Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
ÍBV
0
0
Breiðablik
Madison Elise Wolfbauer '84 , misnotað víti 0-0
09.09.2022  -  17:00
Hásteinsvöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Grenjandi rigning, rennandi blautur völlur og ágætis vindur
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Hanna Kallmaier (ÍBV)
Byrjunarlið:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Júlíana Sveinsdóttir
8. Ameera Abdella Hussen
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('89)
10. Madison Elise Wolfbauer
13. Sandra Voitane
14. Olga Sevcova
17. Viktorija Zaicikova ('89)
18. Haley Marie Thomas (f)
19. Þórhildur Ólafsdóttir ('77)
23. Hanna Kallmaier

Varamenn:
12. Lavinia Elisabeta Boanda (m)
30. Guðný Geirsdóttir (m)
Selma Björt Sigursveinsdóttir ('89)
6. Thelma Sól Óðinsdóttir ('77)
7. Þóra Björg Stefánsdóttir
23. Embla Harðardóttir
24. Helena Jónsdóttir
27. Erna Sólveig Davíðsdóttir ('89)
29. Lana Osinina

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Mikkel Vandal Hasling
Eva Rut Gunnlaugsdóttir
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir

Gul spjöld:
Sandra Voitane ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Markalaust jafntefli í alvöru baráttuleik í miklu roki og rigningu.

Viðtöl og skýrsla seinna í kvöld. Takk fyrir samfylgdina!
90. mín
+2

Kristjana komin í góða stöðu og reynir fyrirgjöf en Madison nær að koma sér fyrir á síðustu stundu.
90. mín
Komnar 90 mínútur á klukkuna. Fáum ekki að sjá hverju Elías bætir við.
89. mín
Inn:Erna Sólveig Davíðsdóttir (ÍBV) Út:Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)
Erna Sólveig, fædd 2007 er að koma hér inn á í blálokin.
89. mín
Inn:Selma Björt Sigursveinsdóttir (ÍBV) Út:Viktorija Zaicikova (ÍBV)
85. mín
Agla María fær mikið pláss fyrir utan teig og lætur bara vaða en skotið er framhjá markinu.
84. mín Misnotað víti!
Madison Elise Wolfbauer (ÍBV)
Hún setur boltann framhjá!!

Alls ekki góð spyrna, vel framhjá markinu.
83. mín
ÍBV að fá víti!!

Ameera fellur í teignum eftir baráttu við Karítas.
82. mín
Margrét Brynja í dauðafæri!!

Agla María komin upp að endalínu og leggur hann út á Margréti Brynju sem er í dauðafæri fyrir framan mitt markið en hún hittir boltann ekki vel og setur hann framhjá.
80. mín
Inn:Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz (Breiðablik) Út:Clara Sigurðardóttir (Breiðablik)
Blikar setja fleiri ferskar fætur inn á fyrir lokamínútur leiksins.
80. mín
Inn:Margrét Brynja Kristinsdóttir (Breiðablik) Út:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
77. mín
Inn:Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV) Út:Þórhildur Ólafsdóttir (ÍBV)
Þórhildur búin að gefa allt í þetta.

Hún á einmitt afmæli í dag, óskum henni til hamingju með daginn!
76. mín
Vigdís Lilja með skot fyrir utan teig sem fer yfir markið.
73. mín
Anna Petryk með flotta takta og kemur sér í skotstöðu inn í teig en skotið er beint á Auði sem er ekki í vandræðum með þetta.
72. mín Gult spjald: Sandra Voitane (ÍBV)
Togar Öglu Maríu niður.

Blikar fá aukaspyrnu í góðri fyrirgjafarstöðu.
69. mín
Madison með hörkuskot langt utan af velli en Eva ver í horn.

Sandra með hornspyrnuna á fjær en þetta flýgur yfir allan pakkann.
69. mín
Olga reynir fyrirgjöf eða skot en boltinn fer hátt yfir markið.
67. mín
Inn:Anna Petryk (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Blikar gera tvöfalda skiptingu.
67. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Helena Ósk Hálfdánardóttir (Breiðablik)
66. mín
ÍBV á hornspyrnu.

Eva reynir að grípa boltann en missir hann og það skapast hætta alveg við markið en Blikar koma þessu frá.
65. mín
Hinu megin er Hanna með hörkuskot á markið og Eva ver, nær ekki að halda boltanum en nær til hans aftur.
64. mín
Þá keyra Blikar upp, Karítas með góðan sprett og reynir skot en Hanna nær að trufla hana.
64. mín
Olga með skot sem fer í Taylor en Kristín Erna fylgir eftir og er nálægt því að ná til boltans, Eva Nichole vel á verði og er fljót að henda sér á boltann.
61. mín
ÍBV fær horn.
57. mín Gult spjald: Taylor Marie Ziemer (Breiðablik)
Tekur Þórhildi niður rétt fyrir utan teig og ÍBV á aukaspyrnu á frábærum stað.

Sandra með skot úr aukaspyrnunni sem er rétt framhjá markinu.
57. mín
Hanna setur boltann upp í hægra hornið á Olgu sem nær að halda boltanum inn á og keyrir að teignum og fellur í teignum. Virtist ekki vera brot þarna og dómarinn lætur leikinn halda áfram.
54. mín
Blikar eiga hornspyrnu.
53. mín
Birta reynir fyrirgjöf en Madison kemur þessu frá.
52. mín
Þetta fer hægt af stað. Bæði lið aftur að reyna að venjast vallaraðstæðum.
48. mín
Viktorija og Bergþóra bjóða upp á glímu hérna við hliðarlínuna. Viktorija nær Bergþóru niður og Blikar fá aukaspyrnu.
46. mín
Leikur hafinn
Eyjakonur koma þessu af stað.

Sækja beint upp völlinn og Olga sækir hornspyrnu.

ÍBV núna með vindinn í bakið.
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Elías til hálfleiks.

Markalaust og kannski ekki fallegasti fótboltaleikurinn, enda bjóða aðstæður ekki upp á það.

Ási röltir að dómaranum og ræðir eitthvað við hann. Stúkan er ósátt og lætur í sér heyra. Ef eitthvað er að marka stúkuna þá virðist Ási vera ósáttur við að spila þennan leik.
45. mín
+1

Hanna í baráttu við Clöru og Helenu sem endar með því að Helena rífur í treyjuna hennar og ÍBV fær aukaspyrnu.
44. mín
Agla María snýr Söndru af sér og kemur með góðan bollta fyrir en Madison skallar boltann í horn.
43. mín
Birta með fyrirgjöf en Auður er örugg í teignum og grípur.
41. mín
Viktorija tekur hornið og Haley reynir viðstöðulaust skot en hittir ekki markið.
41. mín
Ameera kemst inn á teig og reynir að renna boltanum fyrir markið en fær hornspyrnu.
39. mín Gult spjald: Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
Togar í Ameeru og uppsker gult.
39. mín
Blikar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍBV. Taylor tekur spyrnuna og reynir skot en það fer yfir markið.
37. mín
Auður reynir að hreinsa frá marki en boltinn berst á Öglu Maríu sem lætur bara vaða. Auður fljót að koma sér til baka og nær að slá boltann í horn.

Agla María tekur hornspyrnuna og hún fer yfir alla og aftur fyrir markið. Markspyrna.
36. mín
Lítið fréttnæmt þessar síðustu mínútur. Mikill barningur út á velli á blautum vellinum.
30. mín
Blikar fá aukaspyrnu á fínum stað. Taylor tekur spyrnuna og reynir fyrirgjöf en þetta er of fast og ÍBV á markspyrnu.
29. mín
Hanna með boltann í góðri stöðu en misreiknar boltann og Clara keyrir upp völlinn í yfirtölu með Öglu Maríu, Helenu og Birtu með sér. Setur boltann á Birtu hægra megin sem er í góðri stöðu en reynir fyrirgjöf eða skot sem er misheppnað og endar framhjá markinu.
26. mín
Leikurinn stöðvaður og dómarinn ræðir við Ása þjálfara Blika, Blikarnir virðast vilja flauta þetta af vegna ástandsins á vellinum. Eyjamenn ekki sammála og vilja spila á blautum vellinum.
25. mín
Agla María!!!

Lætur vaða fyrir utan teig og boltinn fer í stöngina! Auður átti aldrei séns þarna.
24. mín
Agla María fær boltann úti vinstra megin og kemur með fyrirgjöf á Birtu en Júlíana hirðir af henni boltann. Sókn Blika hófst þegar Júlíana missti boltann klaufalega fyrir framan vörnina. Vel gert að bæta upp fyrir það.
23. mín
Agla María aftur á ferðinni, köttar inn á völlinn og lætur vaða á fjær en aðeins framhjá markinu. Vill fá horn en dómarinn ekki sammála því.
22. mín
Agla María í ágætis færi!

Birta með fyrirgjöf sem berst út í teiginn á Öglu Maríu sem setur boltann framhjá markinu.
21. mín
Helena með skot af löngu færi sem fer vel yfir markið.
20. mín
Færi!!

Sandra fer illa með Öglu Maríu og finnur Olgu út til hægri sem kemur með hættulega fyrirgjöf á fjær þar sem Viktorija er ein og ódekkuð en hún nær ekki að stýra boltanum á markið.
16. mín
Hanna fer í gegnum miðjuna af miklum krafti og fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Blika.
13. mín
Olga með geggjaða sendingu í gegnum vörn Blika í hlaupalínuna hjá Viktoríu og Þórhildi en Bergþóra nær að koma í veg fyrir dauðafæri.
9. mín
Natasha er að spila á miðjunni hjá Blikum og Taylor er miðvörður við hlið Heiðdísar.
8. mín
Birta sækir hornspyrnu fyrir Blika.

Taylor með fasta spyrnu í gegnum allan teiginn og ÍBV á markspyrnu.
6. mín
Það skapast hætta í teignum eftir hornspyrnu og Þórhildur reynir að ná til boltans en fer í Natöshu sem fær aukaspyrnu. Þær liggja báðar eftir en eru komnar aftur af stað.
6. mín
Madison með hörkuskot sem Eva ver vel í hornspyrnu.
4. mín
Fyrstu mínútur einkannast af mjög, mjög blautum velli og leikmenn í vandræðum að reikna út boltannn.
4. mín
Agla María reynir fyrirgjöf en hittir boltann illa og hann fer aftur fyrir markið.
2. mín
Ameera með fyrsta skot leiksins, yfir markið!
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir úr Kópavogi sem byrja leikinn.
Fyrir leik
Það rignir mjög duglega hér á Hásteinsvelli. Þetta verður sennilega blautt, þungt og mikil barátta!
Fyrir leik
Byrjunarliðin!

Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðanna.

Agla María snýr aftur í lið Breiðabliks eftir að hafa verið meidd undanfarið.
Fyrir leik

Lilja Dögg Valþórsdóttir spáði í tvo síðustu leiki 14. umferðar. Svona er spáin hennar fyrir þennan leik:

ÍBV 0 - 2 Breiðablik
,,Ég held að við munum sjá svipaðan baráttuleik í Eyjum þar sem Blikakonur munu ólmar vilja svara fyrir ósigurinn gegn ÍBV á heimavelli í fyrri umferðinni. Eyjakonur hafa eflaust nýtt sína löngu pásu í að skerpa á sóknarleiknum og Kristín Erna setur eitt mark nokkuð snemma í leiknum eftir fyrirgjöf frá Olgu. En Blikakonur vinna sig inn í þetta jafnt og þétt og koma til baka, setja tvö og taka stigin þrjú með sér heim og halda þannig spennu í toppbaráttunni, 1-2."

Smelltu hér til að skoða alla spána!
Fyrir leik

Dómari leiksins er Elías Ingi Árnason og honum til aðstoðar verða Sveinn Tjörvi Viðarsson og Eydís Ragna Einarsdóttir.
Fyrir leik
Síðustu leikir

ÍBV steinlá 5-1 gegn Þrótti í síðustu umferð, en leikurinn var 16. ágúst. Mark ÍBV skoraði Sandra Voitane.


Breiðablik gerði 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í síðasta deildarleik sínum, sem fór fram 9. ágúst. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði fyrra mark Breiðabliks og seinna markið var sjálfsmark.

Síðan þá eru Blikar búnar að spila undanúrslit í bikar, bikarúrslitaleik og í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Blikar unnu 2-0 útisigur á Selfoss í undanúrslitum bikarsins með mörkum frá Öglu Maríu og Helenu Ósk.

Næst fóru þær til Noregs og tóku þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þar töpuðu þær 4-2 fyrir norska liðinu Rosenborg og duttu þar með úr leik. Natasha og Helena Ósk gerðu mörk Breiðabliks. Þær mættu svo Slovácko frá Tékklandi og unnu 3-0 sigur þar sem Helena Ósk skoraði þrennu.

Í bikarúrslitaleiknum 27. ágúst töpuðu þær 2-1 fyrir Val eftir að hafa komist yfir á 35. mínútu með marki Birtu Georgs.
Fyrir leik
Fyrri viðureignin

Liðin mættust 19. maí á Kópavogsvelli í fyrri umferðinni. Þar fór ÍBV með 0-1 sigur eftir mark frá Júlíönu Sveinsdóttur á 14. mínútu. Eftir það vörðust Eyjakonur vel og Blikar fundu enga leið í gegnum vörnina þeirra.





Sigurmarkið
Fyrir leik
Staðan í deildinni

ÍBV situr í 6. sæti deildarinnar með 21 stig líkt og Selfoss, en getur með sigri í dag farið upp fyrir Selfoss í 5. sætið. Eyjakonur sigla nokkuð lygnan sjó í miðri töflunni, töluvert frá fallbaráttunni og toppbaráttunni. Með sigri færast þær þó nær pakkanum í baráttunni um 2. sætið.


Breiðablik er í 2. sætinu með 28 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. Valur spilar gegn KR á sama tíma. Blikar þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda ef þær ætla að eiga einhvern möguleika á að halda í við Valskonur. Á sama tíma anda Þróttur og Stjarnan í hálsmálið á þeim í baráttunni um 2. sætið og þar með Evrópusæti.
Fyrir leik


Verið velkomin til leiks í beina textalýsingu frá Hásteinsvelli þar sem ÍBV tekur á móti Breiðablik í Bestu deild kvenna.

Leikurinn hefst kl. 17:00!
Byrjunarlið:
1. Eva Nichole Persson (m)
2. Natasha Anasi (f)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('80)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
8. Taylor Marie Ziemer
10. Clara Sigurðardóttir ('80)
14. Karen María Sigurgeirsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir
23. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('67)
28. Birta Georgsdóttir ('67)

Varamenn:
6. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('80)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('67)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez
19. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('80)
22. Rakel Hönnudóttir
25. Anna Petryk ('67)
26. Laufey Harpa Halldórsdóttir

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir
Ágústa Sigurjónsdóttir
Sigurður Frímann Meyvantsson

Gul spjöld:
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('39)
Taylor Marie Ziemer ('57)

Rauð spjöld: