Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Valur
5
0
KR
Kristinn Freyr Sigurðsson '18 1-0
Guðmundur Andri Tryggvason '23 2-0
Aron Jóhannsson '58 3-0
Tryggvi Hrafn Haraldsson '62 4-0
Tryggvi Hrafn Haraldsson '87 5-0
07.05.2023  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Rigningarlegt og smávegis vindur
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1276
Maður leiksins: Birkir Már Sævarsson (Valur)
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hlynur Freyr Karlsson
4. Elfar Freyr Helgason ('67)
5. Birkir Heimisson ('67)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('73)
22. Aron Jóhannsson
23. Adam Ægir Pálsson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('59)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
7. Haukur Páll Sigurðsson ('67)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('59)
17. Lúkas Logi Heimisson ('73)
18. Þorsteinn Emil Jónsson
19. Orri Hrafn Kjartansson ('67)
29. Óliver Steinar Guðmundsson

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson

Gul spjöld:
Birkir Heimisson ('27)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! Valur fer ansi illa með KR á Hlíðarenda.

Viðtöl og skýrsla væntanleg á eftir.
90. mín
Einni mínútu bætt við Dómarateymið linar þjáningar KR.
90. mín
KR þarf að fara í ansi góða naflaskoðun eftir þennan leik. Er Rúnar kominn á endastöð með þetta lið? Það munu einhverjir spyrja sig að því.
88. mín
Stoðsendingaþrenna hjá Birki!
87. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
MAGNAÐ SLÚTT!!!! Niðurlægingin fullkomnuð!!!

Birkir Már fullkomnar stoðsendingaþrennu sína með sendingu fyrir á Tryggva Hrafn sem setur boltann ótrúlega snyrtilega yfir Simen í markinu. Þetta var stórglæsilegt!
84. mín
Áfram syngja stuðningsmenn KR um Kjartan Henry.
83. mín
Það eru ágætis líkur á því að KR verði í fallsæti eftir sex umferðir. Ekki telst það nú ásættanlegt í Vesturbænum, allavega ekki í fótboltanum.
79. mín
Það eru 1276 áhorfendur á leiknum í kvöld
78. mín
Sláin! Luke Rae með fyrirgjöf sem endar ofan á slánni!
76. mín
Stuðningsmenn KR syngja um Kjartan Henry, leikmann FH.

76. mín Gult spjald: Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Maður var alveg að búast við því að hann myndi fá spjald.
73. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
73. mín
Valsararnir skemmta sér konunglega í stúkunni. KR-ingarnir gera það ekki.
71. mín
Stöngin! Kiddi Jóns með skot sem fer í stöngina. Lúmsk tilraun!
69. mín
Inn: Luke Rae (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
67. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Elfar Freyr Helgason (Valur)
67. mín
Inn:Haukur Páll Sigurðsson (Valur) Út:Birkir Heimisson (Valur)
63. mín
Inn:Benoný Breki Andrésson (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
63. mín
Inn:Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
62. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
FJÓRÐA MARKIÐ!!!! Hvað eru KR-ingar að gera í varnarleiknum?

Aron Jó með flotta sendingu upp á Tryggva sem reynir að senda fyrir markið. Þar er enginn en Siggi Lár tekur boltann úti vinstra megin og sendir hann aftur fyrir. Einhvern veginn dettur hann fyrir Tryggva sem skorar fjórða mark Vals.
59. mín
Fyrrum landsliðsmaðurinn Theódór Elmar er gjörsamlega brjálaður. Ekki sáttur með leik sinna manna.

59. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Valur)
58. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Valur)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
MARK!!!! Aftur skorar Valur gegn gangi leiksins, líkt og í fyrsta marki leiksins.

Frábær skyndisókn hjá Val. Adam Ægir gerir frábærlega í að skýla boltanum, Birkir Már er með boltann uppi hægra megin og leggur hann út í teiginn á Aron Jó sem skorar.

"USA, USA, USA," heyrist í stúkunni.


55. mín
Valsmenn farnir að leggjast ansi djúpt á völlinn og KR er að gera sig líklega í að minnka muninn.
54. mín
KR við það að komast í hættulega stöðu en Sigurður Bjartur tekur alltof þunga snertingu og missir boltann frá sér.
52. mín
Theódór Elmar með skot eftir hornspyrnu sem Hlynur Freyr nær að koma sér fyrir. Mér sýndist þessi bolti vera á leiðinni inn.
52. mín
Hættulegt! Atli með flottan bolta á fjærstöngina en Birkir Már er mættur fyrstur og skallar aftur fyrir í hornspyrnu. KR-ingar verið líklegri í byrjun seinni hálfleiks.
51. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
50. mín
Færi!!! Atli í upplögðu marktækifæri en rennur á ögurstundu.
47. mín
Víti? Kristján Flóki fer niður við teiginn. Sá þetta ekki almennilega.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Liðin komin aftur út á völl og við förum senn að hefja leik aftur.
45. mín
Hálfleikur
Það kominn hálfleikur á Hlíðarenda og bongótrommurnar farnar í gang.

KR byrjaði vel en eftir fyrsta mark Vals þá hafa gestirnir ekki séð til sólar. Valur hefur átt marga flotta spilkafla og eru verðskuldað yfir. Ættu í raun að vera í þægilegri stöðu því heimamenn hefðu átt að fá víti og Finnur Tómas átti að fá rautt spjald.

45. mín
Tveimur mínútum bætt við
45. mín
Tempóið er heldur betur búið að róast. Það styttist í hálfleikshléið.
41. mín
Aðaldómari og aðstoðardómari ósammála um innkast og það verður allt brjálað. KR-ingar fá innkastið.
37. mín
Valsmenn enn og aftur að spila frábærlega. Guðmundur Andri hér með skalla yfir markið úr ágætu færi.
35. mín
Valsmenn voru brjálaðir, og það skiljanlega! Adam Ægir trúði ekki sínum eigin augum.
34. mín
HENDI!!! Kennie gefur boltann klaufalega í öftustu línu. Adam Ægir á svo skot sem fer í höndina á Finni Tómasi.

Þetta var fyrir opnu marki!!! Þetta átti að vera víti og rautt spjald, en Ívar Orri dæmir hornspyrnu.
33. mín
Aron Þórður, miðjumaður KR, að spila í gammosíu. Þetta jaðrar eiginlega við að vera gult spjald þegar það er kominn maí og veðrið er bara fínt.

32. mín
Hættulegt! Valsmenn með öll tök á vellinum. Birkir Már með hættulega fyrirgjöf sem KR-inga ná að koma frá.
30. mín
Tveir Valsmenn liggja. Adam Ægir og Guðmundur Andri. Þurfa samt enga aðhlynningu. Leikurinn heldur áfram.
28. mín
Norðmaðurinn Olav Öby, sem hefur valdið miklum vonbrigðum í upphafi tímabils, á hér skot sem fer næstum því í skortöfluna á bak við markið.
27. mín Gult spjald: Birkir Heimisson (Valur)
26. mín
Það er kominn ansi mikill pirringur í KR-inga.
24. mín
Uppaldi KR-ingurinn búinn að bæta við öðru marki fyrir Val
23. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
ÞVÍLÍKT MARK!!!!! Þetta var rosalegt mark hjá Guðmundi Andra!!!

Kristinn Freyr vinnur boltann af Ægi á miðjum vellinum, fær boltann strax á Aron sem á frábæran bolta upp í horn á Sigurð Egil. Siggi setur boltann í svæðið á Guðmund Andra sem á stórkostlega snertingu inn fyrir vörnina. Hann á skot sem er varið en hann er bara miklu hungraðari en varnarmenn KR og kemur boltanum yfir línuna.

Þetta er farið að líta mjög vel út hjá heimamönnum.
20. mín
KR-ingar byrjuðu leikinn ágætlega og voru sterkari fyrstu 10-15 mínúturnar. Hvernig svara þeir þessu marki?
19. mín
Kristinn Freyr skoraði!
18. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
MARK!!!!! Valsarar taka forystuna í Reykjavíkurslagnum!

Frábærlega spilað hjá heimamönnum. Adam setur boltann út til hægri á Birki Már sem á stórkostlegan bolta fyrir á Kristin Frey sem setur boltann í netið. KR-ingar gleyma sér í dekkningunni og var Kiddi aleinn á teignum.

Þetta var glæsilegt mark!
15. mín
Það er ansi þéttsetið í stúkunni, góð mæting á Hlíðarenda.
14. mín
Víti? Andri Rúnar með boltann fyrir utan teig og reynir að þræða Kidda Freyr sem fellur í teignum. Valsarar kalla eftir vítaspyrnu en ég sá þetta ekki almennilega.
14. mín
Kiddi Freyr brýtur á Ola Öby, sem er svo eitthvað pirraður og ýtir frá sér. Ívar Orri róar menn.
13. mín
Simen nær að kýla hornspyrnu Adams frá. KR kemur svo boltanum í burtu.
12. mín
Adam Ægir á miklum spretti og á ansi huggulega sendingu á Guðmund Andra en hann nær ekki að taka nægilega vel á móti boltanum. Sókn Vals heldur áfram og á Kristinn Freyr skot sem Kennie hendir sér fyrir.

Hornspyrna.
11. mín
Birkir Heimis með ansi mikla bjartsýnistilraun. Skot af 20-25 metrunum sem var aldrei líklegt. Fyrsta tilraun Vals.
8. mín
Kristján Flóki með hættulegan bolta inn á teiginn og Sigurður Egill setur hann aftur fyrir. KR-ingar hættulegri í byrjun leiks.
5. mín
Kiddi Jóns að valda usla í byrjun teigs. Á hér hættulega fyrirgjöf sem Frederik nær að handsama. Sigurður Bjartur var ekki langt frá þessum bolta.
4. mín
Færi! Kiddi Jóns með ágætan bolta fyrir sem Hlynur Freyr skallar frá. Boltinn dettur fyrir Atla Sigurjóns rétt fyrir utan teig, en hann hittir hann ekki almennilega. Skotið var með hægri fæti sem er ekki betri fótur Atla.
3. mín
Hægri bakvörðurinn Kennie Chopart er að leysa stöðu miðvarðar hjá KR í dag. Jakob Franz og Grétar Snær eru báðir fjarverandi.

2. mín
2. mín
1. mín
Leikur hafinn
Þá rúllum við af stað. KR byrjar með boltann og sækir í átt að Öskjuhlíðinni.
Fyrir leik
"Það er aðeins einn Rúnar Kristins, aðeins einn Rúnar Kristins," syngja stuðningsmenn KR-inga áður en liðin ganga inn á völlinn.

Fyrir leik
KR-ingarnir í stúkunni eru byrjaðir að láta í sér heyra.
Fyrir leik
Það er frekar rigningarlegt á Hlíðarenda en annars eru aðstæður bara góðar.
Fyrir leik
Liðin eru á fullu að hita upp. Áhorfendur eru að tínast í stúkunni. Vonandi verður góð stemning á pöllunum. Þetta eru erkifjendur að mætast hér í dag.
Fyrir leik
KA vann í Kórnum Fyrri leikur dagsins í Bestu deildinni var að klárast. KA vann endurkomusigur á HK í Kórnum.

Fyrir leik
Fréttir Maður er að heyra að það séu breytingar á Valsliðinu. Guðmundur Andri Tryggvason er að hita upp með byrjunarliðinu og Lúkas Logi ekki.

Fyrir leik
Hólmar er enn á meiðslalistanum Hólmar Örn Eyjólfsson hefur ekki enn komið við sögu í Bestu deildinni í sumar.

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, heldur sig við sama byrjunarlið og í leiknum gegn Fylki í síðustu umferð. Skiljanlega kannski þar sem Valur vann þar 1-6 sigur.

Miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson er áfram á meiðslalistanum og er utan hóps hjá Val.

KR tapaði síðasta leik sínum gegn HK, 0-1. Jakob Franz Pálsson er í banni en ásamt honum detta Jóhannes Kristinn Bjarnason og Benóný Breki Andrésson út úr liðinu. Inn koma Kristján Flóki Finnbogason, Ægir Jarl Jónasson og Sigurður Bjartur Hallsson; meðalaldurinn aðeins hærri hjá KR í dag.


Kristján Flóki byrjar hjá KR.
Fyrir leik
Ívar Orri dæmir leikinn Honum til aðstoðar eru Birkir Sigurðarson og Ragnar Þór Bender. Varadómari er Elías Ingi Árnason.

Fyrir leik
Mættust þrisvar á síðasta tímabili Þessi lið mættust þrisvar á síðasta tímabili. Í fyrsta leiknum sem var hér á Hlíðarenda þá hafði Valur betur með tveimur mörkum gegn einu. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir en Danirnir Jesper Juelsgaard og Patrick Pedersen svöruðu fyrir Val. Enginn þeirra mun taka þátt í leiknum í dag.

Svo gerðu liðin 3-3 jafntefli á Meistaravöllum og eftir að deildin skiptist þá hafði KR betur á Meistaravöllum 2-1 þar sem Stefan Alexander Ljubicic gerði sigurmarkið á 92. mínútu.


Kjartan Henry skoraði fyrir KR á Origo-vellinum í fyrra en hann er búinn að skipta yfir í FH núna.
Fyrir leik
Spáir sigri Vals Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði kvennaliðs Breiðabliks, spáir í leiki umferðarinnar fyrir Fótbolta.net. Hún spáir því að Valur vinni og að vandræði KR haldi áfram.

Valur 3 - 1 KR
Vandræðin halda áfram hjá KR því miður og Valur vinnur 3-1. Held það verða líka læti í leiknum. 1-2 rauð spjöld.

Fyrir leik
KR KR hefur átt býsna erfitt tímabil til þessa og er bara með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina. Eini sigur KR hingað til kom gegn Keflavík í annarri umferð. Í síðasta leik tapaði Vesturbæjarfélagið fyrir HK, 0-1.

Fyrir leik
Valur Valsmenn hafa byrjað býsna vel í Bestu deildinni í sumar og eru sem stendur í öðru sæti með tólf stig eftir fimm leiki. Liðið tapaði gegn Breiðabliki á heimavelli en hefur unnið alla aðra leiki. Í síðustu umferð fór Valur illa með Fylki, 1-6, í Árbænum.

Fyrir leik
Fyrir leik
Verið velkomin Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá Reykjavíkurslag Vals og KR í Bestu deild karla. Leikurinn fer fram á Hlíðarenda.

Byrjunarlið:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Olav Öby
10. Kristján Flóki Finnbogason ('63)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson ('69)
29. Aron Þórður Albertsson ('63)
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason ('63)
15. Lúkas Magni Magnason
17. Luke Rae ('69)
20. Benoný Breki Andrésson ('63)
30. Hrafn Tómasson
30. Rúrik Gunnarsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('51)
Theodór Elmar Bjarnason ('76)

Rauð spjöld: