Ívars! Sýndist Dusan ætla að senda sirka meters langa sendingu á Ívar við vítateig KA og gaf í raun bara stungusendingu á Sito sem að þakkaði pent fyrir sig og renndi boltanum á milli fóta Jajalo. 0-1!
4. mín
Hrannar Björn fékk boltann utarlega hægra megin og átti ágætis fyrirgjöf en Eyjamenn komu boltanum frá.
3. mín
KA menn fá horn.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Þorvaldur blæs í flautuna og Eyjamenn koma leiknum af stað!
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár og vallarstarfsmenn með Sævar Pétursson í broddi fylkingar drífa vatnsslöngurnar af vellinum. Þá er bara að koma leiknum af stað!
Fyrir leik
Goðsögn við hlið Hemma

Það hefur vakið athygli að Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, hefur verið á skýrslu undanfarna leiki hjá ÍBV. Hann hefur verið Hermanni Hreiðarssyni til halds og trausts og spurning hvort að tannlæknirinn brosmildi láti sjá sig á KA svæðinu.

,,Hann er klár í aðstoð. Hann er með sín endalausu ráð og veit ýmislegt. Hann hefur spilað leikinn og svo þjálfað í mörg ár á topp leveli. Það vita það allir að hann er með endalausan brunn af fótboltafjöri,'' sagði Hermann.

Andri Rúnar Bjarnason, framherji ÍBV, hafði ekkert nema góða hluti um innkomu Heimis að segja.

,,Hann hefur komið mjög vel inn í þetta. Það er geðveikt að fá svona reynslu og aðra sýn á þetta líka. Það er ekki hægt að segja nei þegar að svona liðsstyrkur býðst.''


Ekki amalegt að geta leitað til Heimis.
Fyrir leik
Hvað gera KA menn í glugganum?

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, staðfesti við Fótbolta.net eftir jafnteflið gegn Val að bæði Sebastiaan Brebels og Oleksiy Bykov væru farnir frá félaginu. Arnar mun reyna að styrkja liðið í félagsskiptaglugganum.

,,Það eru tveir góðir leikmenn farnir, vonandi geta einhverjir komið í staðinn en við verðum bara að sjá. Við þurfum að finna einhverja sem geta hjálpað okkur. Það er ekki nóg að taka bara einhvern,'' sagði Arnar.


Úkraínumaðurinn Oleksiy Bykov er farinn frá KA.
Fyrir leik
Dalvíkingur í formi

Nökkvi Þeyr Þórisson hefur spilað glimrandi vel í liði KA manna á þessu tímabili og hefur nú þegar tvöfaldað markamet sitt í efstu deild karla. Dalvíkingurinn er kominn með 6 mörk og hefur verið mikill áhrifavaldur í leikjum KA.

Það verður fróðlegt að sjá hvort að hann haldi dampi og komi sér í tveggja stafa tölu, en það hefur hann einu sinni gert á ferlinum. Þá spilaði hann í 3. deildinni með Dalvík/Reyni.


Nökkvi Þeyr hefur spilað vel í sumar.
Fyrir leik
ÍBV

Ef að bið KA manna eftir sigri í Íslandsmótinu þykir erfið að þá er staða ÍBV óbærileg. Eyjamenn eru án sigurs eftir 11 leiki og sitja á botni deildarinnar með 5 stig. Lofandi frammistöður hafa þó litið dagsins ljós og þarf ekki að horfa lengra til baka en til síðasta deildarleiks.

Þar spilaði liðið gegn meistarakandídötum Breiðabliks og hefðu getað stolið sigrinum. Liðin þurfti þó að sættast á markalaust jafntefli, en úr svona leikjum er hægt að taka hjarta og Hermann Hreiðarsson mun stappa stálinu í sína menn.


Guðjón Orri Sigurjónsson átti afbragðsleik gegn Blikum.
Fyrir leik
KA

Heimamenn í KA hafa átt misjöfnu gengi að fagna að undanförnu. Liðið hefur ekki unnið leik í Íslandsmótinu síðan að Skagamönnum var skellt 0-3 á Akranesi, en sá leikur var spilaður þann 15. maí. Biðin er því orðin nokkuð löng eftir sigri í deildinni. Liðið sótti hart að Valsmönnum í síðasta deildarleik og hefði með smá heppni getað tryggt sér öll þrjú stigin þar. Liðið situr nú í 5. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 11 leiki.

Í millitíðinni hefur liðið þó komið sér í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins þar sem að þeir mæta Ægismönnum á heimavelli.


Biðin eftir sigri í Bestu-deild er orðin nokkuð löng hjá heimamönnum. Þeir fögnuðu sigri gegn Fram í Mjólkurbikarnum fyrir tveimur vikum síðan.
Fyrir leik
Dómarinn

Þorvaldur Árnason mun sjá til þess að allt fari drengilega og fallega fram í dag. Aðstoðardómarar eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon. Varadómari er Sveinn Arnarsson og síðastur en alls ekki sístur er eftirlitsmaðurinn, Magnús Sigurður Sigurólason.

Fyrir leik
Leikbönn

Í liði ÍBV taka varnarmennirnir Felix Örn Friðriksson og Sigurður Arnar Magnússon út leikbönn vegna uppsafnaðra áminninga. Báðir hafa spilað hvern einasta leik til þessa á Íslandsmótinu, en verða því miður ekki með 100% mætingu.


Felix Örn er í banni í dag.
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér fer fram textalýsing á leik KA og ÍBV í Bestu-deild karla. Leikurinn átti að hefjast kl. 14:00, en var frestað til kl. 16:00 og fer fram á Greifavellinum uppá KA svæði. Tafir á flugi ollu því að leiknum var frestað um tvær klukkustundir.


Byrjunarlið:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('65)
4. Nökkvi Már Nökkvason
5. Jón Ingason (f)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira ('79)
9. Sito ('40)
14. Arnar Breki Gunnarsson ('79)
22. Atli Hrafn Andrason
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson

Varamenn:
21. Kristján Logi Jónsson (m)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('40)
19. Breki Ómarsson ('65)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson ('79)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Björgvin Eyjólfsson
Andri Rúnar Bjarnason
David George Bell
Elías Árni Jónsson
Heimir Hallgrímsson

Gul spjöld:
Nökkvi Már Nökkvason ('34)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('37)

Rauð spjöld: