Smith Rowe gæti yfirgefið Arsenal - Mörg lið á eftir Toney
   lau 20. maí 2023 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Guðjón Pétur spáir í 8. umferð Bestu
watermark Guðjón Pétur Lýðsson spáir í leiki umferðarinnar
Guðjón Pétur Lýðsson spáir í leiki umferðarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Andri Rúnar skorar þrennu
Andri Rúnar skorar þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Örvar Eggerts mun halda áfram að raða inn mörkunum
Örvar Eggerts mun halda áfram að raða inn mörkunum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
8. umferð Bestu deildar karla fer fram á morgun og mánudag en þrír leikir eru spilaðir á morgun og þrír á mánudag.

Söngvarinn og leikarinn Valdimar Guðmundsson var með þrjá rétta er hann spáði í leiki síðustu umferðar.

Nú er röðin komin að Guðjóni Pétri Lýðssyni, leikmanni Grindavíkur. Hann á 226 leiki og 47 mörk í efstu deild með Breiðabliki, Stjörnunni, Val, ÍBV og Haukum.

Breiðablik 3 - 2 KA (á morgun klukkan 17:00)
Gísli Eyjólfs skorar í öllum stórleikjum, Stefán Ingi bætir svo við og Höskuldur tekur eitt stykki víti í lok fyrri hálfleiks. Danni Hafsteins tekur trylling í hálfleik og fylgir því eftir með marki í byrjun seinni hálfleiks. Bjarni Aðalsteinsson skorar svo fljótlega með harðfylgi en Blikar ná að halda aftur af Ka mönnum og klára 3 stig.

Valur 5 - 1 Keflavík (á morgun klukkan 19:15)
Valur vinnur Keflavík 5-1 eftir að hafa fengið skell í vikunni þeir mæta særðir og Andri Rúnar setur í gírinn og skorar þrennu , Kiddi Freyr eitt og Haukur Páll neglir einu skallamarki eftir horn , Adam leggur upp 3 og Aron Jó 2.
Minn maður Ernir Bjarnason skorar svo eitt sárabótarmark í lokin.

HK 4 - 4 Víkingur R. (á morgun klukkan 19:15)
Alvöru rússibanaleikur Víkingarnir mæta með sitt stjörnuprýdda lið en seiglan sem hefur einkennt HK mun valda þeim vandræðum Atli Hrafn setur 2 , Örvar Eggertsson heldur áfram að valda liðum vandræðum með hraða sínum og áræðni og setur eitt og Atli Arnarsson neglir einu í skeytin í víti.
Matti Villa skorar skallamark og kveikir neistann hjá Víkingum og byrjar comebackið , Hansen setur svo eitt , Pablo bætir við 3 og Halldór Smári skorar svo jöfnunarmark á 94 mínútu.

ÍBV 2-2 FH (á mánudag klukkan 18:00)
Þessi leikur fer 2-2 á fallegasta vallarstæði landsins. Þrátt fyrir að völlurinn sjálfur sé hræðilegur þá mun fegurðin í kring trufla FH ingana það mikið að þeir gleyma sér tvisvar og Alex Freyr laumar inn einu og svo kemur Breki Ómars inn og potar öðru. Eiður Aron er í banni og það kostar ÍBV í seinni hálfleiknum og FH skorar 2 mörk til að sækja stigið.

Stjarnan 0 - 0 Fylkir (á mánudag klukkan 19:15)
Stjarnan gerir allt til að vinna en með innkomu Danna Lax í liðið er ekki hægt að skora á þá og líklega hefði Stjarnan verið í 1 sæti ef hann hefði spilað frá byrjun þessa móts en Rúnar Páll læsir öllu hinum megin og Guðmundur Baldvin, Eggert , Adolf og Hilmar Árni skjóta allir í tréverkið en inn fer boltinn ekki.

Fram 2 - 2 KR (á mánudag klukkan 19:15)
Framarar skora fyrsta mark leiksins og er það Aron Jó sem gerir það Álftnesingur Haukari og Grindjáni getur líklega ekki fengið betri skóla nema kannski í Breiðablik. KR jafnar svo leikinn eftir að bestu menn KR Kiddi Jóns og Teódór Elmar spila Framara sundur og saman og Ægir Jarl pottar honum inn með hausnum. Gummi Magg setur svo annað beint í andlitið á KR en ég kenndi honum að skalla á sínum tíma . KR spilar svo sinn besta bolta á gervigrasinu hjá Fram það sem eftir lifir leiks og Atli Sigurjóns rekur endahnútinn á svakalega sókn og endar leikurinn í næstu andrá.

Fyrri spámenn:
Valdimar GUðmundsson (3 réttir)
Ásta Eir (4 réttir)
Einar Bragi Aðalsteinsson (4 réttir)
Arnór Smárason (4 réttir)
Starkaður Pétursson (4 réttir)
PBT (3 réttir)
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner