Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
Stjarnan
3
1
KR
Emil Atlason '18 1-0
1-1 Benoný Breki Andrésson '28
Emil Atlason '30 2-1
Emil Atlason '86 , víti 3-1
21.08.2023  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Grátt yfir og þó nokkur vindur
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 1238
Maður leiksins: Emil Atlason
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson ('83)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Eggert Aron Guðmundsson ('73)
9. Daníel Laxdal ('90)
10. Hilmar Árni Halldórsson
22. Emil Atlason
31. Henrik Máni B. Hilmarsson ('46)
32. Örvar Logi Örvarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
11. Adolf Daði Birgisson ('73)
17. Andri Adolphsson ('46)
23. Joey Gibbs ('90)
35. Helgi Fróði Ingason

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Haraldur Björnsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Þór Sigurðsson
Egill Atlason

Gul spjöld:
Adolf Daði Birgisson ('80)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Joey Gibbs fékk varla að anda á grasið og Elías flautar leikinn af. Sannfærandi sigur Stjörnumanna.

Viðtöl og skýrsla koma seinna í kvöld.
90. mín
Inn:Joey Gibbs (Stjarnan) Út:Daníel Laxdal (Stjarnan)
Kóngurinn fær heiðursskiptingu, fer út af stúkumegin og þakkar fyrir sig.
90. mín
+4

Stúkan búin að syngja nafn Danna Lax hérna í fimm mínútur, enda kóngurinn í Garðabænum.
90. mín
+2
Ægir Jarl með fína tilraun en Adolf Daði stekkur fyrir hann og setur boltann í horn.

Hornið kemur á fjær þar sem Gummi og Elmar eru í baráttunni. Gummi nær skallar í Emma og Stjarnan á markspyrnu.
90. mín
6 mínútur í uppbótartíma.
90. mín
KR reyna að klóra í bakkann en Stjörnuvörnin stendur vel.
88. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
Tekur trylling og Elíasi finnst það ekkert fyndið.
86. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (KR) Út:Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
86. mín Mark úr víti!
Emil Atlason (Stjarnan)
ÞRENNA Og orðinn markahæstur í deildinni með 12 mörk!
85. mín
Stjarnan eru að fá víti.
83. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan) Út:Heiðar Ægisson (Stjarnan)
83. mín
Heiðar liggur eftir samstuð við Kidda og börumenn hlaupa inná. Hann afþakkar þær en getur þó ekki haldið leik áfram.
80. mín Gult spjald: Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
Fyrir töf
79. mín
Hornið er tekið inn í þar sem boltinn berst til Aron Þórðar sem á skot yfir sem endaði líklega í Hafnarfirði.
78. mín
Kennie með lúmskt skot niðri úti við stöng en Árni Snær vel á verði og ver boltann í horn.
78. mín
1238 áhorfendur á leiknum í kvöld og því ber að fagna.
73. mín
Inn:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) Út:Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
72. mín
Aron Snær! Róbert Orri kemur á fleygi upp kantinn og á fyrirgjöf sem Jakob Franz flugskallar í lappirnar á Hilmari Árna. Hilmar hleður í hörkuskot en Aron Snær ver frábærlega í horn. .


Stjarnan nær ekki að nýta hornspyrnuna sem fylgir á eftir.
71. mín
Inn: Luke Rae (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
70. mín
KR eru að auka sóknarþungann og fá hornspyrnu. Mikið klafs í teignum en Stjörnumenn hoppa fyrir allt og koma boltanum frá
70. mín
Atli er skyndilega sloppinn einn í gegn og Árni Snær fer í eitthvað rosalegasta úthlaup sem að ég hef séð en tekst að komast fyrir Atla og kemur hættunni frá. Þetta hefði aldeilis getað endað illa hjá honum!
66. mín
Hilmar Árni hefur betur í baráttunni við Jóa Bjarna og kemur boltanum út á Heiðar sem á fyrirgjöf í varnarmann og aftur fyrir. Hornspyrnan er allt of föst og yfir allan pakkann.
64. mín Gult spjald: Ægir Jarl Jónasson (KR)
Notar hendurnar fullmikið fyrir smekk Elíasar. Líklega uppsafnað en hann er búin að vera duglegur í hrindingum í dag.
63. mín
Sláin! Kennie með alveg fáránlega góðan bolta inn í sem hann teiknar á ennið á Benoný. Benoný á hörkuskalla sem syngur í slánni.
58. mín
KRingar fá aðstoð frá silfurskeiðinni með söngvana sína. Silfurskeifarmenn sáu að trommurnar gleymdust í Vesturbænum og og ákváðu að rétta hjálparhönd.
57. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
57. mín
Inn:Lúkas Magni Magnason (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
57. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (KR) Út:Olav Öby (KR)
53. mín
Sé ekki betur en að það séu einhverjar hreyfingar á KR bekknum.
51. mín
KR fá horn sem Atli tekur en Emil rís hæst í teignum og skallar boltann frá.
48. mín Gult spjald: Jakob Franz Pálsson (KR)
Jakob Franz brýtur á Emil Atlasyni sem er að sleppa einn í gegn. Það hefði alveg mögulega getað verið annar litur á þessu spjaldi en Kennie bjargar því með að vera fljótur til baka og Jakob því ekki aftasti maður og sleppur með skrekkinn.
47. mín
Ægir Jarl gleymir sér í augnablik og byrjar að leika glímu við Hilmar Árna sem fékk ekki memoið. Stjarnan á aukaspyrnu á góðum stað.

HIlmar tekur spyrnuna en Aron Snær er fyrstur á boltann og grípur hann.
46. mín
Emil ætlar að skora þrennu en hann á hér langskot sem fer framhjá.
46. mín
Fyrsta tilraun seinni hálfleiksins á Hilmar Árni fyrir utan teig en skotið er yfir.
46. mín
Inn:Andri Adolphsson (Stjarnan) Út:Henrik Máni B. Hilmarsson (Stjarnan)
Ein skipting í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Stórskemmtilegur hálfleikur að baki, meira svona takk!
45. mín
Jói Bjarna með skot fínt skot en það er beint í Örvar
45. mín
Fáum 2 mínútur í uppbót við fyrri hálfleikinn.
44. mín
Jói Bjarna með fyrirgjöf inn í teig sem finnur Stefán Árna, hann á skallann en Árni Snær ver frá honum.
43. mín
Gott spil hjá KR úti á vinstri kantinum endar með fyrirgjöf frá Olav Öby en Árni Snær er eins og köttur í markinu, stekkur út og grípur boltann.
39. mín
Jói Bjarna tekur spyrnuna en Örvar Logi hefur betur í baráttunni við Kennie og skallar boltann frá.
38. mín
Kennie liggur eftir samstuð við Heiðar og fær aukaspyrnu á góðum stað. Það verður allt vitlaust Stjörnumegin í stúkunni og fólk vill meina að að þetta hafi ekki verið brot og ég held jafnvel að Stjörnumenn hafi eitthvað til síns máls.
37. mín
Góð sókn hjá Stjörnumönnum. Róbert Frosti fær boltann út hægra megin og tekur vel á móti honum. Hann leggur hann út í teiginn á Gumma Kristjáns sem á skot í Henrik. Þeir koma boltanum aftur fyrir og Emil hótar þrennunni en skotið frá honum er laust.
36. mín
Búið að kippa þessu í liðinn hjá Henrik og hann er kominn aftur inn á.
34. mín
Henrik Máni virðist hafa farið úr puttalið og leikurinn er stoppaður svo hann geti fengið aðhlynningu.
30. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Daníel Laxdal
Alvöru slútt Daníel setur boltann háan í gegn á Emil sem tekur hann á lofti í fjær. Þvílíkur fyrri hálfleikur sem við erum að fá hérna!!
28. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Stefán Árni Geirsson
Þeir jafna!!! Ægir Jarl á skot í varnarmann og af honum berst boltinn út á Stefán Árna sem setur hann fyrir á Benoný sem einhvernveginn stendur einn á milli fjögurra manna og þarf bara að pota honum inn.
26. mín Gult spjald: Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Pirringstækling á Gumma Kristjáns og uppsker réttilega gult.
23. mín
Þetta mark hefur svo sannarlega hleypt lífi í leikinn en liðin skiptast á að fá færi. Nú er það Gummi Kristjáns sem fer illa með Jóa Bjarna og nær skoti en það er í varnarmann og aftur fyrir. Stjörnumenn ná svo ekki að nýta hornið almennilega.
18. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
HVER ANNAR?? Jakob Franz stígur upp úr vörninni og skallar hann beint í lappirnar á Hilmari Árna. Emil Atlason hleypur á stað og Hilmar finnur hann í gegn. Emil er fyrir innan en það skiptir bara engu máli því hann er ennþá á eigin vallarhelming. Emil er aleinn og setur boltann í netið.
15. mín
Besta færið hingað til!! Stefán Árni kemur á siglingunni upp vinstri kantinn og Henrik Már gerir sig líklegan til þess að mæta honum en ákveður svo að bakka frá honum sem verður til þess að Stefán fær flugbraut alla leið inn í teiginn þar sem hann lætur vaða en Árni Snær ver stórvel og boltanum er svo komið úr hættusvæðinu.
14. mín
Eggert Aron leikur listir sínar inn á miðjunni áður en hann kemur boltanum út til hægri á Róbert Frosta. Hann lætur vaða á markið en skotið er rétt framhjá
13. mín
Heiðar með fínan sprett upp hægri kantinn og finnur Eggert Aron á miðjunni. Eggert fer fram hjá einum og lætur svo vaða á markið en skotið fer í varnarmann. Þaðan berst boltinn til Gumma Kristjáns sem lætur vaða en skotið er langt yfir.
12. mín
Atli fer fram hjá Örvari og er kominn alveg upp að endamörkum þegar hann kemur boltanum fyrir en fyrirgjöfin er beint á Árna Snæ í markinu.
11. mín
KR að komast í nokkuð álitlega stöðu í teig Stjörnunnar en Daníel Laxdal skallar boltann frá.
8. mín
Emil Atlason með gott hlaup en Stjörnumenn of lengi að átta sig, hann fær enga aðstoð og sóknin rennur út í sandinn.
5. mín
Stjörnumenn hressir í stúkunni í dag en það er alls ekki eitthvað sem þarf að koma á óvart.
1. mín
KR að gera sig líklega strax í byrjun og Stefán Árni sýnir skemmtilega takta í teig Stjörnumanna sem ná á endanum að hreinsa burt.
1. mín
Þetta er komið í gang og það eru KR sem byrja með boltann.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Daníel Laxdal, Róbert Frosti Þorkelsson og Henrik Máni B. Hilmarsson koma inn í lið Stjörnunnar frá síðasta leik en Helgi Fróði Ingason, Jóhann Árni Gunnarsson og Adolf Daði Birgisson taka sér sæti á bekknum.

Rúnar Kristinsson gerir sömuleiðis þrjár breytingar á liði KR en þeir Finnur Tómas Pálmason, Aron Þórður Albertsson og Lúkas Magni Magnason detta út. Olav Öby, Kennie Chopart og Atli Sigurjónsson koma allir inn í liðið.
Fyrir leik
Daníel Laxdal er að spila sinn 500. leik sinn fyrir Stjörnuna hér í dag. Alveg hreint magnað afrek!!!! Hann er heiðraður hér fyrir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Fyrir leik
Dómarateymið Elías Ingi Árnason er á flautunni í dag. Mennirnir með flöggin eru svo Gylfi Már Sigurðsson og Bergur Daði Ágústsson. Eftirlitsmaður er Skúli Freyr Brynjólfsson og varadómari er Pétur Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
KR KR tóku á móti Fram í síðustu umferð og unnu þann leið 3-2. Í millitíðinni spiluðu þeir svo bikarleik við Víkinga í Víkinni sem tapaðist 4-1. Þeir eru með jafn mörg stig og Stjarnan og FH en þessi lið eru í harðri baráttu um 4. sætið sem er mögulegt evrópusæti. Þessi leikur er því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stjarnan Stjarnan er eitt heitasta lið landsins um þessar mundir. Þeir fóru í heimsókn í Árbæinn í síðustu umferð og sóttu þar nokkuð þægileg þrjú stig með 0-4 sigri. Þeir eru ekki búnir að tapa leik síðan í 12. umferð en þá spiluðu þeir við Víkinga og töpuðu 2-0.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Byrjunarliðin Daníel Laxdal nær merkum áfanga í kvöld með Stjörnumönnum en hann mun spila 500. leik sinn fyrir félagið. Hann er í byrjunarliðinu en Jökull Elísabetarson gerir alls þrjár breytingar.

Róbert Frosti Þorkelsson og Henrik Máni B. Hilmarsson koma einnig inn í liðið en Helgi Fróði Ingason og Adolf Daði Birgisson taka sér sæti á bekknum.

Rúnar Kristinsson gerir sömuleiðis þrjár breytingar á liði KR en þeir Finnur Tómas Pálmason, Aron Þórður Albertsson og Lúkas Magni Magnason detta út. Olav Öby, Kennie Chopart og Atli Sigurjónsson koma allir inn í liðið.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Heil og sæl Verið velkomin í þessu beinu textalýsingu frá leik Stjörnunnar og KR í lokaleik 20. umferðar í Bestu deildinni.
Byrjunarlið:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason ('86)
5. Jakob Franz Pálsson
8. Stefán Árni Geirsson ('57)
8. Olav Öby ('57)
9. Benoný Breki Andrésson
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('57)
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson ('71)

Varamenn:
1. Beitir Ólafsson (m)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('57)
15. Lúkas Magni Magnason ('57)
17. Luke Rae ('71)
18. Aron Kristófer Lárusson
29. Aron Þórður Albertsson ('57)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('86)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Theodór Elmar Bjarnason ('26)
Jakob Franz Pálsson ('48)
Ægir Jarl Jónasson ('64)
Aron Þórður Albertsson ('88)

Rauð spjöld: