Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍBV
2
3
FH
Hermann Þór Ragnarsson '11 1-0
1-1 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson '19
1-2 Steven Lennon '53
Alex Freyr Hilmarsson '63 2-2
Hermann Þór Ragnarsson '79
Guy Smit '92 , sjálfsmark 2-3
22.05.2023  -  18:00
Hásteinsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Lítill vindur en blautur vindur. Smá regn.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Alex Freyr Hilmarsson
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
Halldór Jón Sigurður Þórðarson
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
4. Nökkvi Már Nökkvason ('90)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('46)
17. Oliver Heiðarsson ('62)
22. Hermann Þór Ragnarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson
26. Richard King
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
5. Jón Ingason
9. Sverrir Páll Hjaltested ('90)
10. Filip Valencic ('62)
13. Dwayne Atkinson ('46) ('85)
14. Arnar Breki Gunnarsson ('85)
18. Eyþór Daði Kjartansson
19. Breki Ómarsson

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Björgvin Eyjólfsson
Elías J Friðriksson
Elías Árni Jónsson
Nikolay Emilov Grekov

Gul spjöld:
Hermann Þór Ragnarsson ('47)

Rauð spjöld:
Hermann Þór Ragnarsson ('79)
Leik lokið!
FH nær í góð og dýrmæt stig til Eyja og ÍBV tapar leik enn og aftur í lok leiks
92. mín SJÁLFSMARK!
Guy Smit (ÍBV)
Stoðsending: Haraldur Einar Ásgrímsson
DRAMATÍK Í LOKIN Á HÁSTEINSVELLI! Davíð skorar í uppbótartíma eftir góða sendingu Kjartans af kanti fær Haraldur boltann og rúllar afturfyrirsig á Davíð. Fer í stöngina og í bakið á Guy og inn!! Enn og aftur drama í blálokin í Eyjum!!
90. mín
Inn:Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV) Út:Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV)
90. mín
Uppbótartím eru 4 mínútur. FH að sækja í sig veðrið
87. mín
Gyrðir með hörkuskot úr teig sem Guy ver vel
85. mín
Inn:Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV) Út:Dwayne Atkinson (ÍBV)
Dwayne sem kom inn á sem varamaður og lagði upp mark fer útaf og Arnar breki kemur inn í sínum fyrsta leik í sumar.
79. mín Gult spjald: Dani Hatakka (FH)
ÍBV fær þó aukaspyrnu og Dani fær gult spjald fyrir brotið
79. mín Rautt spjald: Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
Hermann gaf leikmanni FH einn á kjammann í skyndisókn þeirra og fær sitt seinna gula spjald og þar með rautt!
74. mín
Inn:Kjartan Kári Halldórsson (FH) Út:Steven Lennon (FH)
70. mín Gult spjald: Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Brot á miðjum velli
68. mín
Eyjamenn vilja fá vítaspurnu en fá ekki. Sýnist það vera vera réttur dómur
63. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
Stoðsending: Dwayne Atkinson
Dwayne með stórgóða sendingu inn í teig á Alex sem er yfirvegaður og klárar fanta vel. Seinni hálfleikur byrjar vel!
62. mín
Inn:Filip Valencic (ÍBV) Út:Oliver Heiðarsson (ÍBV)
55. mín
Úlfur með skottilraun úr miðjum teignum en beint á Guy Smith
53. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
Afar spaugilegt mark! Gyrðir með skot að marki úr teignum sem fer í Lennon, breytir um stefnu og svífur yfir Guy og inn í markið. Heppnisstimpill.
51. mín
FH með hornspyrnu sem ekkert verður úr
47. mín Gult spjald: Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
Brot á miðjum velli
46. mín
Inn:Dwayne Atkinson (ÍBV) Út:Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV)
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Fátt um fína drætti í fyrri hálfleik. Ég taldi þrjú færi og tvö þeirra voru nýtt. Miðjumoð eins og sagt er.
37. mín
Mikið fram og til baka þessa stundina án þess að lið skapi sé færi
30. mín
FH í alsvörtum búningum án auglýsinga, eða í það minnsta ekki sjáanlegar.
27. mín
Davið Snær með skot rétt fyrir utan teig en beint á Guy Smith
22. mín
Tvær hornspyrnur FH-inga sem ekkert verður úr
19. mín MARK!
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
Jöfnunarmark! Gyrðir með góðan skalla í markteig ÍBV eftir góða hornspyrnu Lenny, Enn og aftur mark sem ÍBV fær á sig úr föstu leikatriði. Bæði lið að nýta færin sín.
11. mín MARK!
Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
Stoðsending: Guðjón Ernir Hrafnkelsson
Mark!! Hermann einn í gegn eftir langa sendingu, fer illa með Jóhann Ægi sem lá eftir, og Hermann skorar með viðkomu Sindra. Fyrsta færi leiksins og mark.
7. mín
Mikill barningur í byrjun leiks á blautum vellinum.
1. mín
Leikur hafinn
Leikur hafinn og aðstæður góðar. Flott fótboltaveður eins og menn segja. Logn og þurrt. Völlur þó blautaur eftir rigningar síðustu daga. FH burja með boltann á móti engum vindi.
Fyrir leik
Níu breytingar frá síðustu deildarleikjum Fjórir leikmenn taka út leikbann í dag, tveir úr hvoru liði. Tómas Bent Magnússon hefur fengið fjögur spjöld í sumar, Eiður Aron Sigurbjörnsson og Finnur Orri Margeirsson fengur rauð spjöld í síðustu umferð og Kjartan Henry Finnbogason var á föstudag úrskurðaður í eins leiks bann.

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, gerir fimm breytingar á sínu liði frá 4-0 tapinu gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Halldór Jón snýr til baka úr banni, Guðjón Ernir, Nökvi Már og Hermann Þór koma inn eftir að hafa verið á bekknum í síðasta leik og Sigurður Arnar snýr til baka úr meiðslum. Sverrir Páll Hjaltested, Filip Valencic og Dwayne Atkinson taka sér sæti á bekknum. Arnar Breki Gunnarsson er þá á bekknum en hann hefur misst af upphafi mótsins vegna meiðsla. Alex Freyr Hilmarsson er fyrirliði ÍBV í fjarveru Eiðs Arons.

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gerir fjórar breytingar frá tapinu gegn Víkingi. Eggert Gunnþór Jónsson og Kjartan Kári Halldórsson taka sér sæti á bekknum en Vuk Oskar Dimitrijevic er ekki í hópnum eins og Kjartan Henry sem tekur út leikbann. Inn koma Ástbjörn Þórðarson, Gyrðir Hrafn, Steven Lennon og Haraldur Einar. Ólafur Guðmundsson ber fyrirliðaband FH í leiknum.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Heimir býst við erfiðum leik

„Erfiður leikur í Eyjum. Þeir eru erfiðir heim að sækja eins og við höfum séð, þeir unnu Breiðablik. Við þurfum að vera klárir og standa á okkar." sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, þegar hann var spurður út í leikinn
.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Hemmi ósammála því að menn séu að missa hausinn

ÍBV hefur tapað þremur leikjum í röð. Í 4-0 tapi gegn Stjörnunni í síðustu umferð fékk Eiður Aron rautt eftir að hafa sparkað í Kjartan Má Kjartansson. Í viðtali fyrir viku síðan var Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV spurður að því hvort menn væru að missa hausinn í mótlæti?

„Nei, það er langt frá því. Menn þurfa að vera aðeins klókari í þessu greinilega. Sumir komast upp með svona hluti, en við erum ekki að gera það. Við erum klaufar í þessum atriðum. Halldóri Jóni er hrint af einhverjum gæja sem kom þetta ekkert við. Viðbrögðin eru ekki góð. Sama með Eið, hann er að skýla boltanum, hann (Stjörnumaðurinn) hrindir honum þannig að hann er alveg við það að keyra utan í Guy í markinu. Þetta eru viðbrögð sem eru ekki góð. Við þurfum að vera klókari í þessu, vera meira kúl í þessum atvikum. En enginn að missa hausinn," sagði Hemmi.

Jón Ingason er meiddur. Er ÍBV að endurheimta Sigurð Arnar Magnússon úr meiðslum fyrir leikinn gegn FH?

„Það er ekki víst, en það styttist alltaf í hann," sagði Hemmi.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Leikmenn í banni Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrirliði ÍBV fékk rautt spjald gegn Stjörnunni og tekur út bann gegn FH í dag. Liðsfélagi hans Tómas Bent Magnússon var einnig úrskurðaður í bann, vegna uppsafnaðra áminninga, en hann er auk þess á meiðslalistanum og hefði því ekki spilað.



FH verður án Finns Orra Margeirsson þar sem hann fékk rautt gegn Víkingi. Kjartan Henry Finnbogason er einnig í banni en aganefnd KSÍ tók hans mál sérstaklega fyrir og var hann dæmdur í eins leiks bann.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Guðjón Pétur spáir Guðjón Pétur Lýðsson spáði í leiki umferðarinnar fyrir Fótbolta.net.

ÍBV 2-2 FH
Þessi leikur fer 2-2 á fallegasta vallarstæði landsins. Þrátt fyrir að völlurinn sjálfur sé hræðilegur þá mun fegurðin í kring trufla FH ingana það mikið að þeir gleyma sér tvisvar og Alex Freyr laumar inn einu og svo kemur Breki Ómars inn og potar öðru. Eiður Aron er í banni og það kostar ÍBV í seinni hálfleiknum og FH skorar 2 mörk til að sækja stigið.
Guðjón Pétur í leik með ÍBV gegn FH.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikurinn er í 8. umferð Bestu-deildarinnar en fyrir hann skilja fjögur stig liðin í töflunni.

ÍBV er í 10. sætinu með 6 stig, hafa unnið tvo af sjö leikjum sínum, gegn Breiðabliki heima og Keflavík úti.

FH er í 6. sætinu með 10 stig, hafa unnið þrjá heimaleiki gegn Stjörnunni, KR og Keflavík og gert jafntefli á útivelli gegn Fram.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Jóhann Ingi Jónsson dæmir leikinnn í dag og er með þá Kristján Má Ólafs og Antoníus Bjarka Halldórsson sér til aðstoðar á línunum. Gunnar Freyr Róbertsson er skiltadómari og KSÍ sendir Þórarinn Dúa Gunnarsson til að hafa eftirlit með umgjörð og frammistöðu dómara í dag.
Jóhann Ingi dæmir leikinn.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í Vestmannaeyjum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign ÍBV og FH í Bestu-deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Jóhann Ægir Arnarsson
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
4. Ólafur Guðmundsson
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
7. Steven Lennon ('74)
11. Davíð Snær Jóhannsson
22. Ástbjörn Þórðarson
26. Dani Hatakka
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
2. Daði Freyr Arnarsson (m)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Kjartan Kári Halldórsson ('74)
25. Þorri Stefán Þorbjörnsson
32. Bjarki Steinsen Arnarsson
37. Baldur Kári Helgason
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Logi Hrafn Róbertsson ('70)
Dani Hatakka ('79)

Rauð spjöld: