Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Grindavík
2
2
Vestri
0-1 Vladimir Tufegdzic '25
0-2 Daníel Agnar Ásgeirsson '75
Aron Jóhannsson '81 1-2
Guðjón Pétur Lýðsson '83 , víti 2-2
27.08.2022  -  14:00
Grindavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Bongóblíða og völlurinn flottur.
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Vladimir Tufegdzic
Byrjunarlið:
Marinó Axel Helgason
1. Aron Dagur Birnuson
5. Nemanja Latinovic
6. Viktor Guðberg Hauksson
7. Juanra Martínez ('79)
9. Josip Zeba
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Tómas Leó Ásgeirsson ('58)
14. Kristófer Páll Viðarsson ('58)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('79)
23. Aron Jóhannsson (f)

Varamenn:
8. Hilmar Andrew McShane ('79)
11. Símon Logi Thasaphong ('58)
15. Freyr Jónsson ('58)
29. Kenan Turudija ('79)
80. Guðmundur Fannar Jónsson

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Alexander Birgir Björnsson
Haukur Guðberg Einarsson
Vladimir Vuckovic
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:
Juanra Martínez ('64)
Guðjón Pétur Lýðsson ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ekkert varð úr horninu og niðurstaðan jafntefli. Heimamenn væntanlega sáttari með úrslit leiksins úr því sem komið var en Vestramenn verða hundfúlir í flugi.
96. mín
Vestri fær horn.

Það var ekki mikið að marka mína uppbótartíma yfirýsingu.
94. mín
Menn að reima skó og annað. Enn mínúta eftir að ég tel.
93. mín
Giska á að hefðbundnar þrjár hafi verið settar í uppbótartíma. Tíminn að renna út ef svo er.
91. mín
Grindavík sækir. Fá hér tvær hornspyrnu í röð. Er dramatík í þessu?
90. mín
Inn:Toby King (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
86. mín
Vestri sækir og vinnur horn.

Boltinn skallaður út en kemur rakleiðis aftur fyrir markið þar sem mér sýnist Pétur skalla að marki en boltinn framhjá.
83. mín Mark úr víti!
Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Þetta er fljótt að breytast, Marvin í rétt horn en spyrnan hjá Gauja góð og í netið fer hún.

Alvöru viðsnúningur.
82. mín
Grindavík er að fá vítaspyrnu eða hvað? Mikil fundarhöld við teig Vestra.

Jú víti er það. Gaui tekur.

Sá ekki hver braut né á hverjum né get dæmt um hvort dómurinn sé réttur. Veðurtengd vandamál með sólina í augum.
81. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Grindavík)
Heimamenn að hleypa spennu í þetta.

Lagleg sókn upp vinstri vængin þar sem Aron og Símon Logi leika sín á milli. Símon setur boltann innfyrir fyrir Aron að elta, Marvin mætir honum en nær ekki valdidi á knettinum sem Aron setur í markið af mjög stuttu færi.
79. mín
Inn:Kenan Turudija (Grindavík) Út:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
79. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Grindavík) Út:Juanra Martínez (Grindavík)
75. mín MARK!
Daníel Agnar Ásgeirsson (Vestri)
Fínasta innkoma hjá Daníel.

Eftir hornspyrnu dansar boltinn manna á milli á markteig uns hann berst fyrir fætur Daníels sem getur ekki annað en sett hann í netið af stuttu færi.

Stigin þrjú færast nær Djúpinu.
74. mín Gult spjald: Daníel Agnar Ásgeirsson (Vestri)
Fær gult fyrir brot.
73. mín
Gaui er vel heitur og er enn að láta Guðmund heyra það. Verður að passa sig á spjaldi að fara ekki yfir strikið.
72. mín
Inn:Daníel Agnar Ásgeirsson (Vestri) Út:Martin Montipo (Vestri)
71. mín
Pétur Bjarna í fínasta færi í teignum sen setur boltann beint í varnarmann, svo dæmdur brotlegur þegar hann reynir að ná frákastinu.
70. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Skil Gauja að vera ósáttur. Klárlega brotið á honum þegar hann freistar þess að setja Dag Inga í álitlega stöðu. Sergine Fall heldur honum og tefur þannig að Dagur er í rangstöðu þegar sendingin kemur. Flaggið fer á loft en Gaui fær enga aukaspyrnu og lætur Guðmund heyra það og uppsker fyrir það gult spjald.
69. mín
Nemo með skot af löngu færi en boltinn vel framhjá markinu.
64. mín Gult spjald: Juanra Martínez (Grindavík)
Sleppur einn í gegn eftir laglegt spil en missir boltann of langt frá sér. Marvin á undan í boltann og Juan keyrir í hann af fullum þunga.

Dæmdur brotlegur og fullkomnlega réttlætanlegt spjald. Átt lítin sem engan möguleika á að ná til boltans.

Marvin þarf aðhlynningu en virðist í lagi.
62. mín
Símon Logi í dauðfæri í teig Vestra en virðist ekki átta sig á því sjálfur. Gerir í það minnsta hálf sérstaka tilraun til þess að ná til boltans í markteignum sem rúllar í rólegheitum afturfyrir.
60. mín
Nemanja atinovic í ágætri stöðu í teignum en skon hans í varnarmann. Heimamenn fá horn en ekkert verður úr.
58. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Grindavík) Út:Kristófer Páll Viðarsson (Grindavík)
58. mín
Inn:Freyr Jónsson (Grindavík) Út:Tómas Leó Ásgeirsson (Grindavík)
54. mín
Kristófer Páll með skot en hittir boltann afar illa og fer hann víðsfjarri markinu.

Fær sem 10 fyrir listræna tjáningu á vonbrigðum sínum með skotið. Þau voru gæðamikil.
52. mín
Tufa með hörkuskot úr D-boganum en boltinn framhjá markinu. Gestirnir mun ákveðnari hér í upphafi.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Liðin skipt um helming eins og venja er. Heimamenn setja þetta af stað.
45. mín
Hálfleikur
Hef fengið það staðfest frá Vestra að Elmar hafi átt að byrja þennan leik en ekki hafi orðið úr því. Varð ljóst rétt fyrir upphafsflautið að hann væri ekki nægilega heill til þess að spila og kom Friðrik í byrjunarliðið í hans stað.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Grindavík í bragðdaufum leik. Vonumst eftir ögn meira fjöri í síðari hálfleik.
41. mín Gult spjald: Friðrik Þórir Hjaltason (Vestri)
Líklegast er skýringin sú að Elmar Atli Garðarson hafi ekki getað hafið leik og Friðrik Þórir komið í hans stað. Ekki hafi gefist tími til að breyta leikskýrlu.
41. mín
Leikmaður númer þrjú hjá Vestra fékk gult spjald. Gallinn er sá að hann er skráður á bekknum og engar skiptingar verið gerðar að mér eða öðru í blaðamannaboxinu.

Förum í málið og sjáum hvað skýrir.
39. mín
Jja Aron Jóhanns með ágætis sprett að teig Vestra en skotið máttlítið og á rangri stefnu og fer framhjá markinu.
38. mín
Það hefur nákvæmlega ekki neitt gerst í Grindavík á þessum sjö mínútum sem liðið hafa frá síðustu færslu.
31. mín
Zeba skorar! Setur boltann í netið eftir talsverðan hamagang í teig Vestra. En það stendur ekki flaggið á lofti.
27. mín
Heimamenn að freista þess að jafna strax og reyna að ná upp pressu. Fá tvö hörn í röð en gestirnir verjast.

Zeba með skot að marki en boltinn í samherja og afturfyrir.
25. mín MARK!
Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Gestirnir komast yfir

Skot að marki sem fer í varnarmann og að marklínunni, Aron freistar þess að skutla sér á boltann en Tufa fyrri til og setur boltann yfir línunna af svona 5 cm færi.
21. mín
Aron Jó vinnur boltann á miðjum vellinum og keyrir í átt að marki, Lætur vaða af um 20 metrum en boltinn í varnarmann og afturfyrir.

Hornið tekið inn á teiginn en Marvin rís hæst og handsamar knöttinn.
16. mín
Guðjón Pétur með skot úr miðjuboganum á eigin vallarhelmingi Marvin Darri framarlega í markinu en með þetta allt á hreinu.
14. mín
Langur bolti inn á teig Vestra sem Dagur Ingi skallar fyrir fætur Tómasar Leó í teignum. Tómas ekki í góðu jafnvægi en nær þó skotinu en í hliðarnetið fer boltinn.

Bæði lið fengið færi á þessu fyrsta tæpa korteri en að öðru leyti vantar allt tempó í þennan leik.
11. mín
Pétur að daðra við að fá spjald hér én sleppur. Freistar þess að klæða Zeba úr treyjunni.

Fær smá tiltal og áfram gakk.
9. mín
Tufa með boltann við D-bogann og lætur vaða. Skotið lélegt og ekki til vandræða fyrir Aron Dag í markinu.
6. mín
Aðeins að liðsfréttum hjá Grindavík. Sigurjón Rúnarsson sem hefur verið fastamaður í vörn liðsins undanfarin tímabil er ekki með í dag. Hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu en reiknar með því að geta mögulega tekið þátt í næsta leik.

Þá er Vladimir Dimitrovski samkvæmt heimildum á meiðslalistanum út tímabilið og á leið heim.
2. mín
Martin Montipo á fysta færi leiksins, nær skallanum að marki eftir fyrirgjöf frá vinstri en skalli hans ekki markviss og fer yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir sparka þessum leik i gang.
Fyrir leik
Ivan vallarstjóri Grindavíkur hefur ekki látið svekkelsi vikunar ergja sig um of í vikunni en Ivan sem er stuðningsmaður Rauðu Stjörnunar í Belgrad horfði á sína menn tapa á dramatískan hátt í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vikunni.

Hann hefur greinilega verið fljótur að skilja við þau úrslit farið í að hugsa um völlinn sem lítur glæsilega út hjá honum í dag.
Fyrir leik
Herrakvöld Vestra

Ég geri ráð fyrir því að Vestramenn ætli sér að vera fljótir að gera sig til og græja eftir leik og halda vestur á ný. Vestri heldur í kvöld Herrakvöld sem kunnir menn segja mér að sé með þeim glæsilegri sem haldin eru. Veislustjórn er í höndum Gumma Ben og öruggt að stuðið verður mikið. Þarf að gera mér ferð vestur eitthvað árið og skella mér.
Fyrir leik
Dómarar

Dómari leiksins er Guðmundur Páll Friðbertsson. Honum til aðstoðar eru þau Rúna Kristín Stefánsdóttir og Tomasz Piotr Zietal. Ólafur Ingi Guðmundsson er svo eftirlitsmaður KSÍ.


Fyrir leik
Fátt í boði annað en stolt og ögn betra sæti

Vestri getur hæst komist í 37 stig með sigri í öllum fjórum leikjunum sem eftir eru og á því afar fjarlægan og ósennilegan möguleika á því að fara upp í Bestu deildina, Grindavík getur mest náð 35 stigum og á því ekki tölfræðilegan möguleika á að ná 2.sæti deildarinnar.

Það er því leikið um fátt annað en stoltið í leik dagsins. Það eitt og sér er þó talsvert fyrir liðin þar sem að bæði lið stefna eflaust hærra að ári og vilja enda tímabilið á góðum nótum og freista þess að byggja ofan á það í vetur.
Fyrir leik
Grindavík

Grindavík er satt að segja á sama stað og Vestri með sitt lið og það umhverfi sem er í kringum það. Maður er ekki viss um hvort menn séu ósáttir við tímabilið og hafi stefnt mun hærra eða hvort menn líta á þetta sem hraðahindrun á vegferð til árangurs.

Heimavöllurinn hefur þó reynst liðinu vel þetta sumarið en alls hafa 17 af 23 stigum liðsins komið í hús á Grindavíkurvelli svo það má til sanns vegar færa að markmið Alfreðs þjálfara liðsins að gera heimavöllinn að vígi sé á ágætri leið.


Fyrir leik
Vestri

Ég verð að viðurkenna að ég hef lítið séð af liði Vestra þetta sumarið og hef því aðeins tölfræði liðsins til þess að meta það útfrá. Ekki það að mitt persónulega mat sé alltaf upp á marga fiska en það er oft ágætt að hafa þó allavega séð lið spila nokkra leiki áður en maður fer að gaspra um þau.

Ég velti þó fyrir mér hvaða augum menn á Ísafirði líta á tímabilið. Metnaðurinn er mikill hjá Vestramönnum og mikið hefur verið lagt í liðið. Horfa menn á tímabilið sem vonbrigði eða eitt skref til baka til uppbyggingar undir nýjum þjálfara? Liðið hefur verið sannkallað ólíkindatól í sumar og tapað gegn liðum á báðum endum deildarinnar en snúið svo dæminu við í næsta leik á eftir. Hvað sem því veldur getum við verið viss um að gæðin eru til staðar í leikmannahópi Vestra til þess að velgja öllum liðum í þessari deild undir uggum en ef menn gleyma að kveikja á þeim fyrir leik hefur sýnt sig að illa getur farið.


Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin líkt og alltaf í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Vestra í 19.umferð Lengjudeildar karla.
Byrjunarlið:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
7. Vladimir Tufegdzic ('90)
10. Nacho Gil
11. Nicolaj Madsen
14. Deniz Yaldir
18. Martin Montipo ('72)
19. Pétur Bjarnason
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
25. Aurelien Norest
27. Christian Jiménez Rodríguez
77. Sergine Fall

Varamenn:
13. Toby King ('90)
16. Ívar Breki Helgason
26. Friðrik Þórir Hjaltason
44. Rodrigo Santos Moitas

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Daníel Agnar Ásgeirsson
Jón Hálfdán Pétursson
Brenton Muhammad
Friðrik Rúnar Ásgeirsson
Patrick Bergmann Kaltoft

Gul spjöld:
Friðrik Þórir Hjaltason ('41)
Daníel Agnar Ásgeirsson ('74)

Rauð spjöld: