De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
Þróttur R.
2
1
Valur
0-1 Haley Lanier Berg '5
Freyja Karín Þorvarðardóttir '78 1-1
Sæunn Björnsdóttir '88 2-1
27.05.2023  -  19:00
AVIS völlurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Tíu stiga hiti og flottheit
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Katie Cousins (Þróttur R.)
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
0. Sóley María Steinarsdóttir
0. Kate Cousins
3. Ingunn Haraldsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
12. Tanya Laryssa Boychuk ('82)
17. Katla Tryggvadóttir ('41)
22. Mikenna McManus
23. Sæunn Björnsdóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('64)

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
7. Brynja Rán Knudsen
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('64)
11. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir
14. Sierra Marie Lelii ('82)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('41)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
21. Lea Björt Kristjánsdóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Edda Garðarsdóttir
Angelos Barmpas
Ben Chapman

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Helgi Mikael flautar af! Þróttur vinnur endurkomusigur á Val, og ríkjandi bikarmeistararnir eru úr leik!

Frekari umfjöllun væntanleg!

92. mín
Valur ýtir öllum sínum mönnum fram á við. Lillý með langan bolta sem endar í höndunum á Írisi, markverði Þróttar.
91. mín
Arna Sif er farin að spila sem fremsti maður.
90. mín
Þremur mínútum bætt við þennan seinni hálfleik Ná Þróttarar að sigla sigrinum heim?
89. mín
Sæunn kemur Þrótti yfir!
88. mín MARK!
Sæunn Björnsdóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Ísabella Anna Húbertsdóttir
MARK!!!!!!!!!!!! Þróttur er að komast yfir þegar tvær mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma!!!

Ísabella Anna með góða fyrirgjöf sem Fanney - sem hefur átt flottan leik - misreiknar skelfilega. Sæunn þakkar fyrir sig og kemur boltanum í netið.

Afar súrt fyrir Fanneyju en Þróttarar fagna!
86. mín
Taktar! Valskonur að bíta frá sér! Þórdís Elva með gamla góða Zidane-snúninginn og tekur svo gott skot sem fer rétt fram hjá.
85. mín
Hættulegt! Góð hornspyrna hjá Önnu Rakel og Arna Síf rís hæst í teignun, en skalli hennar fer rétt fram hjá markinu. Mér sýndist þessa vera á leiðinni inn...
84. mín
Sierra með hættulega fyrirgjöf en Fanney gerir mjög vel í að grpía hana.
82. mín
Inn:Sierra Marie Lelii (Þróttur R.) Út:Tanya Laryssa Boychuk (Þróttur R.)
81. mín
Katie í færi! Katie í góðu skotfæri og lætur vaða. Fanney ver hins vegar og Þróttur fær hornspyrnu.

80. mín
Stuðningsmenn Þróttar láta vel í sér heyra eftir markið. Þær eru líklegri til að skora sigurmark þessa stundina.
79. mín
Freyja Karín með markið!
78. mín MARK!
Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Mikenna McManus
MARK!!!!! Þvílík sókn hjá Þrótturum!!!

Katie Cousins fer illa með Lillý og ber boltann frábærlega upp. Hún finnur Mikennu í svæðið. Vinstri bakvörðurinn setur boltann svo á fjærstöngina þar sem Freyja mætir og skilar boltanum í netið!

Glæsilegt mark!!
77. mín
Inn:Kolbrá Una Kristinsdóttir (Valur) Út:Ída Marín Hermannsdóttir (Valur)
77. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur) Út:Jamia Fields (Valur)
75. mín
Hættulegt!! Það er að færast fjör í þetta. Álfhildur með frábæra sendingu yfir til vinstri á Mikennu sem fer yfir á hægri fótinn og reynir skot sem fer rétt yfir markið.

Þarna voru Þróttarar næstum því búnar að jafna metin.
74. mín
Nálægt!! Ísabella Sara með frábæra tilraun af löngu færi sem fer rétt fram hjá markinu. Þarna mátti ekki miklu muna!
73. mín
Arna Sif bjargar málunum! Tanya að komast í dauðafæri en þá mætir Arna Sif og bjargar málunum. Ekki í fyrsta sinn, og ekki í það síðasta.

71. mín
Anna Rakel, sem hefur nú þegar skorað tvö falleg mörk í sumar, reynir skot fyrir utan teig en það fer í varnarmann. Kannski sem betur fer fyrir Þrótt. Þú vilt ekki leyfa henni að skjóta.
67. mín
Anna Rakel með fyrirgjöf sem Íris Dögg grípur í annarri tilraun.
64. mín
Inn:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.) Út:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
Þá kemur Freyja inn á. Olla fer út af.
63. mín
Elísa spilar Ídu Marín í gegn og hún er í dauðafæri, en hún er dæmd rangstæð.
60. mín
Hvenær kemur Freyja inn á? Freyja Karín Þorvarðardóttir er á bekknum hjá Þrótti en hún kemur alltaf öflug inn á bekknum og er ansi líkleg til að skora þegar hún kemur inn á. Hvenær gerir Nik skiptinguna?

57. mín
Þróttur er að banka! Katie lyftir boltanum á Ollu, sem fleytir boltanum áfram á Sæunni og hún á skot en Fanney ver það.

55. mín
Mikenna með skot af löngu færi en það fer í varnarmann. Besti kafli Þróttar í leiknum að mínu mati - þessar síðustu mínútur.
54. mín
Skapaðist smá hætta eftir hornspyrnu Þróttar en Fanney nær að bjarga vel.
53. mín
Flott sókn! Þróttur að ógna marki Valskvenna. Þær sundurspila vörnina með hröðum sendingum en síðasta sendingin er ekki alveg nægilega góð hjá Ollu, hún finnur ekki réttan mann. Tanya á skot sem fer í varnarmann og svo á Ísabella skot sem fer í varnarmann.
51. mín
Þessi seinni hálfleikur er að fara mjög rólega af stað.
46. mín
Hætta inn á teig Valsmanna. Sæunn nær að taka boltann niður og kemur skoti á markið en það er frekar auðvelt viðureignar fyrir Fanneyju.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn Nær Valur að landa sigrinum eða kemur Þróttur til baka?
45. mín
Hálfleikur
Helgi Mikael flautar til hálfleiks. Þetta er bara nokkuð sanngjörn staða, Þróttur hefur allavega ekki gert neitt til að verðskulda að vera ekki undir - hafa ekki skapað sér nein góð færi fyrir utan færið sem Olla fékk rétt áður en hálfleikurinn kláraðist.

Þetta verður spennandi seinni hálfleikur, klárt mál. Þróttur þarf að leggja allt í sölurnar ef þær ætla að halda sér í þessari bikarkeppni.
45. mín
Einni mínútu bætt við fyrri hálfleik
43. mín
Besta færi Þróttar! Mikenna með mjög svo góðan bolta inn á teiginn sem ratar beint á höfuðið á Ollu en skalli hennar er ekki nægilega góður - fer beint á Fanneyju sem grípur hann. Þetta var mjög gott færi, besta færi Þróttar í leiknum til þessa.

42. mín
Stórkostleg tækling! Ísabella við það að sleppa ein í gegn en Ingunn bjargar með frábærri tæklingu!
41. mín
Inn:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.) Út:Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
41. mín
Þróttur er að undirbúa skiptingu og það er líklega Katla sem fer út af. Mikið högg fyrir Þrótt.
40. mín
Hættulegt! Ísabella með mjög góðan sprett og kemur boltanum á Þórdísi Elvu sem er í mjög hættulegu færi. Hún reynir skot en það fer í varnarmann.

Þarna tóku stuðningsmenn Þróttar andköf!

39. mín
Núna láta stuðningsmenn Vals í sér heyra!
38. mín
Aðdáunavert hversu svöl Fanney er á boltanum Markvörður Vals er gríðarlega yfirveguð þegar hún fær boltann. Það rennur ekki í henni blóðið, jafnvel þó svo að hún fái pressu á sig. Hún er fædd árið 2005 en spilar eins og reynslubolti.

36. mín
Frá því að leikurinn hófst þá hefur bæst talsvert í mætinguna á völlinn. Og í fyrsta sinn láta stuðningsmenn Þróttar í sér heyra. Meira svona!
34. mín
Hún kemur aftur inn á Katla heldur leik áfram, allavega í bili.
33. mín
Katla leggst í grasið og þetta lítur ekki vel út. Yrði áfall fyrir Þrótt að missa hana út af.
32. mín
Það hefur gengið illa hjá Þrótturum að koma boltanum á samherja, sendingarhlutafallið örugglega ekki sérstakt - og þá aðallega af stuttu færi.
29. mín
Ísabella er óhrædd við að skjóta á markið. Lætur hér vaða af löngu færi en skotið laust og fer fram hjá.
28. mín
Þurfa að koma Kötlu meira inn í leikinn Þróttarar eru mikið að reyna sendingar úr öftustu línu inn fyrir vörnina hinum megin. Þær hafa ekki verið að virka.

Katla Tryggvadóttir, sem er líklega hættulegasti leikmaður Þróttar fram á við, hefur engan veginn komist í takt við leikinn og þurfa heimakonur að fara að finna hana meira í sóknarleik sínum.


Katla Tryggvadóttir.
26. mín
Jelena með skelfilega sendingu sem fer beint á Jamiu. Hún horfir beint í átt að marki og reynir skot en það fer í Sóleyju. Valur heldur áfram í sókn sinni og svo á Ísabella Sara skot rétt fyrir utan teig sem fer fram hjá ekki. Ekki langt fram hjá þó.
25. mín
Sæunn með ágætis fyrirgjöf en Arna Sif skallar frá.
24. mín
Arna Sif verst mjög vel Þróttur vinnur boltann hátt á vellinum, Katla fær hann og reynir að þræða Ollu í gegn en auðvitað er Arna Sif mætt á svæðið til að vinna boltann aftur.

Ég held að það sé alveg ágætis tilfinning að vera með Örnu í sínu liði.
22. mín
Þórdís Elva með ágætis tilraun af 20 metrunum sirka en boltinn fer fram hjá markinu.
21. mín
Jamia í ágætis skallafæri eftir hornspyrnu Önnu Rakelar, en hún þarf að teygja sig í boltann og setur hann yfir markið.


Jamia Fields.
17. mín
Valur í álitlegri sókn. Þórdís Elva kemur boltanum á Jamiu í fínni stöðu en hún stígur á boltann og dettur.
16. mín
Ef það er einhvern tímann tækifæri fyrir Þrótt að vinna Val, þá er það í dag. Þetta er ekki byrjunin sem þær höfðu óskað sér en það er nóg eftir af þessu.
11. mín
Elísa með sendingu yfir á fjærstöngina og þar lúrir Ísabella Sara - eins og pabbi hennar var vanur að gera í gamla daga - en skalli hennar er ekki nægilega góður. Færið var kannski aðeins of þröngt.
10. mín
Gott samspil hjá Þrótti en síðasta sendingin hjá Katie Cousins er ekki nægilega góð. Of föst fyrir Ólöfu sem var að eltast við boltann.
7. mín
Skelfilegur varnarleikur Þetta var vel gert hjá Haley en varnarleikurinn hjá Þrótti í þessu marki var góður brandari - alltof mjúkt allt saman.

6. mín
Haley Berg skoraði fyrsta mark leiksins
5. mín MARK!
Haley Lanier Berg (Valur)
Stoðsending: Jamia Fields
MARK!!!!! Fyrsta markið er komið og það eru Valskonur sem gera það!

Þessi sókn byrjar hjá Fanneyju, markverði Vals, og endar svo með því að Haley skorar. Málfríður með flotta sendingu upp í svæðið á Haley sem tekur vel á móti honum. Hún ýtir boltanum ofar á Jamiu sem kemur honum aftur á Haley. Hún leikur á tvo varnarmenn Þróttar og klárar vel.

Flott mark!
3. mín
Það eru ansi stór skörð hoggin í lið Vals í dag. Það vantar öfluga leikmenn eins og Láru Kristínu Pedersen, Ásdísi Karen Halldórsdóttur,
og Hönnu Kallmaier.

Svo er Fanndís Friðriksdóttir enn í endurhæfingu eftir að krossbandsslit og barnsburð.
3. mín
Jamia með fyrirgjöf sem smellur ofan á slánni og fer aftur fyrir. Íris var alveg með þetta á hreinu held ég.
2. mín
2. mín
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völlinn. Við munum byrja aðeins seinna en áætlað var. Ég ætla að giska á að við byrjum svona 19:03.
Fyrir leik
Bara fjórar á bekknum hjá Val Aðeins að liðunum áður en við hefjum leik. Þróttur byrjar með sama lið og í síðasta deildarleik gegn Þór/KA þar sem 2-1 sigur vannst.

Hjá Val eru gerð ein breyting þar sem Ísabella Sara Tryggvadóttir kemur inn fyrir Ásdísi Karen Halldórsdóttur. Aðeins fjórir leikmenn eru á bekknum hjá Val sem er ansi athyglisvert. Íslands- og bikarmeistararnir eru þremur leikmönnum frá því að fylla hópinn.


Ísabella Sara byrjar.
Fyrir leik
Er sumarið komið? Það er frábært veður til fótboltaiðkunnar í Laugardalnum. Það er samt sem áður ansi fámennt í stúkunni sem eru ansi mikil vonbrigði. Við erum með gluggann opinn hér í fréttamannastúkunni.

Fyrir leik
Það eru tíu mínútur í leik. Bæði lið hafa lokið upphitun og eru að fara að ganga aftur út á völl eftir smástund.
Fyrir leik
Jæja, ég ætla að fara að skella mér í Laugardalinn og ég hvet alla aðra til að gera það líka. Það er gott veður úti og tilvalið að nýta kvöldið í að sjá flottan fótboltaleik!
Fyrir leik
Stærsta sögulínan Stærsta sögulínan í kringum þennan leik er sú að í liði Þróttar eru tveir af mest spennandi leikmönnum landsins, Katla Tryggvadóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir. Það vill svo til að þær eru báðar uppaldar í Val en fóru í Þrótt til að fá fleiri tækifæri. Þær hafa svo þróað sinn leik mikið hjá Þrótti og leikið vel.

"Þær eru frábærir leikmenn sem hafa staðið sig vel síðustu árin með Þrótti. Það er gaman að mæta þeim. Ég er ánægð fyrir þeirra hönd að þær séu að standa sig vel í Þrótti. Nik (Chamberlain) hefur gert ofboðslega vel með þessa leikmenn. Ég samgleðst þeim frekar en að hugsa eitthvað um að þær séu ekki í Val. Auðvitað vill maður alltaf fá góða leikmenn til okkar en þetta var þeirra ákvörðun. Þær eru að standa sig vel og ég er glöð fyrir þeirra hönd," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, þegar dregið var í bikarnum.


Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Fyrir leik
Valskonur ríkjandi meistarar Valur er ríkjandi bikarmeistari og þær hafa titil að verja. Þær lögðu Breiðablik að velli í úrslitaleiknum í fyrra, 2-1. Breiðablik tryggði sér sæti í átta-liða úrslitunum fyrr í dag með 7-0 sigri gegn Fram. Nær Valur að fylgja í fótspor Blika eða verður það Þróttur sem gerir það?


Lára Kristín Pedersen og Arna Sif Ásgrímsdóttir með bikarinn.
Fyrir leik
Bæði lið eru að leika sinn fyrsta leik í Mjólkurbikarnum í ár, en liðin úr Bestu deildinni koma inn í á þessum tímapunkti.
Fyrir leik
Valur Fyrir ofan Þrótt í töflunni eru Valskonur, þær eru á toppnum. Valur er með jafnmörg stig og Þróttur, en með aðeins betri markatölu. Eini tapleikur Vals hingað til kom gegn Stjörnunni á útivelli.

Fyrir leik
Þróttur Hefur byrjað tímabilið vel og er sem stendur í öðru sæti Bestu deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki. Eini tapleikur liðsins hingað til kom gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.

Fyrir leik
Verið velkomin! Það er sannkallaður stórleikur í Mjólkurbikar kvenna í kvöld þegar Þróttur tekur á móti ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Vals.

Við munum fylgjast með þessum leik hérna í beinni textalýsingu.


Leikið verður í Þróttheimum.
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('77)
10. Jamia Fields ('77)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
15. Haley Lanier Berg
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir

Varamenn:
12. Kelly Rowswell (m)
14. Rebekka Sverrisdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('77)
28. Kolbrá Una Kristinsdóttir ('77)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: