Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
KR
3
5
Selfoss
0-1 Íris Una Þórðardóttir '15
Guðmunda Brynja Óladóttir '17 1-1
1-2 Miranda Nild '36
Marcella Marie Barberic '49 2-2
2-3 Íris Una Þórðardóttir '56
2-4 Miranda Nild '64
2-5 Katla María Þórðardóttir '80
Rasamee Phonsongkham '89 , víti 3-5
18.09.2022  -  14:00
Meistaravellir
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Rok og rigningarlegt hér í Vesturbænum
Dómari: Soffía Ummarin Kristinsdóttir
Maður leiksins: Miranda Nild
Byrjunarlið:
23. Cornelia Baldi Sundelius (m)
6. Rebekka Sverrisdóttir (f)
7. Guðmunda Brynja Óladóttir ('87)
8. Hannah Lynne Tillett ('63)
10. Marcella Marie Barberic
11. Telma Steindórsdóttir ('87)
14. Rut Matthíasdóttir
15. Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir ('87)
15. Lilja Lív Margrétardóttir
16. Rasamee Phonsongkham
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir

Varamenn:
29. Helena Sörensdóttir (m)
3. Margaux Marianne Chauvet
4. Laufey Björnsdóttir ('87)
8. Karítas Ingvadóttir ('87)
12. Íris Grétarsdóttir ('87)
19. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir ('63)
20. Margrét Regína Grétarsdóttir

Liðsstjórn:
Arnar Páll Garðarsson (Þ)
Christopher Thomas Harrington (Þ)
Guðlaug Jónsdóttir
Hildur Björg Kristjánsdóttir
Þóra Kristín Bergsdóttir
Bergdís Fanney Einarsdóttir
Róberta Lilja Ísólfsdóttir
Baldvin Guðmundsson

Gul spjöld:
Rasamee Phonsongkham ('21)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Soffía flautar hér til leiksloka!
KR er fallið niður í Lengjudeildina.
Selfoss kemur sér í 5. sæti deildarinnar við þessi úrslit og jafnar Þrótt R. á stigum.
Viðtöl og skýrsla koma innan skams.
94. mín
Nákvæmlega ekkert að gerast hér í uppbótartíma.
89. mín Mark úr víti!
Rasamee Phonsongkham (KR)
Rasamee skorar af miklu öryggi!

Fast niðri í vinstra hornið, en þetta er algjört sárabótamark fyrir KR.
89. mín
KR fær víti!
87. mín
Inn:Jóhanna Elín Halldórsdóttir (Selfoss) Út:Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfoss)
87. mín
Inn:Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss) Út:Miranda Nild (Selfoss)
87. mín
Inn:Laufey Björnsdóttir (KR) Út:Telma Steindórsdóttir (KR)
87. mín
Inn:Karítas Ingvadóttir (KR) Út:Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir (KR)
87. mín
Inn:Íris Grétarsdóttir (KR) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (KR)
84. mín
Inn:Embla Dís Gunnarsdóttir (Selfoss) Út:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)
80. mín MARK!
Katla María Þórðardóttir (Selfoss)
Katla endanlega að gera út um leikinn!!

Bergrós er við endalínu og kemur með sendingu út í teiginn á Kötlu sem smellhittir boltann og endar hann inn í netinu.
KR svo gott sem fallið!
77. mín
Eftir gott samspil KR-inga tekur Marcella skot sem á viðkomu í varnarmann Selfoss og boltinn í horn.
71. mín
Selfoss fær hornspyrnu, Brenna tekur og finnur Brynju Líf sem skallar boltann á markið en varnarmaður KR kemur boltanum frá.
66. mín Gult spjald: Miranda Nild (Selfoss)
64. mín MARK!
Miranda Nild (Selfoss)
Þær gefa bara í!
Miranda tekur skot fyrir utan teig, skotið er fast og niðri með jörðu. Cornelia var í boltanum en missti hann undir sig.
Útlitið er ekki bjart fyrir KR þessa stundina.
63. mín
Inn:Ólína Ágústa Valdimarsdóttir (KR) Út:Hannah Lynne Tillett (KR)
Hannah er borin út af vellinum.
60. mín
Hannah Tillett liggur niðri sárþjáð og sýnist mér verið að leita af börum.
Sýnist þetta vera hnéð á henni sem er að hrjá hana.
56. mín
Inn:Brynja Líf Jónsdóttir (Selfoss) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
56. mín
Inn:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss) Út:Guðrún Þóra Geirsdóttir (Selfoss)
56. mín MARK!
Íris Una Þórðardóttir (Selfoss)
Íris að skora sitt annað mark í dag!

Selfoss fær hornspyrnu, boltinn fellur niður í teig KR og úr verður mikill darraðadans, boltinn fellur til Írisar sem hamrar boltann í slánna og inn!
54. mín
Samskeytin og út!!

Marcella keyrir inn á teig gestanna frábærlega og skýtur í samskeytin og út!
Þvílík óheppni hjá Marcellu hún gerði allt rétt.
53. mín
Rasamee með hörkuskot langt fyrir utan teig en Tiffany ver vel.
49. mín MARK!
Marcella Marie Barberic (KR)
Hrikaleg mistök Tiffany!!!

Tiffany er með boltann í teig Selfyssinga, Marcella kemur og pressar á hana en Tiffany hittir ekki boltann, Marcella nær boltanum af henni og setur boltann í autt net gestanna.
Algjört klaufamark!
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað og eru það heimakonur sem byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Soffía flautar hér til hálfleiks, staðan 1-2 fyrir gestunum.
Mikið jafnræði er búið að vera í leiknum en Selfoss búið að nýta færin betur.
45. mín
Þór/KA komið 2-0 yfir og lítur allt út fyrir að KR sé að fara falla hér í dag.
42. mín
Tíðindi úr Keflavík!

Þór/KA er komið yfir gegn Keflavík, en ef Þór/KA gerir jafntefli eða vinnur þá er KR fallið, sama hvernig KR-Selfoss fer!
36. mín MARK!
Miranda Nild (Selfoss)
Miranda að koma Selfoss yfir á ný!!
Barbára Sól kemur með frábæran bolta inn í teiginn frá hægri kanti, boltinn ratar á Miröndu sem er við vítapunkt KR og klárar fagmannlega!
36. mín
Hannah tekur skot beint á markið rétt fyrir utan teig, Tiffany ver auðveldlega.
33. mín
Frábær varsla!
Unnur Dóra tekur hörkuskot langt fyrir utan teig, Cornelia ver frábærlega og boltinn í horn.
30. mín
Unnur Dóra keyrir inn á teig KR-inga frá vinstri kanti frábærlega, hún fer síðan í skot sem Cornelia er í engum vandræðum með að handsama.
21. mín Gult spjald: Rasamee Phonsongkham (KR)
Rasamee slær boltann viljandi og fær réttilega að líta gula spjaldið, þetta er fjórða spjald Rasamee í sumar og verður hún því í banni í næsta leik.
Furðuleg ákvörðun hjá Rasamee vægast sagt.
20. mín
Guðmunda komin ein í gegn en Tiffany mætir vel í markinu og kemur boltanum frá.
17. mín MARK!
Guðmunda Brynja Óladóttir (KR)
Þær eru ekki lengi að svara!!
Lilja Lív keyrir upp hægri kantinn og kemur með góðann bolta í teiginn á Guðmundu sem tekur boltann í fyrsta og lyftir boltanum yfir Tiffany í marki gestanna.
15. mín MARK!
Íris Una Þórðardóttir (Selfoss)
Íris Una að koma Selfyssingum yfir!!
Miranda Nild tekur frábæra hornspyrnu sem ratar beint á kollinn á Brennu Loveru en boltinn fer í varnarmann KR, þá er Íris Una mætt og setur boltann í netið!
15. mín
Selfoss fær sitt fyrsta horn.
8. mín
KR fær fyrsta horn leiksins, góð útfærsla boltinn er sendur út í teiginn á Telmu Steindórs sem tekur skotið en varnarmaður Selfoss kemst fyrir boltann.
5. mín
Miranda Nild lætur vaða fyrir utan teig, skotið er gott en Cornelia ver vel í marki KR.
1. mín
Leikur hafinn
Soffía flautar leikinn af stað og eru það gestirnir byrja með boltann og sækja í átt að félagsheimilinu.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn, nú eru aðeins örfáar mínútur í að þetta hefjist!
Fyrir leik
Liðin komin inn!

KR-ingar gera eina breytingu á liði sínu frá síðasta leik, Rut Matthíasdóttir kemur inn í liðið í stað Brynju Sævarsdóttur.

Síðasti leikur Selfoss var gegn Stjörnunni þar sem liðin skildu jöfn að. Björn Sigurbjörns þjálfari liðsins gerir tvær breytingar á liði sínu frá þeim leik. Þær Barbára Sól og Guðrún Þóra koma báðar inn í liðið.
Fyrir leik
Tríóið

Soffía Ummarin Kristinsdóttir verður með flautuna í dag en henni til aðstoðar á sitthvorri hliðarlínunni eru þau Przemyslaw Janik og Eydís Ragna Einarsdóttir.
Eftirlitsdómari leiksins er Hjalti Þór Halldórsson.


Fyrir leik
Selfoss

Selfoss siglir lignan sjó í deildinni, þær eru í 6. sæti með 22 stig. Í síðustu leikjum hafa þær sýnt góðar frammistöður og eru með 7 stig úr síðustu þremur leikjum. Markahæsti leikmaður liðsins er Brenna Lovera með 8 mörk í 15 leikjum.


Fyrir leik
KR

Ef KR tekst ekki að vinna í dag eða ef Þór/KA vinnur sinn leik fellur KR niður í Lengjudeildina, það er mikið undir hjá þeim svart-hvítu í dag.
Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir KR en liðið er aðeins með 7 stig eftir 15 leiki. Þjálfari liðsins Arnar Páll Garðarsson heldur ekki áfram með liðið eftir tímabilið.

Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu beint frá Meistaravöllum. Hér klukkan 14:00 mun botnlið KR taka á móti Selfossi.


Byrjunarlið:
1. Tiffany Sornpao (m)
3. Sif Atladóttir
4. Íris Una Þórðardóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir ('87)
10. Barbára Sól Gísladóttir ('56)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f) ('84)
16. Katla María Þórðardóttir
20. Miranda Nild ('87)
22. Brenna Lovera
22. Guðrún Þóra Geirsdóttir ('56)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Varamenn:
13. Karen Rós Torfadóttir (m)
2. Brynja Líf Jónsdóttir ('56)
9. Embla Dís Gunnarsdóttir ('84)
11. Jóhanna Elín Halldórsdóttir ('87)
19. Eva Lind Elíasdóttir ('56)
20. Hekla Rán Kristófersdóttir
21. Þóra Jónsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('87)

Liðsstjórn:
Björn Sigurbjörnsson (Þ)
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Erna Guðjónsdóttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir
Gunnar Geir Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Miranda Nild ('66)

Rauð spjöld: