Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Grótta
1
3
Kórdrengir
0-1 Morten Ohlsen Hansen '44
Ívan Óli Santos '57 1-1
1-2 Sverrir Páll Hjaltested '59
1-3 Axel Freyr Harðarson '95
02.09.2022  -  20:00
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sól og vindur
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Morten Ohlsen Hanse
Byrjunarlið:
1. Jón Ívan Rivine (m)
Ívan Óli Santos
2. Arnar Þór Helgason
4. Arnar Daníel Aðalsteinsson ('72)
6. Ólafur Karel Eiríksson ('72)
8. Júlí Karlsson
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('64)
17. Gunnar Jónas Hauksson ('87)
17. Luke Rae
29. Óliver Dagur Thorlacius

Varamenn:
12. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
3. Dagur Þór Hafþórsson ('64)
5. Patrik Orri Pétursson ('87)
6. Sigurbergur Áki Jörundsson
14. Arnþór Páll Hafsteinsson ('72)
15. Hannes Ísberg Gunnarsson
19. Benjamin Friesen ('72)

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Halldór Kristján Baldursson
Þór Sigurðsson
Jón Birgir Kristjánsson
Ástráður Leó Birgisson
Dominic Ankers
Paul Benjamin Westren
Gareth Thomas Owen

Gul spjöld:
Arnar Þór Helgason ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Óþægileg stemning hér eftir að leiknum er flautað til leikslokar. Chris var að tala við bæði Davíð og línudómaran um að Kórdrengir voru að ''time wasting'' og á sama tíma skora Kórdrengir 3 markið sitt. Þá vildi Chris að leikurinn væri flautaður af sem fyrst.

Kórdrengir taka hér 3 stigin eftir frekar jöfnum leik hér á Seltjarnarnesi.

Skýrsla og viðtöl koma inn seinna í kvöld, takk fyrir mig!
95. mín MARK!
Axel Freyr Harðarson (Kórdrengir)
Axel Freyr að tryggja hér 3 stig fyrir Kórdrengjum á loka mínútum leiksins.

Eftir að Grótta fengu ekki dæmt á sig víti, virtust þeir gefast alveg upp.
92. mín
Grótta taka aukaspyrnu sem fer inn í teig og þjálfarateymið öskra hér fyrir hendi inn í teig, en Gunnar Freyr dæmir ekkert.
90. mín
Það eru 5 mínútur bættar við í uppbótartíma.
90. mín
Inn:Kristófer Jacobson Reyes (Kórdrengir) Út:Sverrir Páll Hjaltested (Kórdrengir)
88. mín Gult spjald: Arnar Þór Helgason (Grótta)
88. mín
Spyrnan er tekin stutt og svo kemur fyrirgjöf inn í teig. Arnar Þór ákveður að setja hendina í boltann, þegar hann sér að hann nær ekki að skalla, sem fer svo inn í mark.
87. mín
Inn:Patrik Orri Pétursson (Grótta) Út:Gunnar Jónas Hauksson (Grótta)
87. mín
Grótta eiga hornspyrnu.
84. mín
Grótta eiga aukaspyrnu á hægra kanti.

Leimaður Kórdrengja sparka boltanum út sem Luke nær í. Hann tekur svo skot sem fer yfir markið.
83. mín
Kórdrengjir fá aukaspyrnu á vinstra kanti.

Slök spyrna þarna.
80. mín
Önnur hornspyrna fyrir Gróttu.

Daði reynir fyrsta að grípa boltann, en nær því ekki. Svo ná Grótta þrem skotum en fara öll í leikmenn Kórdrengja. Skil ekki hvernig Grótta hafa ekki náð að skora þarna!
79. mín
Grótta eiga hornspyrnu.

Ekkert kemur úr horninu.
78. mín
Inn:Iosu Villar (Kórdrengir) Út:Daníel Gylfason (Kórdrengir)
72. mín
Inn:Benjamin Friesen (Grótta) Út:Ólafur Karel Eiríksson (Grótta)
100 leikja leikmaðurinn að fara hér útaf.
72. mín
Inn:Arnþór Páll Hafsteinsson (Grótta) Út:Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
69. mín
Fatai brýtur á Ólaf Karel rétt fyrir utan teiginn og Grótta eiga aukaspyrnu. Mjög heimsk tækling þarna!

Kristófer Órri með spyrnu sem fer rétt yfir markið.
69. mín Gult spjald: Fatai Gbadamosi (Kórdrengir)
68. mín
Kórdrengir eiga hornspyrnu.

Boltinn fer inn i teiginn og beint á Guðmann sem skallar boltanum á mark. Jón Ívan nær að grípa boltann.
65. mín
Inn:Guðmann Þórisson (Kórdrengir) Út:Nathan Dale (Kórdrengir)
64. mín
Inn:Dagur Þór Hafþórsson (Grótta) Út:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
59. mín MARK!
Sverrir Páll Hjaltested (Kórdrengir)
Kórdrengir svara jöfnunarmarkinu með marki tvem mínútum seinna. Sverrir Páll stendur einn inn í teig, hann fær boltann og nær að skjóta framhjá Jón ívan í markinu.
57. mín MARK!
Ívan Óli Santos (Grótta)
Stoðsending: Luke Rae
Ívan Óli að jafna hér fyrir Grótt!

Luke Rae með lága fyrigjöf frá hægri kanti sem rúllar a Ívan Óla sem rennur boltanum í tómt mark.
55. mín
Grótta eiga hrosnpyrnu.

BOltinn skoppar alltstaðar inn í teignum. Leikmenn Grótta skjóta á fætur Kórdrengja manna og Daði nær ekki að grípa boltann. Skil ekki hvernig Grótta náðu ekki að jafna þarna!
48. mín
HK eru á leið upp í Bestu deild fyrir næsta tímabil. Grótta geta þó farið upp í þriðja sæti ef þeir sigra þennan leik.
47. mín
Grótta vinna hornspyrnu.

Daði Freyr grípur boltann í loftinu.
46. mín
Kórdrengir hefja hér seinni hálfleikinn.
45. mín
HK eru að vinna 3-1 gegn Fjölnir og það eru aðeins 2 mínútur eftir af leiknum. Þannig ég held að ég get sagt það að HK hafa nælt sér í sæti í efstu deild!
45. mín
Hálfleikur
Skellur fyrir Grótta að fá svona mark á sig rétt fyrir loka fyrri hálfleiks. Kórdrengir miklu betri fyrstu 20 mínútur leiksins, en Grótta áttu flottan kalfa í lok hálfleiksins. Fá svo alvöru skell alveg í lokinn.
44. mín MARK!
Morten Ohlsen Hansen (Kórdrengir)
Stoðsending: Bjarki Björn Gunnarsson
Glæsi mark hjá Morten!
Morten með frábært hlaup upp hægri kantin að teignum, sendir boltann til vinstri á Bjarka sem sendir svo beint aftur á Morten sem klárar frábærlega færið sitt gegn Ívan Óla.
40. mín
Kórdrengir eiga aukaspyrnu á hægri kanti nálægt marklínunni.

Dæmt er brot á leikmann Gróttu inn í teig eftir að spyrnan er tekinn.
36. mín
Kórdrengir eiga hornspyrnu.

Boltinn endar framhjá eftir skoti frá Kórdrengjar leikmanni.
35. mín
Grótta eiga hornspyrnu.

Ívan Óli skallar boltann framhjá markið.
33. mín
Luke með flotta sendingu upp á Gabríel Hrannar sem reynir annahvort á skotið eða að leggja boltann inn frá vinstri kanti. Boltinn endar ofan á slánna.
30. mín
Grótta eiga hornspyrnu.

Daði Freyr kýlir boltanum í burtu og boltinn rúllar í innkast.
23. mín
Luke Rae fær boltann eftir frábæra sendingu og hleypur upp að teygnum. Luke sendir á Ívan sem er til hanns hægri, sem tekur svo fast skot sem fer beint í stöngina. Þessi leikur er búinn að lifna mikið upp!
20. mín
Kórdrengir með skyndisókn eftir aukaspyrnunna sem endar með skoti frá Faitai á markið. Jón Ívan nær að teiga sér upp og slá í þennan boltan yfir markið.
19. mín
Brotið á Grabríel Hrannar og Grótta eiga aukspyrnu rétt fyri utan teig.

Oliver með spyrnu inn í teiginn sem Daði Freyr grípur í loftinu.
15. mín
Brotið á Bjarka Björn og Kórdrengur eiga aukaspyrnu nokkra metra fyrir utan teig.

Arnleifur með spyrnu á markið, en beint á Jón Ívan í markinu.
10. mín
Rólegar fyrstu 10 mínútur hér. Kórdrengir hafa verið betri og meiri með boltann, en Grótta eiga líka sýn hlaup upp völlinn.
1. mín
Leikur hafinn
Grótta sparka leikinn í gang.
Fyrir leik
Leikurinn fer að hefjast!
Það er flott veður hér í Seltjarnarnesi, en ekki mikil mæting í stúkunni. Gott að bæta við að Ólafur Karel er að spila hér sinn 100 leik fyrir Gróttu!
Fyrir leik
Breytingar á byrjunarliði
Byrjunarlið leiksins eru mætt í hús!

Grótta gerir 4 breytingar eftir 5-1 tap gegn Fylkir.
Ólafur Karel, Ívan Óli, Gabríel Hrannar og Óliver Dagur koma allir inn fyrir Degi Þór, Patrik Orra, Sigurberg Áka, Benjamin Friesen. Þeir byrja allir á bekknum.

Kórdrengir gera 4 breytingar eftir 1-3 tap gegn HK.
Daníel Gylfason, Gunnlaugur Fannar, Bjarki Björn og Sverrir Páll koma allir inn í byrjunarliði fyrir Hákon Inga, Kristján Atla, Iosu Villar og Guðmann Þórissyni. Þeir byrja allir á bekknum.
Fyrir leik
Fyrri viðureign
Kórdrengir unnu Grótta síðast 1-0 á Framvellinum. Gabríel Hrannar skoraði sjálfsmark í 7 mínútu leiksins og var það eina mark leiksins. Gunnar Freyr dæmdi seinast þegar þessu lið mættust. Gunnar var í stuði í seinasta leik og reif hann upp gula spjaldið 7 sinnum.
Fyrir leik
Tríeykið
Aðal dómari leiksins er Gunnar Freyr Róbertsson. Með honum til aðstoðar eru Jakub Marcin Róg og Magnús Garðarsson. Gunnar Freyr dæmdi líka þegar þessi lið mættust seinast.

Fyrir leik
Kórdrengir
Þetta er ekki staðan sem Kórdrengir vildu vera í fyrir tímabilið. Aðeins 3 leikir eftir og Kórdrengir eru ekki nálægt því að keppast fyrir efstu sætin, eins og þeir ætluðu sér. Kórdrengir komu inn í þetta tímabil með bullandi trú á sjálfum sér og ætluðu að berjast fyrir efsta deildar sæti og var þeim spáð ofarlega í deildinni, en eins og er liggja Kórdrengir í 8. sæti.

Fyrir leik
Grótta
Þrír leikir eru eftir á tímabilinu og tölfræðilega séð þá á Grótta enn möguleika á því að fara upp í efstu deild. HK eru samt aðeins þrem stigur frá því að tryggja sér 2. sætið.

Grótta hefur verið eitt af óvæntu liðum tímabilsins og var þeim spáð 9. sæti af Fótbolta.net fyrir tímabilið. Chris Brazell, þjálfari Gróttu, hefur fengið mikið hrós í sýnu fyrsta tímabili sem aðal þjálfari Gróttu.

Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið hjartnalega velkomin á þessu textalýsingu í beinni frá Seltjarnanesi. Grótta býður hér Kórdengjum velkomin í vonandi bráð skemmtilegum leik.

Leikurinn hefst kl. 18 á Vivaldivellinum.

Byrjunarlið:
12. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Fatai Gbadamosi
5. Loic Mbang Ondo (f)
9. Daníel Gylfason ('78)
15. Arnleifur Hjörleifsson
16. Morten Ohlsen Hansen
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Axel Freyr Harðarson
22. Nathan Dale ('65)
33. Bjarki Björn Gunnarsson
77. Sverrir Páll Hjaltested ('90)

Varamenn:
1. Óskar Sigþórsson (m)
6. Hákon Ingi Einarsson
8. Kristján Atli Marteinsson
11. Daði Bergsson
14. Iosu Villar ('78)
19. Kristófer Jacobson Reyes ('90)
21. Guðmann Þórisson ('65)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Logi Már Hermannsson
Leonard Sigurðsson
Heiðar Helguson
Jóhann Ólafur Schröder
Guðrún Marín Viðarsdóttir
Jóhann Ólafur Sveinbjargarson

Gul spjöld:
Fatai Gbadamosi ('69)

Rauð spjöld: