Kaplakrikavöllur
sunnudagur 24. júlí 2022  kl. 19:15
Besta-deild karla
Aðstæður: Völlurinn frábær. Þungskýjað og smávegis vindur.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 1507
Maður leiksins: Anton Ari Einarsson
FH 0 - 0 Breiðablik
Davíð Ingvarsson , Breiðablik ('9)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
7. Steven Lennon
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f) ('78)
10. Björn Daníel Sverrisson ('87)
16. Guðmundur Kristjánsson ('78)
19. Lasse Petry
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('78)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson ('78)
11. Davíð Snær Jóhannsson ('78)
22. Oliver Heiðarsson
23. Máni Austmann Hilmarsson ('87)
27. Jóhann Ægir Arnarsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson ('78)

Liðstjórn:
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Kári Sveinsson
Jóhann Emil Elíasson
Sigurvin Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Steven Lennon ('12)
Guðmundur Kristjánsson ('27)
Ástbjörn Þórðarson ('40)
Matthías Vilhjálmsson ('54)
Björn Daníel Sverrisson ('72)

Rauð spjöld:
@mattimatt Matthías Freyr Matthíasson
90. mín Leik lokið!
+3

Leik lokið. Sanngjarnt jafntefli þegar á heildina er litið. Umfjöllun og viðtöl koma innan skamms.
Eyða Breyta
90. mín Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
+1
Eyða Breyta
90. mín
3 mín bætt við.
Eyða Breyta
89. mín
Leikurinnn er að renna út. Síðustu forvöð fyrir liðin að gera eitthvað.
Eyða Breyta
87. mín Máni Austmann Hilmarsson (FH) Björn Daníel Sverrisson (FH)

Eyða Breyta
81. mín
Haraldur Einar með góða fyrirgjöf þar sem Kristinn Freyr tók boltann á lofti og skaut að marki en boltinn fór töluvert yfir það.
Eyða Breyta
78. mín Omar Sowe (Breiðablik) Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)

Eyða Breyta
78. mín Ólafur Guðmundsson (FH) Guðmundur Kristjánsson (FH)

Eyða Breyta
78. mín Davíð Snær Jóhannsson (FH) Matthías Vilhjálmsson (FH)

Eyða Breyta
78. mín Úlfur Ágúst Björnsson (FH) Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)

Eyða Breyta
74. mín
Blikar eru búnir að vera töluvert betri síðustu fimmtán mínútur eða svo og það þrátt fyrir að vera manni færri.
Eyða Breyta
73. mín
Viktor Örn í dauðfæri eftir frábæra sendingu frá Jasoni inn í teig FH en Viktor skóflar boltanum yfir markið.
Eyða Breyta
72. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Mér sýnist að Sigurður Hjörtur sé að missa öll tök á leiknum. Björn Daníel fær hér gult spjald fyrir brot á Ísaki Snæ.
Eyða Breyta
70. mín
Höskuldur tók aukaspyrnuna en Gunnar Nielsen varði vel.
Eyða Breyta
69. mín
Þarna átti Guðmundur Kristjáns að fá seinna gula og þar með rautt! Hann braut á Degi Dan í vítateigsboganum.

Sigurður Hjörtur virtist ætla að spjalda hann en ekkert varð úr því svo á endanum. Óskiljanlegt.
Eyða Breyta
67. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)

Eyða Breyta
63. mín
Björn Daníel með skot að marki innan úr teig en skotið framhjá.
Eyða Breyta
56. mín
Björn Daníel tók spyrnuna sem var föst en boltinn hrökk af Matta og framhjá.
Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Mikkel Qvist (Breiðablik)
Fyrir brot á Lennon rétt fyrir utan teig.
Eyða Breyta
55. mín
Það vantar aðeins ákefðina í sóknarleik liðanna. Þetta engu að síður skemmtilegur leikur og það er nóg eftir.
Eyða Breyta
54. mín Gult spjald: Matthías Vilhjálmsson (FH)

Eyða Breyta
46. mín
Vá Viktor Karl með sturlað skot utanaf velli og í þverslánna. Hefði verið geggjað mark.
Eyða Breyta
46. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)

Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Blikar gera tvöfalda skiptingu. Anton Logi og Kiddi Steindórs út og Damir og Ísak Snær koma inn.
Eyða Breyta
45. mín Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Kristinn Steindórsson (Breiðablik)

Eyða Breyta
45. mín Damir Muminovic (Breiðablik) Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Kominn hálfleikur í skemmtilegum leik það sem af er. Í raun er um mjög jafnan leik að ræða í sjálfu sér. FH hafa skapað sér hættulegri færi en ekki nýtt þau en spilkaflar Blika eru oft á tíðum unun á að horfa.

Fáum okkur kaffi og meððí og komum aftur eftir 15 mín.
Eyða Breyta
45. mín
1 mínútu bætt við. Hélt satt best að segja að þær yrðu fleirri.
Eyða Breyta
43. mín
Það er tvennt sem gerir það að verkum að FH er ekki komið yfir. Klaufagangur í sóknarleik þeirra, því möguleika á hættulegum færum hafa þeir fengið nóg af og svo Anton Ari Einarsson markmaður Blika er búinn að vera frábær í þessum fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
40. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (FH)

Eyða Breyta
37. mín
Anton Ari aftur að bjarga sínum mönnum. Kristinn Freyr með þrumuskot sem Anton gerði virkilega vel í að verja.
Eyða Breyta
36. mín
Jason Daði fékk olnbogaskot óviljandi frá Vuk og lá eftir. Þurfti aðhlynningu en er kominn inn á aftur.
Eyða Breyta
32. mín
Þarna gerði Gunnar Nielsen vel!

Jason Daði rauk upp hægri kantinn, komst inn í teig FH og komst í góða skotstöðu en Gunnar varði virkilega vel.
Eyða Breyta
29. mín
Mikið var þetta lélegt hjá Lennon!

Fékk góða sendingu út frá hægri, var í ákjósanlegri skotstöðu inn í miðjum vítateig Blika en skotið hans var arfaslakt og yfir markið.
Eyða Breyta
27. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)

Eyða Breyta
23. mín
Það er mikill hraði í þessum leik og Blikar virðast ekkert ætla að leggjast í vörn þrátt fyrir að vera manni færri og FH ætla að nýta sér liðsmuninn.

Það kemur mark í þennan leik innan skamms, það er ég viss um.
Eyða Breyta
21. mín
Anton Ari aftur!

Vuk fékk flotta sendingu frá Matta, mundaði skotfótinn fyrir utan teig Blika og Anton teigði sig vel í boltann og varði í horn.
Eyða Breyta
18. mín
Anton Ari!

Steven Lennon fær frá Kidda inn í teig Blika og náði góðu skoti sem Anton Ari varði frábærlega.
Eyða Breyta
17. mín
Anton Logi rauk upp völlinn og átti frábæra sendingu á Gisla sem komst inn í teig FH, snéri varnarmann FH af sér og náði skoti sem Gummi Kristjáns skallaði í burtu.
Eyða Breyta
15. mín
Dagur Dan með skot að marki FH en skotið fór framhjá.
Eyða Breyta
12. mín Gult spjald: Steven Lennon (FH)
Það er hiti í mönnum! Lennon brýtur duglega á Mikkel Qvist sem hendir sér niður og öskrar. Leikmenn Blika heimta spjald og það varð úr.
Eyða Breyta
11. mín
Ég verð að segja eftir að hafa séð brotið aftur í sjónvarpinu að þá var þetta vel réttlætanlegt rautt spjald.
Eyða Breyta
9. mín Rautt spjald: Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Davíð Ingvars með ansi groddararlega tæklingu á Ástbjörn, dómararnir ráða ráðum sínum og Davíð fær rautt!
Eyða Breyta
6. mín
Gísli Eyjólfs með skot að marki FH frá vítateigslínunni sem fór af varnarmanni FH og Gunnar Nielsen stökk á boltann og greip hann. Skotið var ekki nógu gott.
Eyða Breyta
4. mín
Leikurinn fer ágætlega af stað. Engin færi komin enn en bæði lið eru pressa þó Blikar aðeins meira. FH virðist ætla að treysta á skyndisóknir.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Heimamenn spila í átt að Garðabæ og Blikar í átt að Víðistaðatúni. Blikar byrja með boltann! Let´s go!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ágætis mæting
Það er fólk byrjað að mæta í stúkuna. Einhver er með trommur og það eru að myndast læti og stemmning. Nú er bara að vona að leikmenn gefi þeim áhorfendum sem mæta skemmtilegan leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hver spáir rétt
Ég vil hvetja þig lesandi góður til að skottast á Twitter ef þú ert með aðgang þar og spá fyrir um úrslit leiksins og nota myllumerkð #fotboltinet
Eyða Breyta
Fyrir leik
Veðurfréttir

Það er frekar þugnskýjað í Hafnarfirði þessa stundina. 12 stiga hiti og smávegis vindur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ísak Snær á bekknum
FH gerir 2 breytingar á liði sínu frá tapinu á móti Víkingum. Haraldur Einar Ásgrímsson og Lasse Petry koma inn í stað Ólafs Guðmundsson og Davíð Snæs Jóhannssonar. Þeir fá sér sæti á bekknum. Úlfur Ágúst sem kallaður var til baka frá Njarðvík í gær er einnig á bekknum .

Blikar gera 2 breytingar frá Evrópuleiknum á fimmtudaginn. Mikkel Qvist og Anton Logi Lúðvíksson koma inn í liðið á meðan Oliver Sigurjónsson er ekki í hóp vegna leikbanns og Ísak Snær Þorvaldsson er á bekknum.

FH hljóta að fagna ákvörðun Óskars að setja Ísak Snæ á bekkinn í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Úlfur Ágúst kallaður til baka úr láni

Úlfur Ágúst sem búinn er að vera á láni frá FH í Njarðvík í sumar var kallaður til baka í FH. Úlfur Ágúst stóð sig vel í Njarðvík, er búinn að skora 10 mörk í 2 deildinni. Verður hann í liði FH í dag?
Eyða Breyta
Fyrir leik

Sigurður Hjörtur Þrastarson heldur um flautuna i dag. Spurning hvort að hann hafi jafn mikið að gera í dag og kollegi hans sem dæmi Evrópuleik Blika á fimmtudag. Vonum nú ekki.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik

Markahæsti maður mótsins til þessa Ísak Snær er kominn með 11 mörk í 13 leikjum. Tvö þeirra skoraði hann einmitt í fyrri leik liðanna í sumar í Kópavogi þann 1. maí. Blikar unnu þann leik 3 - 0 með mörkum frá Ísaki og Kidda Steindórs.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Blikar punktur is hita upp fyrir leikinn
Stuðningsfólk Blika hita upp fyrir leikinn með pistli á heimasíðu sinni. Þar er farið yfir tölfræði leikja liðanna og fleira skemmtilegt.

Þar kemur m.a. fram að liðin hafa leikið 55 leiki í A deild. Blikar hafa unnið 23 af þeim á meðan FH hafa unnið 21 og ellefu sinnum hefur verið jafntefli.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið að gera frábæra hluti með Blikaliðið í sumar. Þeir sitja efstir eftir 13 umferðir, 1 jafntefli, 1 tap og 11 sigrar.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eins og flestir vita að þá er Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH. Tók hann við liðinu í síðasta mánuði. Hefur liðið leikið fjóra leiki undir hans stjórn í deildinni og einn bikarleik, enn vantar sigur í deild en bikarleikurinn vannst. 2 jafntefli og 2 töp og eru töpin 2 í síðustu tveimur deildarleikjum. Kemur fyrsti deildarsigurinn í dag?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hjartanlega velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá Kaplakrika í Hafnarfirði þar sem heimamenn í FH taka á móti Breiðabliki í 14. umferð Bestu deildar karla. Kl. 19:15 hefst leikurinn og vonandi fáum við 90 mínútur + af frábærri knattspyrnu.

Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
0. Dagur Dan Þórhallsson
2. Mikkel Qvist
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('45)
11. Gísli Eyjólfsson ('90)
13. Anton Logi Lúðvíksson ('45)
14. Jason Daði Svanþórsson ('78)
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Damir Muminovic ('45)
5. Elfar Freyr Helgason
15. Adam Örn Arnarson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('45)
30. Andri Rafn Yeoman ('90)
67. Omar Sowe ('78)

Liðstjórn:
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Alex Tristan Gunnþórsson
Ásdís Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('46)
Mikkel Qvist ('56)
Viktor Karl Einarsson ('67)

Rauð spjöld:
Davíð Ingvarsson ('9)