Hásteinsvöllur
mánudagur 10. október 2022  kl. 15:25
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: Norðan 9 m/s og tæplega 5 gráðu hiti
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Eiður Aron Sigurbjörnsson
ÍBV 2 - 1 Keflavík
1-0 Alex Freyr Hilmarsson ('4)
2-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson ('40, víti)
2-1 Patrik Johannesen ('47)
Byrjunarlið:
21. Jón Kristinn Elíasson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. Jón Ingason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('65)
8. Telmo Castanheira
14. Arnar Breki Gunnarsson ('89)
22. Atli Hrafn Andrason ('82)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson (f)
25. Alex Freyr Hilmarsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
3. Felix Örn Friðriksson ('82)
6. Kundai Benyu
9. Sito
19. Breki Ómarsson ('89)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
27. Óskar Dagur Jónasson

Liðstjórn:
Sigurður Grétar Benónýsson
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Elías J Friðriksson
Andri Rúnar Bjarnason
Mikkel Vandal Hasling

Gul spjöld:
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('82)
Breki Ómarsson ('91)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
95. mín Leik lokið!
Risasigur ÍBV sem færir þá enn nær öruggu sæti að ári. Sex stig í fallsætið og 9 stig eftir í pottinum.
Eyða Breyta
94. mín
Hætta að skapast í teig ÍBV en boltinn þegar farinn og sigur ÍBV færist nær
Eyða Breyta
92. mín
Guðjón Pétur Stefánsson í dauðafæri eftir aukaspyrnu en Jón með stórbrotna markvörslu. Auk þess fer flaggið á loft og það hefði ekki talið.
Eyða Breyta
91. mín Gult spjald: Breki Ómarsson (ÍBV)
Kemur sér fyrir aukaspyrnu sem Keflvíkingar vilja taka og uppsker gult.
Eyða Breyta
90. mín
Við fáum fjórar mínútur í uppbótartíma.
Eyða Breyta
89. mín Breki Ómarsson (ÍBV) Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)

Eyða Breyta
88. mín
Rúnar Þór með stórhættulegan bolta frá vinstri yfir á fjærstöng en Jón Ingason kemur boltanum i horn
Eyða Breyta
87. mín Ernir Bjarnason (Keflavík) Frans Elvarsson (Keflavík)

Eyða Breyta
87. mín Guðjón Pétur Stefánsson (Keflavík) Sindri Snær Magnússon (Keflavík)

Eyða Breyta
86. mín
Rúnar neglir boltanum í markmannshornið en Jón ver boltann í horn.

Hornið tekið á nærstöngina þar sem að Magnús mætir en skallar boltann yfir markið.
Eyða Breyta
86. mín
Keflavík sækir. Brotið á Patrik alveg við D-bogann og gestirnir eiga aukaspyrnu á hættulegum stað.
Eyða Breyta
85. mín
Andri Rúnar dauðafrír eftir hornið en skallar boltann beint í fang Sindra.
Eyða Breyta
84. mín
Andri Rúnar hirðir boltann af kærulausum Dani Hatakka og keyrir í átt að marki. Lætur skotið ríða af en Sindri Kristinn ver vel í horn.
Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
Togar Adam Ægi niður á miðjum vellinum.
Eyða Breyta
82. mín Felix Örn Friðriksson (ÍBV) Atli Hrafn Andrason (ÍBV)

Eyða Breyta
81. mín
Andri Rúnar að skapa stórhættu í teig Keflavíkur en það vantar menn í boxið og færið rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
79. mín Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík) Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík)

Eyða Breyta
79. mín Valur Þór Hákonarson (Keflavík) Kian Williams (Keflavík)
Siggi Raggi að gefa ungviðinu tækifæri.

Hans fyrsti deildarleikur með meistaraflokki að ég held.
Eyða Breyta
78. mín
Elivs með skot að marki en boltinn víðsfjarri markrammanum
Eyða Breyta
75. mín
Eftir ágætar fyrstu 20 í hálfleiknum hjá Keflavík hefur hægst á leiknum og heimamenn náð betri takti í sinn leik og ekki hægt að segja að mark liggi í loftinu.
Eyða Breyta
72. mín Dagur Ingi Valsson (Keflavík) Adam Árni Róbertsson (Keflavík)

Eyða Breyta
70. mín
Andri Rúnar fíflar Magnús Þór algjörlega upp úr skónum og kemst í frábært færi. Skot hans ömurlegt og beint á Sindra. Svona færi eftir svona undirbúning á Andri Rúnar einfaldlega að klára.
Eyða Breyta
65. mín
Fyrsta verk Andra Rúnars er að sleppa einn í gegn. Sindri mætir vel út á móti og á Andri Rúnar vægast sagt lélega tilraun beint á Sindra. Vill reyndar meina að Sindri hafi verið fyrir utan teig þegar hann varði en það gat ég ekki séð.
Eyða Breyta
65. mín Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV) Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV)

Eyða Breyta
64. mín
Magnús með skallann eftir smá lotu eftir hornið en Jón ekki í vandræðum með að handsama boltann.

Keflvíkingar vinna boltann strax aftur og byggja upp á ný.
Eyða Breyta
63. mín
Keflavík á hornspyrnu.

Rúnar Þór skokkar á staðinn.
Eyða Breyta
62. mín
Jón Ingason með bjartsýnustu tilraun ársins. Reynir skot frá miðju eftir að hafa unnið boltann með góðri tæklingu. Sindri þakkar fyrir sendinguna og grípur boltann.
Eyða Breyta
60. mín
Það er hálftími eftir og lið ÍBV er sest rosalega neðarlega á völlinn.

Hættulegur leikur að leika og Keflavík að ganga á lagið.
Eyða Breyta
59. mín
Atli Hrafn með skot að marki en Sindri vel á verði og ver.
Eyða Breyta
58. mín
Kian Williams í hörkufæri í teig ÍBV en nær ekki nægjanlega góðu skoti og Jón ekki í teljandi vandræðum með að verja.
Eyða Breyta
55. mín
Keflavík með aukaspyrnu á ágætum stað.

Vörn ÍBV heldur og ekkert verður úr.
Eyða Breyta
54. mín
Patrik Johannesen með skot af vítateigslínu sem fer af varnarmanni og í fang Jóns. Gestirnir mun hressari fram á við en í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
50. mín Gult spjald: Kian Williams (Keflavík)
Klaufalegt brot við teig ÍBV. Of seinn í Alex Frey.
Eyða Breyta
47. mín MARK! Patrik Johannesen (Keflavík), Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
Gestirnir ekki lengi að minnka munin!

Adam Ægir með gullsendingu frá hægri yfir á fjærstöng þar sem Patrik Johannesen rís hæst og skallar boltann í gagnstætt horn óverjandi fyrir Jón í marki ÍBV.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimamenn rúlla þessu af stað. Í frábærri stöðu.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Sannngjörn staða á Hásteinsvelli heilt yfir. Keflvíkingar verið kraftlausir og lítið komist áfram gegn sterku og vel skipulögðu liði heimamanna. Komum aftur að vörum spori með síðari hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín
Guðjón Ernir lá eftir á vellinum eftir að hafa fengið boltann í andlitið. Fljótur á fætur og leikur heldur áfram.

Fáum tvær mínútur í uppbótartíma.
Eyða Breyta
45. mín

Eyða Breyta
43. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Togar niður Alex Frey þegar Eyjamenn freista þess að hefja skyndisókn.
Eyða Breyta
40. mín Mark - víti Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Sindri velur sér horn og Eiður setur boltann þéttingsfast aðeins í hina áttina og skorar af miklu öryggi.
Eyða Breyta
38. mín
ÍBV er að fá vítaspyrnu!

Sindri Snær brýtur á Arnari Breka að mati Vilhjáms. Virkar vafasamur dómur í sjónvarpi en Vilhjálmur var vel staðsettur.
Eyða Breyta
37. mín
Arnar Breki vinnur hornspyrnu fyrir heimamenn.

Sindri Kristinn slær boltann frá.
Eyða Breyta
36. mín
Jón er mættur á fætur og heldur áfram. Vonum það besta fyrir hann sem og ÍBV.
Eyða Breyta
35. mín
Jón Kristinn er sestur á völlinn og þarf aðhlynningu. Guðjón Orri meiddist fyrir leik og er ekki leikhæfur. Ef Jón getur ekki haldið áfram er staða Eyjamanna hvað markmenn varðar ekki góð.
Eyða Breyta
34. mín
Telmo með hörkuskot að marki eftir langt innkast frá hægri en boltinn í Magnús Þór og Keflvíkingar hreinsa.
Eyða Breyta
32. mín
Rúmur hálftími liðinn af leiknum og ekki annað hægt að segja en að forysta ÍBV sé sennilegast sanngjörn. Verið mikið hættulegri er þeir sækja og mun beinskeyttari.
Eyða Breyta
27. mín
Hætta í teig Keflavíkur. Aukaspyrna frá vinstri fer í Eið Aron í markteignum og stefnir að marki en Magnús Þór kemur boltanum í horn.

Sindri grípur boltann eftir hornið.
Eyða Breyta
25. mín
Patrik Johannesen með frábæra fyrirgjöf fyrir mark ÍBV frá hægri. Adam Ægir Pálsson mætir á réttum stað á réttum tíma en nær ekki að stýra boltanum á markið og fer skalli hans talsvert yfir.
Eyða Breyta
23. mín
Adam Ægir með glatað skot af 20 metrum sem flýgur hátt yfir markið
Eyða Breyta
18. mín
Adam Árni í dauðafæri í teig ÍBV en nær litlum krafti í skotið sem Jón gerir vel í að slá frá.
Eyða Breyta
17. mín
Dani Hatakka stálheppinn að sleppa við spjald þegar hjann keyrir Halldór Jón niður úti við hornfána.
Aukapyrnan fyrir markið fín en Sigurður Arnar nær ekki valdi á boltanum og gestirnir hreinsa.
Eyða Breyta
15. mín
Adam Ægir reynir skotið frá hægra vítateigshorn. Jón Kristinn ekki í vandræðum með það og handsamar boltann.
Eyða Breyta
13. mín Gult spjald: Magnús Þór Magnússon (Keflavík)
Rífur Arnór Breka niður er ÍBV sækir hratt. Einhverjir í stúkunni ræða um rautt spjald en það var aldrei í myndinni.
Eyða Breyta
10. mín
Eyjamenn geystast upp völlinn, Arnór Breki með boltann úti til vinstri leikur inn á teiginn og lætur bara vaða. Sindri ver en heldur ekki boltanum en nær völdum á honum í annari tilraun rétt áður en að Guðjón Ernir nær að gera sér mat úr frákastinu.
Eyða Breyta
8. mín
Eyjamenn verið mjög þéttir fyrir þessar fyrstu mínútur auk þess að hafa tekið forystu. Ekki gefið gestunum eina sekúndu án pressu á boltamanninn og unnið flesta seinni bolta.
Eyða Breyta
4. mín MARK! Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV), Stoðsending: Telmo Castanheira
Stórsókn ÍBV endar að lokum með marki.

Telmo með skotið sem er ekkert sérstakt en fellur fyrir Alex í teignum sem er fljótur að átta sig og setur boltann í netið úr miðjum teignum.
Eyða Breyta
1. mín
Guðjón Orri er ekki í markinu hjá ÍBV og hefur sú breyting verið gerð á allra síðustu stundu. Við gerum því ráð fyrir að Jón Kristinn sé í rammanum.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Jæja þá getur þetta loks hafist á Hásteinsvelli. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sindri Kristinn Ólafsson er að vanda í marki Keflavíkur. Hann er orðaður við brottför frá Keflavík eftir tímabilið og eru KR og KA meðal liða sem munu vera á höttunum eftir starfskröftum hans.Eyða Breyta
Fyrir leik
Einhverjar tafir á því að leikur hefjist í Vestmannaeyjum. Herjólfi mun hafa seinkað og verður flautað til leiks klukkan 15:25
Eyða Breyta
Fyrir leik
ÍBV vann 2 - 1 sigur á FH á miðvikudaginn var. Frá þeim leik gerir Hermann Hreiðarsson þjálfari liðsins gerir eina breytingu á liðinu. Guðjón Ernir Hrafnkelsson kemur til baka eftir að hafa tekið út leikbann og Felix Örn Friðriksson sest á bekkinn.

Keflavík vann 3 - 2 sigur á ÍA á heimavelli á sunnudaginn fyrir viku. Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari liðsins gerir tvær breytingar.

Joey Gibbs tekur út leikbann vegna fjögurra áminninga og Adam Árni Róbertsson byrjar í hans stað í framlínunni. Þá kemur Ásgeir Páll Magnússon inn fyrir Nacho Heras sem er ekki í leikmannahópnum vegna meiðsla.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Stefán Árni Pálsson þáttarstjórnandi Seinni Bylgjunnar á Stöð 2 Sport er spámaður umferðarinnar hjá okkur í þetta sinn. Um leikinn á Hásteinsvelli sagði hann.

ÍBV 0 - 3 Keflavík
Keflavík þekki það að spila í vindi og mun vinna þennan leik mjög sannfærandi. 3-0. Þeir eru algjörlega pressulausir og það muna skila sér í léttleikandi og flottri frammistöðu hjá Suðurnesjamönnum.

Hverjir skora? Jú, þrenna frá Adam Ægi Pálssyni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarinn og aðstoðarmenn hans

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson blæs í flautunna á Hásteinsvelli í dag með þá Guðmund Inga Bjarnason og Antoníus Bjarka Halldórsson sér til halds og trausts. Arnar Þór Stefánsson er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Sigurður Hannesson.Eyða Breyta
Fyrir leik
ÍBV

Eyjamenn stigu risastórt skref í baráttunni við falldrauginn síðastliðinn miðvikudag þegar liðið bara sigurorð af liði FH 2-1 í Vestmannaeyjum og setti þar með fjögur stig á milli sín og fallsætis. Ekki má þó mikið út af bregða til þess að liðið sogist á ný í baráttuna við botninn og þurfa lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar og bæta stigum á töfluna til þess að þurfa treysta eingöngu á sjálfa sig á lokasprettinum.Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík

Stig í dag og Keflavík hefur gert út af við þann tölfræðilega möguleika (mjög hæpin þó) aö liðið falli. 12 stig skilja að Keflavík og FH sem situr í næst neðsta sæti og stærðfræðin ekki flókin þegar fjórir leikir eru eftir.

Markmið Keflvíkinga er að sögn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar að vinna alla leiki sem eftir eru og sýna þá sjálfum sér og öðrum að þeir ættu heima í efri hlutanum sem þeir börðust fram í síðustu umferð að ná sæti í.Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik ÍBV og Keflavíkur í neðri hluta Bestu deildar karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
5. Magnús Þór Magnússon (f)
6. Sindri Snær Magnússon ('87)
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
9. Adam Árni Róbertsson ('72)
10. Kian Williams ('79)
22. Ásgeir Páll Magnússon ('79)
24. Adam Ægir Pálsson
25. Frans Elvarsson ('87)
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
11. Helgi Þór Jónsson
14. Dagur Ingi Valsson ('72)
16. Sindri Þór Guðmundsson ('79)
17. Guðjón Pétur Stefánsson ('87)
17. Valur Þór Hákonarson ('79)
18. Ernir Bjarnason ('87)

Liðstjórn:
Ómar Jóhannsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Þórólfur Þorsteinsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Óskar Rúnarsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)

Gul spjöld:
Magnús Þór Magnússon ('13)
Frans Elvarsson ('43)
Kian Williams ('50)

Rauð spjöld: