Kaplakrikavöllur
sunnudagur 11. september 2022  kl. 14:00
Besta-deild karla - 21. umferð
Aðstæður: Sólin á lofti og tíu stiga hiti
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1137
Maður leiksins: Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
FH 6 - 1 ÍA
1-0 Matthías Vilhjálmsson ('5, víti)
2-0 Vuk Oskar Dimitrijevic ('16)
2-1 Steinar Þorsteinsson ('33)
3-1 Oliver Heiðarsson ('41)
4-1 Vuk Oskar Dimitrijevic ('81)
5-1 Steven Lennon ('83)
6-1 Máni Austmann Hilmarsson ('90)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson (f)
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson ('86)
11. Davíð Snær Jóhannsson ('66)
16. Guðmundur Kristjánsson
22. Oliver Heiðarsson ('82)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('82)
33. Úlfur Ágúst Björnsson ('66)

Varamenn:
1. Gunnar Nielsen (m)
12. Heiðar Máni Hermannsson (m)
7. Steven Lennon ('66)
8. Kristinn Freyr Sigurðsson ('66)
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('82)
23. Máni Austmann Hilmarsson ('82)
26. Þorri Stefán Þorbjörnsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('86)

Liðstjórn:
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Andres Nieto Palma
Sigurvin Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Steven Lennon ('70)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
90. mín Leik lokið!
ÞETTA ER BÚIÐ!!!
FH vinnur hér stórkostlegan sigur á ÍA. Það gekk einhvern veginn allt upp hjá þeim í dag. Skagamenn sitja á botninum eins og staðan er núna og þeir væru fallnir ef það væru bara 22 umferðir.


Eyða Breyta
90. mín MARK! Máni Austmann Hilmarsson (FH), Stoðsending: Steven Lennon
SEX!!!!
Það er mikið stuð í Kaplakrika. Það er verið að niðurlægja Skagamenn!

Eftir hornspyrnu gerir Steven Lennon - að ég held - mjög vel og Máni stýrir boltanum í netið. Þvílíkt og annað eins.
Eyða Breyta
89. mín
Það er útlit fyrir að Skagamenn verði á botninum eftir daginn því Leiknismenn eru að leggja Val að velli.

Beinar textalýsingar:
14:00 KA - Breiðablik
14:00 FH - ÍA
14:00 KR - Stjarnan
14:00 Keflavík - Víkingur
14:00 ÍBV - Fram
14:00 Leiknir - Valur
Eyða Breyta
88. mín

Eyða Breyta
88. mín

Eyða Breyta
86. mín Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Björn Daníel Sverrisson (FH)

Eyða Breyta
84. mín

Steven Lennon.
Eyða Breyta
83. mín MARK! Steven Lennon (FH), Stoðsending: Máni Austmann Hilmarsson
FIMM!!!!!!!
Skagamenn eru sigraðir. Máni Austmann allt í einu kominn í dauðafæri, Árni ver en Steven Lennon potar boltanum yfir línuna.

Hann 100. mark í efstu deild.
Eyða Breyta
82. mín Máni Austmann Hilmarsson (FH) Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)

Eyða Breyta
82. mín Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Oliver Heiðarsson (FH)

Eyða Breyta
81. mín MARK! Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
VUK!!!!!!!
Gengur frá þessum leik. Með boltann inn á teignum og leggur hann snyrtilega fram hjá Árna Marinó. Vuk skorar sitt annað mark í þessum leik.

GAME OVER!
Eyða Breyta
79. mín
VUK!!!! Frábærlega spilað og Vuk stýrir boltanum í stöngina. Mjög óheppinn að skora ekki sitt annað mark.
Eyða Breyta
77. mín
Þessi seinni hálfleikur er bara búinn að vera mjög leiðinlegur.
Eyða Breyta
74. mín Kristian Lindberg (ÍA) Eyþór Aron Wöhler (ÍA)

Eyða Breyta
74. mín Haukur Andri Haraldsson (ÍA) Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)

Eyða Breyta
74. mín Viktor Jónsson (ÍA) Wout Droste (ÍA)
Fyrsti leikur Viktors í sumar.


Eyða Breyta
73. mín
Björn Daníel með aukaspyrnuna rétt fram hjá. Fínasta spyrna.


Eyða Breyta
72. mín
FH fær aukaspyrnu á mjög góðum stað.
Eyða Breyta
70. mín Gult spjald: Steven Lennon (FH)
Fyrir að trufla útspark.
Eyða Breyta
70. mín
Kristinn Freyr með skot fyrir utan teig sem fer beint í Aron Bjarka.
Eyða Breyta
69. mín Gult spjald: Steinar Þorsteinsson (ÍA)

Eyða Breyta
68. mín
Þessi leikur verið sannkölluð hornspyrnuveisla, 16 hornspyrnur.
Eyða Breyta
68. mín
Skagamenn fá aðra hornspyrnu, Gummi Kristjáns skallar boltann aftur fyrir endamörk. Gummi skallar boltann svo aftur og aftur fær ÍA hornspyrnu.
Eyða Breyta
68. mín
ÍA fær hornspyrnu, möguleiki til að gera eitthvað.
Eyða Breyta
66. mín Kristinn Freyr Sigurðsson (FH) Davíð Snær Jóhannsson (FH)

Eyða Breyta
66. mín Steven Lennon (FH) Úlfur Ágúst Björnsson (FH)

Eyða Breyta
65. mín
Mjög rólegt hérna, Skagamenn ekkert náð að ógna og eru ólíklegir til þess að minnka muninn og hvað þá jafna.


Eyða Breyta
59. mín
Það eru 1137 áhorfendur í Kaplakrika í dag. Vel mætt og góð stemning!
Eyða Breyta
58. mín
ÍA er ekki að komast mikið áleiðis í sóknaraðgerðum sínum til þessa. Eru ekki líklegir til þess að skora.
Eyða Breyta
56. mín Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Kaj Leo Í Bartalstovu (ÍA)

Eyða Breyta
55. mín
Þessi seinni hálfleikur hefur farið rólega af stað. FH-ingar væntanlega bara himinlifandi með það.
Eyða Breyta
51. mín
Þetta var ein ömurleg hornspyrna. Lágt niðri og auðvelt fyrir FH-inga að sjá um hana.
Eyða Breyta
51. mín
Enn ein hornspyrnan í þessum leik og aftur eru það Skagamenn sem fá hana.
Eyða Breyta
50. mín
Johannes Vall sækir hornspyrnu sem Skagamenn taka stutt. Gísli Laxdal á svo skot úr þröngu færi sem Atli Gunnar ver með fótunum.
Eyða Breyta
49. mín
Óli Guðmunds með fyrirgjöf sem Árni Marinó grípur.
Eyða Breyta
46. mín
Þetta er mikið bara að negla upp og eitthvað hjá Skagamönnum. Oliver með langan bolta sem endar beint hjá Atla Gunnari.
Eyða Breyta
46. mín
BYRJAÐ AFTUR!
Eyða Breyta
46. mín Oliver Stefánsson (ÍA) Benedikt V. Warén (ÍA)

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Um leið og fyrri hálfleikurinn kláraðist þá var Í larí lei sett í gang. Maður lifandi hvað þetta lag er mikið heilalím.


Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Erlendur flautar til hálfleiks og stuðningsmenn FH klappa. Þessi staða er bara mjög sanngjörn. FH-ingar verið mun sterkari aðilinn og eru að spila mjög vel. Skagamenn hafa aftur á móti ekki verið góðir.


Eyða Breyta
45. mín
Davíð Snær með geggjaðan bolta út til vinstri á Oliver sem ætlar að senda hann fyrir en Johannes Vall nær að blokka það.
Eyða Breyta
44. mín
Mjög sanngjörn staða miðað við það hvernig þessi leikur hefur spilast.
Eyða Breyta
42. mín
Fjögur mörk komin í þennan fyrri hálfleik.


Oliver Heiðarsson.
Eyða Breyta
41. mín MARK! Oliver Heiðarsson (FH), Stoðsending: Matthías Vilhjálmsson
MARK!!!!!
Í LARÍ LEI fer aftur í gang!!!

Gerðist allt í einu, leit upp og þá var Oliver að þjösnast við það að koma boltanum yfir línuna. Mikill kraftur í honum og hann nær að koma boltanum fram hjá Árna, sem hefur ekki átt sérlega góðan dag.
Eyða Breyta
40. mín
Það eru komnar ellefu hornspyrnur í þessum fyrri hálfleik, FH leiðir 7-4 í þeirri baráttu.

Liðin ekki verið að nýta þær vel hingað til.
Eyða Breyta
39. mín
Smá darraðadans inn á teignum en Skagamenn ná svo að koma boltanum í burtu.
Eyða Breyta
38. mín
Björn Daníel með afar huggulega sendingu upp til hægri og FH vinnur horn. Og svo annað horn.
Eyða Breyta
36. mín

Eyða Breyta
35. mín
Þetta hefur verið virkilega skemmtilegur fótboltaleikur hingað til.
Eyða Breyta
35. mín
Þetta mark virðist hafa gefið ÍA byr undir báða vængi. Þeir fá hornspyrnu, en það verður ekkert úr henni.
Eyða Breyta
35. mín
Eyþór Aron fellur í teignum en Erlendur dæmir ekkert. Rétt metið hjá málarameistaranum held ég.
Eyða Breyta
35. mín
Það er alveg hægt að segja að þetta mark hafi verið gegn gangi leiksins.
Eyða Breyta
34. mín

Steinar gerði mark ÍA.
Eyða Breyta
33. mín MARK! Steinar Þorsteinsson (ÍA), Stoðsending: Johannes Vall
MARK!!!!!
ÍA er að minnka muninn. Johannes Vall með sendingu sem fer af varnarmanni og fellur fyrir Steinar sem tekur hann með sér og hamrar honum í netið.

FH-ingar sofandi á verðinum og Skagmenn eru komnir aftur í leikinn.
Eyða Breyta
30. mín
Jón Þór, þjálfari ÍA, er í jakkafötum á hliðarlínunni en hinum megin eru þjálfarar FH í sínum hefðbundnu göllum (sjá hér að neðan).


Eyða Breyta
28. mín
Minni á að við erum með textalýsingar frá öllum leikjum dagsins.

Beinar textalýsingar:
14:00 KA - Breiðablik
14:00 FH - ÍA
14:00 KR - Stjarnan
14:00 Keflavík - Víkingur
14:00 ÍBV - Fram
14:00 Leiknir - Valur
Eyða Breyta
27. mín
Oliver með skot í varnarmann og svo á Vuk skot í varnarmann. FH-ingar eru að leita að þriðja markinu.
Eyða Breyta
26. mín
Björn Daníel með hornspyrnuna en Árni Marinó nær að slaka hendi í boltann og fer hann í innkast.
Eyða Breyta
26. mín
Matti Villa í skotfæri rétt fyrir utan teig en rennur í skotinu. Boltinn fer hins vegar í leikmann ÍA og aftur fyrir. FH á hornspyrnu.
Eyða Breyta
25. mín
Hlynur Sævar með sendingu bara eitthvert. Fer beint á Oliver sem fer upp hægri kantinn. Hann leggur hann niður á Ástbjörn sem á ömurlega fyrirgjöf á engan.
Eyða Breyta
22. mín
Það er eins og Skagamenn hafi ekki alveg mætt tilbúnir í þennan leik.
Eyða Breyta
21. mín
Úlfur Ágúst í færi til að bæta við þriðja markinu en Aron Bjarki gerir vel að henda sér fyrir skotið.
Eyða Breyta
20. mín

Eyða Breyta
20. mín
Gísli Laxdal kemur sér í skotfæri en dregur boltann fram hjá markinu. Færið leit vel út en það var engin hætta af þessu skoti.
Eyða Breyta
17. mín

Vuk gerði annað mark FH.
Eyða Breyta
17. mín
Í larí lei í fullum gangi hér í Kaplakrika, það er gríðarleg stemning!
Eyða Breyta
16. mín MARK! Vuk Oskar Dimitrijevic (FH), Stoðsending: Davíð Snær Jóhannsson
STÓRKOSTLEGT MARK!!!!
Það mætti lýsa þessum sem skyndisókn. Davíð Snær með langan bolta upp á Vuk og varnarmenn ÍA eitthvað hálf ragir við það að fara í hann. Hann fer bara alla leið, sýnir mikla áræðni og kemur boltanum í netið fram hjá Árna.

Frábærlega gert hjá serbneska blóminu.
Eyða Breyta
15. mín
Gísli Laxdal gerir vel og núna fær ÍA hornspyrnu. Spurning hvort þeir geti gert eitthvað við hana. Svarið er nei. Beint á Atla Gunnar í marki FH sem gerir vel að halda í boltanum og koma honum fljótt í leik.
Eyða Breyta
13. mín
Lélég hornspyrna hjá Davíð í kjölfarið. Fer yfir allan pakkann.
Eyða Breyta
13. mín
Fín sókn hjá FH. Óli Guðmunds geysist upp vinstri vænginn og vinnur hornspyrnu.
Eyða Breyta
12. mín
FH fær aukaspyrnu á álitlegum stað. Björn Daníel spyrnir boltanum inn á teig en þetta er afskaplega auðvelt fyrir Árna að handsama boltann.
Eyða Breyta
10. mín
ÍA fær hornspyrnu. Hún er slök og Gummi Kristjáns er fyrstur í boltann. Hann sparkar boltanum hins vegar aftur fyrir og Skagamenn fá aðra hornspyrnu. Aftur er hún slök og FH-ingar koma boltanum í burtu.
Eyða Breyta
8. mín
SVONA ER ÍA AÐ STILLA UPP:

Árni Marinó

Wout - Aron Bjarki - Tobias - Vall

Steinar - Hlynur Sævar

Benedikt - Kaj Leó - Gísli Laxdal

Eyþór Aron


Kaj Leo Í Bartalstovu.
Eyða Breyta
7. mín
Úlfur Ágúst með skalla í SLÁNA!!! Árni Marinó í einskins manns landi og Úlfur Ágúst er næstum því búinn að tvöfalda forystuna er hann skallar í slána. Davíð nær svo skoti en varnarmenn ÍA koma sér fyrir.
Eyða Breyta
6. mín
Davíð Snær er búinn að byrja þennan leik ótrúlega vel.


Eyða Breyta
5. mín
Þetta var afskaplega klaufalegt hjá Árna. Kom langt út á móti þegar Davíð var ekkert að ógna og brýtur af honum. Ekki byrjunin sem Skagamenn voru að vonast eftir.


Eyða Breyta
5. mín Mark - víti Matthías Vilhjálmsson (FH)
ÖRUGGUR!!!!!
Frábær byrjun hjá FH-ingum sem eru búnir að taka forystuna í þessum leik. FH klúðraði tveimur vítum í síðasta leik en þetta var engin spurning.
Eyða Breyta
4. mín
Árni Marinó tekur Davíð niður og FH fær víti. Sýnist þetta vera hárrétt.
Eyða Breyta
4. mín
FH FÆR VÍTI!
Eyða Breyta
3. mín
Davíð aftur með skot en núna nær Tobias að koma sér fyrir!
Eyða Breyta
2. mín
Davíð Snær kemur sér í fínt skotfæri rétt fyrir utan teig og lætur vaða en boltinn rétt fram hjá markinu! Davíð hefur sýnt það að hann getur skorað úr svona stöðum.
Eyða Breyta
1. mín
SVONA STILLIR FH UPP:

Atli Gunnar

Ástbjörn - Gummi - Eggert - Ólafur

Björn Daníel - Matti

Oliver - Davíð Snær - Vuk

Úlfur Ágúst


Úlfur Ágúst Björnsson.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
RÚLLUM AF STAÐ!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Mér sýnist vera nokkuð vel mætt í stúkuna og það er að myndast ágætis stemning í Krikanum.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin að ganga út á völl.
Eyða Breyta
Fyrir leik
TÍU MÍNÚTUR Í LEIK!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er sól á lofti í Hafnarfirðinum í dag og um tíu stiga hiti. Fínustu aðstæður!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru einhverjir Skagamenn búnir að gera sér ferð hingað í Kaplakrika snemma á þessum ágæta sunnudegi. Ætli 'ÍA ultras' láti vel í sér heyra í dag?


Eyða Breyta
Fyrir leik
Upphitun er komin á fullt út á velli. Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, var að leika sér með boltann rétt áðan. Ég get staðfest að hann er enn með töfra í skónum.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Athyglisvert er að Kristinn Freyr Sigurðsson er á bekknum hjá FH annan leikinn í röð.


Eyða Breyta
Fyrir leik
BYRJUNARLIÐIN
FH gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá markalausa jafnteflinu gegn Leikni. Steven Lennon tekur sér sæti á bekknum og inn kemur Vuk Oskar Dimitrijevic.

ÍA gerði 4-4 jafntefli gegn KR í síðasta deildarleik. Frá þeim leik gerir Jón Þór Hauksson fjórar breytingar. Johannes Vall, Wout Droste, Benedikt V. Warén og Hlynur Sævar Jónsson koma inn í byrjunarliðið. Þá er Viktor Jónsson mættur á bekkinn eftir að hafa verið meiddur í allt sumar.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í sumar - sem fór fram upp á Skaga - endaði með 1-1 jafntefli. Kaj Leo Í Bartalstovu kom ÍA yfir en Matthías Vilhjálmsson jafnaði svo metin fyrir FH-inga áður en flautað var til leiksloka.


Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Allir leikir umferðarinnar hefjast á sama tíma í dag, klukkan 14:00.

Beinar textalýsingar:
14:00 KA - Breiðablik
14:00 FH - ÍA
14:00 KR - Stjarnan
14:00 Keflavík - Víkingur
14:00 ÍBV - Fram
14:00 Leiknir - Valur
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sverrir Mar Smárason, íþróttafréttamaður á Vísi, umsjónarmaður Ástríðunnar og reglulegur gestur í Innkastinu í sumar, spáir í leiki umferðarinnar.

FH 1 - 2 ÍA
Stórleikur umferðarinnar án efa. Skagaliðið og ÍA Ultras mæta í Krikann og stoppa endurreisnina. Baráttu leikur, lítið um gæði og þar mun Skagahjartað taka yfir. Wöhlerinn skorar en Úlfur Ágúst jafnar fyrir FH. Árni Salvar gerir sigurmarkið í lokin og sprettir að trylltum ÍA Ultras.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari í dag er málarameistarinn Erlendur Eiríksson. Vonum að hann og hans aðstoðarmenn eigi góðan leik.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Munar einu stigi
Það munar einu stigi á liðunum fyrir þennan leik; FH er í tíunda sæti með 16 stig og ÍA er í ellefta sæti með 15 stig. Bæði lið eru búin að leika 20 leiki. Það eru tveir leikir í skiptingu og svo eru fimm leikir eftir það þar sem liðin í neðri og efri hlutanum leika innbyrðis.

Það er nóg eftir af þessu móti en þessi leikur kemur til með að skipta miklu máli upp á framhaldið.


Eyða Breyta
Fyrir leik
GÓÐAN OG GLEÐILEGAN DAGINN!

Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og ÍA í Bestu deild karla. Þetta er sannkallaður fallbaráttuslagur, sannkallaður sex stiga leikur. Það er mikið undir í Kaplakrika í dag.

Endilega fylgist með!


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
2. Tobias Stagaard
3. Johannes Vall
5. Wout Droste ('74)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Kaj Leo Í Bartalstovu ('56)
17. Gísli Laxdal Unnarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Eyþór Aron Wöhler ('74)
22. Benedikt V. Warén ('46)
24. Hlynur Sævar Jónsson ('74)

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Oliver Stefánsson ('46)
6. Jón Gísli Eyland Gíslason ('56)
9. Viktor Jónsson ('74)
21. Haukur Andri Haraldsson ('74)
27. Árni Salvar Heimisson
39. Kristian Lindberg ('74)

Liðstjórn:
Aron Ýmir Pétursson
Ármann Smári Björnsson
Jón Þór Hauksson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Bjarki Sigmundsson
Hallur Freyr Sigurbjörnsson
Guðlaugur Baldursson

Gul spjöld:
Steinar Þorsteinsson ('69)

Rauð spjöld: