KR
1
2
Stjarnan
Ísabella Sara Tryggvadóttir '23 1-0
1-1 Málfríður Erna Sigurðardóttir '51
1-2 Málfríður Erna Sigurðardóttir '90
04.08.2022  -  19:15
Meistaravellir
Besta-deild kvenna
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Marcella Marie Barberic
Byrjunarlið:
23. Cornelia Baldi Sundelius (m)
Róberta Lilja Ísólfsdóttir ('69)
4. Laufey Björnsdóttir
6. Rebekka Sverrisdóttir (f)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir ('79)
8. Hannah Lynne Tillett
10. Marcella Marie Barberic
11. Telma Steindórsdóttir
15. Lilja Lív Margrétardóttir ('69)
16. Rasamee Phonsongkham
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir

Varamenn:
29. Helena Sörensdóttir (m)
5. Brynja Sævarsdóttir
14. Rut Matthíasdóttir
15. Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir ('79)
20. Margrét Regína Grétarsdóttir

Liðsstjórn:
Arnar Páll Garðarsson (Þ)
Christopher Thomas Harrington (Þ)
Guðlaug Jónsdóttir
Hildur Björg Kristjánsdóttir
Ásta Kristinsdóttir
Þóra Kristín Bergsdóttir
Bergdís Fanney Einarsdóttir
Baldvin Guðmundsson

Gul spjöld:
Rasamee Phonsongkham ('87)
Ísabella Sara Tryggvadóttir ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan tekur öll þrjú stigin með sér í Garðabæin eftir dramatískar lokamínútur.
90. mín MARK!
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
Hildigunnur tekur horn og setur boltann á fjærstöngina þar sem Málfríður er aftur mætt og potar boltanum í netið.
90. mín Gult spjald: Ísabella Sara Tryggvadóttir (KR)
Ýtir hressilega í bakið á Heiðu Ragney en fær nú ekki gult fyrir hún sparkar boltanum í burtu.
88. mín
Arna Dís reynir fyrirgjöf sem Hildur fer fyrir.
87. mín Gult spjald: Rasamee Phonsongkham (KR)
Brýtur á Anítu, þar sem hún er á leiðinni í hraða sókn.
87. mín
Ólöf Freyja með fínasta bolta fyrir markið en KR-ingar eru fámannaðar inni í teignum.
85. mín
Inn:Alma Mathiesen (Stjarnan) Út:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
85. mín
Inn:Sóley Guðmundsdóttir (Stjarnan) Út:Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjarnan)
84. mín
Gyða setur boltann út í teig frá hliðarlínunni á Jasmín er Laufey er alveg í bakinu á henni og Jasmín setur boltann út fyrir endalínu.
82. mín
Hannah á skot sem Chante grípur.
82. mín
Rasamee tekur hornið, hún setur boltann inn á teiginn og Aníta er fyrst á boltann og skollar frá.
81. mín
Marcella með gott skot af frá D-boganum sem Chante þarf að hafa sig alla við að verja og hún blakar boltanum yfir markið í horn.
80. mín
KR fær horspyrnu eftir að Eyrún fer fyrir fyrirgjöf Marcellu.

Marecella tekur hornið stutt og Stjörnukonur eru fljótar að vinna boltann.
79. mín
Inn:Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir (KR) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (KR)
77. mín
Þau skilaboð voru að berast að Málfríður Erna skoraði mark Stjörnunar.
76. mín
Heiða Ragney á skot sem fer í stögnina og út af.
73. mín
Gyða er kominn upp að endalínu og leggur boltann út, Jasmín reynir skot sem fer í varnarmann KR og út af Stjarnan fær horn sem KR-inga koma frá.
72. mín
Betsy á skot rétt fyrir utan vítateig sem Telma fer fyrir.
70. mín Gult spjald: Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
Brýtur á Rasamee sem er á fullriferð í átt að marki KR.
69. mín
Inn:Ásta Kristinsdóttir (KR) Út:Róberta Lilja Ísólfsdóttir (KR)
69. mín
Inn:Hildur Björg Kristjánsdóttir (KR) Út:Lilja Lív Margrétardóttir (KR)
69. mín
Inn:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
69. mín
Inn:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan) Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan)
67. mín
Eyrún brýtur á Marcellu sem fær aukaspyrnu upp í vinstra horninu, Marcella tekur spyrnuna inn á teiginn, Ísabella Sara á skalla sem fer fram hjá.
66. mín
Laufey með langan bolta upp á vinstri kantinn á Telmu, Arna Dís er löngu búin að lesa sendinguna en Telma gerir vel og kemur sér fyrir boltann og nær að koma honum lengra upp í horn á Marcellu sem setur boltann út að vítateigslínu en KR-ingar fá nokkrar tilreunir til að ná koma boltanu á markið en það tekst ekki.
63. mín
Katrín á skot inni í vítateig sem Cornelia grípur auðveldlega.
62. mín
Guða setur boltann í hlaupið inn fyrir vörn KR fyrir Jasmín sem kemur á miklu spretti að boltanum en það ferir Cornelia líka og hendir sér á boltann rétt á undan Jasmín.
60. mín
Katrín með boltann úti við hliðarlíniu hægra meginn og setur boltann upp í svæðið fyrir Betsy en Betsy nær ekki boltanum og KR á markspyrnu.
59. mín
Guðmunda með rennur boltanum upp í honr í hlaupaleið Róbertu en Eyrún er á undan í boltann og setur hann í innkast.
58. mín
Sædís með fyrirgjöf frá vinstri sem fer aftur fyrir markið
57. mín
Jasmín vinnur boltann af varnarmönnum KR eftir fyrirgjöf rá Örnu og kemur sér í skot sem fer beint á Corneliu í marki KR.
56. mín
Arna Dís missir boltann klaufalega til KR-inga á miðjunni og Guðmunda fær boltann á miðjunni með fullt af plássi en Heiða er fljót að hlaupa hana uppiog hægja á KR-ingum og að lokum fjarar sóknin út.
54. mín
Gyða á fyrirgjöf frá vinstri sem Laufey skallar frá.
51. mín MARK!
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Gyða Kristín Gunnarsdóttir
Stjarnan jafnar!!!
Stjarnan fær aukaspyrnu hægra meginn við vítateiginn, Gyða tekur spyrnuna inn á teiginn, boltinn fer í Katrínu og í netið.
48. mín
Katrín setur boltann fyrir frá hægri en Rebekkka kemst inni í sendinguna sem var ætluð Jasmín.
47. mín
Katrín á skot í stöngina!
47. mín
Gyða Kristín með fyrirgjöf frá vinstri sem Katrín nær að koma sér í en boltinn en nær ekki að koma honum á markið.
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
KR fer með eins mark forystu inni í háfleikinn.
45. mín
Stjarnan hefur verið töluvert meira með boltann síðustu mínútur en gengið illa að skapa sér færi og KR-ingar eru að verjast vel.
44. mín
Ingibjörg með sendingu inn á teiginn sem Lilja Lív kemur frá.
44. mín
Sædís á fyrirgjöf sem KR kemur frá en bara stutt og boltinn berst út til Stjörnunar og að lokum á Heiðu sem á skot yfir.
41. mín
Ingibjörg með góðann bolta yfir vörn KR á Katrínu en Katrín er rangstæð.
40. mín
Stjarnan fær hornspyrnu, Sædís setur boltann á fjær þar sem Katrín er og setur boltann í stöngina, Stjarnan nær svo skoti á mark í tvígang þar sem varnarmenn KR ná að koma sér fyrir skot, það má segja að það hafi verið skothríð á mark KR.
39. mín
Jasmín vinnur boltann á miðjunni og setur hann síðan á Betsy sem fer með boltann þvert yfir völlinn án þess að nokkur nái honum af henni, æa endanum setur hún boltann á Heiðu sem ætlar að setja langan bolta upp í horn á Gyðu en sendingin er of föst.
36. mín
Sædís með fyrirgjöf sem endar á Katrínu, Katrín er með boltann en snýr baki í markið og Hannah vinnur boltann af henni.
33. mín
Marcella aftur kominn upp að endalínu og setur boltann út í teiginn á Róbertu sem ætlar að skjóta í fyrsta en hittir ekki boltann.
30. mín
Betsy með gott skot fyrir utan vítateig eftir sendingu frá Jasmín, Cornelia í marki KR ver mjög vel, Stjarnan fær hornspyrnu sem Cornelia grípur.
27. mín
Jasmín fær erfiðan bolta frá Heiðu Ragney en tekur vel á móti honum og nær að snúa en á nokkuð vonlaust skot á markið úr erfiðu færi.
23. mín MARK!
Ísabella Sara Tryggvadóttir (KR)
Stoðsending: Marcella Marie Barberic
KR kemst yfir!

Marcella kominn upp að endalínu og setur boltann út í teiginn þar sem Ísabella Sara er fyrst á boltann og þrumar honum í netið.

Vel klárað hjá Ísabellu eftir góðann undirbúning Marcellu.
21. mín
Marcella fær boltann á hægri kantinum og fer illa með Málfríði, fer fram hjá henni og á fyrirgjöf sem fer beint á Guðmundu en hún flækist í eitthvað í fótunum á sér og nær ekki skot þana fer boltinn á Ísabella sem nær heldur ekki að fóta sig og Chante handsamar boltann.

Þarna fóru K-ingar illa með gott færi.
19. mín
Katrín fær boltann við vítateig og á fast skot sem fer rétt fram hjá, Stjarnan er eðeins að taka yfir leikinn eftir rólegar upphafsmínútur.
17. mín
Katrín vinnur hornsspyrnu fyrir Stjörnuna, Sædís tekur spyrnuna sem skoppar tvisvar í teignum áður en hann lekur út af hinum megin, KR fær innkast.
16. mín
Sædís fær boltann út til vinstri frá Heiðu og setur hann uppá Katrínu sem leggur boltann niður á Gyðu sem á skot sem Cornelia ver.
15. mín
Betsy nálægt því að renna boltanum á milli miðvarða KR á KAtrínu en Rebekka rennir sér á boltann og stoppar sókn Stjörnunar.
11. mín
Hannah fær boltann á miðjunni og sendir hann beint fram, þar eer engin KR-ingur og boltinn rúllar til Chante í marki Stjörnunar.
9. mín
Gyða með fyrirgjöf frá vinstri sem á fjær þar sem Betsy er, Betsy snýr varnarmann KR af sér og reynir svo skot sem fer í varnarmann KR og í horn, Cornelia grípur hornspyrnuna.
4. mín
Hannah á skot af löngu færi sem fer hátt yfir.
4. mín
Hannah reynir langa seningu meðfram jörðinni yfir allan völlinn á Róbertu, sendigin heppnast vel en Róberta er ekki alveg nógu vakandi og fattar eiginlega ekki að boltinn sé að koma fyrr en of seint.
2. mín
Gyða með fyrirgj0f eftir gott þríhyrningaspil við Katrínu, KR-ingar hreinsa frá.
1. mín
Marcella gerir vel og býr sér til bláss á miðjunni eftir innkast, setur boltann yfir á hinum megin þar sem Ísabella Sara er með fullt af plássu, Ísabella ætlar síðann að renna boltanum inn fyrir í hlaupið fyrir Marcellu, en boltinn of langur og rúllar til Chante í marki Stjörnunar.
1. mín
Leikur hafinn
Helgi Ólafsson flautar til leiks í bongó blíðu í Vesturbænum, Stjarnan byrjar með boltann.
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Stjarnan gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá jafnteflinu á móti Val, Eyrún Embla Hjartardóttir kemur inn fyrir fyrirliðan Önnu Maríu Baldursdóttir. Heiða Ragney Viðarsdóttir ber fyrirliðaband Stjörnunar í dag.

KR gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá tapinu gegn Breiðbalik í síðustu viku. Róberta Lilja Ísólfsdóttir kemur inn fyrir Bergdísi Fanneyju Einarsdóttir sem er fótbrotinn og verður ekki meira með í sumar. Þá kemur Laufey Björnsdóttir einnig inn í byrjunarliðið fyrir Margaux Marianne Chauvet.
Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna
Liðin mættust á Samsungvellinum í Garðabæ í 2. umferðinni þann 4. maí síðastliðinn.
Sá leikur endaði 5-1 fyrir Stjörnunni.
Hin 16. ára gamla og mjög svo efnilega Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði mark KR í leiknum.
Stjarnan skiptu mörkum sínum bróðurlega á milli sína og skoruðu Katrín Ásbjörnsdóttir, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, Alma Mathiesen, Arndís Dís Arnþórsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir allar eitt mark.


Ísabella Sara Tryggvadóttir

Gyða Kristín Gunnarsdóttir hefur skorað 4 mörk í sumar
Fyrir leik
Stjarnan
Stjarnan hefur spilað vel í sumar og situr fyrir leiki kvöldsins í 3. sæti deildarinnar með 20 stig, 6 stigum á eftir toppliði Vals og 4 stigum á eftir Breiðablik sem er í 2. sæti.

Stjarnan hefur unnið 6 leiki í sumar, gert 2 jafntefli og tapað 3.

Stjörnukonana Jasmín Erla Ingadóttir hefur verið í banastuði í sumar og er markahæst í deildinni með 7 mörk. Hún og Katrín Ásbjörnsdóttir sem hefur skorað 5 mörk hafa myndað svakalegt sóknarteymi.

Fyrir leik
KR
Eftir að hafa unnið Legnjudeildina á síðasta ári hefur sumarið verið nokkuð stembið í VEsturbænum og sitja KR konur í 9. sæti deildarinnar, fallsæti.

KR hefur unnið 2 leiki, gert 1 jafntefli og tapað 8 leikjum í deildinni í sumar.

KR-ingar voru komnar á ágætis skrið þegar hléið langa hófst, en í síðustu tveimur leikjum fyrir hlé gerðu þær 3-3 jafntefli við Þór/KA og sigrað Keflavík 1-3.
Þeim var síðan skellt harkalega niður á jörðina í síðustu umferð þegar þær töpuðu 5-0 á móti Breiðablik á Kópavogsvelli.

Fyrir leik
6 vikur eru liðnar síðan síðasta umferð Bestu deildar kvenna var spiluð en deildinn fékk langt og gott frí vegna Evrópumótsins sem lauk í síðustu viku.

Bæði KR og Stjarnan spiluðu þó erfiða leiki í síðustu viku, KR mætti Breiðablik og Stjarnan toppliði Vals í 13. umferð deildarinnar en þessir leikir voru spilaðir í síðustu viku vegna þáttöku Vals og Breiðabliks í Meistaradeild Evrópu.

KR tapaði 0-5 fyrir Breiðablik á meðan Stjarnan gerði 1-1 jafntefli við Val.
Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði mark Stjörnunar á móti Val
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur og velkomin í beina textalýsingu frá viðureign KR og Stjörnunar í 11. umferð Bestu deild kvenna.

Helgi Ólafsson dómari leiksisn flautar til leiks á Meistaravöllum, heimavelli KR, klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
1. Chante Sherese Sandiford (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
4. Eyrún Embla Hjartardóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('69)
11. Betsy Doon Hassett
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir ('85)
18. Jasmín Erla Ingadóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('85)
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('69)

Varamenn:
2. Sóley Guðmundsdóttir ('85)
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('69)
9. Alexa Kirton
10. Anna María Baldursdóttir
15. Alma Mathiesen ('85)
19. Elín Helga Ingadóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('69)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Þórdís Ólafsdóttir
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Valdemar Einarsson

Gul spjöld:
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('70)

Rauð spjöld: