Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
Fram
4
1
Keflavík
Fred Saraiva '45 1-0
Aron Jóhannsson '57 2-0
2-1 Stefan Ljubicic '70 , víti
Delphin Tshiembe '83 3-1
Fred Saraiva '90 4-1
02.06.2023  -  19:15
Framvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 12 stiga hiti, skýjað og logn
Dómari: Guðgeir Einarsson
Áhorfendur: 632
Maður leiksins: Fred (Fram)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Delphin Tshiembe
6. Tryggvi Snær Geirsson ('77)
7. Aron Jóhannsson ('91)
9. Þórir Guðjónsson ('77)
10. Fred Saraiva
14. Hlynur Atli Magnússon
17. Adam Örn Arnarson ('85)
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes ('91)

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
4. Orri Sigurjónsson ('91)
7. Guðmundur Magnússon ('77)
11. Magnús Þórðarson ('77)
15. Breki Baldursson ('91)
22. Óskar Jónsson ('85)
26. Aron Kári Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Ragnar Sigurðsson (Þ)
Daði Lárusson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Ingi Rafn Róbertsson

Gul spjöld:
Tryggvi Snær Geirsson ('39)
Brynjar Gauti Guðjónsson ('51)
Jón Sveinsson ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið. Fram vinnur frábæran 4 - 1 sigur. Viðtöl og skýrsla seinna í kvöld.
91. mín
Þremur mínútum bætt við.
91. mín
Inn:Breki Baldursson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
91. mín
Inn:Orri Sigurjónsson (Fram) Út:Aron Jóhannsson (Fram)
90. mín MARK!
Fred Saraiva (Fram)
Stoðsending: Tiago Fernandes
Þvílík stjörnuframmistaða hjá Fred og Tiago í seinni hálfleik. Nú tók Tiago sendingu á Fred sem var á auðum sjó og lyfti boltanum yfir markvörð Keflavíkur. Geggjað mark.
89. mín
Daníel Gylfason braut á Guðmundi Magnússyni á miðjum vallarhelmingi Keflavíkur. Hann sleppur þó við spjald.
88. mín
Áhorfendur í Úlfarsárdalnum eru 632.
86. mín
Inn:Daníel Gylfason (Keflavík) Út:Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík)
85. mín
Inn:Óskar Jónsson (Fram) Út:Adam Örn Arnarson (Fram)
83. mín MARK!
Delphin Tshiembe (Fram)
Magnús Þórðarson tók hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Delphin sem skoraði. Frömurum létt eftir að hafa hleypt Keflavík inn í leikinn.
82. mín
Gummi Magg með skalla eftir fyrirgjöf Tiago en Mathias Rosenörn varði frá honum.
81. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Keflavík) Út:Stefan Ljubicic (Keflavík)
80. mín Gult spjald: Stefan Ljubicic (Keflavík)
Braut á Brynjari Gauta.
80. mín
Tiago með skot að marki sem fór yfir markið. Frömurum fannst Jóhann Þór Arnarson fara aftan í hann en Guðgeir dæmdi ekkert.
77. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Fram) Út:Þórir Guðjónsson (Fram)
77. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
75. mín
Gummi Magg og Magnús Þórðarson eru klárir að koma inná næst egar leikur stöðvast.
74. mín
Stefan Ljubicic með skot að marki Fram en rétt framhjá.
70. mín Mark úr víti!
Stefan Ljubicic (Keflavík)
Setur boltann á mitt markið. Staðan orðin 2 - 1. er þetta að verða spenna?
69. mín Gult spjald: Jón Sveinsson (Fram)
Það sýður á Nonna sem fær áminningu frá Guðgeiri.
69. mín
Tiago brýtur á Sindra Þór í teignum, réttilega dæmd vítaspyrna.
66. mín
Þórir í góðu færi en renndi boltanum á markvörðinn. Skömmu áður braut Gunnlaugur Fannar illa á Tryggva Snæ út við hliðarlínu en Guðgeir bara sá það ekki. Þarna átti rautt spjald líklega að fara á loft, seinna gula.
64. mín
Við skiptinguna þreföldu var Frans færður úr miðverðinum upp á miðju. Hann hefur verið besti leikmaður Keflavíkur í leiknum og spurning hvernig þessi breyting hefur áhrif á liðið.
62. mín
Tryggvi í góðu færi í teignum eftir góðan undirbúning Arons Jóhannssonar en boltinn fer í horn sem ekkert kom út úr.
61. mín Gult spjald: Oleksii Kovtun (Keflavík)
Braut á Má Ægissyni við hliðina á vítateignum. Fred tekur í kjölfarið aukaspyrnu sem fór rétt framhjá marki Keflavíkur.
60. mín
Stundarfjórðungur liðinn af seinni hálfleik og hann er stórskemmtilegur, allt annað en fyrri hálfleikurinn. Allt spil Fram snýst um tilþrif Fred og samvinnu hans við Tiago. Þegar þeir eru að leika sér saman, þá er gaman.
59. mín
Siggi Raggi svarar seinna markinu umsifalaust með þrefaldri skiptingu. Skiljanlega því það hefur bara verið eitt lið á vellinum í seinni hálfleik.
58. mín
Inn:Jóhann Þór Arnarsson (Keflavík) Út:Marley Blair (Keflavík)
58. mín
Inn:Edon Osmani (Keflavík) Út:Jordan Smylie (Keflavík)
58. mín
Inn:Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík) Út:Ernir Bjarnason (Keflavík)
57. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
Frábær samvinna hjá Fred og Tiago endar á að Fred gefur fyrir teiginn þar sem Aron Jóhannsson kemur og skorar af stuttu færi.
56. mín
Gunnlaugur Fannar braut á Tiago út við hliðarlínu en sleppur við seinna gula spjaldið.
54. mín
Dauðafæri Fred með sendingu út á hægri á Tiago sem lék á varnarman í teignum og skaut að marki en Mathias Rosenörn varði frá honum.
52. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Keflavík)
Í kjölfarið af broti Brynjars urðu stympingar á milli manna. Gunnlaugur Fannar virtist elska að fá smá slagsmál en Guðgeiri fannst hann ganga of langt og spjaldaði hann.
51. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (Fram)
Þórir með skot sem Mathias Rosenörn varði. Brynjar Gauti Guðjónsson fylgdi á eftir og sparkaði markmanninn sem var kominn með boltann. Guðgeir spjaldaði Brynjar Gauta fyrir athæfið.
50. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
Braut á Hlyni Atla fyrir utan vítateiginn. Aukaspyrna sem Framarar fá.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. Engar breytingar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Guðgeir hefur flautað til hálfleiks. Lengi framan af var þetta afar dauft og hægt tempó í þessum leik. Það hefur þó aukist lífið síðustu mínúturnar og markið frábæra hjá Fred gaf okkur góð fyrirheit fyrir seinni hálfleikinn.
45. mín MARK!
Fred Saraiva (Fram)
Vá! Geðveikt mark hjá Fred! Kom upp miðjan völlinn og lét svo bara vaða upp í samskeytin. ekki séns fyrir Mathias Rosenörn.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Jordan Smylie að sleppa í gegn, kom innn í teiginn hægra meginn en skotið hans út í bláinn framhjá. Mjög dapurt.
43. mín
Már með skot í varnarmann og framhjá en Guðgeir dómari sá ekki að boltinn fór í varnarmann svo Keflavík fékk markspyrnu.
42. mín
Frans Elvarsson með skalla rétt framhjá marki Framara.
41. mín
Tryggvi að leika sér að eldinu, braut á Jordan Smylie, nokkuð fyrir utan vítateig en sleppur við seinna spjaldið.
39. mín Gult spjald: Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
Tryggvi braut á Marley Blair sem var á miklu skeiði upp kantinn og lét boltann dansa á hliðarlínunni framhjá Frömurum.
38. mín
Þórir með hættulega fyrirgjöf inn í teiginn sem Frans nær að skalla yfir markið.
35. mín
Framarar eru að reyna að komast inn í vítateiginn en Frans Elvarsson miðvörður Keflavíkur er búinn að loka fyrir og í tvígang búinn að stöðva tilraunir þeirra.
34. mín
Sindri Þór með skot fyrir utan teig sem fór svo hátt yfir að boltinn er ennþá á leiðinni að blokkalengjunni í Grafarholtinu.
30. mín
Brynjar Gauti skallaði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri en Mathias Rosenörn náði að slá boltann í burtu.
23. mín
Það er að komast líf í þetta, Hlynur Atli skallaði að marki í teignum en náði ekki alla leið.
22. mín
Fyrsta alvöru færið komið, Marley Blair með góðan bolta þvert fyrir markið, Sindri Þór í dauðafæri en missti af boltanum sem fór út fyrir völlinn.
15. mín
Fyrsti stundarfjórðungurinn er ansi rólegur, lítið að gerast nálægt teigum liðanna og ekkert fjör.
9. mín
Fastir saman Mjög fyndið augnablik, Sindri Snær og og Tiago að reyna að ná til boltans en einhvern veginn tókst þeim að festa skóna sína saman. Tók smá tíma að losa en hafðist á endanum.
4. mín
Tiago með skot fyrir utan teig en rétt yfir mark Keflavíkur. Mathias hefði nú líklega gripið þetta ef hann hefði farið á markið.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Gestirnir í Keflavík byrja með boltann og spila í átt að KFC.
Fyrir leik
Liðin ganga nú inn á völlinn, Fram í hefðbundnum bláum treyjum og hvítum buxum og sokkum. Keflavík í alhvítum adidas búningum, svolítið eins og Real Madrid. Sjáum hvort gæðin verði eftir því í dag.
Fyrir leik
Prímaveður Tólf stiga hiti og algjör dúnalogn hér í Úlfarsárdalnum en þó smá skýjað. Frábært sumarveður og ekki skemmir að Framarar eru að spila Dimmu í hljóðkerfinu.
Fyrir leik
Gummi Magg bekkjaður! Jón Sveinsson þjálfari Fram gerir fjórar breytingar á liði sínu frá 4 -2 tapi gegn KA í síðustu umferð.

Tryggvi Snær Geirsson, Þórir Guðjónsson, Adam Örn Arnarson, Brynjar Gauti Guðjónsson koma inn en óvænt er Guðmundur Magnússon settur á bekkin eins og Magnús Þórðarson, Óskar Jónsson og Orri Sigurjónsson.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur gerir enga breytingu frá markalausa jafnteflinu gegn Breiðabliki í síðustu umferð.

Fyrir leik
Spámaðurinn Bragi Karl Bjarkason sem hefur farið með himinskautum með ÍR í 2. deildinni í sumar spáði í leiki umferðarinnar fyrir Fótbolta.net.

Fram 3 - 3 Keflavík
Þetta verður rosalegur markaleikur. Það verður spilaður samba bolti hjá Fram og Fred setur þrennu. Sindri Snær svarar í sömu mynt og setur óvænta þrennu fyrir Kef. Hann má svo fara drífa sig að koma heim í Breiðholtið.

Bragi spáði í umferðina.
Fyrir leik
Fram og Keflavík mættust þrisvar í Bestu-deildinni á síðustu leiktíð. Í fyrsta leiknum 3. júlí vann Keflavík 3 - 1 heima.

Annar leikurinn var ansi skrautlegur en þá vann Keflavík 4 - 8 útisigur.

Keflavík vann svo einnig þriðja leikinn sem var í neðri hluta deildarinnar eftir skiptingu. Þá fór 4 - 0.
Fyrir leik
Fallbaráttuslagur Leikurinn í dag er sannkallaður fallbaráttuslagur og gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið.

Gestirnir í Keflavík sitja á botni deildarinnar með 6 stig sem þeir fengu úr einum sigurleik í fyrstu umferð gegn Fylki og þremur jafnteflum.

Þeir gætu með sigri farið upp fyrir Framara í töflunni en Fram er í 10. sætinu með 8 stig. Hafa unnið tvo gegn ÍBV og Stjörnunni og gert tvö jafntefli.
Fyrir leik
Guðgeir verðlaunaður Dómari leiksins í dag er Guðgeir Einarsson. Hann hefur verið að standa sig vel í sumar og er verðlaunaður með að vera færður upp um flokk í Bestu-deild karla.

Guðgeiri til aðstoðar á línunum verða þeir Guðmundur Ingi Bjarnason og Antoníus Bjarki Halldórsson.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er svo skiltadómari.

Gamla goðsögnin Kristinn Jakobsson er svo fulltrúi KSÍ sem mun hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Guðgeir dæmir leikinn í dag.
Fyrir leik
Leikdagur í Úlfarsárdal. Góðan daginn og verið velkomin í Úlfarsárdalinn. Hér verður textalýsing frá leik Fram og Keflavíkur.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og hér verður allt það helsta.
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
6. Sindri Snær Magnússon
11. Stefan Ljubicic ('81)
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Ernir Bjarnason ('58)
22. Ásgeir Páll Magnússon ('86)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f)
50. Oleksii Kovtun
86. Marley Blair ('58)
89. Jordan Smylie ('58)

Varamenn:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson ('58)
7. Viktor Andri Hafþórsson ('81)
9. Daníel Gylfason ('86)
14. Guðjón Pétur Stefánsson
19. Edon Osmani ('58)
38. Jóhann Þór Arnarsson ('58)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Veigur Sveinsson
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('50)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('52)
Oleksii Kovtun ('61)
Stefan Ljubicic ('80)

Rauð spjöld: