Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Valur
1
1
Fram
Haukur Páll Sigurðsson '44 1-0
1-1 Jannik Pohl '87
29.08.2022  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild karla - 19. umferð
Aðstæður: Talsverður vindur á annað markið.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 832
Maður leiksins: Frederik Schram (Valur)
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('81)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Jesper Juelsgård
7. Aron Jóhannsson ('81)
9. Patrick Pedersen ('69)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('69)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Birkir Heimisson ('81)
6. Sebastian Hedlund
8. Arnór Smárason ('81)
13. Rasmus Christiansen
18. Lasse Petry ('69)
19. Orri Hrafn Kjartansson ('69)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson
Helgi Sigurðsson

Gul spjöld:
Patrick Pedersen ('41)
Jesper Juelsgård ('45)
Guðmundur Andri Tryggvason ('54)
Lasse Petry ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skallinn framhjá. Flautað af í kjölfarið.

1-1 jafntefli staðreynd.
95. mín
Fram á aukaspyrnu við miðlínu.
93. mín
832 áhorfendur mættir á Origo völlinn í kvöld.
92. mín
Tryggvi Hrafn með skot en Alex Freyr kemst fyrir!
91. mín
Fimm mínútum bætt við.
90. mín
Framarar liggja á heimamönnum!
89. mín
Tilraun hjá Framörum, missti af því hver átti hana en boltinn endaði í hliðarnetinu utanverðu á marki Vals.
88. mín Gult spjald: Lasse Petry (Valur)
87. mín MARK!
Jannik Pohl (Fram)
Stoðsending: Tiago Fernandes
Framarar jafna!!!
Aukaspyrna lengst utan af velli inn á vítateiginn. Hár bolti inn á teiginn og Jannik skorar.

Einhver rangstöðulykt.
86. mín
Jannik nálægt því að komast í fyrirgjöf en boltinn endar í höndunum á Frederik.
86. mín
Ekkert kom upp úr þessu horni.

Framarar eru að tryllast, pirraðir út í hversu langan tíma taka í allar sínar aðgerðir.
85. mín
Guðmundur gerir vel og kemur sér í fínt skotfæri utarlega í teignum, hann lætur vaða en Frederik ver boltann aftur fyrir.
83. mín
Alex Freyr!

Tryggvi Hrafn fær sendingu frá Birki Heimis í gegn og er í frábæru færi en Alex hendir sér fyrir í annað sinn í leiknum og kemur í veg fyrir skot á mark.
82. mín
Orri Hrafn vinnur hornspyrnu fyrir Val. Fín tækling hjá Má og af honum er boltinn aftur fyrir.

Birkir tekur hornspyrnuna og boltinn fer af Arnóri og aftur fyrir. Fram á markspyrnu.
81. mín
Inn:Arnór Smárason (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
81. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Framarar haft lítinn húmor fyrir Hauki síðustu mínútur.
79. mín
Tiago tók hornspyrnuna, boltinn fer einhvern veginn í gegnum pakkann og í Hlyn Atla á fjærstönginni. Hlynur var í baráttunni við Lasse Petry.
79. mín
FREDERIK SCHRAM!
Tiago lætur vaða fyrir utan teig og boltinn er á leið upp í skeytin fjær. Frederik nær að koma fingri á boltann og þaðan fer hann í slána!
77. mín
Haukur Páll meiðir sig og þarf aðhlynningu.
76. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (Fram) Út:Almarr Ormarsson (Fram)
76. mín
Inn:Jannik Pohl (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
Fyrsti leikurinn í fimm vikur hjá Jannik.
75. mín Gult spjald: Tiago Fernandes (Fram)
Ekkert kom upp úr hornspyrnunni og Tiago stoppar hraða sókn með því að brjóta á Tryggva.
75. mín
Gummi Magg krækir í hornspyrnu fyrir Fram.
73. mín
Már reynir skot af löngu færi sem Frederik er í engum vandræðum með.
69. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Tvöföld breyting hjá Val.
69. mín
Inn:Lasse Petry (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
67. mín
Aron með frábæra sendingu inn í hlaupið hjá Tryggva sem tekur vel við boltanum en Framarar ná svo að komast inn í og Valur fær horn.

Framarar skalla hornspyrnuna í burtu.
67. mín
Hornspyrnan frá Fred fer beint aftur fyrir, smá bras að taka hornspyrnur í þessum vindi.
66. mín
Framarar gera vel í og við vítateig Vals. Endar á að Indriði á fyrirgjöf í varnarmann og Fram á horn.

Fram fær svo annað horn hinumegin.
62. mín Gult spjald: Hlynur Atli Magnússon (Fram)
Sparkaði í höfuðið á Hauki sem fleygði sér í boltann.
61. mín
Tiago með sendingu á vinstri kantinum inn á Alex sem er í fínasta færi en nær ekki að halda botlanum niðri og skotið fer yfir.
59. mín
Úff!

Almarr með sendingu í gegn en hún er of föst fyrir Gumma Magg. Þessi sending þarf að vera betri og Almarr veit það.
57. mín
Már vinnur hornspyrnu fyrir Fram.

Spyrnan frá Tiago í gegnum allan pakkann.
54. mín Gult spjald: Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Rennur einhvern veginn í Almar.
53. mín
HAAAA?

Guðmundur Magnússon!!! Kemst í boltann eftir sendingu frá vinstri, Almarr með sendingu sem Jesper kemst aðeins í. Gummi rennir sér á boltann inn á markteignum og Frederik ver, boltinn fer aftur í Gumma og svo til hliðar.
52. mín
Ólafur ver aftur!

Tryggvi Hrafn með skot vinstra megin úr teignum sem Ólafur ver vel - ýtir boltanum út til vinstri.
50. mín
Ólafur ver!

Valsmenn í góðri sókn, boltinn út til vinstri frá Ágústi á Sigurð Egil sem lætur vaða en Ólafur Íshólm ver.

Í kjölfarið nær Aron til boltans og hefði sennilega getað farið niður í teignum þegar Almarr fór í tæklingu og fengið víti. Aron stóð það af sér og sóknin rann út í sandinn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
Núna spila Framarar með vindi. Engar sjáanlegar breytingar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Valsmenn leiða með einu marki í hálfleik.
45. mín
45+2

Tryggvi fær frábæra sendingu frá Jesper í gegn, lætur vaða en Alex hendir sér fyrir skotið og kemur í veg fyrir að boltinn fari á markið.
45. mín Gult spjald: Jesper Juelsgård (Valur)
45+1

Brýtur á Fred. Aukaspyrna sirka á miðjum vallarhelmingi Vals.
45. mín
45+1

Tveimur mínútum bætt við.
44. mín MARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
Valsmenn leiða!

Hörkufín hornspyrna frá Jesper sem skölluð er út í teiginn. Boltinn berst út á Tryggva sem á góða fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem fyrirliðinn lúrir og kemur boltanum í netið.
43. mín
Patrick með sendingu inn á Ágúst á teignum, Ágúst á tilraun en Ólafur lokar vel á hann og Valur á horn.
41. mín Gult spjald: Patrick Pedersen (Valur)
Minnti smá á fyrra spjaldið á Conor Gallagher um helgina.
39. mín
Valsmenn fá hornspyrnu.

Spyrnan frá Tryggva yfir allan pakkann.
38. mín
Már með tilraun og Haukur rennir sér fyrir og virðist fara aðeins í Má og Framarar vilja víti. Ekkert dæmt, skotið yfir og Frederik er fljótur að hugsa og dúndrar fram.

Þar fyrir hann Tryggva Hrafn en Delphin stoppar þetta álitlega áhlaup Valsmanna.
37. mín
Smá hiti í stúkunni og á bekkjunum þessa stundina, ósætti um nokkra dóma og svona. Allt eins og það á að vera.
33. mín
Haukur Páll reynir þrumuskot af löööööngu færi en það fer í varnarmann og í innkast.
30. mín
Valur fær hornspyrnu. Leikurinn var stopp í um tvær mínútur en Alex er kominn inn á aftur.

Valur fær aðra hornspyrnu.

Seinni spyrnan frá Aroni fer yfir allan pakkann og Fram á markspyrnu.
27. mín
Alex Freyr lendir í samstuði við Sigurð Egil og þarf á aðhlynningu að halda. Höfuðhögg?
26. mín
Patrick í hörkufæri í teignum en skotið hans er ekki sérstakt og Már kemst fyrir það.
23. mín
Þetta heppnaðist ekki hjá Val. Sigurður Egill með háan bolta á fjær á Tryggva en Alex nær að stela boltanum af honum. Birkir Már var vel staðsettur og kom í veg fyrir að Alex slyppi í gegn.

Fram fékk innkast og eftir það átti Alex fína fyrirgjöf sem Frederik þurfti tvær tilraunir til að grípa, smá bras.
22. mín
Valur á hornspyrnu. Sigurður Egill tekur.
19. mín
Tryggvi Hrafn með skot úr aukaspyrnu af löngu færi. Aldrei líklegt.
17. mín
Skemmtilegur trommusláttur í stúkunni, meira svona.
15. mín
Hólmar skallar boltanum frá, Framarar reyna koma boltanum á vinstri kantinn en boltinn fer í Jóhann Inga dómara og stöðva þarf leikinn. Fram heldur boltanum en Valsmenn vinna hann svo.
14. mín
Már krækir í hornspyrnu fyrir Fram.
13. mín
Valur á hornspyrnu.

Aron Jó með spyrnuna og fer hún ofan á þaknetið á marki Fram.
12. mín
Fram á hornspyrnu.

Jesper!
Delphin með skalla eftir hornspyrnuna frá Fred. Boltinn á leiðinni í netið en Jesper bjargar á síðustu stundu!

Hlynur Atli átti svo tilraun sem Frederik grípur.
10. mín
Heimir að taka við Val eftir tímabilið?
9. mín
Frederik!

Flott spil hjá Fram, Indriði laumar boltanum inn fyrir í hlaupið á Tiago en Frederik sér við Tiago. Fram á horn.

Ekkert kom upp úr hornspyrnunni.
7. mín
Aron Jó og Tiago fara enni í enni!

Tiago vinnur boltann af Aroni og þeir lenda eitthvað saman. Jóhann veitir þeim tiltal og segir: 'Ekki meira svona takk'.

Fram á aukaspyrnu á eigin vallarhelmingi.
6. mín
Aron finnur Hauk inn á teignum og fyrirliðinn á lausan skalla sem Ólafur ver - handsamar boltann.
5. mín
Aron Jóhannsson með skot með vinstri eftir sendingu frá Patrick. Lét vaða fyrir utan teig og Ólafur ver til hliðar og Valur á horn.
4. mín
Fred aftur í færi!
Annað gott upphlaup hjá Fram, Fred fær boltann núna úti hægra megin og reynir að krulla boltann yfir Frederik en skotið fer yfir markið.
3. mín
Byrjunarlið Fram (4-5-1):
Ólafur
Alex - Delphin - Brynjar - Már
Hlynur
Fred - Almarr - Indriði - Tiago
Guðmundur
3. mín
Aron Jó með skot fyrir utan teig sem fer beint á Ólaf Íshólm.
2. mín
Virkilega góð sókn hjá Fram. Tiago fær boltann fyrir framan Valsvörnina, rennir boltanum til vinstri og þar á Fred skot en það fer rétt yfir markið.
1. mín
Byrjunarlið Vals (4-3-3):
Frederik
Birkir - Hólmar - Jesper - Sigurður Egill
Haukur - Aron - Ágúst
G. Andri - Patrick - Tryggvi
1. mín
Leikur hafinn
Valur byrjar með boltann og sækir með vindi í fyrri hálfleik!
Fyrir leik
Talsverður vindur
Það er svona 14°C, sólin skín um þessar mundir en það er talsverður vindur á annað markið.
Fyrir leik
Hvernig stilla Framarar upp?
Hlynur Atli er að koma inn í liðið en samkvæmt því sem ég heyri byrjar hann ekki í miðverðinum. Hann kemur líklega inn á miðsvæðið.

Már og Almarr eru kostir í vinstri bakvörðinn og Már líklegri kosturinn. Alex Freyr verður í hægri bakverði og þeir Brynjar Gauti og Delphin í hjarta varnarinnar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, gerir enga breytingu á liði sínu frá leiknum gegn Víkingi í síðustu umferð. Engin breyting er á leikmannahópnum - sömu sjö á bekknum líka.

Jón Sveinsson, þjálfari Fram, gerir fjórar breytingar frá tapinu gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Fred, Hlynur Atli, Indriði Áki og Már koma inn í liðið fyrir þá Jesus Yendis, Albert Hafsteinsson, Tryggva Snæ Gerisson og Magnús Þórðarson. Jesus fékk rautt spjald gegn Blikum og tekur út leikbann en hinir þrír taka sér sæti á bekknum.
Fyrir leik
Markahæstu menn:
Guðmundur Magnússon er markahæstur í Fram og næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með tólf mörk skoruð.
Patrick Pedersen er í 7.-8. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar með sjö mörk en hann er markahæstur hjá Val.
Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur skorað sex mörk og þeir Tiago, Aron Jóhannsson og Arnór Smárason hafa allir skorað fimm mörk.
Fyrir leik
Dómarinn:
Jóhann Ingi Jónsson er með flautuna í kvöld og honum til aðstoðar eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Oddur Helgi Guðmundsson. Einar Ingi Jóhannsson er varadómari og Þórður Georg Lárusson er eftirlitsmaður KSÍ.
Fyrir leik
Jasmín spáir:
Jasmín Erla Ingadóttir spáði í leikina í 19. umferð. Hún spáir sjö marka leik í kvöld.

,,Þetta verður sannkallaður markaleikur þar sem sóknarmenn liðanna verða í aðalhlutverki."
Jasmín Erla
Fyrir leik
Síðustu leikir og innbyrðis
Valur gerði í síðasta leik 2-2 jafntefli gegn Val í toppslag. Valur komst í 0-2 á Víkingsvellinum en missti niður tveggja marka forskot.

Fram tapaði 0-2 gegn Breiðabliki á heimavelli í frekar lokuðum leik. Jesus Yendis fékk að líta rauða spjaldið í leiknum og er því í banni í kvöld.
Fyrir leik
Valur í Evrópu eða Fram í efri hlutann?
Valsmenn hafa átt fínasta gengi að fagna að undanförnu. Liðið er í 4. sæti deildarinnar og hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og fengið 11 stig í leikjunum fimm undir stjórn Óla Jó. Með sigri í dag verður liðið stigi á eftir Víkingi og tveimur stigum á eftir KA í baráttunni um 2. sætið deildarinnar og seinna Evrópusætið. Þriðja Evrópusætið fer svo eftir því hvernig Mjólkurbikarinn spilast.

Fram er í 7. sæti og hafði liðið ekki tapað leik í sex leikjum í röð þar til Blikar komu í heimsókn í síðustu umferð. Liðið er núna fjórum stigum á eftir KR sem er í 6. sæti. Þrjú stig í kvöld koma liðinu í fínustu stöðu fyrir endasprettinn á deildarkeppninni en öll lið vilja væntanlega enda í efri helmingi deildarinnar.
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Vals og Fram í Bestu deild karla.

Um er að ræða lokaleik 19. umferðar og hefst leikurinn klukkan 19:15 á Origo vellinum - heimavelli Vals.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
7. Guðmundur Magnússon (f)
10. Fred Saraiva ('76)
11. Almarr Ormarsson ('76)
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
69. Brynjar Gauti Guðjónsson
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson
8. Albert Hafsteinsson ('76)
9. Þórir Guðjónsson
10. Orri Gunnarsson
11. Magnús Þórðarson
79. Jannik Pohl ('76)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Einar Haraldsson
Stefán Bjarki Sturluson

Gul spjöld:
Hlynur Atli Magnússon ('62)
Tiago Fernandes ('75)

Rauð spjöld: