Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
HK
0
5
Valur
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson '19
0-2 Aron Jóhannsson '52
0-3 Tryggvi Hrafn Haraldsson '58
0-4 Patrick Pedersen '60
0-5 Patrick Pedersen '72
11.06.2023  -  17:00
Kórinn
Besta-deild karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
0. Eyþór Aron Wöhler
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Ahmad Faqa
6. Birkir Valur Jónsson ('75)
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason ('75)
14. Brynjar Snær Pálsson ('63)
18. Atli Arnarson ('75)
21. Ívar Örn Jónsson

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
2. Kristján Snær Frostason ('75)
3. Ívar Orri Gissurarson ('75)
15. Ísak Aron Ómarsson
16. Eiður Atli Rúnarsson
23. Hassan Jalloh ('75)
29. Karl Ágúst Karlsson ('63)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Kári Jónasson

Gul spjöld:
Eyþór Aron Wöhler ('36)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stórsigur Valsmanna! Pétur Guðmundsson flautar til leiksloka. Valsmenn fara heim með stigin þrjú en þetta var aldrei spurning í dag.

Takk fyrir mig í dag. Viðtöl og skýrsla væntanleg.
88. mín
Lúkas Logi fær boltann út til hægri og leggur hann á Birki Heimisson sem á góða tilraun en boltinn yfir markið.
87. mín
Kristján Snær fær boltann fyrir utan teig og á fína tilraun en boltinn framhjá.
83. mín
Leikurinn eðlilega að fjara út og lítið gerst hérna síðustu mínútur.

Leikmenn HK virðast bara vera að bíða eftir lokaflautinu.
75. mín
Inn:Kristján Snær Frostason (HK) Út:Atli Hrafn Andrason (HK)
75. mín
Inn:Hassan Jalloh (HK) Út:Atli Arnarson (HK)
75. mín
Inn:Ívar Orri Gissurarson (HK) Út:Birkir Valur Jónsson (HK)
74. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
74. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Adam Ægir Pálsson (Valur)
74. mín
Inn:Haukur Páll Sigurðsson (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
72. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
MAAAAAAAAAAARKKKK Patrick Pedersen fær boltann og leggur hann út á Tryggva Hrafn sem sleppur aleinn í gegn en er óeigingjarn þarna og rennir boltanum til hliðar á Patta sem setti boltann í netið.
69. mín
Tryggvi Hrafn fær boltann og er allt í einu komin aleinn í gegn og ætlar að chippa boltanum yfir Arnar Frey en Arnar sér við því og ver.
68. mín
Örvar Eggertsson með góða fyrirgjöf inn á teiginn og Atli Hrafn nær snertingu en boltann en missir hann aðeins of langt frá sér og boltinn í hendurnar á Schram.
67. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Hlynur Freyr Karlsson (Valur)
65. mín
Eyþór Aron fær boltann fyrir utan teig og nær skoti en boltinn yfir markið.
64. mín
Tryggvi Hrafn að leita að þrennunni Adam Ægir fær boltann og gerir mjög vel og nær að finna Tryggva Hrafn sem á skot við D-bogan en boltinn beint á Arnar Frey.
63. mín
Inn:Karl Ágúst Karlsson (HK) Út:Brynjar Snær Pálsson (HK)
60. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
FJÓRÐA MARKIÐ! Adam Ægir leggur boltann út á Sigga Lár sem finnur Adam Ægi aftur inn á teignum. Adam Ægir nær skoti sem fer af varnarmanni og dettur aftur fyrir fætur Adams sem nær öðru skoti á markið og Patrick Pedersen stýrir boltanum í netið.

Game over.
58. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
BEINT ÚR AUKASPYRNUNNI Tryggvi Hrafn setur boltann yfir vegginn og boltinn syngur í nærhorninu.
57. mín
Leifur Andri brýtur á Kidda Frey og Valur fær aukaspyrnu á góðum stað.
52. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Valur)
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
MAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRKKK! Birkir Már Sævarsosn fær boltann út til hægri og rennir boltanum í fyrsta inn á Adam Ægir sem tók gott hlaup inn á teiginn. Adam Ægir nær að halda boltanum í leik og rennir boltanum út í teiginn á Aron Jó sem hamraði boltanum á mitt markið.

0-2.
48. mín
Aron Jó fær boltann fyrir utan teig og á skot sem fer framhjá.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Inn:Patrick Pedersen (Valur) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Valur)
45. mín
Hálfleikur
Pétur Guðmundsson flautar til hálfleiks. Valur fer með 1-0 forskot inn í hlé.
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks eru tvær mínútur.
42. mín
Adam Ægir fær boltann út til hægæri og Siggi Lár tekur utan á hlaup á Adam. Fær boltann og á fyrirgjöf sem Ívar Örn skallar afturfyrir.
40. mín
Eyþór Aron lyftir boltanum upp á Örvar Eggertsson sem nær ekki að fara framhjá Kristinni Frey sem gerir vel og boltinn í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
36. mín Gult spjald: Eyþór Aron Wöhler (HK)
Eyþór of seinn í Aron Jó sem fellur og Pétur Guðmundsson lyftir upp gulakortinu.
35. mín
Atli Arnarson! Atli fær boltann og á gott skot sem fer rétt framhjá markinu.
32. mín
Ívar Örn með flotta fyrirgjöf inn á Örvar Eggerts sem nær skalla úr litlu jafnvægi og boltinn framhjá.
29. mín
Adam Ægir fær boltann og finnur Andra Rúnar sem leggur boltann aftur út á Adam Ægi sem nær skoti en boltinn af varnarmanni HK og í hornspyrnu.
26. mín
Tryggvi Hrafn fær boltann og finnur Kristinn Frey inn á miðjunni. Vindurinn tekur straujið upp hægri vænginn sem Kiddi sér og rennir boltanum í hlaupið hjá Birki Má en boltinn aðeins of fastur fyrir Birki Má.
21. mín
Stöngin!! Aron Jóhannsson fær boltann fyrir utan teig og lætur vaða en boltinn í stöngina!
19. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Stoðsending: Aron Jóhannsson
VÁAAÁÁÁÁÁÁÁ!!!! Aron Jóhansson finnur Tryggva Hrafn út til vinstri og Tryggvi tekur straujið inn á völlinn og setur svo boltann örugglega í fjærhornið.

Þarna sýndi Tryggvi Hrafn gæði sín.
16. mín
Arnþór Ari á að klára þetta! Atli Arnarsson með frábæran bolta í gegn á Arnþór Ara sem var aleinn gegn Schram en tekst ekki að setja boltann framhjá Schram!

Daaaaauðfærii
13. mín
Arnþór Ari fær boltann á vallarhelmingi Vals og rennir honum innfyrir í hlaup á Atla Hrafn en Sigurður Egill með góðan varnarleik.
8. mín
Brotið á Birki Má við hornfánan hægramegin og Valur fær aukaspyrnu sem Tryggvi Hrafn tekur en Örvar Eggertsson skallar boltann frá.
7. mín
Aron Jóhannsson!! Kristinn Freyr fær boltann og leggur hann til hliðar á Adam Ægi sem finnur Aron Jó sem á skot við vítateigslínuna en boltinn beint á Arnar Frey í marki HK
5. mín
HK líflegri fyrstu fimm! Eyþór Aron allt í öllu í upphafi leiks og á fyrirgjöf inn á teiginn sem fer af varnarmanni Vals og afturfyrir.
4. mín
Eyþór Aron fær boltann og kemur með fyrirgjöf frá hægri inn á teiginn sem Fredrik Schram grípur og Atli Hrafn keyrir í Schram og er dæmdur brotlegur.
2. mín
Adam Ægir með fyrirgjöf inn á teiginn sem Andri Rúnar nær ekki til og boltinn afturfyrir.
1. mín
Eyþór Aron eftir 40 sek!!! Birkir Valur fær boltann hægramegin og fær nægan tíma til að koma með fyrirgjöf inn á teiginn og boltinn frábær inn á Eyþór Aron sem nær skoti sem Schram ver vel!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Pétur Guðmundsson flautar þennan leik á og það eru heimamenn í HK sem hefja leik.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks! Besta deildarstefið er komið á og liðin ganga til leiks og vallarþulur HK bíður fólk velkomið.

Styttist í upphafsflaut.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Ómar Ingi Guðmundsson stillir upp óbreyttu liði frá skellinum gegn ÍBV í síðustu umferð.

Arnar Grétarsson mætir með sama lið til leiks í Kórin og gerði jafntefli við FH í síðustu umferð.Byrjunarlið HK
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Gaupi spáir 0-2 sigri Vals

Eina.

Guðjón Guðmundsson:
HK-menn hafa heillaði mig og stigasöfnun þeirra hefur verið framar vonum. Það hefðu ekki margir reiknað með því að þeir yrðu í þeirri stöðu sem þeir eru í núna í upphafi móts. En Valsmenn eru með svakalegt lið sem er smátt og smátt að tikka. Auðvitað skiptir máli að Aron Jóhannsson sé í sínu besta standi. Ég myndi veðja á það að Valur vinni nokkuð öruggan sigur á HK í Kórnum í Kópavogi, innandyra.
Fyrir leik
Dómarinn Pétur Guðmundsson fær það verkefni að flauta leikinn hér í dag og honum til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Andri Vigfússon. Fjórði dómari er Arnar Þór Stefánsson.


Fyrir leik
Valur Takist Valsmönnum að vinna HK hér í dag lyftir liðið sér upp í annað sæti deildarinnar og setur þar að leiðandi smá pressu á Víkinga sem eiga leik í kvöld. Valsmenn sitja fyrir leik kvöldsins í þriðja sæti deildarinnar með 23.stig aðeins og er liðið fimm stigum á eftir toppliði Víkings.


Fyrir leik
HK Stigasöfnun HK hefur aðeins minnkað eftir frábæra byrjun á Íslandsmótinu. Liðið hefur aðeins fengið þrjú stig úr síðustu fjórum leikjum í deildinni. Liðið situr í sjötta sæti deildarinnar með 13.stig.


Fyrir leik
Verið velkomin! Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá Kórnum þar sem HK tekur á móti Val í 11.umferð Bestu deildar karla.


Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hlynur Freyr Karlsson ('67)
4. Elfar Freyr Helgason
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('74)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
22. Aron Jóhannsson ('74)
23. Adam Ægir Pálsson ('74)
99. Andri Rúnar Bjarnason ('45)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Birkir Heimisson ('67)
7. Haukur Páll Sigurðsson ('74)
9. Patrick Pedersen ('45)
17. Lúkas Logi Heimisson ('74)
19. Orri Hrafn Kjartansson ('74)
20. Orri Sigurður Ómarsson

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Hjörtur Fjeldsted

Gul spjöld:

Rauð spjöld: