Ísland
6
0
Hvíta-Rússland
Sara Björk Gunnarsdóttir '13 , víti 1-0
Sara Björk Gunnarsdóttir '15 2-0
Dagný Brynjarsdóttir '46 3-0
Glódís Perla Viggósdóttir '71 4-0
Dagný Brynjarsdóttir '81 5-0
Selma Sól Magnúsdóttir '82 6-0
02.09.2022  -  17:30
Laugardalsvöllur
Undankeppni HM kvenna
Aðstæður: Síðsumarskvöld í Reykjavík í sól og blíðu
Dómari: Karoline Wacker (Þýskaland)
Áhorfendur: 4543
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('76)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f) ('61)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('62)
10. Dagný Brynjarsdóttir
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('61)
20. Guðný Árnadóttir
22. Amanda Andradóttir ('76)
22. Amanda Jacobsen Andradóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Varamenn:
1. Auður S. Scheving (m)
13. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
2. Sif Atladóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('76)
3. Elísa Viðarsdóttir ('61)
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('61)
8. Alexandra Jóhannsdóttir ('76)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
14. Hlín Eiríksdóttir
16. Elín Metta Jensen ('62)
18. Guðrún Arnardóttir
21. Ásdís Karen Halldórsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn Halldórsson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Laufey Ólafsdóttir
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Jófríður Halldórsdóttir
Ari Már Fritzson
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir
Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir
Dúna
Elísabet Ósk Guðmundsdóttir

Gul spjöld:
Amanda Andradóttir ('43)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fagmannleg frammistaða hjá stelpunum okkar.
Viðtöl og skýrsla á leiðinni
90. mín
+1
Svava í færi í teignum eftir sendingu frá Sveindísi
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
90. mín
+2 í uppbót
90. mín
Sveindís heldur áfram að komast upp að endamörkum, sendingin inn í teiginn en boltanum hreinsað burt
89. mín
Stöndum ypp fyrir Íslandi!
Stelpurnar eiga það skilið
88. mín
Inn: Lizaveta Pinchuk (Hvíta-Rússland) Út:Anna Sas (Hvíta-Rússland)
Ekki mikil stemmning að koma inná 6-0 undir
87. mín
Fínt skot frá Guðný úr spyrnunni en skotið rétt framhjá
86. mín
Holland, Holland Ísland er á leiðinni syngur Tólfan.
Við fáum aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi gestanna. Brotið á Dagný
84. mín
Elísa með fína tilraun vel fyrir utan teig en skotið yfir.
Stelpurnar eru ekki hættar
82. mín MARK!
Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Alexandra Jóhannsdóttir
Fær fína sendingu frá Alexöndru og klárar vel úr teignum.
Selma búin að koma sterk inná miðjuna

81. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Sveindís gerir vel hægra megin, kemur sér upp að endamörkum og á góða sendingu inn í teig á Dagný.


80. mín

Stelpurnar okkar eru að sigla heim sannfærandi sigri!>
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
78. mín
Inn:Anastasiya Shlapakova (Hvíta-Rússland) Út:Anastasiya Pobegaylo (Hvíta-Rússland)
78. mín
Inn:Tatsiana Markusheuskaya (Hvíta-Rússland) Út:Milana Surovtseva (Hvíta-Rússland)
76. mín
Inn:Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland) Út:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
76. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Amanda Andradóttir (Ísland)
74. mín
Enn ein hornspyrnan sem við fáum í kvöld.
Hvít Rússar í vandræðum með að koma boltanum í burtu en það gengur að lokum
71. mín MARK!
Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland)
Stoðsending: Amanda Andradóttir
Stangar boltann í netið eftir frábæra hornspyrnu frá Amöndu.

70. mín
Aukaspyrna á miðjum vallarhelmingi Hvít Rússa
Skalli frá Dagný varinn í horn.
68. mín
Færi!
Sveindís í teignum eftir sendingu frá Elínu,skotið framhjá. Flott tilraun

68. mín
Gamla góða bylgjan í stúkunni, klikkar seint
64. mín
Skot frá Önnu Sas, langt fyrir utan og langt framhjá
63. mín

Áslaug Munda búin að vera góð í dag.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
62. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Ísland) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland)
61. mín
Inn:Elísa Viðarsdóttir (Ísland) Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Ísland)
61. mín
Inn:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland) Út:Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
Glódís tekur við bandinu.
60. mín
Gunnhildur vinnur hornspyrnu, núna frá hægri.
Skalli frá Gunnhildi framhjá
59. mín
Íslenska liðið að undirbúa þrefalda skiptingu, verður fróðlegt
57. mín
Berglind í fínum séns en skotið í varnarmann og afturfyrir.
Hornið fer beint útaf
56. mín
Horn sem við fáum frá vinstri.
Stutt horn sem rennur út í sandinn. Stutt horn virka aldrei segja sumir
56. mín
Gunnhlidur Yrsa með frábæra tæklingu inn á miðjusvæðinu, búin að spila vel í dag.
55. mín
Aftur gera gestirnir mistök aftast, núna slök sending en Berglind Björg of lengi að athafna sig og nær ekki skotinu.
54. mín

Dagný gerði þriðja mark Íslands.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
53. mín
Illa farið með góðan séns.
Varnarmistök og Dagný og Sara komast í 2 á 1 stöðuna. Ná ekki að nýta það nógu vel, sendingin slök.

Við fáum horn sem ekkert verður úr
50. mín
Enn ein hornspyrnan sem okkar stelpur fá.
Skalli frá Sveindísi kraftlaus og ekkert verður úr þessu.
49. mín
Vitlaust innkast á Hvít - Rússa
Það er eins og það er
48. mín
Horn frá hægri.
Amanda tekur, út á Áslaugu Mundu sem kemur með boltann fyrir, boltanum komið í burtu
47. mín
Frábært færi hjá Amöndu!
Sveindís kemst upp að endamörkum, skot frá Amöndu úr teignum en Maria ver í markinu
46. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Sara Björk Gunnarsdóttir
Langt innkast frá Sveindísi.
Darraðadans í teignum og Dagný kemur boltanum yfir línuna.
Frábær byrjun á seinni

46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
46. mín
Inn:Ekaterina Dudko (Hvíta-Rússland) Út:Anastasia Popova (Hvíta-Rússland)
45. mín
Hálfleikur

Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Hálfleikur
Flottur fyrri hálfleikur að baki.
Flott frammistaða hjá stelpunum okkar.
Sláarkeppni Icelandair, því miður engin á leið til útlanda eftir þennan leik.
Áfram gakk

45. mín
Ýtt við Dagný innan teigs, við biðjum um víti en ekkert dæmt.
Flautað til hálfleiks
45. mín
+1 í uppbótartíma
43. mín Gult spjald: Amanda Andradóttir (Ísland)
Virkaði ekki mikið
Fór í tæklingu í d-boga gestanna.
42. mín
Sveindís vinnur vel tilbaka, komin inn í okkar vítateig og vinnur markspyrnu. Til fyrirmyndar
40. mín
Berglind með fína pressu á markmann gestanna, munaði litlu að hún næði til boltans
39. mín
Hvít Rússar í góðu færi!
Skotið frá Karynu sem betur fer framhjá.
Þarna mátti ekki miklu muna
38. mín
Amanda með fyrirgjöf en beint í hendurnar á Mariu í markinu,
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
36. mín

Ísland leiðir 2-0 en ætti með réttu að vera 3-0 yfir.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
33. mín
Horn
Áslaug Munda með fínan bolta, íslenska liðið kallar á hendi en ekkert dæmt
32. mín
Frábær sprettur hjá Amöndu, fer illa með varnarmanninn þarna.
Áslaug Munda stuttu síðar en gestirnir koma boltanum frá
32. mín

Sara fagnar marki.
Sverrir Örn Einarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
31. mín
Gunnhildur Yrsa með fínan skalla en yfir markið eftir góðan sprett frá Amöndu.
28. mín
Amanda skorar glæsilegt mark eftir langt innkast frá Sveindísi. Boltinn skallaður út þar sem Amanda tekur hann í fyrsta og smellir honum í netið af varnarmanni með glæsibrag.

Laugardalsvöllur fagnar ákaflega en aðstoðardómarinn lyftir flaggi sínu til marks um rangstöðu. Dæmir á að Sara Björk hafi verið í sjónlínu Mariu í marki Hvít-Rússa sem er í besta falli vafasamt. Held við getum samt verið öll sammála um að dómurinn er hreint bull.

Sverrir Örn Einarsson
26. mín
Ísland fær horn, núna frá vinstri.
Taka það stutt, Áslaug Munda með fínan bolta inn á teig og skalli frá Söru rétt framhjá.
24. mín
Sveindís heldur áfram að ógna.
Komst í góða stöðu inn á teignum, var óviss hvað hún ætti að gera og endar á því að skjóta í hliðarnetið
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir Örn Einarsson
20. mín
Sveindís of fljót þarna, var komin framhjá bakverðinum en missir boltann útaf. Það er martröð fyrir bakverði að eiga við hana
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
17. mín
Ísland fær horn.
Stelpurnar líklegar að bæta við mörkum.
Dæmd aukaspyrna á Gunnhildi í teignum.
15. mín MARK!
Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
ANNAÐ MARK!!!
Stangar boltann í netið eftir frábæra sendingu frá Sveindísi.

Stelpurnar verið gríðarlega kraftmiklar þetta fyrsta korter og forystan verðskulduð.

14. mín
Amanda og Sara leika vel sín á milli úti til vinstri, Sara með tíma og pláss en fyrirgjöf hennar nokkrum sentimetrum of há fyrir Sveindísi sem mætir á fjær
Sverrir Örn Einarsson
13. mín Mark úr víti!
Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
MARK!!!!
Öruggt hjá fyrirliðanum.
Fast niðri í vinstra hornið

Sverrir Örn Einarsson
12. mín
ÍSLAND FÆR VÍTI!
Amanda á skot sem fer í höndina á varnarmanni gestanna
11. mín
Fín stemmning í stúkunni, tólfan stýrir gleðinni. Allt eins og það á að vera.
9. mín
Maður sér það strax að vinstri bakvörður Hvíta-Rússlands er að fara að eiga erfiðan dag.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
9. mín
Ísland fær horn.
Sara með góðan bolta á Sveindísi sem reynir að taka vinstri bakvörðinn á.
Inn með boltann!
Skallinn frá Berglindi yfir markið
5. mín
Gestirnir með fína tilraun, skot vel fyrir utan teig frá Karynu en yfir markið.
3. mín
FÆRI!
Frábær bolti frá Söru inn á teig, Sveindís tæklar hann yfir markið.

2. mín
Íslenska liðið er að stilla upp nákvæmlega eins og á liðsmyndinni hér fyrir neðan. Dagný er djúp á miðjunni og Sara og Gunnhildur eru áttur. Amanda er úti vinstra megin og Sveindís er hægra megin.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. mín
Sveindís ekki lengi að koma sér í góðan séns. Sólar sig inn á teig en gestirnir koma boltanum í burtu. Fer vel af stað
1. mín
Leikur hafinn
Allt farið af stað. Íslenska liðið sækir í átt að Laugum.

Fyrir leik
Búið að syngja þjóðsöngvana.
Liðsmyndatökum að ljúka.
Íslenska liðið í sínum bláum búningum og gestirnir í hvítum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Hallbera Guðný er heiðruð. Blóm og mynd frá KSÍ. Vanda og Klara sjá um að afhenda það.
Takk fyrir allt Hallbera Guðný, frábær landsliðsferill að baki!

Fyrir leik
Bæði lið að komin inn í búningsklefa.
Röddin að fara yfir byrjunarliðin. Allt upp á 10 þar eins og venjulega.
Vökvunargræjurnar komnar af stað.
Fyrir leik
Fimmtán mínútur í leik og mætingin er vægast sagt léleg. Fólk er seint á ferðinni.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Íslenska liðið búið í halda bolta innan liðs í boði Ása Haralds. Nú skal skotið á Söndru í markinu. Vonandi að færanýtingin verði betri í leiknum en hún er hér í upphituninni.
Fyrir leik

Landsliðsfyrirliðinn, Sara Björk Gunnarsdóttir.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Létt yfir liðinu
Liðið gekk til vallar nú áðan til þess að skoða leikvöllinn. Það var létt yfir stelpunum og ljóst að andinn í hópnum er mjög góður.



Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Liðin og þjálfarateymin mætt út á völl.
Íslenska liðið tekur liðkunarhringinn góða.
Aðstæður til fyrirmyndar.
Fólk farið að koma sér fyrir í stúkunni, ennþá miðar í boði. Hvetjum alla sem eru að hugsa um að mæta að láta sjá sig í Laugardalnum.

Fyrir leik
Íslenska liðið hefur skorað 19 mörk í riðlinum til þessa. Markaskorun skiptist vel niður á leikmenn.
Karólína Lea er markahæst með 4 mörk en hún bætir ekki við mörkum í dag vegna meiðsla.
Gunnhildur Yrsa, Dagný og Sveindís hafa allar skorað 3 mörk. Spurning hvort einhver þeirra nái að setja mark sitt á leikinn í dag.
Fyrir leik
Hvíta-Rússland
Sitja í fjórða sæti riðilsins af fimm liðum með sjö stig eftir sex leiki.

Markatalan 7-13.

Þær töpuðu síðasta leik sínum 3-0 á móti Hollandi en sá leikur var spilaður í lok júní.
Fyrir leik
Hvíta-Rússland er sýnd veiði en ekki gefin. Þær unnu Tékkland fyrr í sumar og ljóst er að það er eitthvað í þeirra lið spunnið. "Þetta er lúmskur leikur. Þessi 5-0 sigur (þegar þessi lið mættust síðast) telur ekkert núna. Fólk má ekki láta blekkjast af þessum tölum," sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður, meðal annars í Heimavellinum.

Held að Sonný hitti naglann á höfuðið þar.

Fyrir leik
Það er gríðarlega gaman að sjá Amöndu fá tækifærið. Hún er bara 18 ára, en er mjög spennandi leikmaður. Þetta er klárlega hennar stærsta tækifæri með íslenska landsliðinu til þessa.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS
Það er tvennt öðruvísi frá líklegu byrjunarliði sem var birt hér á síðunni í dag.

Hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir kemur inn í liðið fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem er meidd. Þá byrjar Ingibjörg Sigurðardóttir áfram í hjarta varnarinnar og Guðrún Arnardóttir er því á bekknum.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Sólin skín og Laugardalsvöllur hefur sjaldan litið betur út.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Vodovac í Belgrad 7.apríl síðastliðin
Fyrri leikur liðanna í riðlinum fór fram í höfuðborg Serbíu af ástæðum sem flestum ættu að vera kunnar. Íslenska liðið mætti af gríðarlegri ákveðni til leiks og má til sanns vegar færa að Hvít Rússar hafi aldrei séð til sólar í Belgrad.

Dagný Brynjarsdóttir sem lék sinn hundaðasta landsleik þann dag gerði fyrsta mark leiksins á 14.mínútu er hún kom boltanum í netið af stuttu færi eftir langt innkast Sveindísar Jane sem Gunnhildur Yrsa flikkaði á Dagnýju.
Tíu mínútum síðar tvöfaldaði íslenska liðið forystu sína þegar að Gunnhildur Yrsa fylgdi á eftir skoti Dagnýjar sem var varið og skilaði boltanum af öryggi í netið. Það var síðan aðeins mínútu síðar eða á 25.mínútu sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði þriðja mark Íslands eftir góðan undirbúning Sveindísar Jane. Þannig stóðu leikar í hálfleik og Íslenska liðið í kjörstöðu eftir frábæran fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikur var rétt nýhafin þegar Ísland bætti enn í. Í þetta sinn var það Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem skoraði með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Karólína var svo aftur á ferðinni á 57.mínútu þegar hún skoraði sitt annað mark með frábæru skoti eftir undirbúning Sveindísar.

Meira var ekki skorað í leiknum en 5-0 sigur Íslands staðreynd og góð þrjú stig í vegferðinni á HM í húsi.

Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Þjóðverji með flautuna
Hin 31 árs gamla Karoline Wacker frá Þýskalandi er dómari leiksins í kvöld. Hún er ekkert sérlega reynslumikil þegar kemur að því að vera aðaldómari í alþjóðlegri knattspyrnu en hefur verið að fá fleiri og betri tækifæri á undanförnum árum auk þess að dæma í efstu deild kvenna í heimalandinu.

Henni til aðstoðar eru Melissa Joos og Daniela Göttlinger sem aðstoðaradómarar. Þá er Miriam Schwermer fjórði dómari en líkt og Karoline eru þær allar þýskar.


Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Hallbera heiðruð fyrir leik
Hallbera Guðný Gísladóttir verður heiðruð fyrir framlag sitt til knattspyrnu fyrir leikinn í kvöld.

Hallbera lagði skóna á hilluna eftir síðasta leik Íslands á EM á Englandi í sumar. Hún spilaði samtals 131 leik fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim þrjú mörk. Hallbera lék sinn fyrsta landsleik í 2-0 sigri gegn Póllandi á Algarve cup árið 2008 og tók hún þátt í þremur stórmótum á ferlinum, EM 2013, EM 2017 og EM 2022.

Hallbera hóf knattspyrnuferil sinn með ÍA og spilaði einnig með Val og Breiðablik á Íslandi. Erlendis lék Hallbera með fjórum félögum í Svíþjóð, Piteå, Djurgårdens, AIK og IFK Kalmar og með Torres á Ítalíu. Knattspyrnusamband Íslands þakkar Hallberu fyrir framlag sitt til íslenskrar knattspyrnu.

Þá verður kvennalið FH frá 1972 einnig heiðrað en þær voru fyrstu Íslandsmeistarar kvenna hér á landi fyrir 50 árum síðan.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Það er enn fullt af miðum til á þennan leik auk þess sem veðurspáin er ekkert minna en frábær! Allir á völlinn að styðja stelpurnar okkar!

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Svona spáum við því að líklegt byrjunarlið Íslands verði.



Stærsta spurningamerkið er líklega hver kemur inn í liðið fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sem er meidd. Það er búist við því að Þorsteinn Halldórsson verði með sömu miðju og í fyrstu tveimur leikjunum á EM og muni setja inn nýjan kantmann.

Steini hefur mikið verið að setja Svövu Rós Guðmundsdóttur, leikmann Brann, inn af bekknum en við spáum því að hún muni byrja í kvöld.

Við spáum því jafnframt að Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir muni taka stöðu Hallberu Guðnýjar Gísladóttur í vinstri bakverðinum og að Guðný Árnadóttir komi inn í hægri bakvörðinn.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Staðan er þannig að Ísland hefur líklega aldrei verið í eins góðum möguleika á því að komast á HM. Sigur í dag er algjört lykilatriði.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
GÓÐAN DAGINN KÆRU LESENDUR
Í dag spilar íslenska kvennalandsliðið gríðarlega mikilvægan leik gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM. Með sigri þá förum við í efsta sæti riðilsins fyrir lokaumferðina þar sem stelpurnar okkar mæta Hollandi í Utrecht í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins.

Stelpurnar ætla sér á HM í fyrsta sinn. Það yrði risastórt fyrir lítið land eins og Ísland.

Þetta er eini heimaleikurinn hjá stelpunum okkar á þessu ári. Við hvetjum auðvitað alla til að skella sér á völlinn og syngja sig hása.

ÁFRAM ÍSLAND!

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið:
22. Maria Svidunovich (m)
2. Viktoryia Kazakevich
5. Anna Sas ('88)
7. Anastasia Popova ('46)
9. Anna Kozyupa
10. Anastasiya Pobegaylo ('78)
11. Yulyia Slesarchik
14. Karyna Alkhovik
16. Milana Surovtseva ('78)
18. Viktoriya Valyuk
23. Anna Pilipenko (f)

Varamenn:
1. Nataliya Voskobovich (m)
12. Ekaterina Kovalchuk (m)
4. Anastasiya Shlapakova ('78)
6. Ekaterina Dudko ('46)
8. Tatsiana Markusheuskaya ('78)
13. Vita Nikalayenka
15. Arina Sitnikava
19. Elizaveta Giba
20. Darya Stezhko
21. Lizaveta Pinchuk ('88)

Liðsstjórn:
Yuri Maleev (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: