Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Víkingur R.
2
2
KA
Ari Sigurpálsson '14 1-0
1-1 Ásgeir Sigurgeirsson '40
Helgi Guðjónsson '87 2-1
2-2 Elfar Árni Aðalsteinsson '91
15.10.2022  -  17:00
Víkingsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
Þórður Ingason
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed (f)
15. Arnór Borg Guðjohnsen ('70)
17. Ari Sigurpálsson
18. Birnir Snær Ingason ('70)
19. Danijel Dejan Djuric
23. Nikolaj Hansen

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
7. Erlingur Agnarsson ('70)
9. Helgi Guðjónsson ('70)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
14. Sigurður Steinar Björnsson
30. Tómas Þórisson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Benedikt Sveinsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson

Gul spjöld:
Oliver Ekroth ('64)
Kyle McLagan ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan hér í leik sem sökum veðurs náði aldrei neinu sérstöku flugi.
92. mín
KA í dauðafæri.

Elfar með skot úr teignum sem Þórður ver beint fyrir fætur Hallgríms sem slæsar boltann hátt yfir markið úr frábæru færi.
92. mín
Helgi missir af boltanum í teignum í frábæru færi en Víkingar fá horn en ekkert verður úr.
91. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Hornspyrnan góð yfir á fjærstöng þar sem Elfar er skuggalega einn og gerir vel í að skalla boltann í netið.
90. mín
KA fær hornspyrnu.
89. mín
Hallgrímur með listamóttöku á boltann í teig Víkinga og kemst í skotið en Þórður fljótur til og kastar sér á boltann.
87. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Oliver Ekroth
Uppúr nákvæmlega engu.

Ekroth með sendingu á Nikolaj sem missir af boltanum en það kemur ekki að sök. Boltinn í gegnum allar línur KA fyrir fætur Helga sem kemst einn gegn Jajalo og lyftir boltanum snyrtilega yfir hann og skorar.
84. mín
Steinþór með skot af talsverðu færi sem er auðvelt viðureignar fyrir Þórð.
81. mín Gult spjald: Kyle McLagan (Víkingur R.)
80. mín
Þessi seinni hálfleikur fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtilegan leik. Verið hálf dapurt.
75. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
74. mín
Dani Djuric með boltann fyrir frá vinstri en Erlingur í aðeins of litlum skó,m til að ná að reka tánna í boltann og setja hann í netið.
72. mín
Hætta í teig Víkinga eftir hornspyrnu frá vinstri, Þórður gerir vel og ver og Víkingar hreinsa.
70. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
70. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Arnór Borg Guðjohnsen (Víkingur R.)
68. mín
Stöngin

Pablo kærulaus og tapar boltanum við eigin vítateig. Boltinn berst á Hallgrím sem á skot úr teignum en í utanverða stöngina og afturfyrir.
66. mín
Hallgrímur Mar í góðri stöðu í teignum með menn í hlaupum en Ekroth kemst fyrir sendingu hans og KA menn fá horn.
64. mín Gult spjald: Oliver Ekroth (Víkingur R.)
63. mín
Jajalo með vörslu og bjargar KA, Pablo þræðir Niko í gegn sem ætlar að leggja boltann í hornið fjær en Jajalo slær boltann í horn með fingurgómunum.
60. mín
Daníel Hafsteins í afbragðs færi eftir skyndisókn en skot hans slakt í meira lagi og hátt yfir fer boltinn.
58. mín
Andri Fannar með skot úr teignum en framhjá fer boltinn. Þröngt færi og ekki líklegt til árangurs.
55. mín
Arnór Borg í dauðafæri eftir að Víkingar sundurspiluðu vörn KA en Jajalo ver og gestirnir hreinsa.
54. mín
Birnir Snær með skot af varnarmanni eftir laglega sókn Víkinga.
48. mín
Gestirnir sækja hratt, færra boltann kanta á miklli á Hrannar sem á skotið en Logi kemst fyrir og setur boltann afturfyrir.
47. mín
Hallgrímur Mar með skot af vítateigslínu en boltinn framhjá.
46. mín
Inn:Bryan Van Den Bogaert (KA) Út:Þorri Mar Þórisson (KA)
Breyting gerð í hálfleik.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn

Heimamenn sparka þessu í gang á ný.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Víkinni. Víkingar verið heilt yfir mun betri í þessum fyrri hálfleik en var refsað fyrir kæruleysisleg mistök í öftustu línu. Nokkuð sem segja má um KA reyndar líka.
45. mín
Hallgrímur Mar liggur eftir á vellinum þegar Víkingar bruna í skyndisókn. Ekkert varð úr sókninni og Hallgrímur stendur að lokum á fætur. Fékk öxlina á Kyle í andlitið í baráttu um boltann.
43. mín
Rodri í hálffæri eftir fyrirgjöf frá Hallgrími en nær ekki góðu skoti og boltinn víðsfjarri markinu.
42. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.
40. mín MARK!
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Víkingar gefa KAmönnum jöfnunarmark.

Dúlla sér með boltann í öftustu línu og setja hann til baka á Þórð sem undir pressu setur boltann í afturendann á Ásgeiri og þaðan í netið.

Þvert gegn gangi leiksins en að því er ekki spurt.
39. mín
Hallgrímur Mar með fyrirgjöf eftir ágæta sókn KA en beint í fang Þórðar.
34. mín
Hallgrímur Jónasson er langt í frá ánægður með frammistöðu KA til þessa og lætur menn óspart heyra það.

Farið að rífa ykkur í gang maður hefur flogið ansi oft.
32. mín
Víkingar fá hornspyrnu.
30. mín Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (KA)
Brýtur á Pablo
29. mín
Ívar Örn Árnason verið í tómu tjóni með sendingar sínar. Oftar en ekki hittir hann á Víking frekar en samherja.
27. mín
Að Þorri Mar sé að sleppa með spjald hérna. Missir Ara fram hjá sér og dettur á hann og rífur hann niður.
25. mín
Logi reynir langan bolta innfyrir vörn KA fyrir Arnór Borg, Arnór gerir vel að skýla boltanum en nær ekki að taka boltann með sér sem endar hjá Jajalo.
23. mín
Smá sóknarlota gestaliðsins sem ná þó ekki að ógna marki Víkinga að ráða.
18. mín
Gestirnir verið í miklu basli með uppspil sitt hér í upphafi. Hafa tapað boltanum á eigin vallarhelmingi ansi oft sem kann ekki góðri lukku að stýra.
14. mín MARK!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Þorri Mar í rosalegu veseni undir pressu frá tveimur Víkingum. Tapar boltanum og Ari er einn í gegn. Hefur nægan tíma til að ákveða hvað hann ætlar að gera er hann hleypur að markinu og klárar með stakri prýði framhjá Jajalo.
13. mín
Hræðileg sending úr varnarlínu Víkinga fer beint á Daníel sem finnur Elfar í ágætu færi en skot hans af varnarmanni og afturfyrir.
9. mín
Arnór Borg með boltann fyrir frá hægri en Rodri kemur boltanum frá. Víkingar fá hornspyrnu.

Kyle nær enni á boltann en tekst ekki að stýra boltanum á markið.,
7. mín
Jajalo er kominn á fætur og heldur leik áfram.
4. mín
Birnir Snær með hörkuskot frá vinstra vítateigshorni sem að Jajalo slær út í teiginn beint fyrir fætur Dani Djuric sem er fyrstur á frákastið en aftur ver Jajalo. Dani og Jajalo lenda svo í samstuði, Dani dæmdur brotlegur og Jajalo liggur eftir og þarf aðhlynningu. Virðist hafa fengið vænlegt högg á hægri fótinn og er ekki neitt voðalega sæll að sjá.
2. mín
Víkingar tæta í sundur vörn KA, Arnór Borg kemst inná teiginn hægra megin og leggur boltann inn á teiginn á Dani Djuric sem er í dauðafæri en Jajalo með frábæra vörslu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað í Víkinni. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Víkingur tapaði 1 - 2 gegn Stjörunni í síðustu umferð og Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins erir fjórar breytingar á liði sínu og skiptir meira að segja um markvörð því Ingvar Jónsson fer úr liðinu eins og þeir Karl Friðleifur Gunnarsson, Erlingur Agnarsson og Halldór Smári Sigurðsson. Inn koma Þórður Ingason, Kyle McLagan, Nikolaj Hansen og Birnir Snær Ingason.

KA tapaði 1 - 2 heima gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í síðustu umferð. Hallgrímur Jónasson þjálfari liðsins gerir einnig fjórar breytingar. Dusan Brkovic, Bryan Van Den Bogaert, Jakob Snær Árnason og Sveinn Margeir Hauksson fara út.

Inn koma þeir Rodrigo Gomes, Ásgeir Sigurgeirsson, Þorri Már Þórisson og Gaber Drobrovoljc.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Reynir Haraldsson spáði í umferðina fyrir Fótbolta.net.

Víkingur 3 1 KA
Luigi með eitt, Djuric með tvö. Djuric búinn að sokka þó nokkuð marga meðal annars mig, hann er alvöru góður. Ég held hann verði sérstaklega góður núna þegar Víkingar hafa ekkert að spila fyrir og geta dottið í gamla góða kæruleysið og sleppt sér aðeins. Svo er Lui í alvörunni talað í biluðum focus, marg oft búinn að reyna að fá hann í studioið það heyrist ekki í honum eftir kl 23:00.

Mark KA skorar Sveinn Margeir. Spilaði móti honum í Dalvík hélt þetta væri einhver froða að norðan en hann var eins og Vieira.

Skorar Sveinn Margeir í dag?
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þetta er þriðji leikur liðanna í sumar. Þau mættust í Víkinni 29. maí síðastliðinn og þá vann Víkingur 2 - 1 sigur.

Seinni leikurinn í 22 leikja mótinu var svo á Greifavellinum á Akureyri 28. ágúst og þá vann Víkingur líka, í þetta sinn 2 - 3.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikurinn í dag hefur lítið gildi þar sem liðin eru jöfn að stigum, með 46 stig í 2. - 3. sæti og hafa þegar tryggt sér sæti í Evrópukeppni að ári þar sem ekkert lið kemst nálægt þeim.

Það væri þá bara ef liðin vilja keppast um að enda í 2. sæti frekar en því þriðja en þegar er ljóst að Breiðablik er Íslandsmeistari eftir að hafa tryggt sér fyrsta sætið.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn í dag og er með þá Gylfa Má Sigurðsson og Andra Vigfússon sér til aðstoðar á línunum. Arnar Ingi Ingvarsson er skiltadómari og KSÍ sendi Skúla Frey Brynjólfsson til að hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Vilhjálmur Alvar dæmir leikinn í dag.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkominn í beina textalýsingu frá viðureign Víkings og KA í Bestu-deild karla, efri hluta.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 á Víkingsvelli.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson ('75)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
14. Andri Fannar Stefánsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
27. Þorri Mar Þórisson ('46)
28. Gaber Dobrovoljc

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
21. Mikael Breki Þórðarson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('75)
26. Bryan Van Den Bogaert ('46)
44. Valdimar Logi Sævarsson
90. Elvar Máni Guðmundsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Branislav Radakovic
Sævar Pétursson
Steingrímur Örn Eiðsson
Igor Bjarni Kostic
Eiður Benedikt Eiríksson

Gul spjöld:
Rodrigo Gomes Mateo ('30)

Rauð spjöld: