
Njarðvík
3
1
Þróttur R.

Oliver Kelaart
'27
1-0
Rafael Victor
'30
, víti
2-0

2-1
Ágúst Karel Magnússon
'40
Oliver Kelaart
'61
3-1
26.05.2023 - 19:15
Rafholtsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Hefðbundið rok á annað markið en þurrt að kalla eins og er
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Maður leiksins: Oliver Kelaart
Rafholtsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Hefðbundið rok á annað markið en þurrt að kalla eins og er
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Maður leiksins: Oliver Kelaart
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala
2. Alex Bergmann Arnarsson
5. Arnar Helgi Magnússon
6. Gísli Martin Sigurðsson
('73)

7. Joao Ananias
('87)

8. Kenneth Hogg

9. Oumar Diouck
('87)

11. Rafael Victor
('83)


13. Marc Mcausland (f)
14. Oliver Kelaart
('83)



17. Þorsteinn Örn Bernharðsson
Varamenn:
12. Walid Birrou Essafi (m)
2. Viðar Már Ragnarsson
3. Sigurjón Már Markússon
('73)

11. Freysteinn Ingi Guðnason
('87)

22. Magnús Magnússon
('83)

24. Hreggviður Hermannsson
25. Kristófer Snær Jóhannsson
('87)

28. Hilmir Vilberg Arnarsson
('83)

Liðsstjórn:
Arnar Hallsson (Þ)
Helgi Már Helgason
Óskar Ingi Víglundsson
Arnar Freyr Smárason
Jón Orri Sigurgeirsson
Ingi Þór Þórisson
Gul spjöld:
Kenneth Hogg ('63)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Njarðvík vinnur sinn fyrsta deildarsigur í sumar í uppgjöri nýliða deildarinnar. Erfitt að segja annað en að sigurinn sé sanngjarn.
87. mín

Inn:Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.)
Út:Kostiantyn Iaroshenko (Þróttur R.)
85. mín
Fátt sem bendir til annars en að stigin þrjú verði eftir hér í Njarðvík í kvöld. Með öll tök á leiknum sem stendur heimamenn.
81. mín
Rafael í færi eftir sendingu frá Oliver frá hægri en setur boltann í varnarmann sem náði að vinna sig fyrir skotið.
76. mín
Þróttarar brenna af dauðafæri.
Hinrik í algjöru dauðfæri í teig Njarðvíkur en Blakala leggst og fær boltann í fæturnar. Frábær markvarsla en Hinrik á hreinlega að gera betur þarna.
Bjóst mögulega ekki við boltanum en af stuttu færi.
Bjóst mögulega ekki við boltanum en af stuttu færi.
75. mín
Þorsteinn Örn með fyrirgjöf frá vinstri sem vindurinn kýs að breyta í skot, Sveinn í allskonar brasi með þetta en eflaust manna fegnastur þegar boltinn dettur á slánna.
70. mín
Þróttarar að sækja í sig veðrið, Sýnist það vera Hinrik sem er að vinna sig í algjört dauðafæri en dvelur of lengi á boltanum. Fer niður í baráttu við varnarmann og vill fá eitthvað fyrir sinn snúð en Twana sér ekkert athugavert.
68. mín
Gestirnir að vinna sig í hörkufæri en Blakala ver glæsilega, Flaggið á loft í þokkabót
67. mín
Oumar og Rafel tveir í gegn eftir mistök í öftustu línu Þróttar. Oumar tekur ranga ákvörðun með tíma til að hugsa og setur boltann strax fyrir markið og beint á Svein fer boltinn.
61. mín
MARK!

Oliver Kelaart (Njarðvík)
Heimamenn tvöfalda á ný.
Hornspyrna tekin frá hægri og gestirnir enn i vandræðum að koma boltanum frá. Eftir smá kraðak er það Oliver sem skilar boltanum yfir línunna og kemur heimamönnum í mjög góða stöðu.
Fyrsti deildarsigur sumarsins innan seilingar mögulega.
Hornspyrna tekin frá hægri og gestirnir enn i vandræðum að koma boltanum frá. Eftir smá kraðak er það Oliver sem skilar boltanum yfir línunna og kemur heimamönnum í mjög góða stöðu.
Fyrsti deildarsigur sumarsins innan seilingar mögulega.
60. mín
Þá er það stönginn!
Njarðvíkingar vinna boltann hátt á vellinum, Oliver finnur Rafael á vítateigslínu sem lætur vaða en boltinn smellur í stönginni!
Njarðvíkingar vinna boltann hátt á vellinum, Oliver finnur Rafael á vítateigslínu sem lætur vaða en boltinn smellur í stönginni!
58. mín
Boltinn í þverslá!
Hornspyrna frá Oumar svífur í fallegum sveig í gegnum teiginn og smellur í þverslánni, Sveinn hafði líklega fingur á þessu bolta og kom sennilega í veg fyrir mark hreinlega.
Hornspyrna frá Oumar svífur í fallegum sveig í gegnum teiginn og smellur í þverslánni, Sveinn hafði líklega fingur á þessu bolta og kom sennilega í veg fyrir mark hreinlega.
55. mín
Verið svona rólegt yfir þessu heilt yfir síðustu mínútur. Boltinn teiga á milli en engin færi til að tala um.
45. mín
Hálfleikur
Þrátt fyrir að sagt hafi verið fyrir leik að útsending frá leiknum færi ekki í loftið er hún nú bara samt í loftinu.
Vandamálin greinilega leyst og því getur fólk ef það kýs svo kveikt á útsendingunni á Youtube.
Vandamálin greinilega leyst og því getur fólk ef það kýs svo kveikt á útsendingunni á Youtube.
45. mín
Hálfleikur
Leikmenn ganga blautir og vindbarðir til búningsherbergja. Smá pása og kaffi til að ylja sér og svo hefjum við þetta aftur.
45. mín
+1 Aftur skorar Ágúst Karel en dæmdur brotlegur og það líklega réttilega.
Virkaði nokkuð klár bakhrinding.
Virkaði nokkuð klár bakhrinding.
45. mín
Smá kraðak í teig Njarðvíkur eftir hornspyrnu. Heimamenn hreinsa á endanum boltann frá marki.
40. mín
MARK!

Ágúst Karel Magnússon (Þróttur R.)
Gestirnir minnka munin hér!
Keimlík sókn Þróttara frá atvikinu hér á undan, sækja hratt upp og færa boltann kanta á milli nema bara frá vinstri til hægri.
Ágúst Karel yfirvegaður og setur boltann undir Blakala í fjærhornið.
Keimlík sókn Þróttara frá atvikinu hér á undan, sækja hratt upp og færa boltann kanta á milli nema bara frá vinstri til hægri.
Ágúst Karel yfirvegaður og setur boltann undir Blakala í fjærhornið.
39. mín
Frábær boltafærsla hjá Njarðvík sem færir boltann hratt frá vinstri til hægri og sundurspilar vörn Þróttara í ferlinu, Hogg í hörkufæri en skot hans beint á Svein,
35. mín
Kostiantyn Iaroshenko með ágætis skottilraun af löngu færi. Blakala í vandræðum en nær að slá boltann í horn.
30. mín
Mark úr víti!

Rafael Victor (Njarðvík)
Rafael öryggið uppmálað.
Góðar mínútur hér fyrir heimamenn sem að koma sér í vænlega stöðu leikandi meira gegn vindinum.
Góðar mínútur hér fyrir heimamenn sem að koma sér í vænlega stöðu leikandi meira gegn vindinum.
29. mín
Twana dæmir vítaspyrnu.
Heimamenn að fá vítaspyrnu, hver braut á hverjum er ómögulegt að sjá hér út um gluggann á boxinu í regninu.
Heimamenn að fá vítaspyrnu, hver braut á hverjum er ómögulegt að sjá hér út um gluggann á boxinu í regninu.
27. mín
MARK!

Oliver Kelaart (Njarðvík)
Njarðvíkingar taka forystuna
Innkast frá hægri berst inn á teiginn, gestirnir koma boltanum ekki frá sem berst á Oliver sem setur boltann í netið af tiltölulega stuttu færi.
Innkast frá hægri berst inn á teiginn, gestirnir koma boltanum ekki frá sem berst á Oliver sem setur boltann í netið af tiltölulega stuttu færi.
25. mín
Kári Kristjánsson með tilraun að marki. Laflaust skot og Blakala ekki í vandræðum. Allt í áttina samt.
22. mín
Fyrir áhugasama þá var flug FI209 frá Kaupmannahöfn rétt í þessu að lenda. Einum og hálfum klukkutíma á eftir áætlun.
20. mín
Gult spjald: Hinrik Harðarson (Þróttur R.)

Spjaldað fyrir dýfu
Hinrik í baráttu um boltann inn á teignum og lætur sig falla að mati Twana sem rífur upp spjaldið.
20. mín
Þróttarar geysast upp í skyndisókn, synist það vera Aron Snær sem mundar skotfótinn frá hægra vítateigshorni en boltinn í hliðarnetið.
15. mín
Njarðvík spilar út, tapar boltanum. Löng spyrna fram og markspyrna frá marki Njarðvíkur.
Leikurinn í hnotskurn þetta fyrsta korter þó Þ?óttarar hafi vissulega átt sín upphlaup.
Leikurinn í hnotskurn þetta fyrsta korter þó Þ?óttarar hafi vissulega átt sín upphlaup.
9. mín
Rafael með boltann úti til hægri, setur hann fyrir markið en Diouck og Hogg ná hvorugir að leggja boltann fyrir sig, dæmdir brotlegir í kjölfarið.
5. mín
Kenneth Hogg með hættulegan bolta fyrir markið frá hægri en Þ?óttarar koma boltanum frá í horn. Ekkert kemur upp úr horninu.
Heimamenn haldið betur í boltann hér í upphafi.
Heimamenn haldið betur í boltann hér í upphafi.
3. mín
Það er bölvað rok satt að segja. Ef menn ætla eitthvað að reyna að lyfta boltanum hér í dag er það ekki líklegt til árangurs.
Fyrir leik
Sá veikasti fjarri góðu gamni en Youtube bjargar
Hlaðvarpsstjórnandinn, fréttaritari Fótbolta.net en fyrst og framst gallharði Njarðvíkingurinn Stefán Marteinn Ólafsson á ekki heimangengt í kvöld þar sem hann er á flakki. Hann þarf þó ekki að örvænta að missa af leik kvöldsins því eins og allir aðrir leikir Lengjudeildarinnar er þessi leikur að sjálfsögðu í þráðbeinni á Youtube.
Edit: Vegna netvandamála á Rafholtsvellinum getur Stefán byrjað að örvænta núna því beinu streymi frá leiknum hefur verið aflýst. Smá skellur það.
Edit: Vegna netvandamála á Rafholtsvellinum getur Stefán byrjað að örvænta núna því beinu streymi frá leiknum hefur verið aflýst. Smá skellur það.
Fyrir leik
Spámaðurinn
Grindvíkingurinn og bjartasta von Íslands í orkumálum framtíðar Gunnar Þorsteinsson spáði fyrir okkur frá einhverjum Starbucks staðnum á Manhattan en hann elur manninn í New York sem stendur. Hann hafði mjög skýra sýn á hvaða leikmenn myndu taka sviðsljósið í kvöld og það reyndar óháð því hvort þeir séu löglegir í leiknum eða ekki. Gefum Gunnari orðið.
Njarðvík 1 - 1 Þróttur
Hér mætast stálin stinn þegar stórvinir mínir og tjallarnir Marc McAusland (F) og Sam Hewson (F) leiða saman hesta sína. Skotinn fljúgandi á að vera í banni (shocking) en bregður sér í líki marbendils og fær leikheimild. Þróttarar ráða illa við díagonalana frá Marc sem kemur grænklæddum á bragðið með kollspyrnu eftir hornspyrnu á stórhættulegum stað. Ian David skiptir svo sjálfum sér inn á og jafnar í uppbótartíma eftir huggulegan undirbúning Sáms.
Vert að benda á að Marc McAusland sem Gunnar segir að eigi að vera í banni tók að sjálfsögðu út leikbannið í tapi gegn Grindavík á dögunum. :
Njarðvík 1 - 1 Þróttur
Hér mætast stálin stinn þegar stórvinir mínir og tjallarnir Marc McAusland (F) og Sam Hewson (F) leiða saman hesta sína. Skotinn fljúgandi á að vera í banni (shocking) en bregður sér í líki marbendils og fær leikheimild. Þróttarar ráða illa við díagonalana frá Marc sem kemur grænklæddum á bragðið með kollspyrnu eftir hornspyrnu á stórhættulegum stað. Ian David skiptir svo sjálfum sér inn á og jafnar í uppbótartíma eftir huggulegan undirbúning Sáms.
Vert að benda á að Marc McAusland sem Gunnar segir að eigi að vera í banni tók að sjálfsögðu út leikbannið í tapi gegn Grindavík á dögunum. :

Fyrir leik
Njarðvík
Sigurlausir Njarðvíkingar spila sinn fyrsta eiginlega heimaleik í kvöld. Vissulega eru aðeins um 200 metrar eða svo frá Raholtsvellinum að gervigrasinu við Nettóhöllina þar sem liðið lék heimaleik sinn gegn Ægi á dögunum en heima er alltaf best.
Njarðvíkingar ætluðu sér eflaust að vera búnir að setja fleiri stig á töfluna eftir þrjá leiki en jafntefli gegn Gróttu og Ægi færa liðinu stigin tvö sem í sarpinn eru komin. Liðið mætti Grindavík í Suðurnesjaslag í síðustu umferð og þurfti að sætta sig við 1-0 tap þar.
Sigurlausir Njarðvíkingar spila sinn fyrsta eiginlega heimaleik í kvöld. Vissulega eru aðeins um 200 metrar eða svo frá Raholtsvellinum að gervigrasinu við Nettóhöllina þar sem liðið lék heimaleik sinn gegn Ægi á dögunum en heima er alltaf best.
Njarðvíkingar ætluðu sér eflaust að vera búnir að setja fleiri stig á töfluna eftir þrjá leiki en jafntefli gegn Gróttu og Ægi færa liðinu stigin tvö sem í sarpinn eru komin. Liðið mætti Grindavík í Suðurnesjaslag í síðustu umferð og þurfti að sætta sig við 1-0 tap þar.

Fyrir leik
Þróttur
Gestirnir úr Laugardal mæta á Rafholtsvöllinn með kassann úti eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í mótinu í siðustu umferð. Eftir tap og jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum fengu Þróttarar lið Ægis í heimsókn og höfðu þar 3-1 sigur.
Það verður áhugavert að sjá hvernig lið Þróttar bregst við aðstæðum í kvöld en í fyrstu þremur leikjum sumarsins hafa þeir leiki á gervigrasi en í kvöld mæta þeir í fyrsta sinn þetta sumarið á náttúrulegt gras. Munar þar einhverju um? Maður bara spyr.
Það verður áhugavert að sjá hvernig lið Þróttar bregst við aðstæðum í kvöld en í fyrstu þremur leikjum sumarsins hafa þeir leiki á gervigrasi en í kvöld mæta þeir í fyrsta sinn þetta sumarið á náttúrulegt gras. Munar þar einhverju um? Maður bara spyr.

Byrjunarlið:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
Baldur Hannes Stefánsson
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
3. Stefán Þórður Stefánsson
('82)

6. Sam Hewson (f)

9. Hinrik Harðarson
('87)


11. Ágúst Karel Magnússon

22. Kári Kristjánsson
('63)

32. Aron Snær Ingason
('87)

33. Kostiantyn Pikul
99. Kostiantyn Iaroshenko
('87)

Varamenn:
25. Óskar Sigþórsson (m)
5. Jorgen Pettersen
('63)

6. Emil Skúli Einarsson
('87)

10. Guðmundur Axel Hilmarsson
('87)

10. Ernest Slupski
('82)

17. Izaro Abella Sanchez
28. Ólafur Fjalar Freysson
('87)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jóhann Gunnar Baldvinsson
Angelos Barmpas
Marek Golembowski
Ben Chapman
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir
Gul spjöld:
Hinrik Harðarson ('20)
Sam Hewson ('92)
Rauð spjöld: