Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
Tindastóll
0
3
Valur
0-1 Amanda Jacobsen Andradóttir '36
0-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir '38
0-3 Ásdís Karen Halldórsdóttir '70
20.08.2023  -  17:00
Sauðárkróksvöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Mikill vindur og skýjað á Króknum
Dómari: Bergvin Fannar Gunnarsson
Maður leiksins: Arna Sif Ásgrímsdóttir
Byrjunarlið:
1. Monica Elisabeth Wilhelm (m)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Hannah Jane Cade
11. Aldís María Jóhannsdóttir ('46)
13. Melissa Alison Garcia ('62)
19. Beatriz Parra Salas ('75)
25. Murielle Tiernan
27. Gwendolyn Mummert
28. Marta Perarnau Vives ('83)

Varamenn:
12. Margrét Rún Stefánsdóttir (m)
2. Hulda Þórey Halldórsdóttir
4. Birgitta Rún Finnbogadóttir ('75)
14. Lara Margrét Jónsdóttir ('83)
16. Eyvör Pálsdóttir
17. Hugrún Pálsdóttir ('46)
20. Elísa Bríet Björnsdóttir ('62)

Liðsstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Helena Magnúsdóttir
Lee Ann Maginnis
David Romay
Hrafnhildur Björnsdóttir
Bergljót Ásta Pétursdóttir

Gul spjöld:
Melissa Alison Garcia ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Bergvin flautar af öruggan 3-0 sigur Vals, Valur með þessum sigri komast með 5 stiga forystu á toppi deildarinnar!

Skýrsla á leiðinni! Takk fyrir mig.
94. mín
Vá Fanndís með boltan fyrir á ísabellu en hún situr hann framhjá.
síðasta færi leiksins.
90. mín
+4 í uppbótartíma
86. mín
Guðrún allt í einu bara komin ein í gegn og tekur skot með sinni fyrstu snertingu í leiknum beint á Monicu. Hefði alveg getað sett leikinn í 4-0 þarna en Monica ver frábærlega.
84. mín
Inn:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
84. mín
Inn:Rebekka Sverrisdóttir (Valur) Út:Elísa Viðarsdóttir (Valur)
83. mín
Inn:Lara Margrét Jónsdóttir (Tindastóll ) Út:Marta Perarnau Vives (Tindastóll )
81. mín
Geðveikt spil á miðsvæði Vals sem endar með sendingu í gegn á Ísabellu sem á geggjaðan sprett kemur sér fram fyrir Gwendolyn og kemur með geggjaða sendingu fyrir sem rúllar í gegnum allan pakkan.
80. mín
ísabella gerir vel og kemur honum á Ásdísi sem leggur hann upp í skot fyrir Fanndísi en hún hamrar honum yfir.
78. mín
Leikurinn að vakna aftur hérna undir lokinn. Vonandi fáum við alvöru loka mín!
76. mín
Sláinn! Þórdís með geðveika sendingu á Fanndísi sem hendir sér bara í skot upp úr engu og hann lendir í slánni! Hefði orðið svakalegt mark.
75. mín
Inn:Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll ) Út:Beatriz Parra Salas (Tindastóll )
70. mín MARK!
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
3-0!! Geðveik sending frá Fanndísicbeint í gegn á Ásdísi sem klárar frábærlega framhjá Monicu og geriri líklega út um leikinn með þessu marki!
68. mín
Inn:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur) Út:Lise Dissing (Valur)
68. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Amanda Jacobsen Andradóttir (Valur)
66. mín
María með geggjaða fyrirgjöf á Murielle sem situr hann út á Hönnuh jane sem á skot beint á Fanney. Loksins færi TAKK.
64. mín
Murielle fær hann úti hægra megin alein og ætlar að keyra á Örnu sem étur hana. Frábær varnarleikur!
62. mín
Inn:Elísa Bríet Björnsdóttir (Tindastóll ) Út:Melissa Alison Garcia (Tindastóll )
60. mín
Sá seinni fer afar hægt af stað, lítið af færum vonandi fara þau að detta inn og við fáum fleiri mörk í þetta.
55. mín
Inn:Fanndís Friðriksdóttir (Valur) Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
48. mín
Hannah Jane Cade með aukaspyrnu á teiginn og boltinn endar hjá Hugrúnu sem á skot rétt yfir.

fyrsta alvöru færi Tindastóls.
46. mín
Inn:Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll ) Út:Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll )
46. mín
Sá seinni er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Amanda tekur aukaspyrnuna en hún fer framhjá og þá flautar Bergvin af fyrri hálfleikinn.

vonum eftir fleiri mörkum í þeim seinni!
45. mín Gult spjald: Melissa Alison Garcia (Tindastóll )
Brýtur af Bryndísi Örnu úti vinstra megin.
44. mín
Stólarnir hafa verið í svakalegu brasi að ná alvöru spili hér í fyrri hálfleik þar sem Valsarar pressa hátt og gera það svakalega vel.
43. mín
Aldís María gerir frábærlega og vinnur horn fyrir Tindastól.

Jane Cade tekur hana en ekkert verður úr henni.
38. mín MARK!
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
2 mörk á 2 mín Geðveik hornspyrna hjá Ásdísi beint á kollinn á Örnu sem á geggjaðan skalla í fjær og kemur val í 2-0!

Verður erfitt fyrir Stólana að koma til baka.
37. mín
Amanda finnur Elísu sem á fyrirgjöf í varnarmann og vinnur horn.
36. mín MARK!
Amanda Jacobsen Andradóttir (Valur)
Stoðsending: Lára Kristín Pedersen
Fysrta markið komið! Lára fær hann nánast á endalínunni með geggjaða fyrigjöf sem fer örlítið í varnarmann og til Amöndu sem klárar svakalega vel!
33. mín
Betriz með alvöru gæða sendingu á Murielle sem á skot í varnarmann og vinnur horn.

Laufey tekur hornið beint á markteig sem Lára hreinsar beint aftur á Laufey sem á aðra fyrirgjöf en hún endar í höndum Fanneyjar.
30. mín
Lára finnur Ásdísi sem keyrir frábærlega á vörn Tindastóls en á skot beint á Monicu. Valsarar þurfa fara velja færin sín betur.
25. mín
Málfríður með geggjaða sendingu í gegn á Bryndísi sem hægir á sér og finnur Ásdísi til baka sem á geggjað skot sem Monica ver frábærlega.
24. mín
Valsarar mikið að reyna sömu uppskritina finna Lise og hún á að reyna finna einhvern fyrir en hefur ekki heppnast hingað til.
18. mín
María finnur Beatriz rétt fyrir utan teiginn sem reynir skrítið skot/sendingu sem endar hjá Fanney. Hættuleg staða en illa farið með hana.
15. mín
Geggjuð spyrna hjá Laufey en brotið af Fanney þannig ekkert varð úr þessu.
14. mín
María Dögg með frábæra pressu og vinnur boltan af Málfríði og vinnur horn fyrir Tindstól.

Fyrsti séns Stólana í leiknum.
12. mín
Litlu gæðin í Amöndu sólar Hönnuh frábærlega en skotið ekki nægilega gott og fer yfir markið.
9. mín
Geggjað spil hjá völsurum sem endar hjá Ásdísi á kantinum sem á geggjaða cut back sendingu á Amöndu sem á skot yfir!

Valsarar að sækja svakalega að marki Tindastóls.
7. mín
Lise mikið í boltanum hér í byrjun leiks, fær boltan frá Málfríði og reynir að finna Bryndísi á teignum en Monica gerir vel og handsamar boltann.
3. mín
Valsarar að byrja svakalega vel. Pressa harkalega á vörn Stólana sem eru í brasi að spila frá öftustu línu.
2. mín
Strax komið alvöru færi! Svakalega vel gert hjá Lise Dissing kemur honum fyrir boltinn lendir beint fyrir framan Ásdísi sem nær ágætu skoti sem Monica ver svakalega vel!
1. mín
Leikur hafinn
Bergvin flautar leikinn á, vonandi fáum við alvöru leik!

Valsarar byrja.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna Fyrri leikur liðanna var 12.júní á Hlíðarenda sem endaði með öruggum sigri Vals þar sem Bryndís Arna fór á kostum.

Valur 5-0 Tindastóll
1-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('25)
2-0 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('35)
3-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('42)
4-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('46)
5-0 Fanndís Friðriksdóttir ('86)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hér er mynd af Bryndís Örnu markahæst í deildinni með 13 stykki
Fyrir leik
Tindastóll Stólarnir sitja í 7.sæti Bestu deildar kvenna sem er ekki alslæmt fyrir nýliðana sem eru fjórum stigum frá fallsæti.

Tindastóll með alvöru baráttu sigur gegn frábæru Þróttara liði þar sem leikurinn endaði með 2-0 sigri fyrir stólana Beatriz Parra Salas og Murielle Tiernan skoruðu mörkin, Mikilvæg 3 stig í síðasta leik geta þær gert þetta aftur í kvöld?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Valur Valsarar hafa verið á alvöru skriði í deildinni taplausar síðan 25.júní sem gerir 6 leikir án taps og með þriggja stiga forrustu á toppi deildarinar.

Valur heimsótti VÍS völlinn á Akureyri í síðustu umferð og léku við Þór/KA í hörkuleik sem endaði með geggjuðum 3-2 sigri vals þar sem Lise Dissing og sjálfsmark Þór/KA settu Valsara í þægilega stöðu og síðan gerði Ásdís Karen út um leikinn og innsigldi þessum sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur! Verið hjartanlega velkominn í þessa beinu textalýsingu þar sem Tindastóll og Valur eigast við í 17.umferð Bestu deildar kvenna, næst síðasta umferð áður en deildin skiptist í tvennt.
Mynd: Tindastóll

Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir ('84)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('84)
9. Amanda Jacobsen Andradóttir ('68)
10. Berglind Rós Ágústsdóttir
13. Lise Dissing ('68)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('55)
29. Anna Björk Kristjánsdóttir

Varamenn:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
14. Rebekka Sverrisdóttir ('84)
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('68)
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('84)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('55)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('68)
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hjörtur Fjeldsted

Gul spjöld:

Rauð spjöld: