Egilshöll
föstudagur 26. maí 2023  kl. 18:30
Lengjudeild karla
Aðstæður: Hlýtt og gott inn í Egilshöll í kvöld.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Axel Freyr Harðason (Fjölnir)
Fjölnir 6 - 0 Þór
1-0 Máni Austmann Hilmarsson ('20)
2-0 Axel Freyr Harðarson ('39)
3-0 Hákon Ingi Jónsson ('44)
4-0 Máni Austmann Hilmarsson ('61)
5-0 Axel Freyr Harðarson ('72)
6-0 Hákon Ingi Jónsson ('74)
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
3. Reynir Haraldsson ('66)
4. Júlíus Mar Júlíusson
7. Máni Austmann Hilmarsson ('76)
8. Óliver Dagur Thorlacius ('66)
10. Axel Freyr Harðarson ('76)
11. Dofri Snorrason
14. Daníel Ingvar Ingvarsson
23. Hákon Ingi Jónsson ('76)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
2. Samúel Már Kristinsson
7. Dagur Ingi Axelsson ('76)
16. Orri Þórhallsson ('66)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('66)
20. Bjarni Þór Hafstein ('76)
37. Árni Steinn Sigursteinsson ('76)

Liðstjórn:
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Einar Jóhannes Finnbogason
Einar Már Óskarsson
Erlendur Jóhann Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@antonfreeyr Anton Freyr Jónsson
90. mín Leik lokið!
Stórsigur Fjölnis
Ívar Orri flautar til leiksloka hér í Egilshöll. Fjölnismenn með stórsigur á gestunum frá Akureyri 6-0.

Takk fyrir mig í kvöld.
Eyða Breyta
86. mín
Dagur Ingi fær boltann og keyrir af stað upp vænginn og rennir boltanum fyrir og boltinn hrekkur út á Guðmund Karl sem nær skoti en boltinn yfir markið.
Eyða Breyta
83. mín
Fjölnismenn að sundurspila Þórsarana.

Dofri Snorrason fær boltann inn á teig Þórs eftir frábært spil og rennir boltanum fyrir á Dag Inga sem nær ekki skoti á markið.
Eyða Breyta
76. mín Árni Steinn Sigursteinsson (Fjölnir) Hákon Ingi Jónsson (Fjölnir)

Eyða Breyta
76. mín Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir) Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)

Eyða Breyta
76. mín Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir) Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)

Eyða Breyta
74. mín MARK! Hákon Ingi Jónsson (Fjölnir), Stoðsending: Axel Freyr Harðarson
FJÖLNISMENN ERU EKKERT HÆTTIR!
Axel Freyr fær boltann við endarlínuna hægramegin og setur boltann inn á hættusvæðið og Þórsarar ná ekki að hreinsa boltann og Hákon Ingi nýtir sér það og setur boltann í netið.

Ég skal segja ykkur það...
Eyða Breyta
72. mín MARK! Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
FIMMTA MARKIÐ!
Axel Freyr hefur verið frábær hérna í kvöld.

Fær boltann við vítateigslínuna og setur boltann í fjærhornið. Aron Birkir var í boltanum en það dugði ekki.
Eyða Breyta
66. mín Vilhelm Ottó Biering Ottósson (Þór ) Akseli Matias Kalermo (Þór )

Eyða Breyta
66. mín Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir) Reynir Haraldsson (Fjölnir)

Eyða Breyta
66. mín Orri Þórhallsson (Fjölnir) Óliver Dagur Thorlacius (Fjölnir)

Eyða Breyta
61. mín MARK! Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir), Stoðsending: Axel Freyr Harðarson
MAAAAAAAAAAAAARK!
Axel Freyr fær boltann út til hægri og á frábæran bolta inn á teiginn þar sem Máni mætir og setur hann í nær hornið.
Eyða Breyta
59. mín
FANNAR DAÐI!
Ingimar Arnar fær boltann út til hægri og finnur Fannar Daða inn á teignum sem nær skoti en boltinn rétt framhjá.
Eyða Breyta
59. mín Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór ) Aron Ingi Magnússon (Þór )

Eyða Breyta
59. mín Alexander Már Þorláksson (Þór ) Valdimar Daði Sævarsson (Þór )

Eyða Breyta
53. mín
Bjarni Guðjón fær boltann fyrir utan og á skot sem fer rétt framhjá.

Þorlákur Árnason kallar til Fannar Daða og Alexander Má sem gera sig klára niður við hliðarlínu.
Eyða Breyta
46. mín
Axel Freyr
Hákon kemur boltanum út á Axel Frey sem á skot sem fer rétt framhjá.
Eyða Breyta
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað.
Eyða Breyta
45. mín Nikola Kristinn Stojanovic (Þór ) Kristján Atli Marteinsson (Þór )

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Ívar Orri flautar til hálfleiks.

Fjölnismenn fara með þriggja marka forskot inn í hálfleikinn og síðari hálfleikurinn verður alvöru brekka fyrir gestina frá Akureyri.
Eyða Breyta
44. mín MARK! Hákon Ingi Jónsson (Fjölnir)
MAAAAAAAAAAAAAAAARK
Fjölnismenn gjörsamlega verið frábærir hér!

Dofri Snorrason finnur Hákon Inga fyrir utan teig sem tekur við honum og boltinn skoppar fyrir hann og tekur hann með ristinni og boltinn í slánna og inn.

Þetta var afgreiðsla!
Eyða Breyta
41. mín
Ingimar Arnar fer vel með boltann fyrir utan teig Fjölnis og nær góðu skoti en boltinn af Valda og aftur fyrir.
Eyða Breyta
39. mín MARK! Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
MAAAAAAAAAAAARK!
Fjölnismenn að tvöfalda forskot sitt hér.

Axel Freyr fær boltann inn á teiginn og klárar vel í fyrsta framhjá Aroni Birki.
Eyða Breyta
37. mín
Betra hjá Þór
Þórsarar halda betur í boltann núna þessa stundina en þeir hafa gert. Bjarki lyftir boltanum inn á teig Fjölnis en Hans Viktor skallar boltann í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
35. mín
Þórsarar í brasi
Akseli Matias kærulaus og missir boltann til Hákons en Bjarki kemur í góða hjálparvörn og hreinsar boltann í horn.
Eyða Breyta
32. mín
ÞESSI HRAÐI!
Axel Freyr fær boltann og keyrir inn á teig Þórs og á fínt skot en Aron Birkir ver.
Eyða Breyta
31. mín
Hákon Ingi fær boltann rétt fyrir utan teig Þórs og á gott skot en Aron Birkir vel staðsettur í markinu.
Eyða Breyta
27. mín
MÁNI AUSTMANN!!
Valdimar Daði með skelfilega þversendingu ætlaða á Elmar Þór og Axel Freyr kemst inn í sendinguna og á góða fyrirgjöf þar sem Máni er mættur en skalli Mána rétt yfir!
Eyða Breyta
26. mín
Bjarni Guðjón lætur vaða langt fyrir utan og boltinn rétt framhjá.

Góð tilraun.
Eyða Breyta
24. mín
Brotið á Bjarna fyrir utan teig og Þór fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
Eyða Breyta
23. mín Ingimar Arnar Kristjánsson (Þór ) Marc Rochester Sörensen (Þór )
Högg fyrir Þórsara
March Rochester sest í grasið og biður um skiptingu. Ingimar Arnar kemur inn í hans stað.
Eyða Breyta
20. mín MARK! Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir), Stoðsending: Reynir Haraldsson
MAAAAAAARK!
Reynir Haraldsson fær boltann upp vinstri vænginn og finnur Mána Austmann í lappir fyrir utan teig. Máni tekur við honum og smellir honum í hægra hornið. Óverjandi fyrir Aron í marki Þórsara.
Eyða Breyta
13. mín
SLÁIN!!
Valdimar fær boltann fyrir utan teig Fjölnis og á gott skot sem fer í slánna og afturfyrir
Eyða Breyta
10. mín
Axel Freyr fær boltann og keyrir inn á völlinn í skot en boltinn af Bjarka sýndist mér og í hornspyrnu.
Eyða Breyta
6. mín
Axel Freyr fellur rétt fyrir utan teig Þórs og Fjölnismenn kalla eftir aukaspyrnu en Ívar Orri dæmir ekkert.
Eyða Breyta
6. mín
Reynir Haraldsson kemur boltanum á Mána en Bjarki hreinsar boltann í hornspyrnu.
Eyða Breyta
2. mín
Ragnar Óli fær boltann út til hægri og fær nægan tíma til að koma með góða fyrirgjöf en hittir hann alls ekki vel og boltinn afturfyrir.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Ívar Orri flautar til leiks. Það eru Fjölnismenn sem hefja leik.

Góða skemmtun.
Eyða Breyta
Fyrir leik
HITI Á KLÚBBNUM
Hiti á klúbbnum er komið á tóninn til að kveikja í öllu í Egilshöllinni fyrir þennan slag sem framundan er.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Mjölnismenn mættir!
Mjölnismenn virðast vera vaknaðir eftir nokkra ára hvíld og eru þeir farnir að láta í sér heyra.

Ansi ánægjulegt að sjá. Fjölnismafían væntanlega rétt ókomin og virðist ekki bara stefna í baráttu inn á vellinum í kvöld heldur líka í stúkunni. Bara veisla!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár
Þjálfarar liðanna hafa opinberað byrjunarlið sín og má sjá þau hér til hliðanna.Fannar Daði Malmquist byrjar á bekknum hjá gestunum en kemur væntanlega við sögu hér í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hitað upp í keilu


Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Horfðu á leikinn beint á Youtube

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fylgist með: Reynir Haraldsson (Fjölnir)


Reynir Haraldsson var maður leiksins í sigri Fjölnis á Selfossi í síðustu umferð Lengjudeildarinnar og var valinn í lið umferðarinnar.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fylgist með: Ingimar Arnar Kristjánsson (Þór)


Ingimar Arnar Kristjánsson er gríðarlega efnilegur leikmaður Þórs í Lengjudeildinni en hann hefur fengið að spreyta sig í fjarveru Alexanders Márs Þorlákssonar í undanförnum leikjum.

Ingimar er framherji sem hefur komið við sögu í fimm leikjum á þessari leiktíð en hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum gegn Leikni, hann skoraði eitt og lagði upp annað í 3-1 sigri Þórs á Leikni í Mjólkurbikarnum á dögunum.

Ingimar er nýorðinn 18 ára en hann kom einnig við sögu í þremur leikjum á síðustu leiktið. Þór hefur gefið mörgum ungum leikmönnum tækifæri undanfarin ár en Bjarni Guðjón Brynjólfsson er m.a. í u19 ára landsliðinu sem er á leið á EM.

Þorlákur Árnason þjálfari Þórs hrósaði ungu strákunum á hástert eftir sigur Þórs gegn Leikni í deildinni á dögunum.

„Þetta eru gríðarlega góð tíðindi fyrir okkur Þórsara. Hann er fæddur 2005 og við höfum komið upp gríðarlega mörgum strákum fæddum 2004, Kristófer [Kristjánsson], Bjarni [Guðjón Brynjólfsson] og Aron Ingi [Magnússon]. Svo kemur enn einn, á meðan við keyrum á þessari hugmyndafræði þá koma alltaf upp leikmenn, þeir fá að spila og á endanum verður þú nógu góður," sagði Láki.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Taplausir Fjölnismenn


Fjölnismenn eru með tvo sigra og eitt jafntefli í deildinni til þessa. Í síðustu umferð vann liðið útisigur gegn Selfossi. Grafarvogsliðið ætlar sér upp úr deildinni.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Væru til í að spila gegn Leikni í hverri viku


Þórsarar hafa unnið síðustu tvo leiki sína, báða gegn Leikni. Fyrst í Mjólkurbikarnum og síðan í deildinni um síðustu helgi. Þór er með tvo sigra og eitt tap í Lengjudeildinni en liðið vann Vestra í fyrstu umferð en tapaði svo gegn Aftureldingu.

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Einn besti dómari landsins með flautuna


Dómari: Ívar Orri Kristjánsson Dómari
Aðstoðardómarar: Helgi Hrannar Briem og Guðni Freyr Ingvason.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þegar kalt er í veðri og stormur úti er gott að eiga góða höll
Velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Egilshöllinni í Grafarvogi þar sem Fjölnir tekur á móti Þór í 4. umferð Lengjudeildar karla. Það má búast við hörkuleik!


Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
5. Akseli Matias Kalermo ('66)
6. Kristján Atli Marteinsson ('45)
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
10. Ion Perelló
11. Marc Rochester Sörensen ('23)
14. Aron Ingi Magnússon ('59)
16. Valdimar Daði Sævarsson ('59)
19. Ragnar Óli Ragnarsson
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Ómar Castaldo Einarsson (m)
3. Birgir Ómar Hlynsson
8. Nikola Kristinn Stojanovic ('45)
9. Alexander Már Þorláksson ('59)
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('59)
20. Vilhelm Ottó Biering Ottósson ('66)
23. Ingimar Arnar Kristjánsson ('23)

Liðstjórn:
Sveinn Leó Bogason
Þorlákur Már Árnason (Þ)
Jónas Leifur Sigursteinsson
Sævar Eðvarðsson
Guðrún Marín Viðarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: