Framvöllur - Úlfarsárdal
mánudagur 15. ágúst 2022  kl. 19:15
Besta-deild karla
Aðstæður: Sólríkur sumardagur
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 844
Maður leiksins: Tiago Fernandes (Fram)
Fram 4 - 1 Leiknir R.
1-0 Magnús Þórðarson ('9)
2-0 Brynjar Gauti Guðjónsson ('50)
2-1 Emil Berger ('59, víti)
3-1 Guðmundur Magnússon ('64)
4-1 Albert Hafsteinsson ('66)
Myndir: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Albert Hafsteinsson ('78)
5. Delphin Tshiembe
11. Almarr Ormarsson ('78)
17. Alex Freyr Elísson
21. Indriði Áki Þorláksson ('83)
23. Már Ægisson ('83)
24. Magnús Þórðarson ('71)
28. Tiago Fernandes
77. Guðmundur Magnússon

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
9. Þórir Guðjónsson
10. Orri Gunnarsson ('78)
13. Jesus Yendis ('83)
14. Hlynur Atli Magnússon ('83)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson ('78)
20. Tryggvi Snær Geirsson ('71)

Liðstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Þórhallur Víkingsson
Einar Haraldsson
Stefán Bjarki Sturluson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
94. mín Leik lokið!
Bráðskemmtilegum seinni hálfleik lokið hér í Úlfarsárdal og ég ætla bara að fullyrða það að Framarar eru orðnir öruggir frá falli. Leiknismenn halda hinsvegar áfram að vera í vandræðum.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
Eyða Breyta
93. mín
Mikkel Dahl með virkilega lúmskt skot sem fer í varnarmann og rétt framhjá.
Eyða Breyta
91. mín
Uppbótartíminn er 3 mínútur.
Eyða Breyta
90. mín
Framarar eru bara byrjaðir að leika sér og hafa gaman. Senda á milli sín með hælspyrnum og chippum, gaman að sjá.
Eyða Breyta
88. mín
Mikkel Dahl á skot fyrir utan teig en það fer í varnarmann.
Eyða Breyta
85. mín
Orri hársbreidd frá því að skora fimmta mark Framara

Tiago kemur með gullfallega sendingu inn á teig sem Orri næt að teygja sig í en skotið er rétt framhjá.
Eyða Breyta
83. mín
Gummi Magg reynir að koma með tilþrif umferðarinnar þegar Tryggvi kemur með bolta inn fyrir vörnina. Gummi tekur á móti boltanum og tekur svo rabona skot sem fer reyndar bara rétt framhjá.
Eyða Breyta
83. mín Hlynur Atli Magnússon (Fram) Már Ægisson (Fram)

Eyða Breyta
83. mín Jesus Yendis (Fram) Indriði Áki Þorláksson (Fram)

Eyða Breyta
81. mín Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.) Zean Dalügge (Leiknir R.)

Eyða Breyta
78. mín Arnór Daði Aðalsteinsson (Fram) Almarr Ormarsson (Fram)

Eyða Breyta
78. mín Orri Gunnarsson (Fram) Albert Hafsteinsson (Fram)

Eyða Breyta
77. mín
Viktor með sitt fyrsta varða skot ef mér skjátlast ekki.

Tiago og Albert vinna sig virkilega vel upp völlin með þríhyrningaspili en þegar Tiago er komin inn á teig þá er hann alltof lengi að hugsa og endar á að gefa boltan á Tryggva sem tekur skotið beint á Viktor.
Eyða Breyta
71. mín Róbert Quental Árnason (Leiknir R.) Kristófer Konráðsson (Leiknir R.)

Eyða Breyta
71. mín Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.) Mikkel Jakobsen (Leiknir R.)

Eyða Breyta
71. mín Mikkel Dahl (Leiknir R.) Róbert Hauksson (Leiknir R.)

Eyða Breyta
71. mín Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Magnús Þórðarson (Fram)
Það kom ekki á sök þeir voru fljótir að gera breytinguna.
Eyða Breyta
70. mín
Magnús Þórðarsson þarf að fara af velli vegna meiðsla en enginn varamaður er tilbúinn þannig Framarar spila manni færri í smá stund.
Eyða Breyta
66. mín MARK! Albert Hafsteinsson (Fram), Stoðsending: Almarr Ormarsson
Framarar gera út um leikinn!

Þarna sundurspiluðu Framarar Leiknismennina!

Almarr og Magnús koma með nokkrar sendingar á milli sín fyrir framan vítateigin og Almarr setur svo boltan milli varnarmanna þar sem Albert er tilbúinn í hlaupið.

Hann er þá einn á móti markmanni og klárar auðveldlega. Mér sýndist þetta samt vera rangstaða en ég gæti haft rangt fyrir mér.
Eyða Breyta
64. mín MARK! Guðmundur Magnússon (Fram), Stoðsending: Tiago Fernandes
Leiknismenn steinsofandi!

Tiago tekur aukaspyrnuna og setur boltan inn í teig. Delph reynir að setja fótinn í boltan en mér sýnist hann ekki hitta hann þannig að sá eini sem bregst við er Gummi.

Gummi æsist inn að boltanum og nær að setja hausinn í hann og það er mark.
Eyða Breyta
62. mín Gult spjald: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.)

Eyða Breyta
62. mín Gult spjald: Sigurður Heiðar Höskuldsson (Leiknir R.)
Verður alveg brjálaður eftir að Egill dæmir brot beint fyrir framan hann.
Eyða Breyta
59. mín Mark - víti Emil Berger (Leiknir R.)
Öruggt víti frá Emil sem sendir Ólaf í vitlaust horn og hann setur hann snyrtilega niður í vinstra hornið.
Eyða Breyta
58. mín
LEIKNIR FÆR VÍTI!!!!

Alex Freyr ýtir við Birgi frekar klaufalega.
Eyða Breyta
56. mín
Almarr á skot fyrir utan teig sem fer frekar hátt yfir.
Eyða Breyta
55. mín
Framarar virðast vera með öll tök á þessum leik. Leiknir er í virkilegum erfiðleikum að tengja saman sendingar og komast í góðar sóknir.
Eyða Breyta
50. mín MARK! Brynjar Gauti Guðjónsson (Fram), Stoðsending: Tiago Fernandes
Klassíkst hornspyrnumark

Tiago tekur hornið á fjærstöngina þar sem það er nóg af mönnum en Brynjar Gauti stekkur hæst og er frekastur þannig hann nær skallanum og stýrir honum í netið.
Eyða Breyta
49. mín
Tiago á skot fyrir utan teig en það fer í varnarmann og þeir fá horn.
Eyða Breyta
46. mín Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.) Óttar Bjarni Guðmundsson (Leiknir R.)
Leiðinlegt að Óttar Bjarni entist ekki lengur, vonandi er þetta bara til varúðar.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þá er þessum seinni háfleik lokið. Hann byrjaði vel og endaði ágætlega líka en við verðum að auglýsa eftir betri skemmtun í seinni.

Sjáumst eftir korter.
Eyða Breyta
45. mín
Uppbótartími er 1 mínúta.
Eyða Breyta
45. mín
Alex Freyr tekur spyrnuna en hún er slök og fer hátt yfir markið.
Eyða Breyta
44. mín
Fram fær aukaspyrnu í ágætu skotfæri kannski aðeins of langt frá marki.
Eyða Breyta
43. mín Gult spjald: Loftur Páll Eiríksson (Leiknir R.)
Aðeins að færast hiti í þennan leik. Stúkan tók vel við sér við þetta brot.
Eyða Breyta
41. mín
Nú eru Framarar alveg trylltir eftir að Alex Freyr fellur við inn í teig. Þeir vilja víti en Egill neitar að dæma það. Þarf að sjá endursýningu til að geta dæmt um sjálfur hvort það var eitthvað til í þessu.
Eyða Breyta
39. mín
Fín fyrirgjöf frá Tiago og Albert nær skallanum en hann er ekki alveg nógu sterkur í stökkinu og því er skallinn laus og fer framhjá.
Eyða Breyta
38. mín
Það eru 38 mínútur liðnar.
Eyða Breyta
32. mín
Emil Berger á laust skot fyrir utan teig sem Ólafur er ekki í miklum vandræðum með að grípa.
Eyða Breyta
31. mín
Þetta er alveg rosalega fallegur dagur, sólskin og blíða þannig maður getur tekið eitthvað jákvætt úr síðustu 15 mínútunum því fótboltinn hefur ekki verið neitt sérlega merkilegur.
Eyða Breyta
25. mín Gult spjald: Emil Berger (Leiknir R.)

Eyða Breyta
24. mín
Tiago á skot fyrir utan teig sem er virkilega fast en fer líka mjög hátt yfir markið.
Eyða Breyta
23. mín
Spilið er frekar hægt núna, bæði lið frekar varkár.
Eyða Breyta
19. mín
Leiknismenn í fínni sókn hérna þar sem Birgir Baldvins fér boltan inn á teig vinstra megin. Hann reynir að senda boltan fyrir en Framarar skalla frá en þó beint aftur á Birgi en þá fer hann ill með boltan og missir hann útaf í markspyrnu.
Eyða Breyta
14. mín
Fram í mjög álitlegri sókn hérna þar sem þeir náðu 2 fínum fyrirgjöfum fyrir markið en sóknarmenn þeirra ekki alveg á tánnum og Leiknismenn ná að hreinsa frá.
Eyða Breyta
9. mín MARK! Magnús Þórðarson (Fram), Stoðsending: Guðmundur Magnússon
Hrikaleg markmannsmistök!

Virkilega einföld sókn Framara þarna. Gummi Magg er með boltan við teigin og færir hann út á Magnús sem mundar skotfótinn.

Skotið frá Magnúsi er frekar laust en stefnir í hægra hornið og fer inn. Viktor á að gera miklu betur þarna miðað við hvað skotið er laust.
Eyða Breyta
7. mín
Emil Berger vinnur boltan á miðsvæðinu og keyrir upp völlinn. Þegar hann kemur að vítateignum ákveður hann bara að skjóta sjálfur en það fór yfir.
Eyða Breyta
6. mín
Framarar fá fyrsta horn leiksins og Tiago gerir sig til að taka það.

Hann kemur með góðan bolta inn í teig þar sem Indriði nær skallanum en það fer yfir markið.
Eyða Breyta
2. mín
Leiknismenn fá fyrsta færi leiksins þar sem það kemur fyrirgjöf langt inn í teig frá hægri kantinum. Birgir Baldvinsson lúrir á fjær og nær skallanum en hann er ekki nógu hnitmiðaður og fer framhjá.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Veislan er farin af stað!
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús

Jón Sveinsson þjálfari Fram gerir 2 breytingar á sínu liði sem gerði 3-3 jafntefli við Víking í síðustru umferð en það eru þeir Jesus Yendis og Hlynur Atli Magnússon sem fá sér sæti á bekknum en Delphin Tshiembe og Már Ægisson koma í liðið fyrir þá.

Sigurður Höskuldsson gerir 4 breytingar á liði sínu sem tapaði fyrir Keflavík 2-1 í síðustu umferð. Það eru þeir Bjarki Aðalsteinsson, Adam Örn Arnarson, Árni Elvar Árnason og Dagur Austmann Hilmarsson sem koma úr liðinu og í staðin koma Kristófer Konráðsson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Óttar Bjarni Guðmundsson og Loftur Páll Eiríksson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins

Maðurinn með flautuna í þessum leik er Egill Arnar Sigurþórsson og honum til halds og trausts verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Oddur Helgi Guðmundsson.

Eftirlitsmaður er Þórarinn Dúi Gunnarsson og varadómari er Þorvaldur Árnason
Eyða Breyta
Fyrir leik
Innyrðis viðureignir

Liðin hafa þegar mæst tvisvar á þessu tímabili í deild og bikar. síðasta viðureign þessara liða endaði í 3-2 sigri Framara í bikarnum þar sem Fram vann í framlengdum leik.

Síðustu 5 leikir þessara liða hafa endað í 3 sigrum Framara og 2 sigrum Leiknismanna. Sameiginleg markatala í þessum leikjum er Fram með 9 mörk og Leiknir með 10 mörk.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leiknismenn í bullandi fallbaráttu
'
Leiknir situr í 11. sæti eins og er en eiga þó 2 leiki til góða á FH sem eru bara með 1 stigi meira. Leiknir hefur nú tapað 3 leikjum í röð en Breiðhyltingar vonast til þess að þeirra nýi framherji Zean Peetz Dalügge sem skoraði gegn Keflavík í síðasta leik geti leitt þá til öryggis í deildinni.
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Skemmtikraftarnir í Úlfarsárdal

Framarar hafa komið öllum á óvart í sumar og sitja eins og er í 8. sæti deildarinnar þar sem lang flestir spáðu þeim neðsta sæti fyrir mót. Auk þess hafa þeir oft boðið upp á mikla markaleiki og fremst í flokki í markaskorun þeirra hefur verið Guðmundur Magnússon með 11 mörk í sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textaæysingu frá leik Fram gegn Leikni í Úlfarsárdal í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:15
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
0. Óttar Bjarni Guðmundsson ('46)
5. Daði Bærings Halldórsson
10. Kristófer Konráðsson ('71)
15. Birgir Baldvinsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Emil Berger
21. Róbert Hauksson ('71)
24. Loftur Páll Eiríksson
28. Zean Dalügge ('81)
80. Mikkel Jakobsen ('71)

Varamenn:
1. Atli Jónasson (m)
2. Hjalti Sigurðsson ('46)
6. Karan Gurung
9. Mikkel Dahl ('71)
19. Jón Hrafn Barkarson ('71)
26. Róbert Quental Árnason ('71)
33. Davíð Júlían Jónsson ('81)

Liðstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson

Gul spjöld:
Emil Berger ('25)
Loftur Páll Eiríksson ('43)
Sigurður Heiðar Höskuldsson ('62)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('62)

Rauð spjöld: