Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Í BEINNI
Æfingamót í Slóveníu
Ísland U19
15' 1
0
Kasakstan U19
Vestri
0
2
Grindavík
0-1 Óskar Örn Hauksson '45
0-2 Óskar Örn Hauksson '84 , víti
Fatai Gbadamosi '86
27.05.2023  -  13:00
Olísvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Heiðskýrt, S 8 m/s. Völlur ágætur
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: 200
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson
Byrjunarlið:
12. Rafael Broetto (m)
2. Morten Ohlsen Hansen ('76)
3. Elvar Baldvinsson
4. Fatai Gbadamosi
7. Vladimir Tufegdzic
10. Nacho Gil ('76)
11. Benedikt V. Warén
14. Deniz Yaldir
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
77. Sergine Fall ('76)
80. Mikkel Jakobsen ('46)

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
6. Ibrahima Balde ('76)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('76)
16. Ívar Breki Helgason
17. Guðmundur Páll Einarsson
23. Silas Songani ('46)
40. Gustav Kjeldsen ('76)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Brenton Muhammad
Atli Þór Jakobsson
Þorsteinn Goði Einarsson

Gul spjöld:
Deniz Yaldir ('29)
Gustav Kjeldsen ('84)

Rauð spjöld:
Fatai Gbadamosi ('86)
Leik lokið!
Búið 0-2! Arnar flautar af í framhaldinu. Sterkur sigur hjá Grindavík.
95. mín
Skeytin! Tufa lúðrar boltanum í nær samskeytin eftir frábæran sprett hjá Guðmundi.
94. mín
Ruslamínútur og lítið að gerast. Arnar fer að munda flautuna.
90. mín
Færi Vestri Deniz skallar rétt yfir eftir fyrirgjöf frá hægri!
90. mín
Inn:Dagur Örn Fjeldsted (Grindavík) Út:Dagur Austmann (Grindavík)
90. mín
Inn:Dagur Traustason (Grindavík) Út:Óskar Örn Hauksson (Grindavík)
87. mín
Leikurinn er að leysast upp, tæklingar að fljúga. Dagur liggur í grasinu eftir einhver vafasöm viðskipti.
86. mín Rautt spjald: Fatai Gbadamosi (Vestri)
Fatai með eitthvað kjaftæði við Arnar dómara, boltinn ekki í leik. Sá ekki betur en að hann hafi fengið tvö gul á sömu mínutunni.
84. mín Gult spjald: Gustav Kjeldsen (Vestri)
Klaufalegt, Dagur var langt frá markinu og Gustav réttu megin við hann.
84. mín Mark úr víti!
Óskar Örn Hauksson (Grindavík)
Neglir boltanum uppí þaknetið, aldrei spurning
83. mín
Víti Grindavík! Óskar einn á auðum sjó, finnur Dag sem er negldur niður.
82. mín
Sókn hjá Vestra Tvö góð tækifæri til að koma boltanum í teiginn en enn og aftur vantar gæði í þessar fyrirgjafir.
80. mín
Nóg af þessari bókfærslu, leikurinn kominn í gang aftur
79. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Grindavík) Út:Edi Horvat (Grindavík)
78. mín
Inn:Tómas Orri Róbertsson (Grindavík) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
76. mín
Inn:Ibrahima Balde (Vestri) Út:Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
Ég held að þetta sé rétt hjá mér. Martröð að setja þetta inn
76. mín
Inn:Gustav Kjeldsen (Vestri) Út:Nacho Gil (Vestri)
76. mín
Inn:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri) Út:Sergine Fall (Vestri)
74. mín
Skot Einar reynir skot af löngu færi en beint á Rafael. Það eru þreyttar lappir víða um völl núna. Helgi sendir menn að hita
73. mín
Silas labbar framhjá Degi en fyrirgjöfin er léleg. Boltinn berst til Deniz hinum megin en fyrirgjöfin er jafnvel lélegri.
70. mín
Grindavík virðast sáttir við fenginn hlut, liggja til baka og bíða eftir tækifæri hratt fram á við.
67. mín
Horn Deniz með fyrirgjöf, skallað í horn. Tekur sjálfur hornið en það er skallað frá
66. mín
Dauðafæri Vestri! Benó rennir boltanum á Nacho í teignum, hann er bara með Ingó fyrir framan sig en hann gerir sig breiðann og lokar markinu.
65. mín
Vestri er að pressa meira upp völlinn núna, gæti skapað pláss fyrir þá gulu í skyndibita.
62. mín
Góð tilraun Vestri Fatai vippar boltanum á Silas hægra megin við vítateiginn, skotið er í fyrsta rétt framhjá markinu vinstra megin.
59. mín
Dauðafæri Grindavík Marko endar með boltann eftir klaufagang í teignum. Nær að koma boltanum fyrir en boltinn daðrar við marklínuna án afskipta.
58. mín
Vestramenn sækja í sig veðrið Deniz finnur Elvar í utanáhlaupi á vinstri vængnum en fyrirgjöfin fer forgörðum. Betra frá Vestra núna.
56. mín
Taktar Fall með frábæran sprett upp allan hægri vænginn, skeytir engu þótt að það sé ítrekað brotið á honum og kemur boltanum fyrir á Tufa, hann framlengir aftur fyrir sig á fjærstöng en Deniz nær ekki skoti á markið
55. mín
Inn:Marinó Axel Helgason (Grindavík) Út:Kristófer Konráðsson (Grindavík)
Meiðsli Kristófer haltrar útaf
52. mín
Grindvíkingar eru sterkari, Vestramenn eru að missa boltann uppí loft sem bara gengur ekki uppí vindinn. Það er örlítill þefur af gulu marki á leiðinni.
49. mín
Kristófer með fyrirgjöf frá vinstri sem endar í fanginu hjá Rafa í markinu. Hálfleikurinn fer rólega af stað, menn liggja í grasinu og boltinn er lítið í leik
46. mín
Inn:Silas Songani (Vestri) Út:Mikkel Jakobsen (Vestri)
Leikurinn er farinn af stað
46. mín
Liðin eru að rölta út á völlinn, seinni hálfleikur byrjar eftir örskamma stund.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur Arnar Þór flautar til hálfleiks. Hálfleikurinn var í raun frekar rólegur þrátt fyrir margar færslur frá mér, er að læra á þetta! Vestramenn voru með góða pressu seinni partinn og fá svo markið eins og blauta gólftusku í andlitið. Þeir eru með vindinn í fangið í seinni og eiga ærið verkefni fyrir höndum. Ég ætla að fá mér kaffi.
45. mín
Færi! Denis með skæri á vinstri, flott fyrirgjöf sem Tufa flugskallar rétt framhjá!
45. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (Grindavík)
Stoðsending: Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
Mark! Dagur Hammer tekur skærin sín á vinstri, rennir honum á Óskar í teignum sem seitlar boltanum inn. Þetta kom eiginlega eins og þruma úr heiðskýru lofti, fyrsta sóknin í korter. Þetta var týpískt mark frá markakóngi, af markmanninum og rétt framhjá varnarmanni. Fallegt var það ekki en það er ekki spurt að því. Varnarmenn Vestra voru bara hvergi sjáanlegir.
44. mín
Vestri með gott spil, boltinn berst til Mikkel sem krossar frá hægri, en krossinn breytist í hörkuskot rétt framhjá markinu.
39. mín
Fínn kafli hjá Vestra síðustu 10, eru að pinna Grindavík niður og ógna markinu, nú síðast fyrirgjöf frá Fall sem Deniz reynir að klippa inn en framhjá fer boltinn.
38. mín
Benó aftur með pláss á miðjunni, Fall með fyrirgjöf frá hægri milli varnar og markmanns en Tufa nær ekki til boltans. Benó hendir svo í einn léttan klobba á miðjunni í framhaldinu, hann er að finna taktinn.
35. mín
Færi Vestri Benó sterkur og rennir boltanum á Mikkel, en skotið með vinstri er laust og auðvelt fyrir Ingó í markinu
34. mín
Vestri horn Vestri pakkar mönnum á markið og Deniz reynir að láta hann fjúka inn. Boltinn siglir yfir markið á fjær.
33. mín
Grindavík leggst niður þegar Vestri er með boltann og mana þá að spila í gegnum sig. Það gengur erfiðlega enda völlurinn hraður og snertingarnar þungar.
30. mín
Horn Benó með hálfan völlinn útaf fyrir sig, rennur honum á Deniz sem fær horn. Hornið sér aldrei teiginn.
30. mín
Aukaspyrna frá hægri Guðjón Pétur með útsvíng en Vestramenn bægja hættunni frá.
29. mín Gult spjald: Deniz Yaldir (Vestri)
Deniz alltof seinn og fær réttilega gult spjald
28. mín
Vestri í góðri stöðu þrír á þrjá en Benó finnur ekki sendingu og sóknin rennur útí sandinn
26. mín
Yfir Ég sleppi orðinu þegar Óskar fær boltann á miðjunni með gott pláss en skot hans er rétt yfir.
25. mín
Óskar Örn fær smá pláss á vítateigshorninu, rennir honum á Einar Karl en hann sjankar hann langt framhjá. Vinstri löppin hans Óskars er í gíslingu enn sem komið er.
22. mín
Færi! Guðjón Pétur með fyrirgjöf með jörðinni frá vinstri en Edi með vindhögg í teignum, Elmar náði að trufla hann þokkalega.
21. mín
Lítið að gerast núna, Vestri svaraði áhlaupinu vel með nokkrum góðum köflum, en engin sókn sem hægt er að skrifa heim um.
16. mín
Grindavík eru hægt og rólega að taka stjórnina í leiknum. Vestramenn eru ögn stressaður í varnarvinnuni, gæti bitið þá í rassinn
16. mín
Dauðafæri! Marko með skot af teiglínunnni sem Rafael ver, frákastið fer til Kristófers en Rafael ver aftur! Stórhætta
14. mín
Aftur fær Kristófer pláss, leikur á Fall og Vestramenn koma boltanum frá með herkjum.
12. mín
Vestri skallar frá og bruna í skyndisókn en úrslitasendingin klikkar.
11. mín
Kristófer fær pláss vinstra megin, reynir fyrirgjöf en skallað í horn
11. mín
Vestramenn eru meira með boltann og reyna að spila sig í gegn. Einar Karl reynir snuddu innfyrir en Vestri bægir hættunni frá
8. mín
Vindur Það er talsverður vindur og Vestri er með hann í bakið, ekki Grindavík eins og ég bullaði hér í byrjun.
7. mín
Aukaspyrna Nacho nælir í aukaspyrnu nálægt hornfánanum vinstra megin. Ágætt tækifæri. Langur á fjær þar sem Morten fær opinn skalla nálægt markinu en stýrir honum framhjá.
5. mín
Grindavík er í 5 manna varnarlínu. Óskar Örn er á hægri vængnum og Edi er einn uppá topp.
4. mín
Ekkert kemur úr horninu
3. mín
Vestri á horn eftir ágæta sókn upp hægri vænginn
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er byrjaður! Grindavík byrjar með boltann
Fyrir leik
Þetta er að bresta á Liðin komin inn, guttarnir í Stinningskalda eru mættir í stúkuna með gjallarhorn, trommur og smurolíu, illa hressir.
Fyrir leik
Styttist í leik Bæði lið hita upp af áfergju. Völlurinn hefur náð að þorna ágætlega og lítur bara þokkalega út. Sleginn niður í 10 mm og svei mér þá ef það verður ekki hægt að senda 1-2 sendingar með jörðinni í dag.

Jói Torfa var að sjálfsögðu fyrstur manna í stúkuna, enda kóngurinn, eina.
Fyrir leik
Veður uppfærsla Mynd fyrir fyrir ísfirðinga með heimþrá


Fyrir leik
Byrjunarliðin komin Vestri gerir eina breytingu frá síðasta leik, Benedikt Warén kemur inn í stað Ibrahima Balde. Þá er Gustav Kjeldsen á bekknum eftir að hafa tekið út leikbann. Ingólfur Hávarðarson er á milli stanganna hjá Grindavík og Edi Horvat leysir Símon Thasaphong af.
Fyrir leik
Spámaðurinn Spámaður dagsins er enginn annar en Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason. Hann hefur setið báðum meginn við borðið og ætti því að þekkja bæði lið vel. Hann sendi mér nákvæma spá eldsnemma í morgun.

"Þessi leikur verður ekki mikið fyrir augað, það verður kalt og vindur en Tufa mun keyra upp blóðhitann í mönnum snemma með skallamarki og almennum ærslagangi. Guðjón Pétur kitlar samskeytin með aukaspyrnumarki fyrir hálfleik. Það mun ekkert gerast í seinni nema nokkur gul og jafnvel appelsínugul spjöld áður en Benó siglir heim sigri fyrir Vestra rétt fyrir flautið með klafsmarki sem Gunnar Már Elíasson yrði stoltur af. 2-1 Vestri."

Fyrir leik
Við reynum aftur! Jæja, önnur tilraun. Leikurinn hefst kl. 13. Veðrið er mun skárra í dag, heiður himinn og sólskin. Það er þó alls ekki hlýtt, hiti um 4 gráður og sunnan gola. Mæli með úlpu og teppi fyrir þá sem ætla að mæta á völlinn.

Fyrir leik
FRESTAÐ Leiknum hefur verið frestað. Nýr leiktími kl. 13:00 laugardaginn 27. maí. Rignt hefur í allan dag, völlurinn er gríðarlega blautur og talsvert af pollum á honum.


Fyrir leik
Heitir Grindjánar Liðin áttust síðast við í Lengjubikarnum í mars. Þar tóku Grindvíkingar stigin þrjú með 2-0 sigri. Grindvíkingar verða að teljast sigurstranglegri í dag, unnu Njarðvík á mánudaginn og unnu stórkostlegan sigur á Val í Mjólkurbikarnum í liðinni viku, 1-3!
Fyrir leik
Dómarinn Dómari leiksins er hinn geðþekki Arnar Þór Stefánsson
Fyrir leik
Staðan í deildinni 1. Afturelding - 7 stig
-------------------
2. Grindavík - 7 stig
3. Fjölnir - 7 stig
4. Þór Akureyri - 6 stig
5. Þróttur R - 4 stig
-------------------
6. Leiknir R - 3 stig
7. Grótta - 3 stig
8. Selfoss - 3 stig
9. Vestri - 2 stig
10. Njarðvík - 2 stig
-------------------
11. ÍA - 2 stig
12. Ægir - 1 stig

Fyrir leik
Góðan daginn Verið hjartanlega velkomin í beina lýsingu frá leik Vestra og Grindavíkur frá Olísvellinum á Ísafirði.
Fyrir leik
Horfðu á leikinn beint á Youtube
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Bjarki Aðalsteinsson
7. Kristófer Konráðsson ('55)
9. Edi Horvat ('79)
10. Einar Karl Ingvarsson
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('78)
16. Marko Vardic
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('90)
23. Dagur Austmann ('90)
24. Ingólfur Hávarðarson
26. Sigurjón Rúnarsson

Varamenn:
Dagur Örn Fjeldsted ('90)
11. Símon Logi Thasaphong ('79)
21. Marinó Axel Helgason ('55)
22. Lárus Orri Ólafsson
95. Dagur Traustason ('90)

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Benóný Þórhallsson
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Tómas Orri Róbertsson
Jón Júlíus Karlsson
Hávarður Gunnarsson
Beka Kaichanidis

Gul spjöld:

Rauð spjöld: