ÍA
1
2
Valur
0-1 Aron Jóhannsson '51
Kaj Leo Í Bartalstovu '66 , misnotað víti 0-1
0-2 Arnór Smárason '67
Kristian Lindberg '85 1-2
Johannes Vall '93
08.08.2022  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Ekkert spes, rok í allar áttir og úði.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Aron Jóhannsson (Valur)
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
Gísli Laxdal Unnarsson
2. Tobias Stagaard
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson ('83)
7. Christian Köhler ('59)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Kaj Leo Í Bartalstovu ('73)
16. Brynjar Snær Pálsson ('73)
19. Eyþór Aron Wöhler
27. Árni Salvar Heimisson ('73)

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
6. Jón Gísli Eyland Gíslason ('73)
13. Daniel Ingi Jóhannesson
18. Haukur Andri Haraldsson ('59)
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('83)
22. Benedikt V. Warén ('73)
39. Kristian Lindberg ('73)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Ármann Smári Björnsson
Daníel Þór Heimisson
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:
Eyþór Aron Wöhler ('15)
Tobias Stagaard ('27)
Steinar Þorsteinsson ('30)
Benedikt V. Warén ('78)
Johannes Vall ('86)

Rauð spjöld:
Johannes Vall ('93)
Leik lokið!
Egill Arnar flautar af!

Gríðarlega spennuþrungnar lokamínútur en Valur hirðir öll stigin.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
94. mín Gult spjald: Orri Hrafn Kjartansson (Valur)
93. mín Rautt spjald: Johannes Vall (ÍA)
Johannes Vall tapar boltanum sem aftasti maður til Orra Hrafns og tekur hann niður og fær réttilega sitt seinna gula spjald.
91. mín
Haukur snýr af sér stóra bróðir og Skagamenn senda fyrir, Birkir Már kemur boltanum í horn.

Mikil þvaga í kringum teiginn og Skagamenn fá aðra hornspyrnu.

Valur nær að létta af pressunni.
90. mín
4 mínútum bætt við.
90. mín
Skagamenn bruna upp vinsta megin og Benedikt sækir hornspyrnu.

Spyrnan fá Benedikt í gegnum pakkann.
89. mín
ORRI HRAFN!

Aron laumar boltanum á bakvið vörnina í hlaup hjá Orra sem er einn gegn Árna en alltof lengi að klára færið og Vall nær að henda sér fyrir.

Orri átti að gera talsvert betur þarna!
86. mín Gult spjald: Johannes Vall (ÍA)
Úfff hamrar niður Orra Hrafn sem snéri Vall vel af sér.
85. mín MARK!
Kristian Lindberg (ÍA)
Stoðsending: Gísli Laxdal Unnarsson
STURLAÐUR SKALLI!

Gísli Laxdal vippar boltanum inn á teiginn og Kristian stangaði boltann í fjær, þetta var nánast eins og spark með höfðinu miðað við hvernig sendingin var.

Þetta er leikur í lokin!
84. mín
Birkir Heimis tók skot úr aukaspyrnunni en Árni varði.
83. mín
Inn:Sigurður Hrannar Þorsteinsson (ÍA) Út:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
Hlynur þarf að fara útaf eftir þetta samstuð.
82. mín
Valsmenn spila vel og Orri Hrafn keyrir á vörnina, potar boltanum framhjá Hlyn sem keyrir Orra niður og aukaspyrna réttilega dæmd.

Hlynur liggur eftir og sjúkraþjálfarinn kemur inná.
81. mín
Kristian reynir skotið af 25 metrum en framhjá fer það.

Örvæntingartilraunir hjá Skaganum...
78. mín Gult spjald: Benedikt V. Warén (ÍA)
Braut á Guðmundi Andra áðan og leikurinn hélt áfram.
78. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
78. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Ágúst Eðvald Hlynsson (Valur)
75. mín
STEINAR ÞORSTEINSSON!

Vall neglir inn á teiginn, boltinn hrekkur af mönnum þarna og fyrir Steinar sem er í dauðafæri en hamrar boltann yfir...

Steinar átti svo sannarlega að gera betur þarna!
74. mín
Benedikt byrjar með látum, kemur sér með herkjum inn völlinn á hægri fótinn og lætur vaða en Frederik ver.
73. mín
Inn:Kristian Lindberg (ÍA) Út:Kaj Leo Í Bartalstovu (ÍA)
73. mín
Inn:Benedikt V. Warén (ÍA) Út:Brynjar Snær Pálsson (ÍA)
73. mín
Inn:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Út:Árni Salvar Heimisson (ÍA)
72. mín
Ágúst Hlyns með skot fyrir utan teig af varnarmanni og upp í loftið þar sem Árni Marinó grípur boltann.
67. mín MARK!
Arnór Smárason (Valur)
Stoðsending: Ágúst Eðvald Hlynsson
SMÁRADONA!

Tryggvi Hrafn gerir vel úti vinstra megin, laumar boltanum upp í hornið á Ágúst Hlyns sem tíar boltann út á Arnór Smára sem smellir honum í stöngina og inn, geggjað mark.

Alvöru sviptingar hérna!
66. mín Misnotað víti!
Kaj Leo Í Bartalstovu (ÍA)
FREDERIK VER!

Kaj Leó ætlar að vera svaka töffari og rúlla boltanum í hægra hornið en Frederik les hann og ver spyrnuna.

Gæti orðið ansi dýrt fyrir Skagamenn!
64. mín Gult spjald: Arnór Smárason (Valur)
SKAGAMENN FÁ VÍTASPYRNU!

Darraðadans í teignum eftir hornspyrnu endar með því að Arnór Smára brýtur á Hlyn Sævari sem var að reyna að koma boltanum yfir línuna.
63. mín
Steinar fær ansi ódýra aukaspyrnu um 25 metra frá markinu.

Kaj Leó stillir boltanum upp og mundar fótinn.

Spyrnan er fín en í varnarmann og framhjá markinu.
61. mín
Inn:Lasse Petry (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
61. mín
Inn:Arnór Smárason (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
59. mín
Inn:Haukur Andri Haraldsson (ÍA) Út:Christian Köhler (ÍA)
Bræður munu berjast!

Haukur Andri, litli bróðir Tryggva Hrafns kemur inná fyrir Köhler.
57. mín
Aron Jó allt í öllu - fær boltann núna við teiginn, kemur sér á vinstri og lætur vaða en boltinn af varnarnanni og framhjá.

Tryggvi tekur hornspyrnuna en Árni nær að slá hana frá áður en hún fer inn!
53. mín
Tryggvi vinnur seinni boltann á miðjum vellinum og setur í sjötta gír, keyrir á vörn Skagamann en fær ekki mikla aðstoð frá samherjunum svo hann fer sjálfur og lætur vaða en í varnarmann og í horn.

Siggi Lár með hornið en ekkert verður úr því.
51. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
VALUR ER KOMIÐ YFIR!

Gríðarlega vel spilað inn á vítateig Skagamanna þar sem Patrick finnur Tryggva Hrafn, Tryggvi óeigingjarn leggur boltann fyrir markið á Aron Jó sem tekur við boltanum og leggur hann í netið.
48. mín
Valsarar herja á Skagamenn hérna sem henda sér fyrir allt og boltinn endar í hornspyrnu sem Jesper tekur.

Spyrnan föst á fjær en Skagamenn skalla frá.
46. mín
Patrick setur seinni hálfleikinn af stað, vonandi fáum við mörk í þetta!
45. mín
Hálfleikur
Egill Arnar flautar til hálfleiks.

Eitthvað um færi og sénsa en ekkert mesta skemmtun sem ég hef séð hingað til, veðrið klárlega að hafa áhrif.
45. mín
+3

Aron Jó prjónar sig að teignum og lætur vaða með vinstri en Árni Marinó ver.
45. mín
4 mínútum bætt við þennan fyrri hálfleik.
45. mín
Tryggvo fær boltann inná teignum og nær skoti sem Tobias hendir sér fyrir og boltinn í horn.
43. mín Gult spjald: Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur)
Jæja þetta var spes...

Wöhler spilar hættulegan leik og hangir aftan í Hólmari sem er með boltann og á að mínu mati klárlega að fá dæmda á sig aukaspyrnu, Hólmar pirrast að lokum og slæmir höndinni í bringuna á Wöhler sem liggur eftir og allt tryllist hérna.

Að lokum fá SKagamenn aukaspyrnuna og Hólmar gult.

Wöhler hreinlega heppinn að fá ekki bara sitt seinna gula, þetta hefur verið áhugaverð barátta þeirra á milli.
40. mín
Guðmundur Andri eltir langa sendingu upp í horn og Tobias setur hann í horn.

Jesper með spyrnuna sem Tobias skallar í horn hinumegin.

Tryggvi tekur, Aron Jó nær flikkinu á nær en Skagamenn koma boltanum frá!
38. mín Gult spjald: Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Fyrsta brot Valsmanna í leiknum endar með spjaldið, Guðmundur Andri togaði Vall aðeins niður á miðjum vellinum.
36. mín
Skagamenn vinn boltann í pressu og komast í álitlega stöðu, Kaj inn á teiginn fer yfir á vinstri og lætur vaða en skotið laust og lélegt beint á Schram.
35. mín
Seinni tilraunin betri, Haukur Páll nær skallanum en ekki á markið.
34. mín
Valsarar spila sig vel upp vinstra megin, Aron kemur boltanum á Patrick sem lætur vaða, boltinn af Hlyn og rétt framhjá!

Jesper sendir boltann fyrir, sendingin slök en af Skagamanni og aftur í horn svo hann fær aðra tilraun.
30. mín Gult spjald: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Sparkar Ágúst niður sem var að bruna upp í skyndisókn.
29. mín
Jesper tók spyrnuna sem var ömurleg, af Guðmundi Andra og afturfyrir.
27. mín Gult spjald: Tobias Stagaard (ÍA)
Alltof seinn í Guðmund Andra úti hægra megin.
23. mín
Wöhler fer í bakið á Jesper og kemur sér í hættulega stöðu, rennir botlanum fyrir en enginn nær til hans.

Jesper átti að mínu mati að fá aukaspyrnu þarna reyndar en það slapp til.
19. mín
FÆRI!

Ágúst Hlyns lætur vaða af 20 metra færi og Árni í vandræðum ver boltann út í teiginn, þar kemur Patrick og reynir að lyfta boltanum yfir Árna og í netið en Árni er fljótur út og nær að verja aftur.
18. mín
USSS ÞARNA ER JESPER HEPPINN!

Boltinn er úti vinstra megin og Eyþór Wöhler er að keyra inn á teiginn framfyrir Jesper sem kippir í hann og tekur hann niður, tríóið virtist ekki sjá þetta þar sem boltinn var enn úti í kantinum.
15. mín Gult spjald: Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
Fór eitthvað í andlitið á Hólmari í baráttunni.

Frá miðju tók Jesper aukaspyrnuna og reyndi skotið en boltinn rétt yfir!
12. mín
Valsmenn koma sér upp völlinn hægra megin, Birkir Már kemur boltanum fyrir og Patrick setur löppina í boltann og yfir markið fer hann.
9. mín
DAUÐAFÆRI!

Aron Jó laumar boltanum stórkostlega í gegnum vörn Skagamanna í frábært hlaup hjá Tryggva sem ætlar að lauma boltanum í fjærhornið en Árni Marinó með stórkostlega markvörslu.

Frábærlega útfærð sókn og enn betri markvarsla!
7. mín
Eftir langan bolta frá Frederik kemst Aron Jó í álitlega stöðu og ætlar að lyfta boltanum yfir Árna í markinu en varnarmaður Skagamanna kemst fyrir.
5. mín
Árni Salvar reynir langt innkast sem er skallar frá og hann fær boltann aftur, reynir fyrirgjöf en hún afturfyrir.
1. mín
Eftir 18 sekúndur smellir Birkir Már boltanum í andlitið á Gísla Laxdal sem liggur eftir, Bjarki Sigmunds (sjúkraþjálfari ÍA og toppmaður) tekur sprettinn inn á völlinn til að huga að honum.
1. mín
Leikur hafinn
Steinar setur þennan leik af stað, góða skemmtun!
Fyrir leik
Eftir 18 sekúndur smellir Birkir Már boltanum í andlitið á Gísla Laxdal sem liggur eftir og Bjarki Sigmunds (sjúkraþjálfari ÍA og toppmaður) tekur sprettinn inn á völlinn.
Fyrir leik
Liðin ganga hér til vallar.

Haukur Páll og Steinar Þorsteins fara í uppkastið.

Haukur Páll vinnur uppkastið og velur að skipta um vallarhelming, svo Skagamenn byrja með boltann og sækja í átt að Akraneshöllinni.
Fyrir leik
Ármann Smári er mættur í liðsstjórn ÍA!

Það vekur athygli mína að sjá Ármann Smára Björnsson, fyrrum atvinnumann sem einnig lék 104 leiki í deild með ÍA frá árunum 2012-2016 ásamt því að hafa einnig leikið með FH, Val og uppeldisfélaginu Sindra frá Höfn í Hornafirði hér á Íslandi, vera mættan út á völl í skítaveðri á stuttbuxunum.

Hann er skráður aðstoðarþjálfari í dag, hér má því sjá þjálfarateymi dagsins:

Fyrir leik
Liðin eru mætt út til upphitunar.

Veðrið á Skaganum er ekkert sérstakt í dag, það verður að viðurkennast... gæti haft einhver áhrif á spilamennsku liðanna í leiknum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.
Skagamenn gera eina breytingu frá 3-1 tapinu gegn Breiðabliki en Brynjar Snær Pálsson kemur inn í liðið í stað Olivers Stefánssonar sem er ekki í hópnum í dag.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, heldur sig við sama byrjunarlið og í 2-0 sigrinum á FH.

Lasse Petry, Arnór Smárason og Birkir Heimisson eru allir á bekknum í dag.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómarateymið.

Egill Arnar sér um að flauta þennan leik, hann fékk ansi harða gagnrýni fyrir dómgæsluna í leik KA og KR, ég hef trú á að þessi afbragð dómari komi sterkur til baka og dæmi þennan leik vel.

Honum til aðstoðar verða Birkir Sigurðarson og Bryngeir Valdimarsson, tveir af okkar bestu aðstoðardómurum.

Fjórði dómari verður toppmaðurinn Jóhann Ingi Jónsson og sá sem tekur út störf dómaranna verður Frosti Viðar Gunnarsson.

Flott teymi að dæma flottan leik!


Fyrir leik
Munu bræður mætast?

Tryggvi Hrafn er eins og flestir vita er lykilmaður Vals, yngsti bróðir hans hinsvegar er Haukur Andri, efnilegur miðjumaður sem er fæddur árið 2005 og hefur verið að fá tækifæri með Skagaliðinu í sumar.

Miðjubróðirinn er svo auðvitað Hákon Arnar, leikmaður FCK og svo er systir þeirra Unnur Ýr, markadrottning í kvennaliði ÍA. - Fróðleiksmoli fyrir ykkur svo þið skiljið hvaða gen þau Jóna Víglunds og Haraldur "gaddem" Ingólfsson eins og Jói Skúli kallar hann, skilja eftir sig.

Tryggvi og Haukur mættust í æfingaleik í vetur þar sem stóri bróðir gaf þeim yngsta engan afslátt, sjá hér:
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna:

Valur 4 - 0 ÍA.


Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn lék á alls oddi í fyrri leik liðanna og setti tvö mörk gegn uppeldisfélaginu, annar Skagamaður, Arnór Smárason átti einnig frábæran leik og lagði upp mark fyrir Tryggva, þeir voru valdir tveir bestu leikmenn þess leiks. Spurning hvort Skagamennirnir verði heimamönnum erfiðir í kvöld líka.
Fyrir leik
Gunni giskar:

ÍA 1 - 1 Valur (19:15 á morgun)

Eyþór Aron Wöhler er alltaf bestur í stóru leikjunum, að eigin sögn. Hann setur eitt fyrir Skagann sem ná ekki að halda út og missa forystuna undir lokin.


Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍA og Vals í Bestu-deild karla.
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('61)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Jesper Juelsgård
7. Aron Jóhannsson
9. Patrick Pedersen ('61)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('78)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('78)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Birkir Heimisson ('78)
6. Sebastian Hedlund
8. Arnór Smárason ('61)
13. Rasmus Christiansen
18. Lasse Petry ('61)
19. Orri Hrafn Kjartansson ('78)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Guðmundur Andri Tryggvason ('38)
Hólmar Örn Eyjólfsson ('43)
Arnór Smárason ('64)
Orri Hrafn Kjartansson ('94)

Rauð spjöld: