HS Orku völlurinn
laugardagur 15. október 2022  kl. 14:00
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: Talsverður vindur þvert á völlinn og skítakuldi
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 260
Maður leiksins: Oliver Heiðarsson
Keflavík 2 - 3 FH
1-0 Dagur Ingi Valsson ('19)
2-0 Adam Ægir Pálsson ('32)
2-1 Guðmundur Kristjánsson ('38)
2-2 Oliver Heiðarsson ('55)
2-3 Úlfur Ágúst Björnsson ('57)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
6. Sindri Snær Magnússon
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
10. Kian Williams ('80)
14. Dagur Ingi Valsson ('65)
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson ('80)
25. Frans Elvarsson
26. Dani Hatakka
77. Patrik Johannesen ('84)

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
9. Adam Árni Róbertsson ('84)
11. Helgi Þór Jónsson
16. Sindri Þór Guðmundsson ('80)
17. Axel Ingi Jóhannesson ('80)
17. Valur Þór Hákonarson
18. Ernir Bjarnason ('65)

Liðstjórn:
Ómar Jóhannsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Þórólfur Þorsteinsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)

Gul spjöld:
Patrik Johannesen ('50)
Dani Hatakka ('93)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
95. mín Leik lokið!
FH vinnur risasigur í baráttunni við botn deildarinnar og er að koma sér í virkilega vænlega stöðu. Staðreyndin er að FH getur formlega losað sig frá fallhættu vinni þeir næsta leik.
Eyða Breyta
93. mín Gult spjald: Dani Hatakka (Keflavík)

Eyða Breyta
92. mín
FHingar hreinsa allt frá sem að marki þeirra kemur og taka sér tíma í allar sínar aðgerðir.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti 4 mínútur.
Eyða Breyta
87. mín
Það er ekkert í kortunum sem bendir til þess að Keflavík muni koma til baka eins og leikurinn er að spilast. Sóknarleikur liðsins er ekki til staðar gegn vindinum og FH líður bara vel með stöðuna.
Eyða Breyta
84. mín Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Patrik Johannesen (Keflavík)

Eyða Breyta
81. mín Matthías Vilhjálmsson (FH) Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Þrennumaðurinn frá síðustu umferð mætir inná.
Eyða Breyta
81. mín
Í annað sinn á stuttum tíma fær Rúnar Þór höfuðhögg og liggur eftir. Þurfti aðhlynningu hér áðan og fær nú annað.
Eyða Breyta
80. mín Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík) Kian Williams (Keflavík)

Eyða Breyta
80. mín Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík) Adam Ægir Pálsson (Keflavík)

Eyða Breyta
80. mín
Úlfur í hörkufæri eftir skyndisókn en Sindri ver vel frá honum.
Eyða Breyta
77. mín
Gestirnir mun sterkari hér. Vinna hornspyrnu.
Eyða Breyta
75. mín
Vuk í dauðafæri en Sindri með stórbrotna markvörslu.

Vuk fær boltann frá Oliver inn í markteig einn gegn Sindra en Sindri ver glæsilega með fótunum og kemur í veg fyrir að gestirnir salti þennan leik.
Eyða Breyta
73. mín
Vörn Keflavíkur steinsofandi og kemst Vuk í ákjósanlegt færi eftir aukaspyrnu á miðjum vellinum. Nær þó ekki góðu skoti og boltinn beint í fang Sindra.
Eyða Breyta
68. mín
Stöngin!!!!!!

Björn Daníel með hörkuskot beint úr aukaspyrnu sem smellur í stönginni fjær. FH liðið sannarlega náð að nýta sér vindinn.
Eyða Breyta
65. mín Ernir Bjarnason (Keflavík) Dagur Ingi Valsson (Keflavík)

Eyða Breyta
64. mín
Úlfur hefði getað klárað þetta nánast fyrir FH.

Björn Daníel fljótur að hugsa og tekur aukaspyrnu snöggt og sendir Úlf einn gegn Sindra. Sindri mætir vel út á móti og ver skotið en liggur eftir, fékk boltann í það allra heilagasta og steinliggur.
Eyða Breyta
60. mín
Patrik stálheppinn, brýtur illa á Jóhanni Ægi sem liggur eftir og virkar sárþjáður. Einar hefur ekki séð atvikið en á gulu telst Patrik stálheppinn.
Eyða Breyta
57. mín MARK! Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
FH hefur snúið taflinu við.

Kristinn Freyr með skot talsvert fyrir utan sem fer beint á Sindra sem heldur ekki boltanum heldur missir hann beint fyrir fætur Úlfs sem klárar af fádæma öryggi í netið.
Eyða Breyta
55. mín MARK! Oliver Heiðarsson (FH), Stoðsending: Björn Daníel Sverrisson
FH hefur jafnað leikinn.

Láta boltann ganga vel sín á milli við teig Keflavíkur, Boltanum stungið inn á Oliver sem lúrir hægra megin í teignum og skorar með hnitmiðuðu skoti Virkaði tæpur á rangstöðu en Frans seinn út og spilar Oliver réttstæðann.
Eyða Breyta
55. mín
Adam Ægir með boltann fyrir úr þröngri stöðu, Atli hársbreidd frá því að missa boltann undir sig en tekst að bjarga á endanum.
Eyða Breyta
53. mín
Joey Gibbs í algjöru dauðafæri en hittir ekki boltann. Virtist of upptekin af því að biðja um víti fyrir brot á Ásgeiri Páli sem kom boltanum á hann af harðfylgi.
Eyða Breyta
50. mín Gult spjald: Patrik Johannesen (Keflavík)
Hátt með hendurnar í skallabolta og setur þær í höfuðið á Finn Orra sem liggur eftir.

Stúkan kallar eftir rauðu spjaldi.

Spurning hvort þetta hafi ekki verið alveg á línunni með það. Appelsínugult í það minnsta.
Eyða Breyta
48. mín
Kristinn Freyr með skot að marki en boltinn hátt hátt hátt yfir.
Eyða Breyta
47. mín
Adam Ægir með lúmska sendingu fyrir markið en Gibbs skrefinu of seinn í boltann og Atli Gunnar grípur boltann.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimamenn sparka þessu í gang.
Eyða Breyta
46. mín Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Davíð Snær Jóhannsson (FH)
Heimkoman í styttra lagi hjá Davíð.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Skagamenn hafa jafnað í Breiðholti og því er lið FH enn fyrir ofan fallsæti endi leikirnir eins og þeir standa nú.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Keflavík þar sem heimamenn leiða eftir nokkuð fjörugan fyrri hálfleik.

Gestirnir með vindinn meira í bakið í síðari hálfleik og þurfa að sækja. Leiknismenn leiða í Breiðholti og gæti FH endað daginn í fallsæti fari leikirnir svona.
Eyða Breyta
45. mín
Keflavík fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
42. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (FH)
Og uppsker fyrir það gult spjald.
Eyða Breyta
42. mín
Oliver Heiðars fer niður í teignum eftir hornið en Einar Ingi sér ekkert athugavert við það, Keflvíkingar bruna upp og Finnur Orri sér sig knúinn til að brjóta og stöðva skyndisókn.
Eyða Breyta
40. mín
Oliver kemst upp að endamörkum og reynir að setja boltann fyrir en boltinn af varnarmanni og afturfyrir.

Boltinn dettur niður dauður 40 cm frá marki og mikið kraðak myndast en Keflvíkingar fyrstir á boltann og setja hann afturfyrir á ný.
Eyða Breyta
38. mín MARK! Guðmundur Kristjánsson (FH), Stoðsending: Björn Daníel Sverrisson
Boltinn fyrir markið úr aukaspyrnu frá Birni Daníel, Sindri hikar á línunni og boltinn berst yfir á fjærstöng þar sem að Gummi skilar boltanum með glæsibrag upp í gagnstætt horn.
Eyða Breyta
34. mín
Keflavík sækir aftur og uppsker horn.
Eyða Breyta
32. mín MARK! Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Atli Gunnar með hræðileg mistök!

Kastar boltanum út beint á Patrik sem kemur æðandi að markinu, Patrik tekur skotið sem Atli ver beint fyrir fætur Adams sem á fyrst skot í varnarmann en fær boltann aftur og setur boltann í netið af stuttu færi.

Dýrkeypt mistök.
Eyða Breyta
31. mín
Vindurinn er slíkur að Atli Gunnar hefur ekki tekið heppnað útspark í fyrri hálfleik. Annað hvort út af eða langleiðina til baka til hans í hvert sinn.
Eyða Breyta
28. mín
Kristinn Freyr áð sleppa í gegn en flaggið frá Rúnu fer á loft gestunum í stúkunni til lítillar gleði.
Eyða Breyta
26. mín
Keflavík sækir hratt, boltinn yfir til hægri á Adam Ægi sem keyrir inn á teiginn og lætur vaða en skotið í hliðarnetið.
Eyða Breyta
23. mín
Hvernig bregst FH við því að lenda undir? Geta þó huggað sig við það að staðan í Breiðholti er jöfn 1-1 í leik Leiknis og ÍA.
Eyða Breyta
19. mín MARK! Dagur Ingi Valsson (Keflavík), Stoðsending: Rúnar Þór Sigurgeirsson
Keflvíkingar hafa tekið forystuna hér!

Pakkinn í teignum þéttur eftir hornið sem tekið er frá hægri yfir á fjærstöng, Þar mætir Dagur Ingi og skallar boltann í markið, Jóhann Ægir reynir að verjast en nær ekki að setja fótinn í boltann.
Eyða Breyta
18. mín
Sóknarlota Keflavíkur sem fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
15. mín
FH að pressa, Kristinn Freyr með stórhættulegan bolta fyrir markið en Keflvíkingar koma boltanum frá.
Eyða Breyta
13. mín
Úlfur með boltann fyrir markið frá hægri, Kristinn Freyr í baráttunni en fellur við og boltinn í markspyrnu.

Kristinn lítur vonaraugum á Einar dómara sem lætur sér fátt um finnast og áfram með leikinn.
Eyða Breyta
9. mín
Kian Williams aftur, fær gullfyrirgjöf beint á ennið frá Adam Ægi en skalli hans nokkuð beint á Atla Gunnar í markinu sem ver og heldur boltanum.
Eyða Breyta
7. mín
Kian Williams í hörkufæri i teignum, fær boltann óvænt og nr með herkjum að leggja boltann fyrir sig í skot en boltinn í varnarmann og afturfyrir.

Smá klafs í teignum eftir hornið en skotið framhjá markinu.
Eyða Breyta
6. mín
Oliver Heiðarsson með boltann í teignum úti til hægri. Reynir skotið en varnarmaður hendir sér fyrir og boltinn í horn.

Keflvíkingar hreinsa boltann frá eftir hornið.
Eyða Breyta
4. mín
Laglegt spil FH upp völlinn, Úlfur Ágúst með boltann úti til hægri og reynir að finna Kristinn Frey í hlaupi inn á teiginn en Sindri Kristinn hirðir boltann.
Eyða Breyta
3. mín
Leikmenn að reyna að átta sig á vindinum.

Keflavík fær horn. Boltinn beint í hliðarnetið.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
FH sparkar þessu í gang.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt í hús.

Fátt sem kemur á óvart hjá Keflavík sem stillir upp því besta sem þeir eiga möguleika á. Hjá FH er breytingin sú að Matthías Vilhjálmsson sest á bekkinn og Finnur Orri Margeirsson kemur inn í byrjunarliðið í hans stað. Hlýtur að vera að Matti sé ekki 100% klár í þennan leik enda skoraði hann þrennu gegn Leikni á dögunum. Vekur þó athygli mína að Matthías detti út úr liðinu og Steven Lennon sem var varamaður gegn Leikni sitji áfram sem fastast á bekknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Tríóið

Einar Ingi Jóhannsson flautar leik dagsins hjá okkur, með honum eru þeir Oddur Helgi Guðmundsson (AD1) og Rúna Kristín Stefánsdóttir (AD2). Fjórði dómari er Helgi Mikael Jónasson og eftirlitsmaður KSÍ er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík

Það er svo sem fátt sem hægt er að segja um lið Keflavíkur enda hefur liðið þannig séð ekki að neinu að keppa. Sigurður Ragnar Eyjólfsson og hans menn vilja þó enda tímabilið á jákvæðum nótum og ætla sér efsta sæti neðri riðils Bestu deildarinnar.

Liðið tapaði í síðustu umferð gegn ÍBV í Vestamannaeyjum þar sem liðið virkaði máttlausara en oft áður í sumar drjúgan part leiksins. Joey Gibbs mætir líklega aftur í lið þeirra í dag eftir að hafa tekið út leikbann gegn ÍBV en Nacho Heras er á meiðslalistanum og verður líklega ekki meira með að þessu sinni.Eyða Breyta
Fyrir leik
FH með meðbyr

4. FH 22 stig markatala: -7
5. Leiknir 20 stig markatala: -31
6. ÍA 18 stig markatala: -29

Það er auðvelt að færa rök fyrir því að þetta tímabil hjá FH fari í sögubækurnar en bara ekki á þeim forsendum sem menn í Kaplakrika hefðu viljað. Ótrúleg staðreynd að segja um FH að ef að mótafyrirkomulagi efstu deildar hefði ekki verið breytt væri FH fallið í Lengjudeildina. Þeir fengu þó þessa auka fimm leiki til þess að rétta sinn hlut og eru á réttri leið eftir dýrmætan sigur gegn Leikni í síðustu umferð, sigri sem þó þarf að fylgja eftir með öðrum því baráttunni er hvergi nærri lokið.

Það hefur þó líka gustað um liðið utan vallar og atvik sem tengjast fótbolta á engan hátt sett mark sitt á liðið síðast þegar þjálfari liðsins Eiður Smári var settur af vegna ölvunaraksturs. Sigurvin Ólafsson virðist þó hafa tekist að blása mönnum baráttuanda í brjóst í síðustu umferð og spurning hvort framhald verði á.

Matthías Vilhjálmsson átti sinn besta leik í sumar gegn Leikni og setti þar þrennu. Hann sjálfur hefur sagt að hann hafi verið langt frá sínu besta í sumar og er það gleðiefni fyrir FH ef að hann er að komast á gang á besta mögulega tíma þó vissulega seint sé.Eyða Breyta
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og FH í neðri hluta Bestu deildar karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson (f)
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Davíð Snær Jóhannsson ('46)
16. Guðmundur Kristjánsson
20. Finnur Orri Margeirsson
22. Oliver Heiðarsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson ('81)

Varamenn:
12. Heiðar Máni Hermannsson (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
7. Steven Lennon
9. Matthías Vilhjálmsson ('81)
23. Máni Austmann Hilmarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('46)

Liðstjórn:
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Jóhann Emil Elíasson
Andres Nieto Palma
Sigurvin Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Finnur Orri Margeirsson ('42)

Rauð spjöld: