Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
banner
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
föstudagur 8. september
Undankeppni EM
þriðjudagur 5. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 4. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeild kvenna
föstudagur 1. september
Lengjudeild karla
miðvikudagur 30. ágúst
Besta-deild karla
þriðjudagur 29. ágúst
Lengjudeild kvenna
mánudagur 28. ágúst
Besta-deild karla
fimmtudagur 24. ágúst
Lengjudeild kvenna
Umspil Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 23. ágúst
Lengjudeild kvenna
mánudagur 21. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
sunnudagur 24. september
Championship
Stoke City 1 - 3 Hull City
Sunderland - Cardiff City - 14:00
Úrvalsdeildin
Sheffield Utd - Newcastle - 15:30
Arsenal 1 - 1 Tottenham
Brighton 1 - 1 Bournemouth
Chelsea 0 - 0 Aston Villa
Liverpool 1 - 1 West Ham
Bundesligan
Leverkusen 1 - 0 Heidenheim
Eintracht Frankfurt - Freiburg - 15:30
Serie A
Atalanta 1 - 0 Cagliari
Bologna - Napoli - 16:00
Empoli 0 - 1 Inter
Torino - Roma - 18:45
Udinese 0 - 1 Fiorentina
Úrvalsdeildin
Zenit 0 - 0 Lokomotiv
Rostov - CSKA - 16:00
FK Krasnodar - Ural - 16:00
Nizhnyi Novgorod 3 - 1 Orenburg
La Liga
Atletico Madrid - Real Madrid - 19:00
Betis - Cadiz - 16:30
Vallecano - Villarreal - 14:15
Real Sociedad 3 - 2 Getafe
Las Palmas - Granada CF - 16:30
banner
mán 01.maí 2023 09:30 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
watermark Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 2. sæti

Lengjudeild kvenna hefst í dag!

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Því er spáð að HK endi í öðru sæti og fari upp í Bestu deildina.

watermark Frá undirbúningstímabilinu.
Frá undirbúningstímabilinu.
watermark Lidija Stojkanovic og Guðni Þór Einarsson.
Lidija Stojkanovic og Guðni Þór Einarsson.
watermark Frá síðasta tímabili.
Frá síðasta tímabili.
watermark Guðmunda Brynja gekk í raðir HK í vetur.
Guðmunda Brynja gekk í raðir HK í vetur.
watermark Audrey Baldwin mun ekki verja mark HK í sumar.
Audrey Baldwin mun ekki verja mark HK í sumar.
watermark Kristín Anítudóttir Mcmillan er frábær varnarmaður.
Kristín Anítudóttir Mcmillan er frábær varnarmaður.
watermark Brookelynn Entz er spennandi leikmaður.
Brookelynn Entz er spennandi leikmaður.
watermark Nær HK að fara upp?
Nær HK að fara upp?
watermark HK er spáð góðu gengi.
HK er spáð góðu gengi.
Spáin:
1.
2. HK, 149 stig
3. Afturelding, 134 stig
4. Fylkir, 110 stig
5. FHL, 92 stig
6. Grótta, 84 stig
7. Augnablik, 57 stig
8. Grindavík, 44 stig
9. Fram, 40 stig
10. KR, 38 stig

Lokastaða í fyrra: HK var næstum því fallið í 2. deild sumarið 2021, þær voru tveimur mörkum frá því. Í fyrra tók liðið stórt skref upp á við og endaði að lokum í fjórða sæti. Núna er því spáð að liðið muni taka annað skref upp á við og komast upp úr Lengjudeildinni.

Þjálfarinn: Guðni Þór Einarsson var ráðinn þjálfari HK fyrir síðasta tímabil. Guðni hafði þá þjálfað Tindastól í fjöfur ár þar áður með virkilega flottum árangri; kom hann meðal annars Stólunum upp í efstu deild. Guðni byggði upp virkilega flott lið á sínu fyrsta tímabili í Kópavoginum og skrifaði hann undir nýjan þriggja ára samning eftir síðustu leiktíð. Hann er með flott fólk í kringum sig en Lidija Stojkanovic og Jón Stefán Jónsson eru honum til aðstoðar.

Styrkleikar: Það er mikið búið að leggja í liðið og ljóst er að stefnan er sett upp. Liðið er frábærlega mannað og er búið að bæta við sig öflugum leikmönnum fyrir tímabil. Það er gríðarlega öflugt teymi í kringum liðið sem er með reynslu af því að fara upp og veit hvað þarf til þess að gera það. Það er búið að vera mjög gott verkefni í gangi hjá HK eftir að Guðni tók við og á stuttum tíma er HK búið að breytast úr fallbaráttuliði í toppbaráttulið. Það verður sérstaklega erfitt að spila gegn HK í Kórnum, það á allavega að vera það.

Veikleikar: Það gekk ekki alveg nægilega vel í stóru leikjunum í fyrra, þegar mikið var undir í lok tímabils; þær misstu af lestinni undir lokin. Það var pressa á liðinu seint á tímabilinu í fyrra en það er spurning hvort þær höndli pressuna betur núna þegar þær eru reynslunni ríkari. HK missti markvörðinn Audrey Baldwin stuttu fyrir mót og kemur Sara Mjöll Jóhannsdóttir til með að standa vaktina í markinu. Audrey var einn besti markvörður deildarinnar í fyrra en það er spurning hvernig Sara, sem hefur að undanförnu verið varamarkvörður Þórs/KA, kemur til með að fylla í hennar skarð. Hún fær traustið en það er mikið högg að missa Audrey.

Lykilmenn: Brookelynn Paige Entz, Isabella Eva Aradóttir og Kristín Anítudóttir Mcmillan.

Gaman að fylgjast með: Katrín Rósa Egilsdóttir er efnilegur sóknarmaður sem skoraði 20 mörk í ellefu leikjum í A-deild 2. flokks á síðasta ári. Hún kom við sögu í 16 leikjum í Lengjudeildinni í fyrra og skoraði eitt mark, en þessi snöggi framherji gæti sprungið út í sumar.

Komnar
Brookelynn Paige Entz frá Val
Bryndís Eiríksdóttir frá Val (á láni)
Emily Sands frá Finnlandi
Eva Stefánsdóttir frá Val (á láni)
Guðmunda Brynja Óladóttir frá KR
Hildur Lilja Ágústsdóttir frá Breiðabliki (á láni)
Sara Mjöll Jóhannsdóttir frá Þór/KA
Telma Steindórsdóttir frá KR

Farnar
Anna Ragnhildur Sól Ingadóttir í KR (á láni)
Audrey Rose Baldwin
Bryndís Gréta Björgvinsdóttir í Smára
Eva Karen Sigurdórsdóttir í Fram (á láni)
Gabriella Lindsay Coleman til Ástralíu
Hildur Björk Búadóttir í Val (var á láni)
Ísold Kristín Rúnarsdóttir í Aftureldingu
Magðalena Ólafsdóttir í Aftureldingu
María Sól Jakobsdóttir í Stjörnuna (var á láni)
Rakel Lóa Brynjarsdóttir í Stjörnuna (var á láni)

Umhverfi sem er á pari við bestu lið landsins
„Nei, spáin kemur kannski ekki mikið á óvart þegar horft er á úrslit leikja á undirbúningstímabilinu, árangurs í fyrra og styrkingu á leikmannahópnum," segir Guðni Þór Einarsson, þjálfari HK, í samtali við Fótbolta.net er hann er spurður út í spánna.

„Vissulega er spá alltaf spá og meira til gamans gert, en ég væri mjög sáttur ef við verðum í öðru af tveimur efstu sætunum og fáum farseðil í Bestu deildina að ári."

Hvernig metur hann síðasta tímabil?

„Það var virkilega lærdómsríkt. Árið áður var liðið nálægt því að falla niður í 2. deild þannig að eðlilegt markmið fyrir tímabilið í fyrra var að festa liðið í sessi í efri hluta deildarinnar. Stóran hluta af tímabilinu sátum við í efstu tveimur sætunum en misstum aðeins taktinn í síðustu umferðunum. Við mætum reynslunni ríkari í þetta tímabil."

„Í fyrrasumar varð 2. flokkur kvenna líka Íslandsmeistari sem við erum hrikalega stolt af og er það í fyrsta skipti í sögu HK að lið í 11 manna bolta vinnur Íslandsmeistaratitil kvennamegin."

Guðni segir að undirbúningstímabilið hafi gengið vel hjá liðinu. „Það hefur gengið bara mjög vel. Við höfum gefið ungum stelpum tækifæri og heilt yfir náð upp góðri frammistöðu. Við fórum svo í æfingaferð til Spánar þar sem við æfðum við góðar aðstæður og hristum hópinn saman fyrir átökin í sumar."

„Það eru nokkrar breytingar á hópnum frá því í fyrra en við höldum nokkurn veginn sama kjarna og var þá. Við fundum það í fyrra að okkur skorti smá breidd en í ár förum við inn í mótið með stærri hóp. Þess utan eru ungar efnilegar heimastelpur farnar að banka hressilega á dyrnar."

HK stefnir á að vera með í baráttunni um að fara upp. „Markmið okkar fyrir tímabilið er vissulega að gera atlögu að þessum tveimur efstu sætum."

„Ég er virkilega ánægður með það hversu vel félagið hefur staðið að hlutunum eftir viðskilnaðinn við Víking árið 2019. Mikil vinna hefur farið í að skapa umhverfi sem er á pari við bestu lið landsins en til að mynda höfum við inn á æfingum tvo þjálfara, styrktarþjálfara, sjúkraþjálfara og einnig erum við eitt af fáum liðum sem er með leikgreinanda í fullu starfi hjá félaginu ásamt virkilega öflugum sjálfboðaliðum í meistaraflokksráði. Það er kominn tími á að liðið taki næsta skref og HK eigi lið í Bestu deildinni."

„Ég held að deildin verði virkilega jöfn á báðum endum töflunnar. Það er útlit fyrir að allavega þrjú til fjögur lið ætli sér að gera atlögu að sæti í efstu deild að ári og svo eru alltaf eitt til tvö spútniklið sem ná halda í við toppliðin."

„Mér finnst umgjörðin alltaf verða betri og betri hjá félögunum sem skilar klárlega betri frammistöðu inn á völlinn - megi það góða starf halda áfram. En meðan flest félög eru að vinna gott starf er súrt að OZ í samvinnu við ÍTF ætli ekki að setja upptökubúnað á velli í Lengjudeild kvenna ásamt vikulegum markaþáttum eins og verður gert í Lengjudeild karla," segir Guðni.

Að lokum sagði þjálfari HK: „Ég hvet allt okkar stuðningsfólk að vera dugleg að mæta á völlinn í sumar og hvetja stelpurnar til dáða í baráttunni. Framtíðin í HK er virkilega björt og ég hvet fólk til að mæta og taka þátt í ævintýrinu með okkur!"

Fyrstu þrír leikir HK:
3. maí, HK - Augnablik (Kórinn)
12. maí, HK - Fram (Kórinn)
18. maí, FHL - HK (Fjarðabyggðarhöllin)
Athugasemdir
banner