Origo völlurinn
mánudagur 11. júlí 2022  kl. 19:15
Besta-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Adam Ægir Pálsson
Valur 0 - 3 Keflavík
Sebastian Hedlund, Valur ('29)
0-1 Patrik Johannesen ('30, víti)
0-2 Adam Ægir Pálsson ('75)
0-3 Rúnar Þór Sigurgeirsson ('86)
Byrjunarlið:
16. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Jesper Juelsgård
5. Birkir Heimisson ('61)
6. Sebastian Hedlund
8. Arnór Smárason
9. Patrick Pedersen ('70)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('70)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Heiðar Ægisson
10. Aron Jóhannsson ('61)
13. Rasmus Christiansen
19. Orri Hrafn Kjartansson ('70)
21. Sverrir Þór Kristinsson
24. Frederik Ihler ('70)

Liðstjórn:
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Heimir Guðjónsson (Þ)
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Tryggvi Hrafn Haraldsson ('47)
Aron Jóhannsson ('79)

Rauð spjöld:
Sebastian Hedlund ('29)
@Stefanmarteinn7 Stefán Marteinn Ólafsson
94. mín Leik lokið!
Keflvíkingar sigra Valsmenn með þremur mörkum gegn engu!

Ótrúleg úrslit og Keflavík er komið á efra skiltið!

Viðtöl og skýrsla koma í kvöld.
Eyða Breyta
92. mín
Dagur Ingi með fast skot sem Frederik Schram ver.
Eyða Breyta
91. mín
Skiltið sýnir okkur +3
Eyða Breyta
88. mín Dagur Ingi Valsson (Keflavík) Adam Ægir Pálsson (Keflavík)

Eyða Breyta
88. mín Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Kian Williams (Keflavík)

Eyða Breyta
86. mín MARK! Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík), Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
Keflvíkingar eru að slaufa þessum leik endanlega hér!

Adam Ægir þræðir Rúnar Þór Sigurgeirsson innfyrir sem hefur allan tímann í heiminum til að ákveða hvernig hann ætlar að slútta þessu og bregst heldur betur ekki bogalistinn.
Eyða Breyta
84. mín
Sigurður Egill með fyrirgjöf fyrir markið en Frederik Ihler á vægst sagt slappan skalla framhjá markinu. Má segja jafnvel að þessi færanýting súmmeri svolítið upp Val í þessum leik.
Eyða Breyta
79. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Valur)
Brýtur á Rúnari Þór.
Eyða Breyta
75. mín MARK! Adam Ægir Pálsson (Keflavík), Stoðsending: Rúnar Þór Sigurgeirsson
KEFLAVÍK TVÖFALDAR!!

Valsmenn eru að henda mörgum mönnum fram og það er áhættan við það að það skilar sér með færri mönnum tilbaka.
Valsmenn fengu horn sem Sindri Kristinn grípur og kemur strax í leik á Rúnar Þór Sigurgeirsson sem hefur mikið pláss og Keflvíkingar eru 3 á 2 á móti Val og hann tekur frábæra ákvörðun með að læða boltanum á Adam Ægir sem var alveg laus og chippar boltanum létt yfir Frederik Schram í marki Vals sem kom engum vörnum við!
Eyða Breyta
73. mín
Rúnar Þór Sigurgeirsson með tilraun framhjá marki Vals.
Eyða Breyta
71. mín
Keflavík þræðir Patrik Johannesen í gegn sem á frábært skot en ennþá betri markvarsla frá Frederik Schram! Keflvíkingar fá frákastið en varnarmenn Vals ná að bjarga þó ekki langt því það veður annað skot að marki Vals en aftur er það Schram sem ver!
Eyða Breyta
70. mín Frederik Ihler (Valur) Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)

Eyða Breyta
70. mín Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Patrick Pedersen (Valur)

Eyða Breyta
68. mín
Keflavík fær aukaspyrnu sem Adam Ægir tekur og sendir fyrir markið þar sem Nacho Heras rís hæst upp og skallar en boltinn yfir markið.
Eyða Breyta
66. mín
Adam Ægir kemst í gott skotfæri og reynir að snúa boltann framhjá Frederik Schram sem sér við honum, Kian Williams nær frákastinu en Jesper Juelsgård nær að henda sér fyrir.
Eyða Breyta
65. mín
Keflvíkingar verið að tengja spil vel í síðari hálfleik. Patrik Johannesen með skot framhjá.
Eyða Breyta
65. mín Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) Adam Árni Róbertsson (Keflavík)

Eyða Breyta
65. mín Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík) Ernir Bjarnason (Keflavík)

Eyða Breyta
63. mín
Frans Elvarsson reynir skot en auðvelt fyrir Frederik Schram í marki Vals.
Eyða Breyta
61. mín Aron Jóhannsson (Valur) Birkir Heimisson (Valur)
Allir HM fararnir eru nú inná.
Eyða Breyta
61. mín Gult spjald: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Hélt áfram eftir flaut og skaut að marki.
Eyða Breyta
59. mín
Patrik Johannesen með gott skot sem Frederik Schram ver virkilega vel.
Eyða Breyta
54. mín
Tryggvi Hran skilur Nacho Heras eftir í reyknum en því miður fyrir Valsmenn endar þetta þar.
Eyða Breyta
53. mín
Keflvíkingar æða fram og þar á Adam Ægir tilraun sem Frederik ver vel.

Keflvíkingar ná að skapa smá ursla í horninu en Valsmenn ná að hreinsa.
Eyða Breyta
51. mín
Birkir Már Sævarsson með flottan bolta fyrir markið en Sindri Kristinn gerir vel og nær boltanum.
Eyða Breyta
48. mín
Keflvíkingar að opna Valsliðið en sendinginn frá Adam Ægi á Sindra Þór var afskaplega slöpp. Hefði átt að gera miklu betur þarna.
Eyða Breyta
47. mín Gult spjald: Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Keyrði Sindra Þór niður sem var á hörku spretti fram í skyndisókn eftir hornspyrnu Vals.
Eyða Breyta
46. mín
Valur byrjar seinni svipað og fyrri og sækja sér hornspyrnu strax.
Eyða Breyta
46. mín
Engar breytingar í hálfleik sýnist mér og Valsmenn hefja síðari hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Arnór Smárason tók spyrnuna og svífur boltinn yfir markið og með því flautar Helgi Mikael til loka fyrri hálfleiks.

Valsmenn höfðu yfirhöndina heilt yfir í fyrri hálfleik en það eru Keflvíkingar sem leiða.
Eyða Breyta
45. mín
Valsmenn að fá aukaspyrnu við vítateigslínuna undir lok fyrri hálfleiks. Skyldi þó aldrei vera að Valsmenn næðu að jafna fyrir hlé?
Eyða Breyta
45. mín
Fáum +2 í uppbót
Eyða Breyta
44. mín
Valsmenn reyna að gera sig gildandi en Keflvíkingarnir eru virkilega þéttir fyrir.
Eyða Breyta
39. mín
Patrik Johannesen með tilraun framhjá marki Vals.
Eyða Breyta
36. mín
Ernir Bjarnason liggur eftir og þarfnast aðhlýningar. Vonandi að hann geti haldið leik áfram.
Eyða Breyta
32. mín Gult spjald: Patrik Johannesen (Keflavík)
Mögulega heppinn að fá ekki annan lit á spjaldið.
Eyða Breyta
30. mín Mark - víti Patrik Johannesen (Keflavík)
KEFLAVÍK ER KOMIÐ YFIR!!

Setur boltann á mitt markið og Frederik Schram hendir sér til hægri.
Eyða Breyta
29. mín Rautt spjald: Sebastian Hedlund (Valur)
RAUTT!!
Brýtur á Patrik þegar hann er að fara pota boltanum inn eftir horn!

Keflvíkingar fá hornspyrnu sem er flikkað eftir marklínunni og í þann mund sem Patrik Johannesen er að fara pota boltanum inn er hann rifinn niður.
Eyða Breyta
29. mín
VÍTI!!!! KEFLAVÍK AÐ FÁ VÍTI!
Eyða Breyta
24. mín
Valsmenn eru að fá sína 6. hornspyrnu í leiknum og eins og í fyrri skiptin þá gerist voðalega lítið útfrá þessum hornum.
Eyða Breyta
22. mín
Valsmenn eru að finna sig í flottum stöðum inni á teig Keflvíkinga en Keflvíkingarnir hika ekki við að henda sér fyrir alla bolta.
Eyða Breyta
21. mín
Patrik Johannesen lætur vaða en boltinn yfir markið.
Eyða Breyta
20. mín
Jesper Juelsgård brýtur á Adam Ægi rétt fyrir utan teig Valsmanna. Flott skotfæri fyrir Patrik sem stillir sér upp með boltann.
Eyða Breyta
15. mín
NACHO HERAS!!!

Bjargar á línu fyrir Keflvíkinga!
Sigurður Egill þræðir Patrick Pedersen í gegn á móti Sindra Kristinn sem nær að loka á hann að hluta og boltinn virðist vera á leið inn áður en Nacho Heras kemur á ferðinni og nær að bjarga þessu á marklínu fyrir Keflavík!
Eyða Breyta
10. mín
Sindri Þór með fyrirgjöf fyrir mark Vals en vantaði einhvern á endann.
Eyða Breyta
8. mín
Valsmenn fá aðra hornspyrnu en hún svífur beint í hendurnar á Sindra.
Eyða Breyta
3. mín
Ernir Bjarnason með skot sem fer af varnarmanni og fer rétt framhjá!
Frederik Schram stóð frosinn á línunni.. Munaði ekki miklu þarna.
Eyða Breyta
2. mín
Fínasta hornspyrna sem Sindri Kristinn slær frá.
Eyða Breyta
1. mín
Valsmenn vinna fyrsta horn leiksins.
Eyða Breyta
1. mín
Gestirnir í Keflavík byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Áhugaverð staðreynd að það eru 4 í leikmannahópi Vals sem hafa farið á HM.

En þetta er að bresta á!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðar.
Valsmenn gera fjórar breytingar á sínu liði frá síðasta leik en Frederik Schram byrjar sinni fyrsta leik, Birkir Heimisson, Patrick Pedersen og Sigurður Egill Lárusson koma inn í byrjunarliðið.

Gestirnir í Keflavík gera þá eina breytingu á sínu liði og kemur Adam Árni Róbertsson inn í byrjunarliðið þar.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið mættust í 2.umferð Bestu deildar karla á HS Orku vellinum í Keflavík en þar fóru gestirnir í Val með 0-1 sigur af hólmi þar sem Birkir Már Sævarsson skoraði eina mark leiksins.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Haukur Páll Sigurðsson og Guðmundur Andri Tryggvason eru báðir í leikbanni í kvöld hjá Val en sá síðarnefndi er í tveggja leikja banni eftir að hafa slegið Kristijan Jajalo í andlitið í síðasta leik gegn KA.
Keflvíkingar eiga enga fulltrúa í skammarkróknum að þessu sinni.



Eyða Breyta
Fyrir leik
Helgi Mikael Jónasson verður á flautunni hér í kvöld og honum til aðstoðar eða ráðgjafar eftir því hvern er spurt eru þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Guðmundur Ingi Bjarnason.
Einar Ingi Jóhannsson er á skiltinu og til taks ef eitthvað skyldi koma uppá og þá er goðsögnin Gylfi Þór Orrason sem sér um eftirlit með gangi mála.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimamenn í Val hafa verið að rétta úr kútnum eftir erfiðan kafla í maí þegar nokkur töp fóru að detta inn og fóru margir að að greina frá því að Heimir Guðjóns væri jafnvel látin fara í landsleikjahléinu sem fylgdi þar á eftir en svo varð ekki raunin.

Valur
Staða: 5.sæti
Leikir: 11
Sigrar: 6
Jafntefli: 2
Töp: 3
Mörk skoruð: 20
Mörk fengin á sig: 15
Markatala: +5

Síðustu leikir:
KA 1-1 Valur
Valur 2-1 Leiknir R
Valur 3-2 Breiðablik
Fram 3-2 Valur
Valur 1-3 Víkingur R

Markahæstu menn:
Arnór Smárason - 4 Mörk
Tryggvi Hrafn Haraldsson - 4 Mörk
Patrick Pedersen - 3 Mörk
Ágúst Eðlvald Hlynsson - 2 Mörk
Guðmundur Andri Tryggvason - 2 Mörk


Eyða Breyta
Fyrir leik
Gestirnir frá Keflavík geta með sigri í kvöld skellt sér upp í efri hluta töflunnar og uppfyrir KR í 6.sætið en aðeins 2 stigum munar á þeim liðum.

Keflavík
Sæti: 7.sæti
Leikir: 11
Sigrar: 4
Jafntefli: 2
Töp: 5
Mörk skoruð: 19
Mörk fengin á sig: 20
Markatala: -1

Síðustu leikir:
Keflavík 3-1 Fram
Keflavík 2-2 Stjarnan
ÍA 0-2 Keflavík
Keflavík 2-1 FH
KR 1-0 Keflavík

Markahæstu menn:
Patrik Johannesen - 5 Mörk
Dani Hatakka - 3 Mörk
Adam Ægir Pálsson - 2 Mörk
Adam Árni Róbertsson - 2 Mörk
* aðrir minna



Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textaslýsingu frá Origo Vellinum þar sem leikur Vals og Keflavíkur fer fram í 12.umferð Bestu deildar karla.



Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f)
9. Adam Árni Róbertsson ('65)
10. Kian Williams ('88)
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Ernir Bjarnason ('65)
24. Adam Ægir Pálsson ('88)
25. Frans Elvarsson
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
6. Sindri Snær Magnússon
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson ('65)
8. Ari Steinn Guðmundsson
11. Helgi Þór Jónsson ('88)
14. Dagur Ingi Valsson ('88)
22. Ásgeir Páll Magnússon
28. Ingimundur Aron Guðnason ('65)

Liðstjórn:
Ómar Jóhannsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Jón Örvar Arason
Gunnar Örn Ástráðsson
Óskar Rúnarsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)

Gul spjöld:
Patrik Johannesen ('32)
Adam Ægir Pálsson ('61)

Rauð spjöld: