Würth völlurinn
fimmtudagur 25. ágúst 2022  kl. 19:15
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Eins gott og það verður bara
Dómari: Hallgrímur Viðar Arnarson
Áhorfendur: 326
Maður leiksins: Sigrún Guðmundsdóttir (Augnablik)
Fylkir 1 - 1 Augnablik
0-1 Sigrún Guðmundsdóttir ('2)
1-1 Júlía Katrín Baldvinsdóttir ('31, sjálfsmark)
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Katrín Mist Kristinsdóttir ('33)
3. Mist Funadóttir
9. Vienna Behnke
10. Sunneva Helgadóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
19. Tijana Krstic ('75)
20. Signý Lára Bjarnadóttir
22. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('81)
28. Ragnheiður Ríkharðsdóttir ('54)
30. Erna Sólveig Sverrisdóttir ('89)

Varamenn:
12. Birna Dís Eymundsdóttir (m)
4. Nína Zinovieva ('75)
5. Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir ('89)
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
13. Emilía Dís Óskarsdóttir
14. Karólína Jack ('81)
17. Elísa Björk Hjaltadóttir ('54)
27. Helga Valtýsdóttir Thors ('33)

Liðstjórn:
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Sara Dögg Ásþórsdóttir
Halldór Steinsson
Jón Steindór Þorsteinsson (Þ)
Tinna Harðardóttir
Rakel Logadóttir (Þ)
Stefán Tómas Þórarinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
90. mín Leik lokið!
Fylkir á aukaspyrnu. Bolti inn á teig. DAUÐAFÆRI EN HERDÍS VER. SKOT AFTUR EN VARIÐ. HVERNIG FÓR ÞETTA EKKI INN?

Svo fellur leikmaður Fylkis inn á teig en ekkert dæmt. Sýndist þetta vera rétt.

Svo flautar Hallgrímur af.

Jafntefli niðurstaðan, 1-1. Viðtöl og skýrsla koma inn á eftir.
Eyða Breyta
90. mín
Boltinn inn að línu og Herdís Halla kýlir í burtu.
Eyða Breyta
90. mín
Núna á Fylkir hornspyrnu. Stúkan tekur við sér.
Eyða Breyta
90. mín
Augnablik á hornspyrnu sem Tinna grípur auðveldlega. Hún er fljót að koma þessu í leik!
Eyða Breyta
90. mín Sylvía Eik Sigtryggsdóttir (Augnablik) Sara Svanhildur Jóhannsdóttir (Augnablik)

Eyða Breyta
90. mín
Fáum við sigurmark í þetta?
Eyða Breyta
90. mín
ERUM KOMIN FRAM Í UPPBÓTARTÍMA.
Eyða Breyta
89. mín Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir (Fylkir) Erna Sólveig Sverrisdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
87. mín
Það hefur gengið illa hjá Fylki að ná stjórn á boltanum. Augnablik líklegri þessa stundina.
Eyða Breyta
84. mín
FH er að tryggja sig upp úr þessari deild eins og staðan er núna. Víkingur er að fá HK í Kórnum, staðan þar 1-2.


Eyða Breyta
83. mín
Eva Rut með stórhættulega bolta inn á teig en Fylkiskonur ekki nægilega agressívar í teignum. Þær fá samt hornspyrnu en ná ekki að skalla að marki.
Eyða Breyta
81. mín Karólína Jack (Fylkir) Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
Karólína er búin að vera einstaklega óheppin með meiðsli síðustu ár. Hún kemur hér inn á í sínum fyrsta leik síðan 2019. Hennar fyrsti leikur fyrir Fylki.
Eyða Breyta
80. mín
Fylkir fær hornspyrnu. Augnablik verst vel og kemur boltanum frá.
Eyða Breyta
79. mín
Sunneva bjargar því að Augnablik fái dauðafæri. Þetta var 'interception' í hæsta klassa.


Eyða Breyta
77. mín Bryndís Gunnlaugsdóttir (Augnablik) Emilía Lind Atladóttir (Augnablik)

Eyða Breyta
75. mín Nína Zinovieva (Fylkir) Tijana Krstic (Fylkir)

Eyða Breyta
72. mín
Bæði lið svo sannarlega fengið færi til að skora en þetta er bara ekki að detta.
Eyða Breyta
71. mín
Viktoría París í DAUÐAFÆRI! Með gott hlaup á bak við vörnina, leikur á einn varnarmann og á bara eftir að setja boltann fram hjá Tinnu en hún setur hann yfir markið.

Þetta var færi fyrir Augnablik.
Eyða Breyta
69. mín
Elísa Björk fer fram hjá tveimur og er komin ein á móti Herdísi, en markvörður Augnabliks gerir mjög vel og nær boltanum.
Eyða Breyta
65. mín
VIENNA Í DAUÐAFÆRI
Bolti inn á teiginn og Vienna er alein í teignum en skallar fram hjá. Þarna átti Fylkir að komast yfir.


Eyða Breyta
64. mín Díana Ásta Guðmundsdóttir (Augnablik) Katla Guðmundsdóttir (Augnablik)

Eyða Breyta
59. mín
Hrafnhildur Ása með skot að marki en fram hjá. Liðin skiptast á að sækja.
Eyða Breyta
58. mín
Sólin aðeins að blinda núna. Fylkir á hættulegan bolta inn á teig sem Herdís Halla missir af en það kemur ekki að sök. Boltinn fer ekki á markið.
Eyða Breyta
57. mín Gult spjald: Sigrún Guðmundsdóttir (Augnablik)

Eyða Breyta
54. mín Elísa Björk Hjaltadóttir (Fylkir) Ragnheiður Ríkharðsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
53. mín
Sara Svanhildur með skot rétt fram hjá. Gestirnir að hóta marki!
Eyða Breyta
52. mín
Það er meiri kraftur í gestunum hér til að byrja með. Sama saga og í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
51. mín
Sending upp völlinn og Sara Svanhildur á svo fyrirgjöf sem engin úr liði Augnabliks nær að reka tánna í.
Eyða Breyta
50. mín
Mjög rólegar þessar fyrstu fimm mínútur í seinni. Liðin skiptast á að vera með boltann en engin færi.
Eyða Breyta
46. mín
Larí Larí Lei með Siggu Beinteins var spilað í hálfleik. Núna er ég með það fast á heilanum. Takk fyrir það.


Eyða Breyta
46. mín
LEIKURINN ER HAFINN AFTUR
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Gervigrasið í Árbæum lítur fáránlega vel út. Sólin er að setjast. Fljóðljósin eru komin í gang. Þetta gerist ekki betra!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Stelpur í 7. og 8. flokki Fylkis koma út á völl í hálfleik og fá mikið lófaklapp. Þær hafa verið að standa sig vel í sumar. Skemmtileg upplifun fyrir þær.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hálfleikur hér í Árbænum. Staðan jöfn í hörkuleik. Augnablik byrjaði mun betur en svo sótti Fylkir í sig veðrið eftir því sem leið á hálfleikinn.

Verða áhugaverðar þessar seinni 45 mínútur.


Augnablik tók forystuna í leiknum en Fylkir jafnaði svo.
Eyða Breyta
43. mín
Þetta er bara hörkuleikur, bæði lið átt sínar rispur.
Eyða Breyta
43. mín
Augnablik að skapa usla í kringum teig heimaliðsins. Viktoría París á svo skot í teignum sem fer yfir markið.
Eyða Breyta
40. mín
TINNA BRÁ!
Signý tapar boltanum klaufalega í öftustu línu og Sara Svanhildur sleppur ein í gegn. Tinna Brá gerir frábærlega í að verja skotið! Signý náði aðeins að trufla hana í skotinu líka.


Eyða Breyta
37. mín


Guðrún Karítas hefur verið að koma til baka eftir að hafa eignast barn. Hún hefur verið lífleg í þessum leik og gerði vel í markinu.
Eyða Breyta
35. mín
Ekki mikið um góð færi til þess en samt eru komin tvö mörk. Við fögnum því að fá mörk í þetta!
Eyða Breyta
34. mín
Ragnheiður í mjög fínu færi en Herdís Halla gerir vel og sér við henni. Fylkir nálægt því að taka forystuna strax.
Eyða Breyta
33. mín

Fylkiskonur eru búnar að jafna.
Eyða Breyta
33. mín Helga Valtýsdóttir Thors (Fylkir) Katrín Mist Kristinsdóttir (Fylkir)
Katrín Mist farin meidd af velli.
Eyða Breyta
31. mín SJÁLFSMARK! Júlía Katrín Baldvinsdóttir (Augnablik), Stoðsending: Guðrún Karítas Sigurðardóttir
SJÁLFSMARK!
Guðrún Karítas hleypur upp hægri vænginn og á góða fyrirgjöf sem Júlía Katrín stýrir klaufalega í eigið net. Óheppin þarna.

Staðan orðin jöfn!
Eyða Breyta
29. mín
Sólin hátt á lofti. Mjög fallegt kvöld í Árbænum.
Eyða Breyta
27. mín
Það má reyna þetta!
Eva Rut vinnur boltann og horfir strax í átt að marki. Svo lætur hún vaða af einhverjum 30 metrum, rétt yfir markið. Ekki galin tilraun hjá fyrirliða heimaliðsins.


Eyða Breyta
25. mín
Fylkir aðeins að sækja í sig veðrið eftir erfiða byrjun. Minni á að þær hafa ekki tapað í tíu leikjum í röð.
Eyða Breyta
19. mín
Áhugavert að fremsti leikmaður Augnabliks er Katla Guðmundsdóttir, fædd árið 2007. Hún er dóttir Guðmundar Benediktssonar og Kristbjargar Ingadóttur, sem eru bæði fyrrum landsliðsfólk.

Kristbjörg, móðir hennar, lék með Fylki 2003 og 2004.


Kristbjörg Ingadóttir.
Eyða Breyta
17. mín
Þetta var hættulegt!! Bolti inn á teginn og smá vandræðagangur á varnarmönnum Augnabliks en Herdís Halla handsamar boltann að lokum.
Eyða Breyta
16. mín
Mjög erfið byrjun hjá Fylki, þær eru ekki að ná að tengja tvær sendingar saman.
Eyða Breyta
15. mín
Gaman að sjá að Karólína Jack er á bekknum hjá Fylki. Hún er að koma til baka eftir krossbandsslit.


Eyða Breyta
14. mín
Herdís Halla

Júlía Katrín - Bryndís Halla - Olga Ingibjörg - Harpa

Hrafnhildur Ása - Sigrún - Viktoría París

Emílía Lind - Katla - Sara Svanhildur

Svona myndi ég segja að Augnablik sé að stilla upp en eins og ég, mjög flæðandi.
Eyða Breyta
12. mín
Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra kerfið sem Augnablik er að spila. Mögulega hægt að segja að þetta sé tígulmiðja eða 4-3-3. Mjög flæðandi.
Eyða Breyta
11. mín
Hrafnhildur Ása með geggjaða sendingu í gegn en Katla er aðeins fyrir innan og er dæmd rangstæð. Þetta var afskaplega tæpt.
Eyða Breyta
9. mín
Fylkir fær hornspyrnu sem Eva Rut tekur og lendir boltinn ofan á þaknnetinu.
Eyða Breyta
5. mín
Fylkir er að stilla upp í 4-2-3-1

Tinna Brá

Sunneva - Signý Lára - Tijana - Mist

Eva Rut - Erna Sólva

Katrín Mist - Vienna - Ragnheiður

Guðrún Karítas
Eyða Breyta
4. mín
Stuðningsfólk Fylkis lætur í sér heyra í stúkunni. Þau standa þétt við bakið á sínu liði og það er vel barið á trommuna.
Eyða Breyta
3. mín

Gestirnir tóku forystuna snemma.
Eyða Breyta
2. mín MARK! Sigrún Guðmundsdóttir (Augnablik)
MARK!!!!!
Gestirnir byrja frábærlega. Boltinn berst til Sigrúnar sem skorar með mjög góðu skoti fyrir utan teig. Frábært mark!

Enginn möguleiki fyrir Tinnu sem reynir ekki einu sinni að verja skotið. Hún sér boltann seint.
Eyða Breyta
1. mín
Augnablik byrjar á því að sækja hornspyrnu. Smá hætta inn á teignum en boltinn svo í burtu.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
FLAUTAÐ AF STAÐ! Fylkir byrjar á því að sækja í átt að sundlauginni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl og þetta fer að byrja.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FIMM MÍNÚTUR Í LEIK
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er einhver mættur með trommu í stúkuna, það verða læti hér í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er fínt veður hér í Árbænum. Um að gera að skella sér á völlinn með gott teppi. Gerist ekki betra.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er annars stórleikur í deildinni í kvöld. HK tekur á móti Víkingi Reykjavík en það er hægt að nálgast textalýsingu frá þeim leik með því að smella hérna.

Mist Rúnarsdóttir er í Kórnum. Um er að ræða hörkuleik liðanna í þriðja og fjórða sæti deildarinnar en toppbaráttan er mjög spennandi.


Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Þess má geta að meðalaldurinn hjá byrjunarliði Fylkis er rúm 20 ár. Bæði lið eru að tefla fram mjög ungum liðum í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Meðalaldurinn rúm 16 ár
Það verður að bera virðingu fyrir því sem Augnablik er að gera. Þetta er venslafélag Breiðabliks og í liðinu eru ungar Blikastelpur að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína í meistaraflokki.

Meðalaldur byrjunarliðsins í kvöld er bara 16,6 ár.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Fylkir vann fyrri leikinn
Fyrri leikur þessara liða endaði með 0-2 sigri Fylkis. Vienna Behnke og Tinna Harðardóttir gerðu mörk Fylkis í þeim leik.

Ég hef séð þessi lið spila nýverið og ég býst við hörkuleik hérna í kvöld. Ég myndi telja Fylki aðeins sigurstranlegri.


Vienna Behnke.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin fyrir þennan leik eru klár og má sjá þau efst á síðunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið eru í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Fylkir er með 16 stig og Augnablik er í áttunda sæti með tólf stig.

Fylkir hefur ekki tapað í tíu leikjum í röð!


Úr leik hjá Fylki í sumar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og Augnabliks í Lengjudeild kvenna. Leikið er í Árbænum.

Endilega fylgist með!


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir
5. Bryndís Halla Gunnarsdóttir
7. Katla Guðmundsdóttir ('64)
9. Viktoría París Sabido
10. Emilía Lind Atladóttir ('77)
13. Sigrún Guðmundsdóttir
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (f)
16. Harpa Helgadóttir
19. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir ('90)
20. Júlía Katrín Baldvinsdóttir

Varamenn:
21. Dísella Mey Ársælsdóttir (m)
4. Bryndís Gunnlaugsdóttir ('77)
6. Emilía Halldórsdóttir
11. Díana Ásta Guðmundsdóttir ('64)
22. Sveindís Ósk Unnarsdóttir
23. Brynja Dögg Benediktsdóttir
25. Sylvía Eik Sigtryggsdóttir ('90)

Liðstjórn:
Hermann Óli Bjarkason
Úlfar Hinriksson
Kristrún Lilja Daðadóttir (Þ)
Þórdís Katla Sigurðardóttir
Birta Hafþórsdóttir
Rebekka Sif Rúnarsdóttir
Hilmar Þór Sigurjónsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Sigrún Guðmundsdóttir ('57)

Rauð spjöld: