HS Orku völlurinn
miðvikudagur 24. ágúst 2022  kl. 18:00
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Hægur vindur og veður með fínasta móti. Völlurinn lítur vel út.
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Bergrós Ásgeirsdóttir
Keflavík 0 - 2 Selfoss
0-1 Brenna Lovera ('3)
0-2 Íris Una Þórðardóttir ('59)
Byrjunarlið:
1. Samantha Leshnak Murphy (m)
7. Silvia Leonessi ('67)
9. Snædís María Jörundsdóttir ('84)
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Ana Paula Santos Silva
17. Elín Helena Karlsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir ('67)
26. Amelía Rún Fjeldsted ('75)
33. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
34. Tina Marolt ('84)

Varamenn:
12. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('84)
18. Elfa Karen Magnúsdóttir ('67)
19. Kristrún Blöndal
20. Saga Rún Ingólfsdóttir ('84)
28. Gunnhildur Hjörleifsdóttir
30. Marín Rún Guðmundsdóttir ('67)
98. Erin Amy Longsden ('75)

Liðstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Óskar Rúnarsson
Katrín Jóhannsdóttir
Luka Jagacic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
94. mín Leik lokið!
Sigur Selfosskvenna staðreynd og sanngjarn telst hann.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
Eyða Breyta
92. mín
Erin Amy við það að sleppa í gegn og lætur vaða en boltinn beint á Tiffany.
Eyða Breyta
90. mín
Susanna með hörkuskot af 20 metrum sem svífur rétt framhjá vinklinum.

Uppbótartími er að minnsta kosti 4 mínútur.
Eyða Breyta
88. mín Auður Helga Halldórsdóttir (Selfoss) Brenna Lovera (Selfoss)

Eyða Breyta
88. mín Brynja Líf Jónsdóttir (Selfoss) Íris Una Þórðardóttir (Selfoss)

Eyða Breyta
84. mín Saga Rún Ingólfsdóttir (Keflavík) Snædís María Jörundsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
84. mín Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (Keflavík) Tina Marolt (Keflavík)

Eyða Breyta
83. mín Embla Dís Gunnarsdóttir (Selfoss) Þóra Jónsdóttir (Selfoss)

Eyða Breyta
82. mín
Heldur farið að styttast í þessu hér í Keflavík og heimakonur þurfa að fara að sýna klærnar ætli þær sér eitthvað úr þessum leik.
Eyða Breyta
79. mín
Þóra Jónsóttir í fínu skotfæri við teig Keflavíkur en boltinn beint á Samönthu.
Eyða Breyta
77. mín Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) Katla María Þórðardóttir (Selfoss)

Eyða Breyta
77. mín Katrín Ágústsdóttir (Selfoss) Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss)

Eyða Breyta
75. mín Gult spjald: Íris Una Þórðardóttir (Selfoss)

Eyða Breyta
75. mín Erin Amy Longsden (Keflavík) Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)

Eyða Breyta
71. mín
Sigurrós Eir með skot að marki eftir ágæta sóknarrispu Keflavíkur en boltinn vel yfir markið.
Eyða Breyta
70. mín
Miröndu langar í mark. Lætur vaða í þriðja sinn hér í síðari hálfleik. Í þetta sinn fer boltinn hárfínt yfir markið.
Eyða Breyta
67. mín Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík) Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
67. mín Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík) Silvia Leonessi (Keflavík)

Eyða Breyta
65. mín
Miranda með skot úr teignum en Samantaha enn vel á verði og ver í horn.

Verið virkilega góð í markinu fyrir utan þessi mistök í upphafi.
Eyða Breyta
62. mín
Keflavík freistar þess að sækja hratt. Dröfn með fyrirgjöf frá hægri en algjör æfingarbolti fyrir Tiffany sem grípur næsta auðveldlega.
Eyða Breyta
59. mín MARK! Íris Una Þórðardóttir (Selfoss)
Mikið kaðrak í teignum eftir hornið en að lokum dettur boltinn fyrir fætur Írisar sem tvínónar ekkin við hlutina og setur boltann í markið af stuttu færi.
Eyða Breyta
58. mín
Samantha aftur að verja frábærlega.

Nú var það Miranda fær fínasta skotfæri í D-boganum en Samantha skutlar sér í hornið og slær boltann afturfyrir.
Eyða Breyta
56. mín
Bergrós fer illa með Sigurós Eir úti á vængnum en fyrirgjöf hennar auðveld viðureignar fyrir Samönthu.
Eyða Breyta
54. mín
Keflavík að banka. Snædís María með boltann í teignum en er óákveðin og gestirnir hreinsa. Boltinn aftur inn á teiginn og aftur fyrir fætur Snædísar en nú inn á markteig. Sif Atla bjargar með góðri tæklingu og Keflavík fær horn.

Ekkert verður úr horninu.
Eyða Breyta
53. mín
Brenna með máttlítin skalla að marki Keflavíkur sem veldur Samönthu takmörkuðum áhyggjum.

Aníta er mætt aftur inn á.
Eyða Breyta
52. mín
Aníta Lind er sest á völlinn og kennir sér meins. Mjög mikilvæg á miðju Keflavíkur og væri mikill skellur fyrir liðið að missa hana út.
Eyða Breyta
50. mín
Lítið sem ekkert gerst þessar fyrstu fimm mínútur síðari hálfleiks. Selfoss haldið boltanum betur en ekkert meira um það að segja.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimkonur sparka þessu í gang aftur.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Flautað til háfleiks hér í Keflavík. Staðan sanngjörn heilt yfir. Gestirnir verið skarpari en heimakonur átt sínar rispur án þess þó að ógna marki gestaliðsins að neinu viti.

Komum aftur eftir um það bil korter með síðari hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín
Unnur Dóra í dauðafæri í teig Keflavíkur, alein og þarf bara að setja boltann í netið en hittir hann illa og setur boltann framhjá markinu.
Eyða Breyta
40. mín
Þung pressa Selfyssinga sem skilar þó engu nema innkasti. Einhver 3 ef ekki 4 skot úr teignum sem fara í varnarmann, veik köll um hendi en boltinn að endingu í innkast.
Eyða Breyta
38. mín
Dröfn í hörkufæri í teig Selfyssinga en setur boltann beint á Tiffany. Þar fyrir utan fer flaggið á loft og það hefði ekki talið.
Eyða Breyta
37. mín
Mjög rólegt yfir þessu. Keflavík heldur verið að sækja í sig veðrið en ekkert náð að skapa sér af viti fyrir því.
Eyða Breyta
31. mín
Selfoss sækir hratt upp vinstra megin, boltinn á Miröndu í teignum en skot hennar auðvelt viðureignar fyrir Samönthu.
Eyða Breyta
26. mín
Katla María með skot af svipuðu færi og Bergrós áðan en boltinn svífur yfir markið.
Eyða Breyta
22. mín
Bergrós með stórkostlegt skot af 22-25 metra færi og Samantha þarf að taka á öllu sínu. Markvörðurinn gerir það þó vel og slær boltann yfir slánna og í horn.

Úr horninu verður ekkert.
Eyða Breyta
18. mín
Selfoss að banka á dyrnar á ný.

Brenna með skot að marki en beint í fang Samönthu.
Eyða Breyta
15. mín
Mjög rólegt yfir þessu eins og stendur. Selfoss verið meira með boltann síðustu mínútur en ekkert skapað sér.

Keflavíkurliðið verið að sitja neðarlega og varist vel.
Eyða Breyta
10. mín
Aftur heimakonur, Ana að reyna þræða boltann innfyrir á Amelíu en Selfyssingar hreinsa í horn.
Eyða Breyta
9. mín
Og þó, Keflavík vinnur boltann hátt á vellinum og sækir hratt. Sylvia með boltann fyrir en Ana Paula hittir boltann ekki almennilega úr ágætu færi í teignum og setur hann framhjá.
Eyða Breyta
8. mín
Gestirnir verið mun frískari hér í byrjun og heimakonum gengið illa að halda boltanum og lítill taktur verið í leik þeirra.
Eyða Breyta
3. mín MARK! Brenna Lovera (Selfoss), Stoðsending: Bergrós Ásgeirsdóttir
Ekki tók það gestina langan tíma að komast yfir.

Bergrós Ásgeirsdóttir með fyrirgjöf langt utan af kanti sem Samantha reiknar með að fá í fangið og stígur út og tekur ekkin eftir Brennu í teignum. Brenna sem stendur alein í teig Keflavíkur nýtir sér það og skallar boltann í tómt markið .

Hreint út sagt hræðilegur varnarleikur.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík það eru gestirnir sem hefja hér í leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tríóið

Helgi Ólafsson flautar leikinn í kvöld en honum til aðstoðar eru Guðni Freyr Ingvason og Daníel Ingi Þórisson. Fjórði dómari er Guðmundur Valgeirsson og eftirlitsmaður KSÍ er Jón SveinssonEyða Breyta
Fyrir leik
Nokkrar snúa á kunnulegar slóðir

Það eru leikmenn í liði Selfoss í dag sem þekkja vel til á HS Orkuvellinum í Keflavík. Markvörðurinn Tiffany Sornpao lék með liði Keflavíkur í fyrra og átti stóran part af því að liðið hélt sér uppi sem nýliði en hún átti virkilega gott tímabil með liði Keflavíkur í fyrra. Þá eru tvíburarnir Katla María og Íris Una Þórðardtur í liði Selfoss en þær eiga báðar fjölda leikja fyrir Keflavík.Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík

Lið Keflavíkur steig stórt skref í þeirri baráttu að halda sér í deildinni þegar þær unnu 3-2 útisigur á liði Aftureldingar í Mosfellsbæ. Þar átti Amelía Rún Fjelsted stórleik og lagði upp tvö af mörkum liðsins auk þess sem vítaspyrna var dæmd eftir að skot hennar fór í hönd varnarmanns í teignum.

Keflavíkurliðið er þó langt í frá öruggt en getur farið ansi langt með að tryggja sæti sitt í Bestu deildinni að ári með sigri hér í kvöld.Eyða Breyta
Fyrir leik
Selfoss

Eftir frábæra byrjun á mótinu hefur lið Selfoss ekki átt neitt sérstöku gengi að fagna upp á síðkastið. 4 stig hafa komið í pokann góða í síðustu fimm leikjum en þó bót í máli að 3 af þeim komu í sigri á Þór/KA í síðustu umferð. Biðin hefur þó verið löng hjá liði Selfoss sem fyrir leikinn gegn Þór/KA fagnaði síðast sigri i deildinni þann 1.júní síðastliðinn.Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Selfoss í 14.umferð Bestu deildar kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Tiffany Sornpao (m)
3. Sif Atladóttir
4. Íris Una Þórðardóttir ('88)
5. Susanna Joy Friedrichs
6. Bergrós Ásgeirsdóttir ('77)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f)
16. Katla María Þórðardóttir ('77)
20. Miranda Nild
21. Þóra Jónsdóttir ('83)
22. Brenna Lovera ('88)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Varamenn:
13. Karen Rós Torfadóttir (m)
2. Brynja Líf Jónsdóttir ('88)
8. Katrín Ágústsdóttir ('77)
9. Embla Dís Gunnarsdóttir ('83)
11. Jóhanna Elín Halldórsdóttir
19. Eva Lind Elíasdóttir ('77)
25. Auður Helga Halldórsdóttir ('88)

Liðstjórn:
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Erna Guðjónsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Björn Sigurbjörnsson (Þ)
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir
Gunnar Geir Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Íris Una Þórðardóttir ('75)

Rauð spjöld: