Fjarðabyggðarhöllin
mánudagur 01. maí 2023  kl. 14:00
Lengjudeild kvenna
Dómari: Páll Valþór Stefánsson
Maður leiksins: Sofia Gisella Lewis
FHL 2 - 1 KR
1-0 Björg Gunnlaugsdóttir ('2)
2-0 Sofia Gisella Lewis ('45)
2-1 Ragnheiður Ríkharðsdóttir ('47)
Byrjunarlið:
1. Ashley Brown Orkus (m)
2. Matthildur Klausen ('58)
3. Íris Vala Ragnarsdóttir ('87)
4. Rósey Björgvinsdóttir (f)
6. Barbara Perez Iglesias
7. Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir
11. Sofia Gisella Lewis
14. Katrín Edda Jónsdóttir
15. Björg Gunnlaugsdóttir ('83)
17. Viktoría Einarsdóttir
19. Natalie Colleen Cooke

Varamenn:
12. Embla Fönn Jónsdóttir (m)
5. Diljá Rögn Erlingsdóttir
10. Bjarndís Diljá Birgisdóttir ('58)
18. Alba Prunera Vergé ('87)
21. Ársól Eva Birgisdóttir
25. Ólöf Rún Rúnarsdóttir ('83)
30. Sóldís Tinna Eiríksdóttir

Liðstjórn:
Oddný Edda Pálsdóttir
Áslaug María Þórðardóttir
Hafdís Ágústsdóttir
Sonja Björk Jóhannsdóttir
Pálmi Þór Jónasson (Þ)
Björgvin Karl Gunnarsson (Þ)

Gul spjöld:
Íris Vala Ragnarsdóttir ('50)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Fótbolti.net
90. mín Leik lokið!
Fyrsti leikur Lengjudeildarinnar 2023 er búinn
Páll Valþór dómari leiksins flautar leikinn af, lokatölur 2-1 fyrir FHL
Skýrslan kemur von bráðar
Eyða Breyta
89. mín
KR í sókn
KR-ingar í vænlegri sókn sem endar með skoti utan af velli sem Ashley grípur
Eyða Breyta
87. mín Alba Prunera Vergé (FHL) Íris Vala Ragnarsdóttir (FHL)

Eyða Breyta
86. mín
Leikurinn nokkuð jafn um þessar mundir, bæði lið búin að sækja og bæði lið búin að vera að verjast vel
Eyða Breyta
83. mín Ólöf Rún Rúnarsdóttir (FHL) Björg Gunnlaugsdóttir (FHL)
Ólöf Rún kemur inná fyrir Björgu
Eyða Breyta
77. mín
Skipting hjá KR
Skipting hjá KR útaf fer leikmaður númer 4 sem er reyndar pínu skrítið af því að á skýrslunni er enginn leikmaður númer 4 en inná kemur Hafrún Mist Guðmundsdóttir
Eyða Breyta
74. mín
KR-ingar í smá brasi núna, FHL liggur á þeim og endar með aukaspyrnu á hættulegum stað sem Elísabet tekur en boltinn fer rétt framhjá
Eyða Breyta
68. mín
Dauðafæri
Ufff þarna munaði litlu, Natalie vinnur skallaboltann og flikkar honum í hlaup á Björgu sem er komin ein á móti Bergljótu en Bergljót ver mjög vel
Eyða Breyta
66. mín
Horn
KR-ingar fá hornspyrnu en FHL verst henni
Eyða Breyta
64. mín
Færi
KR á markspyrnu sem ratar beint á Natalie sem skallar hann í hlaup hjá Björgu en hún á laust skot sem Bergljót á ekki í neinum vandræðum með
Eyða Breyta
60. mín
FHL á góða sókn sem endar með því að þær fá horn
Eyða Breyta
58. mín Bjarndís Diljá Birgisdóttir (FHL) Matthildur Klausen (FHL)
Fyrsta skipting leiksins
FHL gerir skiptingu, Bjarndís kemur inná fyrir Matthildi sem er búin að eiga fínan leik
Eyða Breyta
50. mín Gult spjald: Íris Vala Ragnarsdóttir (FHL)
Íris vala fær gult spjald fyrir brot á miðjunni
Eyða Breyta
47. mín MARK! Ragnheiður Ríkharðsdóttir (KR)
KR skorar
Vá KR byrjar seinni hálfleikinn vel, Ragnheiður kemst upp kanntinn og köttar inn á völlinn og á gott skot á vítateigslínunni sem fer í fjær hornið
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur
Seinni hálfleikur er hafinn FHL byrjar með boltann
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Vel mætt í stúkuna
Virkilega vel mætt í stúkuna hérna í höllinni það eru rúmlega 120 áhorfendur mættir
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Páll Valþór dómari leiksins flautar til hálfleiks FHL leiðir 2-0 í hálfleik í mjög fjörugum leik, bæði lið búin að fá nokkur færi og búast má við ennþá fjörugri seinni hálfleik hérna í kuldanum í höllinni
Eyða Breyta
45. mín MARK! Sofia Gisella Lewis (FHL), Stoðsending: Natalie Colleen Cooke
Sofia skorar
Barbara með frábæra sendinu í gegn á Sofia Lewis sem tekur skot sem Bergljót Júlíana ver vel en Sofia fær boltann aftur og smellir honum í hornið
Eyða Breyta
43. mín
Færi
Jewel Boland kemst upp kanntinn og tekur skot en Ashley ver vel, nánast það sama gerist hinu megin nema núna er það Sofia sem er komin upp kanntinn fyrir FHL en hún hittir ekki markið
Eyða Breyta
36. mín
KR að vinna sig inn í leikinn
KR búnar að fá tvö hálffæri á stuttum tíma en hitta ekki á markið
Eyða Breyta
30. mín
Rangstaða
Íris Vala með góðan bolta á Sofiu sem er komin ein í gegn en rangstaða dæmd, stúkann tryllist
Eyða Breyta
28. mín
Dauðafæri
Sofia með góðan bolta yfir vörn KR beint á Björgu sem hittir ekki á markið, sama uppskrift og í markinu en Björg óheppin að skora ekki aftur
Eyða Breyta
24. mín
Aukaspyrna
Íris með frábæran bolta en Natalie hittir boltann ekki nógu vel
Eyða Breyta
23. mín
Brot
Björg komin í gott hlaup en Margrét Selma brýtur á henni og Björg liggur eftir, aukaspyrna sem FHL fær á hættulegum stað
Eyða Breyta
20. mín
Dauðafæri
Jewel Boland fékk sendingu í efstu línu og snýr og á gott skot en fer rétt framhjá.
Eyða Breyta
15. mín
Aukaspyrna
FHL fær aukaspyrnu á hættulegum stað, Elísabet tekur spyrnuna sem endar með klafsi inn í teig en KR hreinsar í innkast
Eyða Breyta
11. mín
FÆRI
KR kemst upp kanntinn og sendir boltann inn í teig þar er Jawel Boland sem á gott skot en Ashley ver vel í markinu, KR fær horn
Eyða Breyta
10. mín
Liðin skiptast á að halda boltanum, fínir spilkaflar hjá báðum liðum
Eyða Breyta
2. mín MARK! Björg Gunnlaugsdóttir (FHL), Stoðsending: Barbara Perez Iglesias
Fyrsta mark Lengjudeildarinnar
Barbara Perez með frábæran bolta yfir á Björgu sem er komin ein í gegn og klára vel
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
LENGJUDEILDIN 2023 ER FARIN AF STAÐ!!!
Leikurinn er hafinn, KR byrjar með boltann
Eyða Breyta
Fyrir leik
Allt klárt
Liðin labba inná völlinn, þetta fer að byrja!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin
Leikskýrslan er komin frá KSÍ og hér sitthvorum megin við textann, eða með því að smella á heimalið og gestir, má sjá hvernig liðin stilla upp í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Perry má ekki stýra KR því hann fékk rautt gegn KR
Nei þetta er ekki innsláttarvilla. Perry Mclachlan þjálfari KR var í fyrra hjá Þór/KA. Hann fékk að líta rauða spjaldið í lokaleik Bestu-deildarinnar sem var 3 - 2 tap úti gegn KR. Hann tók svo við KR í vetur og tekur út leikbannið í dag. Jamie Brassington stýrir því liðinu.
Perry er í leikbanni.

Brassington stýrir KR í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þjálfararnir

Björgvin Karl Gunnarsson hefur þjálfað lið FHL síðan árið 2019 en þjálfaði áður KR frá 2011-2015.

Perry Mclachlan er þjálfari KR en hann tók við liðinu í vetur. Hann var hjá Þór/KA á síðustu leiktíð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Síðasta tímabil
FHL endaði í 5. sæti deildarinar á síðustu leiktíð með 27 stig en KR var í Bestu-deildinni þar sem þær enduðu í 10. og neðsta sæti með 10 stig.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FHL spáð 5. sæti en KR því neðsta
Fótbolti.net hefur síðustu daga kynnt spá sína fyrir deildina. FHL er spáð 5. sætinu í sumar en KR er spáð neðsta sætinu.

Spáin:
1. Víkingur R., 152 stig
2. HK, 149 stig
3. Afturelding, 134 stig
4. Fylkir, 110 stig
5. FHL, 92 stig
6. Grótta, 84 stig
7. Augnablik, 57 stig
8. Grindavík, 44 stig
9. Fram, 40 stig
10. KR, 38 stig
Eyða Breyta
Fyrir leik
Opnunarleikur deildarinnar!
Leikurinn í dag er opnunarleikur Lengjudeildarinnar 2023 en hinir leikirnir fara fram á morgun og á miðvikudag.

þriðjudagur 2. maí
19:15 Fylkir-Afturelding (Würth völlurinn)
19:15 Víkingur R.-Grótta (Víkingsvöllur)
19:15 Fram-Grindavík (Framvöllur)

miðvikudagur 3. maí
18:00 HK-Augnablik (Kórinn)
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarateymið
Páll Valþór Stefánsson dæmir leikinn í dag og er með þá Zakir Jón Gasanov og Arnór Bjarka Hjaltalín sér til aðstoðar á línunum.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FHL og KR í Lengjudeild kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 í Fjarðabyggðarhöllinni.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
23. Bergljót Júlíana Kristinsdóttir (m)
3. Sólveig Birta Eiðsdóttir
6. Jovana Milinkovic
7. Jewel Boland
10. Ragnheiður Ríkharðsdóttir
11. Margrét Selma Steingrímsdóttir (f)
12. Íris Grétarsdóttir
13. Koldís María Eymundsdóttir
15. Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir
17. Hildur Björg Kristjánsdóttir
21. Vera Emilia Mattila

Varamenn:
29. Helena Sörensdóttir (m)
5. Laufey Steinunn Kristinsdóttir
8. Karítas Ingvadóttir
9. Hafrún Mist Guðmundsdóttir
14. Tinna Dögg Þórðardóttir
18. Halla Elisabet Viktorsdóttir
22. Fanney Rún Guðmundsdóttir

Liðstjórn:
Jamie Paul Brassington
Vignir Snær Stefánsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Friðgeir Bergsteinsson
Bergþór Snær Jónasson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: