Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
Ægir
2
2
Grótta
0-1 Gabríel Hrannar Eyjólfsson '13 , víti
Atli Rafn Guðbjartsson '20 1-1
Brynjólfur Þór Eyþórsson '25 2-1
2-2 Grímur Ingi Jakobsson '45
Anton Fannar Kjartansson '45
21.08.2023  -  18:00
Þorlákshafnarvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Ógeðslega hvasst!
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Bele Alomerovic
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Hannesson (m)
Arngrímur Bjartur Guðmundsson
Aron Fannar Hreinsson
Bele Alomerovic ('77)
Arnar Logi Sveinsson
11. Stefan Dabetic (f)
14. Atli Rafn Guðbjartsson
19. Anton Fannar Kjartansson
20. Jóhannes Breki Harðarson ('72)
23. David Bjelobrk ('72)
27. Brynjólfur Þór Eyþórsson ('95)

Varamenn:
2. Arnar Páll Matthíasson
3. Ragnar Páll Sigurðsson ('77)
5. Anton Breki Viktorsson ('72)
8. Renato Punyed Dubon
10. Dimitrije Cokic ('72)
17. Þorkell Þráinsson ('95)
28. Braima Cande
99. Baldvin Már Borgarsson

Liðsstjórn:
Nenad Zivanovic (Þ)
Ivaylo Yanachkov (Þ)
Emil Karel Einarsson
Dusan Ivkovic
Cristofer Rolin
Guðbjartur Örn Einarsson

Gul spjöld:
Bele Alomerovic ('22)
Jóhannes Breki Harðarson ('71)

Rauð spjöld:
Anton Fannar Kjartansson ('45)
Leik lokið!
Ekkert mark í uppbótartíma en litla djöfulsins veislan sem þessi leikur var! Með hreinum ólíkindum að engin mörk hafi verið skoruð í seinni hálfleik. En geggjaður leikur!

Takk fyrir mig! Skýrsla og viðtöl á leiðinni!
96. mín
FÁUM VIÐ DRAMATÍK?!?! Grótta að fá aukaspyrnu við hliðarlínuna og endalínuna!!
95. mín
Inn:Þorkell Þráinsson (Ægir) Út:Brynjólfur Þór Eyþórsson (Ægir)
94. mín
JESÚS KRISTUR!! Rafal fer upp af línunni sinni og Ægismenn taka tvö skot af löngu færi sem misheppnast. Rafal ver seinna skotið svakalega!!!!!
94. mín
Arnar Logi hreinsar!
94. mín
ÞETTA ER SVO SPENNANDI!!
93. mín
Grótta að fá horn!
93. mín
Stefán kýlir boltann frá og Atli endar á því að brjóta á Grími við vítateigslínuna hliðarlínumeginn.
92. mín
Einhver hiti inn á teignum og það er allt að sjóða upp úr!
92. mín
Grímur með skot af varnarmanni sem fer í horn!
91. mín
Gróttumenn liggja á Ægi þessa stundina!
86. mín
Langt innkast frá Patrik inn á teiginn sem Stefán grípur en Hilmar fær eitthvað högg og Gróttumenn vilja enn eina vítaspyrnuna! Þeir fá ekkert fyrir sinn snúð og eru brjálaðir!
86. mín
Gróttumenn gjörsamlega liggja á Ægi þessa stundina!
86. mín
Ægismenn hljóta að virða punktinn úr því sem komið er. Þótt það geri lítið fyrir þá
85. mín
Þæginegt fyrir Stefán Kristófer tekur spyrnuna sem fer yfir allan pakkann og á Hilmar sem tekur skotið beint á Stefán.
84. mín
Grótta að fá horn!
84. mín
Djöfull er þetta spennandi leikur!
84. mín
Brynjólfur í ágætis færi Cokig fær boltann í egn og setur hann út á Brynjólf sem tekur skotið rétt yfir. Spurning hvort Cokic hafi verið fyrir innan.
83. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Grótta) Út:Sigurður Steinar Björnsson (Grótta)
82. mín
Grímur með spyrnuna núna sem Dave skallar frá á Kristófer sem tekur skotið langt framhjá.
81. mín
Kristófer með spyrnuna sem Ægismenn hreinsa í annað horn!
81. mín
Grótta að fá horn! Patrik Orri með skot sem fer af varnarmanni og í horn!
80. mín
Cokig með skot af löngu færi eftir að hafa unnið boltann ofarlega af vellinum af Rafal. Aron Fannar ósáttur að hafa ekki fengið boltann.
77. mín
Inn:Ragnar Páll Sigurðsson (Ægir) Út:Bele Alomerovic (Ægir)
77. mín
Inn:Kristófer Orri Pétursson (Grótta) Út:Valtýr Már Michaelsson (Grótta)
77. mín
Inn:Arnar Þór Helgason (Grótta) Út:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
75. mín
Bele tekur spyrnuna inn á teiginn og Cogic nær til boltanns en hann nær ekki að stýra honum á markið.
74. mín
Ægir að fá horn! Aron fær boltann í gegn frá Arnari Loga og tekur skotið í varnarmann og aftur fyrir.
72. mín
Inn:Dimitrije Cokic (Ægir) Út:David Bjelobrk (Ægir)
72. mín
Inn:Anton Breki Viktorsson (Ægir) Út:Jóhannes Breki Harðarson (Ægir)
71. mín Gult spjald: Jóhannes Breki Harðarson (Ægir)
Stígur Arnþór niður
70. mín
Stefán með stórleik í markinu! Sigurður Steinar fær boltann í gegn eftir gott spil hjá Gróttu og er kominn í gegn á móti Stefáni. Stefán hinsvegar, sem er búinn að eiga stórleik, ver mjög vel!
68. mín
Arnþór Páll í erfiðri stöðu inni á teig Ægis en nær skotinu sme fer í hliðarnetið. Markspyrna.
67. mín
Ægismenn hafa ekki hætt að hlaupa og vinna varnarvinnuna í seinni hálfleik. Ná þeir að halda þetta út?
65. mín
Inn:Arnþór Páll Hafsteinsson (Grótta) Út:Axel Sigurðarson (Grótta)
61. mín
Boltinn á leið til eyja! Arnar Logi tekur spyrnuna og boltinn er líklega kominn til eyja. Alltof mikill vindur fyrir svona fasta spyrnu!
60. mín
Binni að sækja aukaspyrnu við d-bogann fyrir Ægi!
60. mín
Finnst eins og 50/50 dómarnir séu að hallast aðeins meira til Ægis í seinni hálfleik. Ætli Arnar hafi skoðað rauða spjaldið í klefa í hálfleik?
57. mín
Sýnist að Nenad og Baldvin hafi breytt liðskipulaginu í 5-3-1 eftir að hafa lent manni færri.
56. mín
Grímur tekur hornið stutt á Arnar Daníel sem tekur skotið í fyrsta en það fer ekki einu sinni á rammann.
55. mín
Grótta að fá horn!!
54. mín
Patrik í dauðafæri! Patrik Orri gerir ekkert eðlilega vel í að koma í sér í færi og er skyndilega kominn einn á móti Stefáni sem ver ógeðslega vel. Boltinn fer þá út á Gabríel sem tekur skotið í varnarmann og Ægismenn hreinsa.
53. mín
Grótta vill víti aftur!!! Kristófer fer niður inn á teig Ægis eftir baráttu við Atla og fer niður. Arnar dæmir ekki víti að þessu sinni en persónulega fannst mér þetta ekki vera víti en Gróttumenn brjálaðir!
51. mín
Klúður ársins! Geggjuð sending fram völlinn inn á teig Ægis. Þar er Gabríel mættur í dauðafæri, einn á móti, Stefáni og dúndrar boltanum yfir!

Hvernig ferðu að þessu drengur?!
49. mín
Ægismenn geta þakkað fyrir það að vera með vindinn í bakinu í seinni hálfleik!
49. mín
David með skot í varnarmann sem berst svo út á Jóhann sem tekur skotið langt yfir.
48. mín Gult spjald: Grímur Ingi Jakobsson (Grótta)
46. mín
Góður punktur
46. mín
Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann!
45. mín
Hálfleikur
Jesús kristu hvað er að gerast hérna í lok fyrri hálfleiks?!

Rautt spjald sem var bara aldrei rautt og eitthvað sturlaðasta mark sumarsins!

Baldvin fer beint í símann og reynir að sýna Arnari, dómara leiksins, atvikið. Öskrar t.a.m. Þetta er kjaftæði Sigurður! Rífðu þig í gang Sigurður! Ég skil pirring Baldvins svo vel að það hálfa er nóg!

Tökum okkur korter áður en þessi veisla heldur áfram. Litla dramartíkin!
45. mín Rautt spjald: Anton Fannar Kjartansson (Ægir)
Það er allt að fara til fjandans hjá Ægi! Þetta var svo kolrangur dómur hjá Arnari að það hálfa er nóg!

Anton og leikmaður Gróttu, sá ekki nákvæmnlega hver það var, eru í harðri baráttu á vallarhelmingi Ægis og þeir enda á því að rekast saman og Anton fær rautt. Eftir að hafa séð þetta aftur er mér hulin ráðgáta hvernig þetta gat verið rautt!

Hann var ekki einu sinni aftastur og þetta var bara 50/50. Glórulaus dómur!
45. mín MARK!
Grímur Ingi Jakobsson (Grótta)
JÁ KOMDU SÆLL OG BLESSAÐUR!!! Aukaspyrna fyrit utan d-bogann og negli honum í samskeytin. Grímur klókur og nýtur sér vindinn. Ein besta aukaspyrna sumarsins það er klárt!

Grímur, hneigðu þig!
44. mín
Gróttumenn vilja fá víti aftur! Sigurður Steinar kominn einn í gegn á móti Stefáni eftir frábæra sendingu frá Núma. Stefán er þá snöggur af línunni og nær boltanum á undan Sigurði. Gróttumenn vilja fá víti en ég sá ekki betur en að Stefán hafi farið í boltann fyrst.
42. mín
Númi í góðu færi Númi kominn í góða stöðu inni á teig Ægis sem endar með skoti rétt yfir markið.
41. mín
Markaskorarar Ægis
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Mynd: Ægir/Facebook

39. mín
Spyrnan hjá Gabríel ekkert spes og þetta rennur út í sandinn fyrir Gróttu.
38. mín
Gróttumenn að fá horn!
38. mín
Gróttumenn vilja víti!! Spyrnan tekin stutt sem Gabríel, að mér sýndist, fær í lappir og sendir fyrir markið á Patrik sem hittir ekki boltann og Ægismenn hreins frá. Grótta biðja um víti en ég sá enga snertingu þarna.
36. mín
Grótta að fá horn eftir hreinsun frá Dabe!
36. mín
Brynjólfur fær boltann í gegn frá Aroni Fannari og gerir vel að finna skotið en Rafal ver vel.
35. mín
Ég tel 32 í stúkunni á Þorlákshafnarvelli. Svo mikill er áhuginn á þessum leik en veðrið er líklega að spila mikið inn í þetta
32. mín
Dómari! Haus! Mikill barningur inni á teig Ægis sem endar með því að Stefan Dabe fer niður og heldur um hausinn á sér og þ.a.l. stoppar sókn Gróttu.
30. mín
Sigurður með skot af löngu færi sem Stefán ver vel í horn
30. mín
Ægismenn bruna upp í skyndisókn. David fær boltann og er kominn skyndilega 2 á 1 með Aroni Fannari. David klappar boltanum endalaust í stað þess að koma boltanum á Aron Fannar og tapar boltannum. Aron Fannar brjálaður!
28. mín
Grótta að fá horn!
25. mín MARK!
Brynjólfur Þór Eyþórsson (Ægir)
Stoðsending: Stefan Dabetic
Hvað er í gangi?!?! Ægismennirnir skyndilega komnir yfir.

Eftir langt spil hjá Gróttu ná Ægismenn að vinna boltann. Stefan Dabe kemur þá með einn rosalegan bolta sem virtist líta út sem hreinsun við fyrstu sýn. Boltinn fer þá á Brynjólf sem er sloppinn einn í gegn á móti Rafal og klárar með glæsibrag. Yfirvegaður og stað þess að dúndra boltanum á markið leggur hann meiri áherslu á að hafa skotið hnitmiðað.
24. mín Gult spjald: Arnar Númi Gíslason (Grótta)
Ekki rautt?!?! Aron Fannar slopinn einn í gegn og Númi, seinasti varnarmaðurinn, sparkar hann bara niður. Mér finnst það vera með hreinum ólíkindum að þetta hafi ekki verið rautt!
23. mín
Grímur með skot af löngu færi sem Stefán ver í horn!
22. mín Gult spjald: Bele Alomerovic (Ægir)
Grótta að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
20. mín MARK!
Atli Rafn Guðbjartsson (Ægir)
Stoðsending: David Bjelobrk
Ægismenn búnir að jafna!!!!! Þetta er galopið!!

Frábær sókn hjá Ægi og fínt spil sem endar með því að David fær boltann inn á teig Gróttu. Þar hleypur hann niður að endalínu og kemur með rosalega sendingu yfir allan varnarpakkann. Þar bíður Atli einn á auðum sjó á fjærstönginni og stangar boltann í samskeytin og inn.

Allt jafnt!
16. mín
Gabríel með hornið á nær sem fer einhvernveginn á Grím sem á skotið beint á Stefán.
16. mín
Grótta að fá horn!
16. mín
Bele með hornið sem Gróttumenn hreinsa frá.
15. mín
Ægir að fá horn eftir gott spil!
13. mín Mark úr víti!
Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
Stoðsending: Arnar Númi Gíslason
GESTIRNIR KOMNIR YFIR!!! Já vítið var mjög öruggt. Stefán fer í rétta átt en skotið var það fast og hnitmiðað. Mjög gott víti og Grótta komið yfir!
13. mín
Grótta að fá víti!! Arnar Númi með fyrirgjöf sem fer í höndina á Arngrími.

Lélegt hjá Arngrími en óheppinn að fá hann í höndina.
11. mín
David með hornið aftur og það myndast mikill darraðardans inn á teig Gróttu. Boltinn berst þá út á Arnar Loga sem tekur skotið yfir.
10. mín
Anton tekur skotið á Rafal af stuttu færi eftir flott samspil við David og sækir horn!
8. mín
Aron Fannar í duaðafæri! Aron Fannar skyndilega kominn einn í gegn á móti Rafal en slúttið var ekki nógu gott í þetta sinn hjá Aroni, sem alskar að skora.

Þetta þarf hann að nýta betur!
8. mín
Vekur athygli að Rolin er ekki með í dag en hann var tæpur fyrir leik. Síðan er Tómas Joh á bekknum.
7. mín
David tekur honið inn á teig sem Stefan Dabetic skallar rétt framhjá!
6. mín
Ægismenn að fá horn!
5. mín
Spyrnan er tekin stutt sem endar með því að Kristófer neglir boltanum fyrir á Grím sem tekur misheppnað skot.
5. mín
Sigurður Steinar sleppur einn í gegn en Arngrímur fer fyrir skotið og Grótta á horn!
3. mín
Vindur, já dansaður vindur! Grótta byrjar með vindinn í baki. Þetta hefur verið hálf vonlaust fyrir Ægi hérna fyrstu þrjár mínúturnar þar sem allar hreinsanir og allar sendingar renna í sandinn.
2. mín
Grótta fær hornspyrnu en ekkert sem kemur úr henni.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru heimamennirnir sem byrja með boltann!

Ná Gróttumenn að vinna sinn fyrsta leik í 6 leikjum eða landa Ægismenn sínum öðrum heimasigri í sumar og búa þar til einhverja von fyrir sig í fallabaráttunni.
Fyrir leik
Styttist í þetta! Liðin ganga þá til vallar og gera sig klár í slaginn!
Fyrir leik
Liðin hafa þá gengið til búningsherbergja og eru að gera sig klár í slaginn!
Fyrir leik
Spámaður 18. umferðarinnar Kristófer Páll Viðarsson, leikmaður Reynis Sandgerðis, spáir í spilin fyrir komandi umferð í Lengjudeildinni að þessu sinni. Svona spáir hann þessum leik:
Ægir 1 - 0 Grótta (Á morgun klukkan 18:00)
Arnar Logi skorar eina mark leiksins snemma í fyrri hálfleik. Alvöru iðnaður eftir það. Vil minna Ægismenn á að kraftaverkin hafa gerst, Leiknir Fásk 2016 ágætis dæmi.
Mynd: Reynir Sandgerði

Fyrir leik
Í BEINNI
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ægismenn að undirbúa sig fyrir 2. deild? Manni finnst líklegra að Ægir falli en að þeir haldi sér uppi. Í þeim leikjum sem ég hef séð af þeim í sumar eiga þeir alls ekki skilið að falla. En það eru úrslitin sem telja en ekki frammistöðurnar. Eftir annan sigurinn í sumar og fyrsta heimasigur sumarsins á Njarðvík hafa þeir farið núna í gegnum 5 leiki án þess að vinna. Ægir styrtku sig auðvitað í glugganum með þremur sterkum leikmönnum. T.a.m. Aroni Fannari sem kom frá ÍR, frábær leikmaður. Verður það nóg til þess að eitthvað kraftaverk gerist í Þorlákshöfn? Ef leikurinn tapast í kvöld er það ljóst að þeir þurfa að vinna rest og treysta á önnur úrslit í seinustu fjórum leikjum tímabilsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nenad í öruggu sæti?
Ég var að tala um hversu heitt sætið hans Chris Brazell væri hjá Gróttu en ég held að enginn sé í öruggara sæti í deildinni en Nenad. Fólkið í Þorlákshöfn elska hann og dýrka. Síðan má ekki gleyma því að KSÍ setti Nenad og Baldvin í mjög erfiða stöðu fyrr í sumar þar sem þeir vissu ekki að þeir myndu taka þátt í Lengjudeildinni fyrr en korter í mót. Samt sér maður ekki á Ægisliðinu að þetta sé þeirra fyrsta tímabil í B-deildinni ef maður horfir á leikina. En það er önnur saga ef maður lítur á töfluna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fyrir leik
Kaldir Gróttumenn Strákarnir hans Chris Brazell koma mjög kaldir inn í þennan leik. Þeir hafa núna farið í gegnum 6 leiki án þess að vinna en þeir líta pottþétt á þennan leik til þess að snúa þessu lélega gengi við. Í þessum 6 leikjum hafa þeir skorað 7 mörk en fengið á sig helmingi fleiri mörk, 14. Þeir eru 5 stigum frá umspilssæti en eiga leik til góða. Stigasöfnunin verður að fara að batna hjá Gróttu ef þeir ætla að koma sér í þetta umspil.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Chris Brazell í heitu sæti?
Ef Gróttu mistekst að fara í umspilsætið fer sætið hans Chris líklega að hitna svakalega. Það má líka ekki gleyma því að þeir eru þremur stigum frá fallsæti, nær fallsætinu en umspilssætinu. Ef hann endar nær fallsætinu, jafnvel í fallsæti, á sínu öðru ári sem stjóri Gróttu verður staða hans líklegast alls ekki örugg sem aðalþjálfari Gróttu. Ég myndi segja að hann sé í heitasta sæti allra aðra þjálfara í Lengjudeildinni. Nær hann að vinna mikilvægan sigur í kvöld gegn sterku Ægisliði?
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Velkomin til Þorlákshafnar! Heil og sæl og verið velkomin til Þorlákshafnar þar sem Ægir tekur á móti Gróttu í Lengjudeildinni. Ægismenn þurfa sigur annars eru þeir svo gott sem fallnir á meðan Gróttumenn koma kaldir í þennan leik og þurfa að ná í sigur til þess að eiga möguleika á umspilssæti.
Mynd: Aðsend

Byrjunarlið:
1. Rafal Stefán Daníelsson (m)
Valtýr Már Michaelsson ('77)
3. Arnar Númi Gíslason
4. Arnar Daníel Aðalsteinsson
5. Patrik Orri Pétursson
11. Axel Sigurðarson ('65)
11. Sigurður Steinar Björnsson ('83)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('77)
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Kristófer Melsted
29. Grímur Ingi Jakobsson

Varamenn:
31. Theódór Henriksen (m)
2. Arnar Þór Helgason ('77)
8. Tómas Johannessen
8. Tareq Shihab
10. Kristófer Orri Pétursson ('77)
14. Arnþór Páll Hafsteinsson ('65)
17. Gunnar Jónas Hauksson
21. Hilmar Andrew McShane ('83)
77. Pétur Theódór Árnason

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Arnar Þór Axelsson
Dominic Ankers
Gareth Thomas Owen
Viktor Steinn Bonometti

Gul spjöld:
Arnar Númi Gíslason ('24)
Grímur Ingi Jakobsson ('48)

Rauð spjöld: