Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
1
1
FH
Adam Ægir Pálsson '9 1-0
1-1 Kjartan Henry Finnbogason '45
Jóhann Ægir Arnarsson '57
02.06.2023  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Frábærar aðstæður. 12 stiga hiti, skýjað og logn!
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Ástbjörn Þórðarson
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hlynur Freyr Karlsson
4. Elfar Freyr Helgason ('45)
7. Aron Jóhannsson ('11)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
24. Adam Ægir Pálsson ('84)
99. Andri Rúnar Bjarnason ('69)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Birkir Heimisson ('45)
9. Patrick Pedersen ('69)
17. Lúkas Logi Heimisson ('84)
18. Þorsteinn Emil Jónsson
19. Orri Hrafn Kjartansson ('11) ('45)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Hjörtur Fjeldsted

Gul spjöld:
Sigurður Egill Lárusson ('48)
Hlynur Freyr Karlsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! Helgi Mikael flautar til leiksloka. Jafntefli niðurstaðan hér á Hlíðarenda.

Takk fyrir samfylgdina. Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma.
90. mín Gult spjald: Hlynur Freyr Karlsson (Valur)
Logi Hrafn er á leiðinni að marki Val og Hlynur tæklar hann niður.
84. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Adam Ægir Pálsson (Valur)
83. mín
Logi Hrafn fær boltann og nær að koma boltanum út til vinstri á Vuk Oskar sem nær skoti en Schram ver.
82. mín
Hólmar Örn! Adam Ægir tekur aukaspyrnu stutt og boltinn út til vinstri og Sigga Lár sem á fyrirgjöf beint á hausinn á Hólmar sem nær skalla en boltinn framhjá.
81. mín
Inn:Kjartan Kári Halldórsson (FH) Út:Davíð Snær Jóhannsson (FH)
80. mín
Skyndisókn hjá FH FH vinnur boltann og keyrir af stað í sókn. Vuk Oskar fær boltann og lætur vaða en boltinn beint á Schram.
79. mín
Adam Ægir fær boltann og á skot fyrir utan teig en boltinn yfir.

Valsmenn að reyna og reyna en eru ekki að ná að setja boltann í netið. FH að verjast gríðarlega vel.
77. mín
Sigurður Egill fær boltann og reynir fyrirgjöf en boltinn í Davíð og afturfyrir.
74. mín
Birkir Már fær boltann og gefur boltann inn á teiginn og Davíð Snær setur hann í hornspyrnu.

Adam Ægir tekur hornspyrnuna og boltinn á Hólmar Örn sem skallar boltann framhjá.
70. mín
Haukur Páll!!!! Adam Ægir fær boltann og á fyrirgjöf sem er alltof föst en Tryggvi Hrafn nær að halda boltanum í leik. Tryggvi leggur boltann á Birki sem finnur Hauk Pál fyrir utan sem nær skoti en boltinn rétt framhjá.

Þarna munaði ekki miklu!
69. mín
Inn:Patrick Pedersen (Valur) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Valur)
68. mín
Birkir Heimisson fær boltann fyrir utan teig og leggur hann til hliðar á Birki Má sem nær skoti en boltinn í varnarmann.
65. mín
741 áhorfendur á Origo í kvöld
60. mín
Inn:Dani Hatakka (FH) Út:Kjartan Henry Finnbogason (FH)
Heimir fljótur að bregðast við.
57. mín Rautt spjald: Jóhann Ægir Arnarsson (FH)
BEINT RAUTT! Logi Hrafn fær boltann eftir innkast og finnur Jóhann Ægi sem á slæma snertingu og Tryggvi Hrafn kemur eins og elding og kemst í boltann og var á leiðinni í átt að marki og Jóhann Ægir klippir hann niður.

Ansi klaufalegt hjá Jóhanni og hárréttur dómur.
56. mín
Valur er að hóta þriðja markinu! Adam Ægir fær boltann fyrir utan teig og nær góðu skoti en Sindri Kristinn ver.
56. mín
Jóhann Ægir virðist í lagi sem betur ferv og leikurinn heldur áfram.
54. mín
Birkir Heimisson fær boltann og leggur boltann út á Sigga Lár sem ætlar framhjá Ástbirni en boltinn af honum og í hornspyrnu.

Adam Ægir tekur hornspyrnuna og boltinn dettur fyrir Hauk Pál sem neglir boltanum í höfuðið á Jóhann Ægi sem steinliggur.
50. mín
Kristinn Freyr finnur Adam Ægi til hægri sem á fyrirgjöf en Eggert Gunnþór tæklar boltann í burtu en Valsmenn halda boltanum og boltinn á Tryggva sem labbar inn á teig FH og chippar boltanum í átt Kidda Frey sem nær ekki skallanum.
50. mín
Ástbjörn stendur á fætur og game on.
48. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Brýtur á Ástbjörni sem liggur eftir.
47. mín
Vuk Oskar fær boltann á miðjum vallahelming Vals og keyrir af stað í átt að teig Vals, rennir boltanum til hliðar á Davíð sem reynir skot en boltinn í varnarmann Vals.
46. mín
Birkir Már keyrir upp vænginn og fær boltasnn og á fyrirgjöf á Birki Heimisson sem hittir ekki boltann.
46. mín
Síðari hálfeikurinn er farin af stað.

Andri Rúnar sparkar þessu aftur í gang.
45. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH)
45. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (FH) Út:Haraldur Einar Ásgrímsson (FH)
45. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Elfar Freyr Helgason (Valur)
45. mín
Inn:Haukur Páll Sigurðsson (Valur) Út:Orri Hrafn Kjartansson (Valur)
Orri Hrafn byrjaði á bekknum. Kom inn og er skipt út í hálfleik.

Hljóta að vera meiðsli.
45. mín
Hálfleikur
Helgi Mikael flautar til hálfleiks. Valsmenn verið heilt yfir betri aðilinn hér í kvöld en FH náði inn mikilvægu marki rétt fyrir hálfleik og staðan jöfn.

Smá pása og svo seinni 45.
45. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (FH)
FH JAFNAR!!! Jóhann Ægir með langt innkast inn á teiginn sem Ólafur Guðmundsson nær að flikka aftur fyrir sig og Kjartan Henry er réttur maður á réttum stað og skallar boltasnn í netið.

Flautumark.
45. mín
Klukkan slær 45 hér á Hlíðarenda og tvær mínútur í uppbótartíma.
42. mín
Orri Hrafn fær boltann og finnur Tryggva Hrafn inn í gott hlaup en Ástbjörn með góða vörn og er á undan Tryggva í boltann.

Valsmenn vilja víti.
39. mín
Sigurður Egill fær boltann út til vinstri og finnur Orra inn á teignum og Orri vinnur hornspyrnu.
36. mín
Adam Ægir fær boltann fyrir utan teig og finnur Orra Hrafn sem finnur Tryggva Hrafn sem nær skoti en boltinn í Jóhann Ægi og afturfyrir.
35. mín
Tryggvi Hrafn fær boltann út til hægri og finnur Andra Rúnar inn á teig FH sem leggur hann út á Adam Ægi sem nær skoti en boltinn í Jóhann Ægi.
32. mín
Kristinn Freyr fær boltann innfyrir frá Orra en nær ekki að setja boltann í netið úr þröngri stöðu og boltinn í hliðarnetið.
32. mín
Davíð Snær fær boltann út til vinstri og á fyrirgjöf inn á teig Vals en Elfar Freyr skallar boltann í burtu.
29. mín
Adam Ægir!! Adam Ægir fær boltann fyrir utan teig og lætur bara vaða en boltinn réttyfir.

Þú skorar ekki nema skjóta.
25. mín
Valsmenn huggulegir Valsmenn eru að sundur spila FH hérna sem endar með að Siggi Lár fær boltann upp í horn vinstra megin og á fyrirgjöf en Sindri Kristinn grípur boltann.
20. mín
Hlynur Freyr með frábæran bolta inn á teiginn á Tryggva Hrafn ne Jóhann Ægir með góðan varnarleik.
18. mín
Davíð Snær kemur boltanum inn í teig í átt að Kjartani Henry en boltinn af Hólmari Erni og í hornspyrnu og FH vinnur aðra strax í kjölfarið sem verður ekkert úr.
15. mín
Úlfur Ágúst fær boltann við teig Vals og rennir boltanum út á Davíð Snæ sem nær skoti en boltinn framhjá.
13. mín
Valsmenn fá hornspyrnu.

Tryggvi Hrafn tekur spyrnuna en Sindri Kristinn kýlir boltann frá.
11. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
Valsmenn þurfa að gera skiptingu hér Aron Jóhansson fer meiddur af velli. Orri Hrafn kemur inn í hans stað.
9. mín MARK!
Adam Ægir Pálsson (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
MAAAAAAAAAARK!! Adam Ægir fær boltann á miðjum vallarhelming FH og kemur boltanum út á Tryggva Hrafn. Adam Ægir tekur straujið inn á teiginn og fær boltann frá Tryggva og Adam setur boltann í netið framhjá Sindra.

1-0!
7. mín
Fer rólega af stað Leikurinn byrjar rólega hér á Hlíðarenda. Valsmenn halda þó meira í boltann.
1. mín
Harkalegur árekstur FH lyftir boltanum upp og Hólmar Örn fer upp í skallan og Úlfur fer með olnbogan beint í andlit Hólmars.

Þetta var ekki huggulegt en sem betur fer í lagi með Hólmar.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað Helgi Mikael flautar til leiks. FH byrjar með boltann og sækir í átt að Perlunni.
Fyrir leik
Þetta er að fara í gang Besta deildastefið er komið á og Daníel Frans vallarþulur Valsmanna býður áhorfendur velkomna og byrjar að kynna lið kvöldsins.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Leikir kvöldsins Það er nóg að gera hjá okkur á Fótbolta.net í kvöld og við erum með menn á öllum völlum.

föstudagur 2. júní
18:00 Stjarnan-KA (Samsungvöllurinn)
19:15 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)
19:15 Fram-Keflavík (Framvöllur)
19:15 Valur-FH (Origo völlurinn)


Fyrir leik
Spámaður dagsins

Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjáfari Ægis er spámaður minn fyrir kvöldið og hann spáir 3-1 heimasigri Vals.

,,3-1 Valur. Besti leikmaður deildarinnar heldur uppteknum hætti frá því að hann saltaði Víkingana og skorar aftur tvö ásamt því að leggja upp eitt.



Tryggvi Hrafn skorar aftur tvö samkvæmt Baldvini Má.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi Arnar Grétarsson þjálfari Vals gerir eina breytingu frá sigrinum í Víkinni. Adam Ægir Pálsson kemur inn í liðið fyrir Guðmund Andra Tryggvason sem er ekki í hóp í kvöld en hann fór meiddur af velli snemma leiks gegn Víking. Tryggvi Hrafn Haraldsson er á sínum stað í liði Vals en hann var magnaður gegn Víking í síðustu umferð.

Heimir Guðjónsson þjálfari FH gerir einnig eina breytingu á liði sínu frá sigrinum gegn HK. Kjartan Henry kemur inn fyrir nafna sinn Kjartan Kári Halldórsson sem er utan hóps hjá FH í dag.



Guðmundur Andri Tryggvason er meiddur.
Fyrir leik
Sterkastur í 9.umferðinni Tryggvi Hrafn Haraldsson var valinn sterkasti leikmaður 9.umferðar Bestu deidlar karla af Innkastinu en hann átti algjöran stórleik þegar hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-2 sigri Vals á Víkingum.

„Tryggvi var frábær í þessum leik, er með frábæra hæfileika. En hann er svolítið on og off, var „skúrkurinn" á móti Keflavík þar sem hann klúðraði svakalegu færi. En hann var gjörsamlega stórkostlegur í þessum leik," sagði Elvar Geir í Innkastinu á Fótbolta.net

Tryggi Hrafn hefur verið mikið á bekknum það sem af er móts og gera má ráð fyrir því að hann verði í byrjunarliðinu hjá Arnari Grétarssyni í kvöld.

„Samkeppnin er mikil og ég er búin að vera mikið á bekknum sem maður er ekkert sérstaklega sáttur við og finnst ég vera búin að vera delivera þegar ég kem inná. Það er gott að ná byrjunarliðsleik og skila tveimur mörkum og stóðsendingu." sagði Tryggvi Hrafn eftir leikinn gegn Víking.


Fyrir leik
Dómarinn Helgi Mikael Jónasson fær það verkefni að sjá til þess að allt fari vel fram á vellinum hér í kvöld. Helgi verður með þá Egil Guðvarð Guðlaugsson og Ragnar Þór Bender sér til aðstoðar. Fjórði dómari leiksins er Guðmundur Páll Friðbertsson


Fyrir leik
FH Fimleikafélag Hafnarfjarðar situr fyrir leik kvöldsins í fimmta sæti deildarinnar með 16.stig og er liðið með markatöluna 19:18. FH kemur inn í þennan leik í kvöld með tvo góða sigra á ÍBV og HK á bakinu.


Fyrir leik
Valur Valur kom sér aftur inn í toppbaráttu deildarinnar eftir frábæran 3-2 sigur á Víkingum í síðustu umferð en sá leikur fór fram á heimavelli hamingjunnar. Liðið situr fyrir leik kvöldsins í öðru sæti deildarinnar með 22.stig.

Fyrir leik
Besta deildin heldur áfram að rúlla! Gott og gleðilegt kvöldið kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkar í beina textalýsingu frá Hlíðarenda þar sem Valur tekur á móti FH í 10.umferð Bestu deildarinnar.

Friday night football!


Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Jóhann Ægir Arnarsson
2. Ástbjörn Þórðarson
3. Haraldur Einar Ásgrímsson ('45)
4. Ólafur Guðmundsson
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('45)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
9. Kjartan Henry Finnbogason ('60)
11. Davíð Snær Jóhannsson ('81)
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
8. Finnur Orri Margeirsson ('45)
18. Kjartan Kári Halldórsson ('81)
19. Eetu Mömmö
25. Þorri Stefán Þorbjörnsson
26. Dani Hatakka ('60)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('45)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Jóhann Ægir Arnarsson ('57)