Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Breiðablik
1
0
Valur
Stefán Ingi Sigurðarson '49 1-0
25.05.2023  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 1132
Maður leiksins: Andri Rafn Yeoman
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('62)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('67)
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Stefán Ingi Sigurðarson ('79)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('62)
10. Kristinn Steindórsson
20. Klæmint Olsen ('79)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('67)
25. Davíð Ingvarsson
28. Oliver Stefánsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson
Valdimar Valdimarsson
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('55)
Klæmint Olsen ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik með sterkan sigur!!

Viðtöl og skýrsla væntanleg!
97. mín
Tíminn er að renna frá Valsmönnum.
94. mín
Margir hefðu dæmt hættuspark á Birki Heimis í baráttunni gegn Ágústi Eðvalds en Jóhann Ingi lætur fátt um finnast.
92. mín
NÆSTUM SJÁLFSMARK! Damir nálægt því að pota boltanum í eigið net! Anton Ari kemur út og Damir ætlar að pota honum tilbaka - Eitthvað samskiptaleysi en sem betur fer fyrir Damir var ekki mikill kraftur í þessu og hann nær að hlaupa þetta upp sjálfur og sparka burt.

Hefði verið mjög klaufalegt.
91. mín
Uppbótartíminn er +7
89. mín Gult spjald: Lúkas Logi Heimisson (Valur)
Brýtur á Gísla Eyjólfs.
85. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
85. mín
Inn:Patrick Pedersen (Valur) Út:Adam Ægir Pálsson (Valur)
Fyrstu mínúturnar í sumar.
84. mín
Blikar vilja víti þegar Viktor Karl fellur í teignum en Jóhann Ingi er ekki sammála.
83. mín
Valsmenn hafa átt erfiðan dag á síðasta þriðjung.
81. mín Gult spjald: Klæmint Olsen (Breiðablik)
Tók ekki langan tíma.
79. mín
Inn:Klæmint Olsen (Breiðablik) Út:Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
Vonandi er í lagi með hann en hann rölti sjálfur útaf hinumeginn á vellinum en lagðist svo strax og er að fara á börum núna hringinn.
78. mín
Stefán Ingi virtist lenda illa áðan þegar hann stökk upp og fer svo aftur niður núna og heldur um mjóbakið.

Dóri er búin að kalla á Klæmint úr upphitun svo það er skipting í vændum.
74. mín
Inn:Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur) Út:Hlynur Freyr Karlsson (Valur)
72. mín
Stefán Ingi verið duglegur fremst en snertingarnar og sendingar hafa átt það til að vefjast svolítið fyrir honum í kvöld.
70. mín
Hefur verið svolítið furðuleg lína í kvöld hjá dómarateyminu. Vantar svoltítið upp á samræmi.
68. mín
Hafliði Breiðfjörð er með myndavélina í Kópavogi


Elvar Geir Magnússon
67. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
66. mín
Blikar sækja hratt og Stefán Ingi keyrir í átt að marki með Jason Daða á hinum endanum og reynir að koma boltanum á hann en Valsmenn bjarga í horn.
64. mín
Viktor Karl með tilraun yfir markið.
63. mín Gult spjald: Adam Ægir Pálsson (Valur)
62. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
58. mín
Stefán Ingi fagnar marki sínu
Elvar Geir Magnússon
57. mín
Frederik Schram með flotta vörslu eftir skalla Stefáns Inga en flaggið á loft.
57. mín
Andri Rafn Yeoman með skot sem fer rétt framhjá.
56. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Valur)
56. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) Út:Orri Hrafn Kjartansson (Valur)
55. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Ekki sáttur með þetta en Jóhann Ingi bendir á fleirri staði á vellinum svo sennilega uppsafnað.
54. mín
Hlynur Freyr er staðin á fætur og virðist hafa sloppið við meiðsli. Vonum það allavega.
52. mín
Viktor Karl reynir sendingu innfyrir þar sem Stefán Ingi er og Hlynur Freyr fer upp en lendir illa.
Stefán Ingi er fljótur að gefa merki um að stöðva leik og þetta leit ekki vel út.
49. mín MARK!
Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
Stoðsending: Jason Daði Svanþórsson
BLIKAR BRJÓTA ÍSINN! BREIÐABLIK KEMST YFIR!!

Jason Daði á frábæra sendingu fyrir markið úti hægra meginn niðri sem flýtur í gegnum teiginn á fjær þar sem Stefán Ingi er mættur og rekur tánna í boltann sem fer af stönginni og inn!
46. mín
Kristinn Freyr kemur okkur af stað aftur!
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik!

Tökum okkur stutta pásu og komum aftur í síðari.
45. mín
Fáum +1 í uppbót.
42. mín
Andri Rúnar þræddur inn en með Viktor og Damir á hælunum og nær að pota boltanum að marki en Anton Ari varði!
39. mín
Fyrirgjöf fyrir markið hjá Blikum sem Stefán Ingi kassar niður fyrir Gísla en skotið frá Gísla hátt yfir.
36. mín
Andri Rafn Yeoman með mislukkað skot sem verður að einhverskonar fyrirgjöf en of innarlega fyrir Jason Daða til að gera sér mat úr.
34. mín
Höskuldur tekur aukaspyrnu og á skot yfir markið.
33. mín Gult spjald: Birkir Heimisson (Valur)
28. mín
Arnór Sveinn með flottan bolta fyrir markið en Birkir Már skallar frá.
27. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kiddi er fyrstur í svörtu bókina.
26. mín
Rosalega mikið um stopp í þessum leik og leikurinn er ekki beint að fá að njóta sín.
24. mín
Blikar ógna en Höskuldur er stöðvaður í skotinu.
19. mín
Brotið á Val rétt fyrir utan teig en Jóhann Ingi beitir hagnaði og Hlynur Freyr á svo skot yfir markið. Siggi Höskulds og Addi Grétars ekki sáttir.
16. mín
Andri Rúnar fær tækifæri á að skjóta að marki en hittir boltann hryllilega og er nær því að fara í innkast en á markið.
14. mín
Valsmenn reyna að finna Andra Rúnar inn á teig en flaggið á loft.
7. mín
Viktor Karl með tilraun framhjá markinu.
5. mín
Valsmenn reyna að komast í færi, fá aðra hornspyrnu en Blikar verjast vel.
4. mín
Valsmenn vinna fyrstu hornspyrnu leiksins.
1. mín
Viktor Karl skorar eftir 25 sek en flaggið fór á loft! Frábærlega klárða engu að síður! Jason Daði keyrði á vörn Vals og lagði hann til vinstri á Viktor Karl sem átti frábært skot í samskeytin en var því miður rangur!
1. mín
Jóhann Ingi flautar okkur í gang! Stefán Ingi á upphafssparkið fyrir Breiðablik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Breiðablik gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik gegn KA en inn í liðið kemur Arnór Sveinn Aðalsteinsson fyrir Alexander Helga Sigurðarson .

Valsmenn gera þá einnig breytingar á liði sínu frá markalausa jafnteflinu gegn Keflavík en inn koma Birkir Heimisson og Aron Jóhannsson fyrir Tryggva Hrafn Haraldsson og Lúkas Loga Heimisson.
Fyrir leik
Líkleg Byrjunarlið! Þeir Anton Logi Lúðvíksson og Patrik Johannessen eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla hjá Blikum. Hjá Val voru þeir Birkir Heimisson og Guðmundur Andri Tryggvason ekki í hópnum í síðasta leik og spurning hversu heilir þeir eru. Patrick Pedersen og Orri Sigurður Ómarsson eru meiddir.




Fyrir leik
Tryggvi Guðmunds rýnir í leikinn

Þetta er alvöru leikur, þarna erum við með liðin í öðru og þriðja sæti. Eins og hjá KA og Víkingum, þá er stefnan sett á titil hjá báðum þessum liðum. Bæði lið eru að elta Víkinga og það segir sig sjálft að þau þurfa að taka stigin þrjú í þeirri baráttu. En þau geta ekki bæði fengið þrjú stig. Ég á auðvitað líka bara von á hörkuleik þarna. Blikarnir unnu Valsmenn 2-0 í leik liðanna í annarri umferð á Hlíðarenda. Valsmenn hafa harma að hefna. Ég held pínu með Val - kannski eðlilega - þar sem sonur minn, Guðmundur Andri, spilar þar.

Það er rosaleg jafnteflislykt af þessum leik en ég ætla að segja 1-2 fyrir Val. Ég held að þeir nái að hefna sín. Guðmundur Andri gerir sigurmarkið í þessum leik. Það er búið að vera gaman að fylgjast með honum Í Val. Svo er Ísabella Sara, dóttir mín, líka að spila með Val. Það er gaman að fylgjast með þeim og mér finnst þau vera að standa sig vel bæði tvö. Ég veit það fyrir víst að þeim líður afar vel á Hlíðarenda. Maður er pínu frekur, ég hefði viljað fá fleiri mörk frá þeim en það kemur bara. Það kemur í dag, samkvæmt minni spá.

Spá Tryggva: Breiðablik 1 - 2 Valur
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Blikar unnu fyrri leikinn í sumar „Hann leggst mjög vel í okkur," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, í samtali við Fótbolta.net um leikinn. „Við búumst við hörkuleik, Valur er með virkilega öflugt lið og þó allir leikir í þessari deild séu skemmtilegir og erfiðir þá er einhver sjarmi yfir leikjunum við Val, það er alveg ljóst."

„Það hefur alltaf verið. Þetta er lið sem við höfum verið að berjast við, feikilega öflugt og vel mannað lið. Ekki varð það verra þegar Arnar Grétarsson tók við. Þetta eru hörkuleikir og leikir sem ég veit að leikmenn og allir í kringum liðið hlakkar til að spila, þetta eru leikirnir sem þar sem þú getur mælt það hversu langt liðið er komið og hvar það er statt. Við erum mjög spenntir."

Liðin mættust á Hlíðarenda í annarri umferð Bestu deildarinnar fyrir um fimm vikum síðan og þá hafði Breiðablik betur, 0-2.

„Sá leikur hafði bara sitt líf og fór eins og hann fór. Auðvitað skoðum við hann en við erum aðeins öðruvísi lið en við vorum þá. Þeir eru það líka, þeir eru búnir að fá menn inn og við líka. Við höfum líka misst menn. Það er erfitt að horfa of mikið í þann leik, en það eru ákveðnar áherslur sem við sáum að gengu vel og annað sem gekk ekki vel. Maður hefur það á bak við eyrað. En sá leikur er ekki lykilhlutverkið í undirbúningnum," segir Óskar.

Óskar Hrafn: Sá leikmaður þarf að vera eitthvað verulega skrýtinn


Fyrir leik
Sem betur fer ekki spáð brjáluðu veðri - Ræðst á dagsforminu „Við þurfum að eiga toppleik til að vinna Blikana. Í síðasta leik sem við spiluðum við þá var 50-50 leikur og mér fannst mjög ósanngjarnt að við hefðum farið með ekkert út úr þeim leik. En það er ekkert alltaf spurt um það, þú færð færi og þú þarft að nýta þau, ef þú nýtir ekki færin sem þú færð er þér stundum refsað. Ef við spilum toppleik þá tel ég okkur eiga mjög góða möguleika á að sækja þrjú stig. Þetta eru bara 50-50 leikir, spurning um dagsformið á liðunum," sagði Arnar.

Blikar unnu á Hlíðarenda

„Það er aðeins búið að breytast síðan þá, þetta var leikur númer tvö í deildinni og þar voru menn smá ryðgaðir. Það var líka veður eins og er í dag þegar við spiluðum þann leik, það spilar alveg inn í leikinn, það var töluverður vindur þá, sem betur fer er allavega spáin þannig að það er ekki spáð brjáluðu veðri. Bæði lið vilja spila fótbolta. Ég held að þetta muni ráðast á dagsforminu á mönnum og að menn nýti þau færi sem bjóðast á morgun."

„Við spiluðum á móti Keflavík um daginn og fengum fjögur algjör dauðafæri. Ef við nýtum þau ekki þá náttúrulega lendirðu í veseni. Þetta verður skemmtilegur leikur, vel tekist á og menn vel tjúnaðir fyrir þetta í báðum liðum - ég á ekki von á öðru."


Arnar Grétars: Fannst það mjög ósanngjörn úrslit


Fyrir leik
Dómarateymi Jóhann Ingi Jónsson heldur utan um flautuna í kvöld og honum til aðstoðar verða Birkir Sigurðarson og Andri Vigfússon.
Ívar Orri Kristjánsson er varadómari og heldur utan um skiltið góða.
Gylfi Þór Orrason er þá eftirlistmaður.


Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Breiðablik og Valur hafa mæst 100 sinnum í mótsleik á vegum KSÍ samkv. vefsíðu KSÍ og hafa viðreignirnar skipst svona:

Breiðalik: 37 sigrar (37%)
Valur: 40 sigrar (40%)
Jafntefli: 23 (23%)

Síðasti sigur Breiðabliks: Besta deild 2023 - Fyrri umferð

Síðasti sigur Vals: Besta deild 2022 - Fyrri umferð

Síðasta jafntefli: Pepsi Max deild 2020 - Seinni umferð

Fyrir leik
Breiðablik Eftir heldur brösótta byrjun hjá Íslandsmeisturunum þar sem uppskeran eftir þrjá leiki voru þrjú stig hafa þeir heldur betur gefið í og unnið síðustu 5 leiki sína í deild og klifrað upp í 3.sæti deildarinnar og geta með sigri í kvöld fært sig upp í 2.sætið.
Breiðablik mættu KA í síðustu umferð þar sem þeir höfðu betur með tveimur mörkum gegn engu.

Mörk Breiðabliks til þessa hafa skorað:

Stefán Ingi Sigurðarson - 6 Mörk
Gísli Eyjólfsson - 5 Mörk
Höskuldur Gunnlaugsson - 3 Mörk
Klæmint Olsen - 2 Mörk
Partrik Johannesen - 1 Mark


Fyrir leik
Valur Valsmenn hafa byrjað mótið sterkt og sitja í 2.sæti deildarinnar 5 stigum frá toppliði Víkings.
Þrátt fyrir að hafa gert markalaust jafntefli í síðustu umferð gegn Keflavík hafa Valsmenn skorað flest mörk í deildinni til þessa og aðeins Víkingar hafa fengið á sig færri mörk.
Þessi sömu lið og mætast í dag mættust í 2.umferð Bestu deildarinnar á Origo vellinum þar sem Breiðablik höfðu betur með tveimur mörkum gegn engu.

Mörk Valsmanna í Bestu deildinni hafa skorað:

Adam Ægir Pálsson - 5 Mörk
Tryggvi Hrafn Haraldsson - 4 Mörk
Andri Rúnar Bjarnason - 4 Mörk
Aron Jóhannsson - 3 Mörk
Guðmundur Andri Tryggvason - 2 Mörk
Sigurður Egill Lárusson - 1 Mark
Kristinn Freyr Sigurðsson - 1 Mark
Hlynur Freyr Karlsson - 1 Mark
Birkir Heimisson - 1 Mark

Fyrir leik
Staðan í deildinni til þessa! Besta deild karla hefur farið virkilega vel af stað og þegar 8 umferðir eru búnar lítur staðan í deildinni svona út:

1.Víkingur - 24 stig
2.Valur - 19 stig
3.Breiðablik - 18 stig

4.HK - 13 stig
5.FH - 13 stig
6.KA - 11 stig
-----------------------
7.Fram - 8 stig
8.Stjarnan - 7 stig
9.Fylkir - 7 stig
10.KR - 7 stig
11.ÍBV - 6 stig
12.Keflavík - 5 stig

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanleg velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem heimamenn í Breiðablik taka á móti Valsmönnum í 13.umferð Bestu deildarinnar.
Þetta er ekki ritvilla því þessi leikur er færður framar og er hluti af 13.umferð.


Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hlynur Freyr Karlsson ('74)
4. Elfar Freyr Helgason
5. Birkir Heimisson
7. Aron Jóhannsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('85)
11. Sigurður Egill Lárusson
19. Orri Hrafn Kjartansson ('56)
24. Adam Ægir Pálsson ('85)
99. Andri Rúnar Bjarnason ('56)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
9. Patrick Pedersen ('85)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('56)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('56)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson ('74)
17. Lúkas Logi Heimisson ('85)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Thomas Danielsen

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('27)
Birkir Heimisson ('33)
Adam Ægir Pálsson ('63)
Lúkas Logi Heimisson ('89)

Rauð spjöld: