Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
ÍBV
2
2
Keflavík
Arnar Breki Gunnarsson '9 1-0
1-1 Nacho Heras '43
Andri Rúnar Bjarnason '66 2-1
2-2 Nacho Heras '86
30.07.2022  -  14:00
Hásteinsvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1355
Maður leiksins: Arnar Breki Gunnarsson
Byrjunarlið:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Halldór Jón Sigurður Þórðarson
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
14. Arnar Breki Gunnarsson
22. Atli Hrafn Andrason ('62)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason
5. Jón Ingason
6. Jón Jökull Hjaltason
11. Sigurður Grétar Benónýsson
19. Breki Ómarsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
27. Óskar Dagur Jónasson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Björgvin Eyjólfsson
Andri Rúnar Bjarnason
Mikkel Vandal Hasling
Heimir Hallgrímsson

Gul spjöld:
Sigurður Arnar Magnússon ('51)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þorvaldur Árnason hefur flautað til leiksloka.

Virkilega fjörugur og skemmtilegur leikur sem fram fór hér á Þjóðhátíðinni sjálfri.
91. mín
Adam Ægir fær óvænt dauðafæri en gerir illa úr sinni stöðu. Ætli hann hafi haldið að hann væri rangstæður. Sveimmérþá.
90. mín
Uppbótartíminn: Þrjár mínútur
90. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
Fyrir brot á Andra Rúnari en leikurinn hélt áfram.
88. mín
Joey Gibbs fær dauðafæri innan teigs en Guðjón Orri kemur vel á móti honum og nær að komast fyrir skotið.
86. mín MARK!
Nacho Heras (Keflavík)
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
Keflavíkingar eru búnir að jafna eftir hornspyrnu!

Adam Ægir tekur hornspyrnuna og það er ómögulegt að sjá hvað gerist nema það að boltinn fer framhjá Guðjóni í markinu en Þorvaldur sér ekki hvort boltinn fer inn eða ekki. Það er aðstoðardómarinn sem síðan lyftir upp flagginu og gefur til kynna að boltinn hafi farið inn.
85. mín
Sindri Snær fyrrum leikmaður ÍBV lætur aðeins finna fyrir sér hér við hliðarlínuna.

Fyrst ýtir hann í Andra Rúnar eftir að boltinn fer útaf og síðan stjakar hann í bakið á Hermanni Hreiðarssyni þegar Sindri er að reyna nálgast boltann til að taka innkastið. Hermanni var ekki skemmt.
82. mín
Þarna skall hurð nærri hælum!

Sindri Þór með þvílíkt skot sem endar í þverslánni, boltinn berst síðan til Frans sem er rétt við vítapunktinn en Guðjón Orri gerir fáránlega vel og ver frá honum, boltinn berst síðan til hliðar á Nacho Heras sem á máttlaust skot sem Guðjón ver einnig.
75. mín
Það er allt að sjóða uppúr hérna og þarf Þorvaldur að taka Joey Gibbs úr öllum látunum.

Eiður Aron liggur eftir og þarf aðhlynningu og í kjölfarið sýður allt uppúr.
72. mín Gult spjald: Kian Williams (Keflavík)
Kian reyndi að ná Halldóri niður en náði ekki til hans. Hann fékk hinsvegar réttilega gult fyrir tilraunina.

Dani Hatakka náði honum loks niður og fékk einnig réttilega spjald.
72. mín Gult spjald: Dani Hatakka (Keflavík)
69. mín
Inn:Joey Gibbs (Keflavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
69. mín
Inn:Sindri Snær Magnússon (Keflavík) Út:Ernir Bjarnason (Keflavík)
69. mín
Guðjón Ernir með skot utan teigs hárfínt yfir þverslánna.
68. mín Gult spjald: Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
66. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
Stoðsending: Arnar Breki Gunnarsson
ÉG ER AÐ SEGJA YKKUR ÞAÐ!

Þvílík spyrna. Ég er með gæsahúð hér. VÁ!!!

Andri Rúnar skorar beint úr aukaspyrnunni. Yfir vegginn og Rúnar stendur eins og stytta í markinu.

Fimmta mark Andra í sumar.
65. mín Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Litli spretturinn hjá Arnari Breka sem endar með því að Sindri Þór hleypur fyrir hann við vítateigslínuna en Arnar Breki var við það að fara framhjá honum.

"Þetta er rautt spjald" heyrist úr stúkunni og Hermann Hreiðarsson virðist hafa viljað sjá það einnig miðað við viðbrögð hans á hliðarlínunni.
62. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV) Út:Atli Hrafn Andrason (ÍBV)
61. mín
Eiður Aron með skalla að marki sem Rúnar grípur.
60. mín Gult spjald: Ernir Bjarnason (Keflavík)
Þetta var rosalega ódýrt á alla vegu.
60. mín Gult spjald: Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
59. mín
Rétt áðan fengu bæði lið stórhættulega skyndisókn en ákvörðunartaka beggja liða var ekki upp á marga fiska og runnu þær báðar út í sandinn.
58. mín
Rúnar Þór með aukaspyrnu frá miðjum vellinum inní teig sem Guðjón Orri hleypur út í og kýlir boltann í burtu.
55. mín
Seinni hálfleikurinn byrjar nokkuð rólega.
51. mín
Áhorfendur í dag, 1355.
51. mín Gult spjald: Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Fyrsta gula spjald leiksins.
47. mín
Guðjón Ernir með fyrirgjöf frá hægri sem Sindri Þór nær að hreinsa frá á síðustu stundu.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Þorvaldur Árnason hefur flautað til hálfleiks. Staðan hér á Hásteinsvelli jöfn, 1-1.
45. mín
Uppbótartíminn: Þrjár mínútur
43. mín MARK!
Nacho Heras (Keflavík)
Stoðsending: Rúnar Þór Sigurgeirsson
Gestirnir eru búnir að jafna!

Nacho Heras með skalla yfir Guðjón Orra í markinu eftir aukaspyrnu frá Rúnari Þór sem sveif yfir allan pakkann og á fjærstöngina þar sem Nacho hoppaði manna hæst.
38. mín
Adam Ægir fær boltann í magann af stuttu færi innan vítateigs Keflavíkur. Gestirnir vinna hinsvegar boltann í kjölfarið og eru að keyra upp í skyndisókn þegar Þorvaldur Árnason tekur afar áhugaverð ákvörðun og stöðvar leikinn. Við litla kátínu Sigurðar Ragnars þjálfara Keflavíkur á hliðarlínunni.
35. mín
Adam Árni fær boltann í fætur innan teigs. Snýr sér við með boltann en á máttlausa tilraun sem Guðjón Orri er ekki í vandræðum með.
31. mín
Fyrsti hálftíminn hefur verið nokkuð fjörugur og skemmtilegur. Eyjamenn hafa fengið betri færi en gestirnir. Heimamenn eru fastir fyrir og Keflvíkingar hafa reynt að kveikja aðeins í sér síðustu mínútur.

Adam Ægir hefur átt fínar rispur fyrir gestina en aðrir þurfa að gera meira.
31. mín
Guðjón Ernir með skot tilraun utan teigs yfir markið.
27. mín
Alex Freyr með töfra sendingu innfyrir á Guðjón Erni sem er í fínu færi en Rúnar gerir vel og grípur skotið frá honum.
25. mín
Adam Ægir með góða fyrirgjöf frá hægri með vinstri fæti en bæði Adam Árni og Patrik ná ekki almennilega til boltans og boltinn fer aftur fyrir. Adam Árni fékk boltann óvænt eftir að Patrik náði ekki til boltans í loftinu og það virtist sem að Adam Árni hafi verið tilbúinn.
24. mín
Arnar Breki með fyrirgjöf frá hægri sem Rúnar grípur.
23. mín
Frans Elvarsson skorar en réttilega dæmdur rangstæður sýndist manni. Þeir voru þónokkrir lausir Keflvíkingarnir þarna.
19. mín
Það er mikill kraftur í nafna mínum, Arnari Breka sem vinnur einvígi við Nacho Heras nokkuð auðveldlega. Kemur sér inní teig en reynir fyrirgjöf af endalínunni sem Rúnar handsamar.
15. mín
Nacho Herast færist í miðvörðinn með Dani Hatakka.

Kiean Williams kemur á vinstri kantinn og Adam Ægir á hægri kantinn.
15. mín
Inn:Kian Williams (Keflavík) Út:Magnús Þór Magnússon (f) (Keflavík)
Áfall fyrir Keflvíkinga að missa fyrirliðann sinn af velli snema leik og stuttu eftir að hafa lent marki undir.
14. mín
Magnús Þór þarf aftur að fá aðhlynningu, Og hann virðist vera úr leik hér í dag.
10. mín
Þetta er fyrsta mark Arnars Breka í sumar og það fyrsta með ÍBV í meistaraflokki.
9. mín MARK!
Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
Alvöru mark eftir flotta sókn! Heimamenn eru komnir yfir!

Þetta hófst á því að Arnar Breki gaf frábæra sendingu innfyrir vörn Keflavíkur á Halldór Jón. Rúnar gerði þó vel og varði frá honum úr góðu færi.

Sókn Eyjamanna hélt þó áfram og boltinn barst til Arnars sem átti þrumu skot við vítateigslínuna upp í fjærhornið.
7. mín
Nú þarf Alex Freyr aðhlynningu frá Björgvini Eyjólfssyni sjúkraþjálfara.

Hann haltrar af velli en vonandi að hann geti haldið leik áfram.
5. mín
Klobbi!

Sindri Þór með langa sendingu frá hægri yfir á Adam Ægi sem er á vinstri kantinum. Hann gerir sér lítið fyrir og niðurlægir Guðjóni Erni með því að klobba hann og á síðan góða fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Patrik Johannesen mætir og reynir viðstöðulausa tilraun en boltinn yfir markið.
1. mín
Magnús Þór þarf aðhlynningu strax í upphafi leiks eftir að hann og Halldór Jón fóru upp í skallabolta innan vítateigs Keflavíkur.

Hann er þó staðinn upp og kominn aftur inná.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað.

Heimamenn sækja í átt að golfvellinum á meðan gestirnir sækja í átt að Lundanum.
Fyrir leik
Liðin eru farin inn í búningsklefa og það styttist óðfluga í leikinn.
Fyrir leik
Rúmlega 20 mínútur í leik. Sólin skín ég trúi ekki öðru en að það eigi eftir að bætast ríflega í áhorfendafjöldann. Hann er ekki mikill í þessum töluðu orðum.

Hamborgarinn var étinn á tæplega fimm mínútum. Ég hef fengið betri borgara ég ætla bara að vera hreinskilinn. Sósan var góð, brauðið þurrt og þessi hamborgari hefur líklega staðið lengur en ég hefði gert ráð fyrir.

Drykkurinn var Ölgerðinni hinsvegar kaldur og rennur vel niður.
Fyrir leik
Jæja... það er búið að kveikja á tónlistinni og fyrsta lagið bassa mikið lag með DJ Muscleboy. Það er verið að ögra mannskapnum.
Fyrir leik
Það er allt að gerast her. Það er verið að koma með hátalara í stúkuna og Eyjamenn ætla að vera gestrisnir og bjóða leikmönnum og áhorfendum sem mættir eru upp á einhversskonar tónlist þegar búið verður að tengja hátalarana. Gleðiefni fyrir marga en þó ekki ákveðna aðila sem eru að glíma við hausverk.
Fyrir leik
Í fréttum er þetta helst.

Tólf ein­stak­ling­ar voru kærðir fyr­ir fíkni­efna­brot síðastliðinn sól­ar­hring í Vest­manna­eyj­um og var hald lagt á nokk­urt magn fíkni­efna í einu til­felli. Önnur mál voru þó minni­hátt­ar. Annars gekk fyrsta nótt Þjóðhátíðar nokkuð vel.
Fyrir leik
Joey Gibbs er mættur aftur til Íslands og er kominn á varamannabekkinn hjá Keflvíkingum.
Fyrir leik
Hermann Hreiðarsson ætlar ekki að breyta neinu og teflir fram sama liði og rúllaði yfir Leikni í síðustu umferð.

Eina breyting gestanna er markvarðarbreytingin þar sem eins og fyrr segir, tekur Sindri Kristinn út leikbann í dag.
Fyrir leik
Það blæs aðeins hér í Eyjum en það er heiðskýrt og sólin skín.

Sindri Kristinn Ólafsson er mættur á Eyjuna fögru en hann tekur út leikbann í leiknum í dag.

Ég ætla leiðrétta mig bara strax, það blæs ekkert aðeins... það blæs töluvert.
Fyrir leik
Hæhæ Þjóhátíð

Ég er mættur til starfa.
Fyrir leik
Hvernig fer Þjóðhátíðarleikurinn?
Við settum þessa spurningu í hendur lesenda með skoðanakönnun á forsíðu. Tæplega 55% spá ÍBV sigri, um 14% spá jafntefli og tæplega 32% spá sigri Keflavíkur.
Samtals: 2120 svör
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Aron Elí Sævarsson fyrirliði Aftureldingar spáir í 15. umferð Bestu deildarinnar fyrir Fótbolta.net.

ÍBV 3 - 2 Keflavík
Hér fáum við þjóðhátíðarfólk góða skemmtun og Eiður Aron með winner úr víti undir lokin.
Aron Elí Sævarsson.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þorvaldur Árnason dæmir leikinn í dag og nýtur aðstoðar Eysteins Hrafnkelssonar og Antoníusar Bjarka Halldórssonar á línunum. Guðmundur Páll Friðbertsson er skiltadómari og KSÍ sendi Halldór Breiðfjörð Jóhannsson til að sinna eftirliti með umgjörð og frammistöðu dómarateymisins.
Þorvaldur Árnason dæmir leikinn.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Það var mismikið að gera hjá þessum liðum í félagaskiptaglugganum sem var lokað í vikunni sem er að líða.

Hjá ÍBV voru gerðar nokkrar breytingar. Miðjumaðurinn Kundai Benyu fékk leikheimild með ÍBV í lok júní en hefur reyndar aðeins spilað einn leik síðan, vegna meiðsla.

Á gluggadeginum fór markvörðurinn Halldór Páll Geirsson til KFS en hann missti stöðu sína í marki ÍBV til Guðjóns Orra Sigurjónssonar fyrr í sumar. Þá bárust þau stóru tíðindi rétt fyrir gluggalok að Guðjón Pétur Lýðsson, sem hefur að mestu vermt varamannabekkinn í sumar, væri farinn til Grindavíkur.

Keflvíkingar létu félagaskiptamarkaðinn vera þetta sumarið en misstu Ivan Kaliuzhnyi sem fór í indversku Ofurdeildina.

Guðjón Pétur fór til Grindavíkur frá ÍBV
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
ÍBV hefur verið á miklu skriði síðustu vikurnar og vann síðustu tvo leiki gegn Val og Leikni auk þess sem þeir gerðu markalaust jafntefli heima gegn Breiðabliki í byrjun júlí.

Gestirnir í Keflavík hafa tapað síðustu tveimur leikjum gegn KA og Breiðabliki en unnu Val sannfærandi 0 - 3 11. júlí síðastliðinn.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Þjóðhátíðarleiknum 2022.

Í þetta sinn mætast ÍBV og Keflavík á Hásteinsvelli klukkan 14:00 en leikurinn er í 15. umferð Bestu-deildar karla.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Rúnar Gissurarson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f) ('15)
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
9. Adam Árni Róbertsson ('69)
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Ernir Bjarnason ('69)
24. Adam Ægir Pálsson
25. Frans Elvarsson
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen

Varamenn:
24. Ásgeir Orri Magnússon (m)
6. Sindri Snær Magnússon ('69)
10. Dagur Ingi Valsson
10. Kian Williams ('15)
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Joey Gibbs ('69)
28. Ingimundur Aron Guðnason

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Jón Örvar Arason
Gunnar Örn Ástráðsson
Óskar Rúnarsson

Gul spjöld:
Ernir Bjarnason ('60)
Sindri Þór Guðmundsson ('65)
Rúnar Þór Sigurgeirsson ('68)
Kian Williams ('72)
Dani Hatakka ('72)
Sindri Snær Magnússon ('90)

Rauð spjöld: