Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Stjarnan
2
4
KA
Jóhann Árni Gunnarsson '9 , víti 1-0
1-1 Nökkvi Þeyr Þórisson '19
1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson '35
Jóhann Árni Gunnarsson '40 , víti 2-2
2-3 Nökkvi Þeyr Þórisson '42 , víti
2-4 Nökkvi Þeyr Þórisson '77 , víti
21.08.2022  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Töfrateppið á sínum stað og gott veður fyrir fótbolta
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1127
Maður leiksins: Nökkvi Þeyr Þórisson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
Björn Berg Bryde
6. Sindri Þór Ingimarsson (f)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson ('90)
7. Eggert Aron Guðmundsson
7. Einar Karl Ingvarsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('83)
9. Daníel Laxdal
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('83)
22. Emil Atlason
23. Óskar Örn Hauksson ('70)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
3. Tristan Freyr Ingólfsson ('83)
17. Ólafur Karl Finsen ('83)
19. Daníel Finns Matthíasson ('70)
31. Henrik Máni B. Hilmarsson
32. Örvar Logi Örvarsson ('90)
35. Helgi Fróði Ingason

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson

Gul spjöld:
Emil Atlason ('23)
Daníel Laxdal ('63)
Eggert Aron Guðmundsson ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Geggjaður sigur KA manna í frábærum fótboltaleik sem hafði nánast allt upp á að bjóða!

Þakka fyrir samfylgdina og minni á viðtöl og skýrslu á eftir.
91. mín
KA fara með þrjú stig norður það er nokkuð ljóst!

+5 í uppbót!
90. mín
Inn:Örvar Logi Örvarsson (Stjarnan) Út:Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
90. mín
Inn:Bjarni Aðalsteinsson (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
88. mín
Ísak liggur í jörðinni og virðist hafa tognað eða eitthvað álíka og virkar hann mjög vonsvikinn á vellinum, aftan í læri sýnist mér
84. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
84. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
83. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
83. mín
Inn:Tristan Freyr Ingólfsson (Stjarnan) Út:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
Gaman að sjá Tristan aftur á vellinum!
79. mín Gult spjald: Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
77. mín Mark úr víti!
Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
Eins og ég sagði, ÞAÐ VAR MARK Í LOFTINU!!!!

Íssssskaldur og gefur bara boltann í hægra hornið og sendir Halla í vitlaust horn!

ÞRENNA frá Nökkva takk fyrir og stoðsending í þokkabót!!
76. mín
VÍTI FYRIR KA!!!!

Enn og aftur bara klárt víti þar sem að Þórarinn hamrar aftan í Elfar Árna

Rosalega klaufalegt
75. mín
Eggert Aron með frábæran sprett upp allann kantinn, kemst inn á teig þar sem að boltinn hrekkur svo af honum fyrir markið þar sem tveir Stjörnumenn standa bara og horfa á í stað þess að ráðast á knöttinn

Það er eitthvað mark í loftinu hérna í Garðabæ veit bara ekki hvoru megin það kemur
70. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) Út:Óskar Örn Hauksson (Stjarnan)
Óskar flottur á kantinum í kvöld þar sem Blö-arinn vill haf´ann á vellinum!

Danni Finns kemur inn á í hans stað
70. mín
Ísak Andri fær boltann rétt fyrir utan teig og reynir skot í fjærhornið en það er máttlaust og beint í hendurnar á Jajalo!
68. mín
Hornspyrna frá hægri sem Stjarnan á, Einar Karl tekur spyrnuna inn á teig, Jóhann Árni nær að skalla á markið en auðveldur bolti fyrir Jajalo sem handasamar knöttinn!
66. mín Gult spjald: Þorri Mar Þórisson (KA)
65. mín
Grímsi reynir skot úr aukaspyrnu í markmannshornið en Halli slær boltann út í miðjan teiginn og Eggert Aron nær að hreinsa frá!
63. mín Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)
Aukaspyrna á stórhættulegum stað!
60. mín
DANÍEL HAFSTEINSSON!!!

Skyndisókn hjá KA þar sem að boltinn endar hjá Bogaert sem á geggjaða sendingu á fjærstöngina þar sem að Danni Hafsteins er nánast inn í markinu en reynir að vera sniðugur og skallar boltann fyrir markið í átt að Nökkva en Nökkvi nær ekki til hans

Daníel hefði getað skallað í opið markið...
59. mín
Inn:Gaber Dobrovoljc (KA) Út:Ívar Örn Árnason (KA)
58. mín
Stjörnufólk í stúkunni orðið mjög pirrað út í Vilhjálm dómara og finnst hann ekki vera leyfa leiknum að fljóta nægilega mikið..
55. mín
Ekki mikið gerst fyrstu 10 nema bara liðin að komast í ágætar stöður en klikka alltaf á úrslitasendingunni

Núna liggur Ívar niðri og þarfnast aðhlynningu.
50. mín
Seinni farið ansi hægt af stað, líkt og byrjunin í fyrri!

Vonum að það fari að færast meira líf í þetta!
46. mín
Inn:Bryan Van Den Bogaert (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
46. mín
Seinni farinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Hreint út sagt mögnuðum fyrri hálfleik lokið hér á Samsungvellinum

Megi seinni bjóða upp á sömu skemmtun! Sjáumst aftur eftir rúmar 15 mínútur.
45. mín
Óskar Örn reynir skot fyrir utan teig og ég sver að þessi var á leiðinni í Samúel fjær en Ívar Örn náði að skalla í hornspyrnu!
42. mín Mark úr víti!
Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
ÍSKALDUR!!

Hægri fótur vinstra horn og Halli í rangt horn!!

Þetta er algjör þvæla þessi leikur!!!
41. mín
KA AÐ FÁ VÍTI HVAÐ ER AÐ GERAST!!!!!


BBB í algjöru brasi og ætlar að skýla boltanum til Halla en Elfar Árni kemst inn í boltann og potar framhjá Halla sem fellir hann niður!
40. mín Mark úr víti!
Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Emil Atlason
Tæpt var það maður lifandi!!!

Sama horn og áðan og aftur fer Jajalo í rétt horn en Jajalo blakaði boltanum í stöngina og inn!!

Þvílíkur veislu fyrri hálfleikur sem er að eiga sér stað hérna í Garðabæ!
38. mín
ANNAÐ VÍTI FYRIR STJÖRNUNA!!!!

Klárt víti sýndist mér!
35. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
35. mín
ÍSAK!!!!

Danni Lax með geggjaða sendingu inn á teig þar sem Ísak kemur á ferðinni og á sturlaðann flugskalla millimetrum framhjá markinu

Hefði verið rosalegt mark!
35. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Nökkvi Þeyr Þórisson
GRÍMSI !!!!!!

Rodri með geggjaða sendingu á Nökkva sem var búinn að koma sér fyrir í millisvæðinu fræga, Nökkvi keyrir í átt að teignum og rennir boltanum inn fyrir á Hallgrím Mar sem er í mjög þröngu skotfæri en rennir boltanum milli fóta Halla Björns í markinu!!

Geggjað mark!!
34. mín
Jæja eins og er lítur allt út fyrir að Eggert klári allavega þennann fyrri hálfleik, sem er hið besta mál
33. mín
Nökkvi með hættulega sendingu inn á teig sem að fer í gegnum allann pakkann en AD1 dæmir hornspyrnu..
30. mín
Sýnist Eggert Aron vera búinn að ljúka leik hérna í kvöld en hann sest í grasið og virðist vera búinn að togna... Daníel Finns er að hita vel upp

Uppfært: Eggert er kominn aftur inn á en spurning hvort hann nái að halda leik áfram þar sem hann er haltur
25. mín
NÖKKVI!!

Alvöru kúla frá Rodri út til vinstri á Nökkva sem keyrir upp kantinn, Nökkvi kemst að teignum og fer á hægri fótinn sinn góða og á frábært skot réééétt framhjá markinu!

Alvöru sveigur á þessu skoti og alvöru löpp sem þessi drengur er með!
23. mín Gult spjald: Emil Atlason (Stjarnan)
Spes spjald þar sem hann og leikmaður KA fóru upp í skallaeinvigi og þeir skölluðu hvorn annann...
19. mín MARK!
Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Stoðsending: Sveinn Margeir Hauksson
Hver annar??????

Hrannar Björn felldur niður en Vilhjálmur gerir frábærlega og leyfir hagnað, Hrannar gefur á Svein Hauksson sem kemur með fyrirgjöf frá hægri, þar endar boltinn hjá Nökkva inn í teignnum og Nökkvi fer á hægri fótinn sinn og á fast skot í fjærhornið!

Kominn núna með 14 mörk í síðustu 10 leikjum (deild og bikar), magnaður!
17. mín
Hornspyrna inn á teiginn frá Sveini Margeiri þar sem að Ívar Orri nær að setja höfuðið í boltann og skallar rétt yfir markið!
15. mín
Hætta á ferðum!!

Hornspyrna sem KA menn eiga frá vinstri! Sveinn Margeir tekur spyrnuna inn á teig þar sem að boltinn dettur út til Hallgríms, Hallgrímur setur boltann á vinstri fótinn sinn og á hörku skot sem fer í varnarmann og rétt framhjá markinu!
12. mín
Fyrsta skipti í hóp í sumar

Virkilega gaman að sjá að Tristan Freyr Ingólfsson vinstri bakvörður Stjörnunnar er í hóp en hann sleit krossband fyrir rúmu ári síðan. Tristan var frábær fyrir Stjörnuna í fyrra og er gaman að sjá hann er kominn aftur
9. mín Mark úr víti!
Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Emil Atlason
Stjörnumenn komnir yfir!!!!

Jóhann Árni með roooosalega gott víti í vinstra hornið þar sem að Jajalo nær ekki til boltans!

Svona á að taka víti!
8. mín
VÍTI!!!! Fyrir Stjörnuna!

Jóhann Árni potar boltanum inn fyrir á Emil sem kemst einn á einn gegn Jajalo, potar boltanum rétt framhjá markinu en er svo felldur af Jajalo í leiðinni

Eftir að hafa séð þetta í Slow Motion vél Stöðvar 2 Sport þá er alveg hægt að réttlæta vítaspyrnu þarna. Hlakka til að sjá hvað Hallgrími þjálfara finnst eftir leik
4. mín
Ja hérna hér!

Hrannar Björn með boltann hægra megin í vörn KA manna og reynir sendingu til baka á Jajalo en hún er ekki góð. Emil og Jajalo fara í kapphlaup um að ná boltanum og það er Emil sem nær að tækla boltann í átt að marki en framhjá fer boltinn!
2. mín
Þeir eru nokkrir sem hafa leikið stöðu hægri bakvarðar í sumar hjá Stjörnunni en í kvöld var það Daníel Laxdal sem varð fyrir valinu í fjarveru Elís Rafns.
1. mín
Leikur hafinn
Koma svooooo! Mörk í þennan leik!
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin!

Ágúst Gylfason gerir þrjár breytingar á sínu liði frá 6-1 tapinu gegn Val í síðustu umferð en Einar Karl, Jóhann Árni og Óskar Örn Hauksson koma inn í stað Guðmundar Baldvins, Elís Rafns Björnssonar og Daníel Finns.

Arnar Grétarsson sem er í banni í kvöld gerir hins vegar engar breytingar frá 3-0 sigri sinna manna á ÍA í síðustu umferð en Hallgrímur Jónasson stýrir KA í kvöld í fjarveru Arnars.
Fyrir leik

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar

Hin unga og efnilega Ólöf Sigríður Kristjánsdóttir, leikmaður Þróttar var spámaður Fótbolta.net fyrir þessa 18.umferð og svona spáir hún leiknum

Stjarnan - KA 0:2
Það verður mikill hiti í þessum leik og möguleg rauð spjöld en þetta eru tvö virkilega sterk lið sem gaman hefur verið að fylgjast með í sumar. Stjörnumenn verða hins vegar því miður ekki búnir að jafna sig eftir skellinn á móti Val þannig að KA vinnur öruggan 2-0 sigur. Nökkvi með bæði mörkin
Fyrir leik
Villi Alvar dæmir !

Vilhjálmur Alvar dæmir þennan rosalega leik og honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Andri Vigfússon. Varadómari í kvöld er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson.
Fyrir leik
Leikurinn á Dalvík

Fyrr á tímabilinu mættust þessi lið á Dalvík þar sem að Stjörnumenn unnu þægilegan 0-2 sigur þar sem að Ísak Andri Sigurgeirsson og Emil Atlason skoruðu mörk Garðbæinga.

Þegar þessi lið mættust á Samsung í fyrra þá unnu KA dramatískan 0-1 sigur þar sem að Elfar Árni skoraði sigurmarkið þegar 10 mínútur voru til leiksloka.
Fyrir leik
Addi G ennþá í banni

Eftir fræga 5 leikja bannið sem Arnar fékk eftir leik gegn KR 2. ágúst þá er ljóst hann er ennþá í banni í kvöld og er þetta þriðji leikurinn sem Arnar er í leikbanni.

Fyrir leik
Nökkvi er á eldi !

Þessi drengur verið gjörsamlega magnaður og eins og er þá er Nökkvi markahæsti leikmaður BDK. Hér má sjá hans tölfræði í síðustu 9 leikjum, geggjaður
Fyrir leik
6 stiga leikur í Garðabæ

Dömur mínar og herrar veriði hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Samsungvellinum þar sem að Stjörnumenn fá KA menn frá Akureyri í heimsókn í 18.umferð Bestu Deildar karla. Geggjaður leikur framundan!
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
Hallgrímur Mar Steingrímsson
3. Dusan Brkovic
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason ('59)
7. Daníel Hafsteinsson ('90)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('84)
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('46)
27. Þorri Mar Þórisson
30. Sveinn Margeir Hauksson ('84)

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
14. Andri Fannar Stefánsson ('84)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson
26. Bryan Van Den Bogaert ('46)
28. Gaber Dobrovoljc ('59)
29. Jakob Snær Árnason ('84)
77. Bjarni Aðalsteinsson ('90)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Petar Ivancic
Magnús Birkir Hilmarsson
Branislav Radakovic
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic
Eiður Benedikt Eiríksson

Gul spjöld:
Elfar Árni Aðalsteinsson ('35)
Þorri Mar Þórisson ('66)

Rauð spjöld: