Nettóhöllin-gervigras
laugardagur 29. apríl 2023  kl. 17:00
Besta-deild karla
Aðstæður: Hæg austan gola skýjað með köflum og nokkuð svalt. Teppið vel grænt að vanda
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 275
Maður leiksins: Felix Örn Friðriksson
Keflavík 1 - 3 ÍBV
1-0 Sami Kamel ('66)
1-1 Hermann Þór Ragnarsson ('70)
1-2 Sverrir Páll Hjaltested ('74)
1-3 Oliver Heiðarsson ('79)
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
4. Nacho Heras
6. Sindri Snær Magnússon
9. Daníel Gylfason ('76)
10. Dagur Ingi Valsson ('83)
11. Stefan Ljubicic ('83)
16. Sindri Þór Guðmundsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Ernir Bjarnason
22. Ásgeir Páll Magnússon ('46)
23. Sami Kamel

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
7. Viktor Andri Hafþórsson ('83)
14. Guðjón Pétur Stefánsson
19. Edon Osmani ('83)
50. Oleksii Kovtun
86. Marley Blair ('76)
89. Jordan Smylie ('46)

Liðstjórn:
Ómar Jóhannsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Luka Jagacic
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('56)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
95. mín Leik lokið!
Stigin þrjú fara til Heimaeyjar í þetta sinn eftir mjög fjörugan síðasta hálftíma leiks.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Eyða Breyta
94. mín
Eyjamenn eru að sigla þessu heim í rólegheitum. Taka sér tíma í allar sínar aðgerðir eins og skiljanlegt er.
Eyða Breyta
93. mín
Menn farnir að fá krampa á vellinum. Erlendur er öllu vanur og aðstoðar menn að teygja vel á.
Eyða Breyta
91. mín
Keflavík með allt sitt lið á vallarhelmingi ÍBV en allt sem kemur nálægt teignum er hreinsað frá hvað eftir annað af Eið og co í öftustu línu.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki 4 mínútur.
Eyða Breyta
86. mín
Marley Blair með boltann úti til vinstri, leitar inn á völlinn og á skotið en vel framhjá fer boltinn.
Eyða Breyta
84. mín Breki Ómarsson (ÍBV) Oliver Heiðarsson (ÍBV)

Eyða Breyta
84. mín Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV) Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)

Eyða Breyta
83. mín Edon Osmani (Keflavík) Dagur Ingi Valsson (Keflavík)

Eyða Breyta
83. mín Viktor Andri Hafþórsson (Keflavík) Stefan Ljubicic (Keflavík)

Eyða Breyta
79. mín MARK! Oliver Heiðarsson (ÍBV), Stoðsending: Felix Örn Friðriksson
Debut mark!
Felix með boltann fyrir frá vinstri eins og yfirleitt þegar hann á í hlut. Varnarmenn Keflavíkur í tómu tjóni og hitta ekki boltann sem dettur fyrir Oliver sem skorar auðveldlega fram hjá Mathias

Sú breyting sem varð á leiknum við fyrsta markið!
Eyða Breyta
76. mín Marley Blair (Keflavík) Daníel Gylfason (Keflavík)

Eyða Breyta
75. mín Filip Valencic (ÍBV) Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)

Eyða Breyta
74. mín MARK! Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV), Stoðsending: Felix Örn Friðriksson
Eyjamenn komast yfir
Þetta er fljótt að gerast hér.

Felix að ég held með boltann fyrir fra vinstri yfir á fjær þar sem Sverrir Páll er sterkastur og skilar boltanum í netið. Frábær kafli í leiknum,
Eyða Breyta
73. mín
Liðin loks farin að sækja að krafti
Dagur Ingi með skot að marki en hittir boltann ekki nægjanlega vel og á Jón ekki í teljandi vandræðum með að handsama boltann.
Eyða Breyta
70. mín MARK! Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV), Stoðsending: Sverrir Páll Hjaltested
Eyjamenn jafna metin
Felix með boltann fyrir frá vinstri sem fer að mér sýnist af Sverri Páli fyrir fætur Hermanns sem stendur aleinn fyrir framan mark Keflavíkur og getur ekki annað en skorað.

Allt í gangi hér þessar mínútur og það er vel.
Eyða Breyta
66. mín MARK! Sami Kamel (Keflavík), Stoðsending: Jordan Smylie
Keflavík tekur forystuna
Frábær sókn Keflavíkur endar með marki. Stefán kemur boltanum út til hægri á Smylie sem leikur upp að endamörkum og leggur boltann fyrir markið þar sem Sami mætir og setur hann í netið af stuttu færi óverjandi fyrir Jón í markinu sem gat lítið gert.

Þessi leikur þurfti á þessu að halda.
Eyða Breyta
62. mín
Eyjamenn fá hornspyrnu.
Eyða Breyta
61. mín
Það eru 275 áhorfendur hér að fylgjast með í dag.

Maður hefur alveg heyrt hærri tölur.
Eyða Breyta
60. mín
Eiður Aron með skalla að marki eftir fast leikatriði en hittir ekki markið.
Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Keflavík)
Togar Eyjamann niður í skyndisókn.
Eyða Breyta
55. mín
Smylie í baráttu um boltann við Eið Aron við teig ÍBV.

Frekar ójöfn barátta þar sem Eiður heldur honum auðveldlega frá. Eiður verið flottur í dag.
Eyða Breyta
50. mín
Smá tilfærslur í liði Keflavíkur eftir breytinguna í hálfleik þar sem sóknarmaður kom inn fyrir vinstri bakvörð.

Nacho fer úr miðverðinum út í vinstri bakvörðinn og Sindri Snær dettur niður af miðjunni í hafsentinn í hans stað.
Eyða Breyta
48. mín
Oliver Heiðarsson stingur Nacho af á sprettinum en nær ekki að leggja boltann inn á teiginn þar sem Sverrir Páll beið í hörkufæri.
Eyða Breyta
47. mín
Keflavík fær fyrsta horn síðari hálfleiks.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Heimamenn sparka þessu af stað á ný
Eyða Breyta
46. mín Jordan Smylie (Keflavík) Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík)
Keflvíkngar gera breytingu í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Ekki falleg sjón að sjá Sigurð Arnar studdann hér framhjá blaðamannaboxinu á hækjum. Það er vonandi að hans meiðsli séu ekki alvarleg og muni ekki halda honum lengi frá.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Bragðdaufum fyrri hálfleik lokið. Leikurinn mjög jafn og fátt um fína drætti sóknarlega. Seinni hálfleikur verður vonandi fjörugri.
Eyða Breyta
45. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti 3 mínútur.
Eyða Breyta
44. mín
Guðjón með skot að marki en Mathias með þetta allt á hreinu og handsamar boltann örugglega.
Eyða Breyta
43. mín Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV) Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Guðjón Ernir kemur inn á hans stað. Elvis færir sig í miðvörðinn.
Eyða Breyta
41. mín
Vondar fréttir fyrir Eyjamenn. Sigurður Arnar liggur á vellinum og kveinkar sér í læri. Yrði vont fyrir þá að missa hann af velli með Jón Ingason tæpan á bekknum
Eyða Breyta
37. mín
Horspyrnan dettur beint fyrir fætur Stefáns í teignum sem á skotið en aftur komast Eyjamenn fyrir og koma boltanum í annað horn sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
36. mín
Sindri Snær í hörkufæri eftir laglega sókn Keflavíkur upp hægra megin.

Fær boltann í teignum og tekur boltann á loftið að marki en í varnarmann fer boltinn og rétt framhjá stönginni.
Eyða Breyta
30. mín Gult spjald: Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Brýtur á Degi á miðjum vellinum og uppsker fyrir það gult.

Sakleysið uppmálað þegar Erlendur lyftir spjaldinu og skilur ekkert.
Eyða Breyta
28. mín
Keflavík sækir og uppsker hornspyrnu.

Tvær í röð en gestirnir bægja hættunni frá.
Eyða Breyta
27. mín
Halldór Jón að sleppa í gegn en Nacho með svakalega tæpa tæklingu aftan frá og Halldór fer niður. Erlendur veifar leikinn áfram svo maður gerir ráð fyrir að tæklinginn sé hreint út sagt frábært þótt Eyjamenn séu eflaust ósammála.
Eyða Breyta
24. mín
Hornspyrna frá vinstri sem Tómas Bent tekur, Sverrir Páll fyrstur á boltann og nær skalla að marki en í varnarmann.

Keflvíkingar setja boltann afturfyrir í annað horn.

Eiður Aron fyrstur á það en hittir ekki markið úr ágætu færi.
Eyða Breyta
22. mín
Sami Kamel sleppur óvænt í gegn upp úr engu. Eyjamenn vilja rangstöðu en ekkert dæmt. Einn gegn Jóni sem gerir virkilega vel í að verja skot Sami og Eyjamenn koma boltanum frá í bili.
Eyða Breyta
20. mín
Eyjamenn sækja hér hornspyrnu.

Sparkað frá aftur í horn.

Felix reynir aftur.
Eyða Breyta
19. mín
Það er rólegt yfir þessu satt að segja.

Eyjamenn verið ögn skarpari hér svo sem en ekki skapað sér neitt sem heitið getur.
Eyða Breyta
13. mín
Fyrsta horn leiksins er Keflvíkinga.

Kamel með boltann fyrir markið en heimamenn dæmdir brotlegir í kjölfarið.
Eyða Breyta
8. mín
Fyrsta tilraunin á markið er gestaliðsins. Eftir aukaspyrnu berst boltinn inn á teiginn þar sem Sigurður Arnar reynir að klippa boltann í netið úr teignum en nær engum krafti í skotið sem fer beint á Mathias
Eyða Breyta
6. mín
Felix með boltann fyrir markið frá vinstri en boltinn aðeins of innarlega fyrir Sverri Pál. Oliver gerir vel í að halda boltanum í leik en nær ekki að setja boltann fyrir markið að nýju og Keflavík fær markspyrnu.
Eyða Breyta
5. mín
Tómas Bent með blóðnasir og þarf a fylla nasirnar af bómull. Gerir það og mætir aftur inná.
Eyða Breyta
4. mín
Barningur eikennir upphaf þessa leiks hér. Boltinn eins og heit kartafla sem hvorugt liðið vill halda.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin mætt í hús hér
Keflavík sýnist mér stilla upp óbreyttu liði frá jafnteflinu gegn KA á dögunum.
Hjá gestunum í ÍBV kemur Oliver Heiðarsson inn fyrir Jón Ingason og geri ég ráð fyrir að einhverjar stöðubreytingar fylgi þar innan liðsins sömuleiðis.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þeir sem valdið hafa
Dómari leiksins í dag er hin geðþekki Erlendur Eiríksson. Honum til aðstoðar eru þeir Ragnar Þór Bender og Kristján Már Ólafs.
Pétur Guðmundsson er varadómari og eftirlitsmaður KSÍ er Frosti Viðar Gunnarsson.Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri viðureignir í efstu deild frá aldamótum.
Alls eru leikirnir 31 sem félögin hafa leikið innbyrðis í efstu deild frá aldamótum og hefur ÍBV vinninginn í fjölda sigra eða 15 alls. Keflavík hefur borið sigur úr býtum 11 sinnum og 5 leikjum hefur lokið með jafntefli.

Markatalan í viðureignum þeirra er 58-52 Eyjamönnum í vil.

Leikirnir í fyrra

Leikir liðanna á síðasta tímabili voru hin ágætasta skemmtun. Liðin mættust fyrst á HS-Orkuvellinum þann 7.maí og gerðu þar 3-3 jafntefli. Keflvíkingar byrjuðu þar betur og voru komnir með 2-0 forystu eftir rétt um hálftíma leik. Heldur syrti þó í álinn þegar Magnús Þór fyrirliði þeirra fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 36.mínútu leiksins. Eyjamenn gengu á lagið eftir hlé og settu þrjú mörk á heimamenn í seinni hálfleiknum það síðasta á 82.mínútu og stefndi allt í sigur Eyjamanna þegar varamaðurinn Adam Árni Róbertsson jafnaði fyrir Keflavík á dramatískan hátt á þriðju mínútu uppbótartíma og þar við sat.

Seinni leik liðanna í hefðbundinni deildarkeppni lauk svo líka með jafntefli þegar liðin mættust á Hástainsvelli en lokatölur þar urðu 2-2.

Eyjamenn höfðu svo 2-1 sigur á Hásteinsvelli í úrslitakeppni Bestu deildarinnar.Eyða Breyta
Fyrir leik
Keflavík
Eftir tap gegn KR í fyrsta heimaleik sumarsins hér í bæ fór Keflavík ágæta ferð norður í land og sótti sterkt stig á Greifavellinum gegn KA þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli.
Fyrirliðin Magnús Þór Magnússon hefur verið að glíma við meiðsli sem og Frans Elvarsson og er ég óviss um hvort að þeir hafi náð sér eða séu enn frá.

Spurning líka hvort að það hái Keflavík að geta ekki leikið á sínum eiginlega heimavelli en grasvöllur félagsins er enn ekki klár þó hann hafi stórbatnað á síðustu vikum. Kuldinn undanfarna daga hefur þó haft þær afleiðingar að vöxtur og gróandi vallarins er hægari en ella. Þetta er þó að öllum líkindum síðasti leikurinn sem Keflavík leikur á gervigrasinu við Reykjaneshöllina en næsti heimaleikur liðsins er ekki á dagskrá fyrr en 14.maí næstkomandi.Eyða Breyta
Fyrir leik
ÍBV
Gestirnir sigla til lands með sigur í farteskinu frá síðasta leik liðsins þar sem liðið lagði Breiðablik á Hásteinsvelli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Að sigra hefur yfirleitt aldrei neikvæð áhrif á lið og verður gaman að sjá hvað Hermann Hreiðarsson og hans menn munu bjóða upp á í dag. Guy Smit er spurningamerki fyrir leik dagsins en það læðist að mér sá grunur að Hemmi Hreiðars sé lítið í því að hræra í sigurliði ótilneyddur.

Eyjamenn bættu í leikmannahóp sinn áður en að glugginn frægi lokaði en Oliver Heiðarsson var keyptur frá FH auk þess sem Eyjamenn fengu sendingu frá Jamaíka er þeir Dwayne Atkinson og Richard King gengu til liðs við liðið.Eyða Breyta
Fyrir leik
Ljúfur laugardagur í Bestu deildinni
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og ÍBV í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson
2. Sigurður Arnar Magnússon ('43)
3. Felix Örn Friðriksson
9. Sverrir Páll Hjaltested
16. Tómas Bent Magnússon
17. Oliver Heiðarsson ('84)
22. Hermann Þór Ragnarsson ('75)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson (f)
25. Alex Freyr Hilmarsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('84)
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
12. Guy Smit (m)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('43)
8. Bjarki Björn Gunnarsson ('84)
10. Filip Valencic ('75)
11. Sigurður Grétar Benónýsson
18. Eyþór Daði Kjartansson
19. Breki Ómarsson ('84)

Liðstjórn:
Jón Ingason
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Nikolay Emilov Grekov

Gul spjöld:
Tómas Bent Magnússon ('30)

Rauð spjöld: